Samgöngumál

Ökunám verður stafrænt: „Hagræðing í alla staði“
Ákveðið hefur verið að einfalda almennt ökunám til mikilla muna og gera nánast allt ökunám stafrænt. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að þetta sé löngu tímabært.
06.02.2021 - 11:46
230 ökutæki skemmdust og heildartjón um 30 milljónir
Um 230 ökutæki urðu fyrir tjóni í bikblæðingum í desember. Heildartjónið nemur tæpum 30 milljónum. Vegagerðin hefur til skoðunar að setja á þungatakmarkanir. Varað er við bikblæðingum á Vesturlandi í dag.
05.02.2021 - 11:45
Lokunin við Jökulsá setur flutninga úr skorðum
Lokun á þjóðvegi eitt við Jökulsá á Fjöllum hefur sett vöruflutninga milli Austur- og Norðurlands úr skorðum. Ef bílarnir ná ekki yfir brúna á Jökulsá fyrir lokun þarf að keyra með ströndinni, sem lengir ferðina um tvo klukktíma aðra leið.
Myndskeið
Virðist sem krapinn í Jökulsá sé á undanhaldi
Litlar breytingar eru sjáanlegar við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum og vegurinn þar er opinn fyrir umferð. Þó virðist sem krapinn sé á undanhaldi og það sé að opnast betur fyrir rennsli árinnar.  
Styður niðurstöðu starfshóps um Sundabraut
Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fagnar niðurstöðu starfshóps um lagningu Sundabrautar og segir að hefjast þurfi handa.
Vill ræða veggjöld vegna Sundabrautar
Möguleg veggjöld og alþjóðleg hönnunarsamkeppni er nokkuð sem þarf að ræða við lagningu Sundabrautar um hábrú, segir varaformaður skipulagsráðs Reykjavíkur. Hann vill að ráðist verði í félagshagfræðilega greiningu á valkostinum áður en lengra er haldið.
03.02.2021 - 20:46
Nýtt kennileiti höfuðborgarinnar?
Sundabraut með brú frá Holtavegi, um Gufunes og Geldinganes upp á Kjalarnes getur verið tilbúin eftir 10 ár, samkvæmt skýrslu starfshóps Vegagerðarinnar sem samgönguráðherra kynnti í dag. Hann segir brúna létta álagi af öllu höfuðborgarsvæðinu og hún geti orðið nýtt kennileiti fyrir Reykjavík.
03.02.2021 - 19:00
Viðtöl
Brú myndi kosta 14 milljörðum minna en göng
Starfshópur sem samgönguráðherra skipaði til að taka út kosti um lengu Sundabrautar segir að brú yrði fjórtán milljörðum króna ódýrari í framkvæmd heldur en göng undir sundin. Að auki yrði meiri umferð um brúna auk þess sem hún gæfi færi á almenningssamgöngum og því að hjólreiðafólk og fótgangandi færu um brúna en slíkt gengi ekki í göngum.
03.02.2021 - 17:02
Opnað aftur við Jökulsá á Fjöllum
Þjóðvegur eitt milli Austur- og Norðurlands hefur verið opnaður aftur. Gæsla verður áfram við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum.
Myndskeið
Hertar kröfur koma ekki í veg fyrir hált malbik
Öryggi vegfarenda verður aukið með því að Vegagerðin ætlar í vor að gera ítarlegri kröfur til verktaka sem malbika og sömuleiðis auka eftirlit. Forstjóri Vegagerðarinnar gefur ekki upp kostnaðinn en segir að hann verði ekki til þess að draga úr viðhaldi vega. Þetta þýðir samt ekki að hált nýlagt malbik heyri sögunni til. „Ég get ekki fullyrt það hundrað prósent en þetta minnkar líkurnar umtalsvert,“ segir verkefnastjóri hjá Vegagerðinni.
02.02.2021 - 20:14
Samningafundur í deilu Bláfuglsflugmanna á morgun
Verkfall ellefu flugmanna hjá Bláfugli hófst á miðnætti í fyrrakvöld. Flugmennirnir eru félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna. Flugfélagið hefur ráðið verktakaflugmenn í staðinn, sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir að sé skýrt verfallsbrot. Samningafundur hefur verið boðaður á morgun.
02.02.2021 - 17:43
Viðtal
Stórauka kröfur og herða reglur um vegaframkvæmdir
Kröfur til þeirra sem sinna framkvæmdum fyrir Vegagerðina verða stórauknar og reglur um slíkar framkvæmdir verða hertar frá og með vorinu. Tilgangurinn er að auka öryggi, segir forstjóri Vegagerðarinnar. Þótt breytingarnar kosti töluvert segir hún að það komi ekki til með að bitna á almennu viðhaldi.
02.02.2021 - 11:44
Spegillinn
Vetnisframleiðsla gæti orðið stór útflutningsgrein
Landsvirkjun telur að framleiðsla vetnis gæti orðið risastórt tækifæri til að byggja upp nýja útflutningsgrein. Stefnt er að því að bensín og olía heyri sögunni til fyrir árið 2050. Vetnisvæðing stórra bíla, skipa og flugvéla gæti leikið stórt hlutverk í orkuskiptunum. Því er spáð að eftirspurn eftir vetni eigi eftir aukast mikið á næstu árum og áratugum.
02.02.2021 - 10:00
Segja Bluebird fremja verkfallsbrot með gerviverktökum
Flugmenn Bluebird innan Félags Íslenskra atvinnuflugmanna fóru í verkfall á miðnætti í gærkvöld. Verkfallið er ótímabundið en að sögn FÍA hefur Bluebird tekið þá flugmenn sem eru í verkfalli af vöktum og mannað þær með því sem þeir kalla „gerviverktökum“. Það er skýrt verkfallsbrot að mati FÍA.
01.02.2021 - 23:49
Þyrlan sótti slasaðan vélsleðamann á Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunar sótti í kvöld slasaðan vélsleðamann á sunnanverðu Snæfellsnesi.
01.02.2021 - 22:54
Myndskeið
Vilja meira viðhaldsfé til Vegagerðarinnar
Samgönguráðherra segist jákvæður fyrir gangagerð á milli þéttbýla á sunnanverðum Vestfjörðum. Hámarkshraði á hluta Bíldudalsvegar hefur verið lækkaður síðustu mánuði vegna ónýts slitlags. Vestfirðingar fagna jákvæðni gagnvart gangagerð en vilja aukið viðhaldsfé til Vegagerðarinnar.
Myndskeið
Dynjandisheiði mokuð yfir veturinn í fyrsta skipti
Með tilkomu Dýrafjarðarganga er nú mokað um Dynjandisheiði yfir vetrarmánuðina í fyrsta skipti. Ferðalagið á milli norðanverðra Vestfjarða og Suðurfjarða er því nokkur hundruð kílómetrum styttri nú í vetur en áður.
01.02.2021 - 14:30
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Hvað er í frumvarpi um Hálendisþjóðgarð?
Frumvarp liggur nú fyrir Alþingi um stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Skiptar skoðanir eru meðal stjórnmálamanna á öllum stjórnsýslustigum um efni frumvarpsins. Frumvarpið felur í sér friðlýsingu innan marka þjóðgarðsins og nær hann yfir um 30 prósent landsins.
Aðstæður við Jökulsá á Fjöllum metnar í dagrenningu
Vegagerðin mun í dagrenningu meta aðstæður við Jökulsá á Fjöllum. Vatnshæðin í ánni fór yfir vatnshæðarþröskuld mæla Veðurstofu Íslands laust eftir miðnætti, en þröskuldurinn er í 520 sentimetra vatnshæð. Vatnshæðin mældist 527 sentimetrar á mælum Veðurstofu við Grímsstaði í morgun.
Óvissustig vegna flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum
Ákveðið hefur verið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna krapastíflu og flóðahættu í Jökulsá á Fjöllum. Vegna þess verður þjóðvegur eitt milli Mývatnssveitar og Egilsstaða aðeins opinn milli 9:00 og 18:00 í dag og næstu fjóra daga.
28.01.2021 - 16:22
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
Boeing MAX þotur leyfðar í Evrópu
Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, heimilaði í dag að nýju notkun Boeing 737 MAX flugvéla í álfunni.  Patrick Ky, yfirmaður stofnunarinnar, sagði þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun að hann teldi þoturnar vera orðnar öruggar eftir umfangsmiklar endurbætur. Þó yrði vandlega fylgst með þeim enn um sinn.
27.01.2021 - 12:21
Enn óvissustig – Flateyrarvegur verður opnaður í dag
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi í þremur landshlutum. Færð á Vestfjörðum hefur skánað og margar leiðir verið opnaðar. Mokað verður um Flateyrarveg í dag. Fimm ný snjóflóð sáust þar í dag sem höfðu fallið á veginn.
Vilja að samgöngur til Fjallabyggðar verði bættar
Bæjarráð Fjallabyggðar krefst þess að stjórnvöld bregðist við samgönguvanda sveitarfélagsins, sem hafi að undanförnu þurft að búa við að Ólafsfjarðarvegur og Siglufjarðarvegur, tengingar Fjallabyggðar við nágrannasveitarfélög og landið allt, hafi ítrekað lokast vegna ófærðar, snjóflóða og snjóflóðahættu.
27.01.2021 - 11:10