Dagskrárliður er ekki aðgengilegur lengur

Birt þann 19. apríl 2015
Aðgengilegt á vef til 18. júlí 2015

Að stofna sinfóníuhljómsveit (6 af 6)

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói 9. mars árið 1950 undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Aðdragandann að stofnun sveitarinnar má rekja aftur til ársins 1921 þegar Þórarinn Guðmundsson stjórnaði 20 manna sveit á opinberum tónleikum, en sveitina kallaði hann Hljómsveit Reykjavíkur. Í þáttunum er dregin upp mynd af tónleikum sístækkandi samspilshópa frá byrjun aldarinnar, baráttu manna fyrir stofnun fullkominnar sinfóníuhljómsveitar, innbyrðist baráttu félaga og einstaklinga á milli þar sem tókust m.a. á forystumenn Tónlistarfélagsins og Félags íslenskra hljóðfæraleikara. Þá er fjallað um þátttöku Ríkisútvarpsins, Þjóðleikhússins og Reykjavíkurborgar í stofnun og rekstri Sinfóníuhljómsveitarinnar á fyrri helmingi sjötta áratugarins og ráðningu Olav Kiellands sem fyrsta listræna stjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Í þáttunum eru leiknar hljóðritanir úr safni útvarpsins frá árabilinu 1935-1955 sem margar hafa ekki heyrst í áratugi.
Umsjónamaður er Bjarki Sveinbjörnsson og lesari Þröstur Helgason.