Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 24. maí 2015
Aðgengilegt á vef til 22. ágúst 2015

Hörpusláttur

Sunnudaginn 24. maí, á hvítasunnudag, klukkan 9.03 á Rás 1, verður þátturinn Hörpusláttur, um skáldskap eftir Matthías Johannessen. Umsjónarmaður er Gunnar Stefánsson.
Nafnið er dregið af heiti fyrsta ljóðsins í fyrstu bók Matthíasar, Borgin hló frá 1958. Í þættinum má heyra Andrés Björnsson lesa þetta ljóð, svo og nokkur úr einni af seinni bókum skáldsins, Mörg eru dags augu. Dr. Gunnar Kristjánsson flytur pistil um ljóðaflokk Matthíasar, Sálmar á atómöld,frá 1966, sem er sérstæður trúarskáldskapur úr smiðju nútímaskálds. Þá er í þættinum flutningur Matthíasar með undirleik á köflum úr bókinni Dagur ei meir, um árið 1974, sem út var gefinn á hljómplötu. Einnig les skáldið stutta sögu, Mold undir malbiki, og loks fáein ljóð úr bókinni Söknuður frá 2011. Matthías varð 85 ára á þessu ári, en hann hefur í meir en hálfa öld sett svip á bókmennir og menningarlíf í landinu.