Samgöngumál

Óska eftir nýrri heimild fyrir hlutafjárútboð
Hluthafafundur Icelandair fer fram á Hótel Nordica í dag. Helsta mál fundarins verður að óska eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð sem lengi hefur verið rætt um.
09.09.2020 - 07:03
Orkuskipti í samgöngum eitt stærsta framtíðarverkefnið
Orkuskipti í samgöngum geta sparað hverju heimili um 400 þúsund krónur á ári þegar markmið aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum hafa náðst. Loftslagsváin er einn helsti umhverfisvandi sem mannkynið stendur frammi fyrir og þjóðir heims verða að ráðast í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við vandanum.
08.09.2020 - 16:46
Icelandair aflýsir 73% ferða – erlendu félögin sárafáum
Icelandair hefur fellt niður þrjár af hverjum fjórum ferðum á áætlun sinni í september. Á sama tíma hafa erlend flugfélög fellt niður fjögur prósent Íslandsferða sinna og flogið þrefalt meira til og frá Íslandi en Icelandair. Forstjóri Icelandair segir félagið ekki hafa efni á að fljúga hálftómum vélum og tapa á ferðunum.
07.09.2020 - 18:17
Myndskeið
Demantshringurinn formlega opnaður
Demantshringurinn svokallaði á Norðurlandi var opnaður í dag með formlegum hætti í Jökulsárgljúfrum. Þó um nýja ferðamannaleið sé að ræða segir samgönguráðherra að á sama tíma sé þessi leið almennt mikil samgöngubót.
Ökumaður sofnaði undir stýri - farþegi í bílnum lést
Banaslys sem varð á Reykjanesbrautinni í október fyrir tveimur árum má rekja til þess að ökumaður Peugeot-bíls sofnaði undir stýri og ók yfir rangan vegarhelming. Farþegi sem var í bílnum lést en hann var ekki spenntur í öryggisbelti. Ökumaðurinn hafði vakað alla nóttina.
Segir ríkisstjórnina ekki ganga hreint til verks
Alþingi samþykkti í gærkvöld þrjú frumvörp sem öll sneru að því að veita Icelandair ríkisábyrgð. Formaður Viðreisnar segir ábyrgðina geta falið í sér áhættu fyrir lífeyrissjóði. Ríkisstjórnin hafi ekki gengið hreint til verka við veitingu ríkisábyrgðarinnar.
05.09.2020 - 12:39
Vildi frekar opna landamærin en veita ríkisábyrgð
Enginn einhugur var á Alþingi þegar samþykkt var með 38 atkvæðum að veita 90 prósenta ríkisábyrgð á 16 milljarða lánalínu til Icelandair. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins var eini stjórnarliðinn sem greiddi atkvæði gegn ríkisábyrgðinni. Húnsagði aðgerðir stjórnvalda á landamærunum vegna COVID-19 hafa kippt fótununum undan rekstri Icelandair. Þingmenn Pírata voru einnig á móti en þingmenn Samfylkingarinnar, Flokks fólksins og allir hjá Viðreisn nema einn sátu hjá.
Setja spurningamerki við ríkisábyrgðina til Icelandair
Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Leví Gunnarsson og Inga Sæland skiluðu öll hver sínu séráliti við frumvarp fjármálaráðherra um ríkisábyrgð á lánalínu til Icelandair. Ágúst Ólafur telur ljóst að veðin fyrir hina ríkistryggða láni séu ekki næg, Björn Leví segir að með ríkisábyrgð sé verið að hafa áhrif á samkeppnisumhverfið og Inga Sæland segist ekki geta stutt frumvarp sem leggi til svona opna heimild til stuðnings við einkarekið fyrirtæki á samkeppnismarkaði.
Segir meirihlutann í borginni „ulla á ríkisstjórnina“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir ríkisstjórnina hafa látið plata sig út í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins, borgarlínuna. Hún hafi ekki fyrr verið búin að skrifa undir sáttmálann en að meirihlutinn í borginni „ulli á ríkisstjórnina“ og segi að ekki standi til að standa við þann hluta samkomulagsins sem snúi að Sundabraut. „Hvernig hyggst fjármálaráðherra bregðast við?“
04.09.2020 - 11:08
Icelandair aflýsir 18 flugferðum í dag
18 flugferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag, 9 komuferðum og 9 brottförum. Einni vél félagsins var flogið frá Keflavík til London í morgun og einni frá Boston til Keflavíkur. Allar ferðir annarra flugfélaga til og frá landinu eru á áætlun, til dæmis á vegum EasyJet, SAS, Wizz Air og Transavia.
04.09.2020 - 08:34
72% samdráttur í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið
Mikill samdráttur hefur orðið í flugi um íslenska flugstjórnarsvæðið að undanförnu, hvort sem litið er til flugs til og frá landinu eða flugvéla sem fljúga um svæðið án þess að lenda á Íslandi. Sem dæmi má nefna að 5.248 flug voru skráð á svæðinu í júlí í sumar, en 18.774 í júlí í fyrra. Það er fækkun um 72%. 
Óvissustig og viðbúnaður vegna veðurspár
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna norðan hríðar sem spáð er að gangi yfir stóran hluta landsins í kvöld. Hjá Vegagerðinni og raforkufyrirtækjunum er fylgst grannt með þróun mála og sérstök vakt til taks ef á þarf að halda.
03.09.2020 - 12:53
Ökumenn kynni sér möguleg áhrif lyfja
Nærri tvöfalt fleiri voru teknir fyrir að aka undir áhrifum lyfja eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu, í fyrra, en fyrir ölvunarakstur. Samgöngustofa leggur áherslu á að fólk tali við lækni og kynni sér vel möguleg áhrif lyfja sem því er ávísað.
03.09.2020 - 12:40
Forstjóri Ernis: „Okkur er bara að blæða út á þessu“
Forstjóri Flugfélagsins Ernis segir að fækkun farþega og hörð samkeppni við ríkisstyrktar siglingar liggi að baki ákvörðun um að hætta flugi til Vestmannaeyja. Hann segir öruggt að ríkið tryggi samgöngur til Eyja.
02.09.2020 - 12:27
Farþegaflugvél snúið við vegna bilunar
Flugvél Air Iceland Connect var snúið við yfir Bláfelli í morgun á leið frá Reykjavík til Egilsstaða eftir að tæknibilun kom upp í vélinni. 34 farþegar voru um borð og þeir eru nú komnir um borð í næstu flugvél á leið til Egilsstaða. 
02.09.2020 - 08:55
Aflýsa fjölda flugferða til og frá landinu
Stórum hluta flugferða sem fyrirhugaðar voru til og frá landinu í dag og á morgun hefur verið aflýst. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að nú vinni félagið að því að laga framboð að eftirspurn.
02.09.2020 - 08:28
Myndskeið
Ný ferðamannaleið um háhitasvæðið á Þeistareykjum
Á vegum Landsvirkjunar er nú verið að leggja nýjan veg með bundnu slitlagi frá Þeistareykjum í Mývatnssveit. Þó að helsti tilgangurinn sé að bæta samgöngur milli virkjana í Þingeyjarsýslum opnast spennandi ferðamannaleið á þessu svæði með nýja veginum.
01.09.2020 - 19:59
Myndskeið
Ernir hættir að fljúga til Eyja og Herjólfur í óvissu
Samgöngumál Vestmannaeyinga eru í mikill óvissu. Síðdegis í dag tilkynnti flugfélagið Ernir að félagið ætli að hætta áætlunarflugi til Eyja og í gær var öllum 68 starfsmönnum Herjólfs sagt upp. Ágreiningur er um rekstrarsamning við ríkið. Samgönguráðherra vonast til að leyst verði úr deilunni á næstu dögum.
Bankarnir kaupa í Icelandair fyrir allt að 6 milljarða
Icelandair Group hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka og Landsbankann um sölutryggingu væntanlegs hlutafjárútboðs félagsins. Samkvæmt samkomulaginu munu bankarnir kaupa nýtt hlutafé að upphæð allt að sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Icelandair sendi frá sér síðdegis.
01.09.2020 - 17:51
5,8 milljarðar í fækkun á einbreiðum brúm
Einbreiðum brúm verður fækkað á Hringveginum á næstu árum, úr 36 einbreiðum brúm í 22 brýr árið 2024. Fjórar nýjar brýr eru í byggingu sem munu leysa eldri brýr af hólmi. Áformað er að verja um 5,8 milljörðum króna á næstu fimm árum til fækkunar á einbreiðum brúm.
01.09.2020 - 16:59
Hagstæðasta lausnin á Sundabraut „gerð ómöguleg“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að hagstæðasta leið Sundabrautar hafi verið gerð ómöguleg vegna skipulags borgarinnar við Vogabyggð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hins vegar að sú leið hafi reynst umdeild, bæði á meðal íbúa í Laugardal og Grafarvogi, og því komi nú helst til greina að Sundabraut verði í jarðgöngum.
Ísland áfram á rauðum lista hjá Norðmönnum
Ísland er áfram metið hááhættusvæði af norska landlæknisembættinu og þurfa ferðamenn frá Íslandi að fara í tíu daga sóttkví við komuna til landsins. Embættið mælir með að nokkur héruð í Svíþjóð verði tekin af listanum sem og Sjáland í Danmörku. Furstadæmið Mónakó bætti Íslandi á lista yfir hááhættusvæði í gær.
Mikill samdráttur í sölu á nýjum bílum
581 nýr fólksbíll seldist hér á landi í ágúst, sem er 27,7% minna en í ágúst í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir ennfremur að á fyrstu átta mánuðum ársins hafi 6.254 nýir fólksbílar verið seldir, eða 31,4% færri en á sama tímabili í fyrra.
01.09.2020 - 12:14
Myndskeið
Aka og skapa hættu á gangstígum - erfitt fyrir lögreglu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið margar tilkynningar um að börn á léttum bifhjólum og rafskútum valdi hættu á gangstígum með ógætilegum akstri. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild segir málið vandasamt fyrir lögreglu og biðlar til foreldra að ræða við börn sín.
Hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri
Ákveðið hefur verið að setja upp hraðamyndavélar við Hörgárbraut á Akureyri til að auka öryggi fyrir gangandi verfarendur. Íbúar halda fast við þá kröfu að gerð verði undirgöng á þessum stað.
31.08.2020 - 09:41