Samgöngumál

Ekki ljóst hvort sama malbik verður lagt á Kjalarnesi
Ekki er komið á hreint hvort sama efni verður notað til að malbika aftur vegarkaflann á Kjalarnesi þar sem tveir létust í umferðarslysi á sunnudag. Sýni úr malbikinu, sem reyndist of hált, verða tekin til rannsóknar hér á landi og send til Svíþjóðar.
30.06.2020 - 12:02
Myndskeið
Banaslysið á Kjalarnesi: „Vegagerðin er alltaf ábyrg“
Vegkaflinn á Kjalarnesi þar sem tveir létust í slysi í gær verður malbikaður aftur. Nýlögð klæðning uppfyllti ekki kröfur Vegagerðarinnar. Forstjórinn segir stofnunina axla ábyrgð.
29.06.2020 - 19:17
Sandur borinn á veginn um Kjalarnes - umferð tefst
Verið er að sandbera þjóðveg 1 um Kjalarnes þar sem banaslys varð í gær. Umferð er hleypt í gegn í hollum og umferð er þegar farin að tefjast. Leggja á nýtt malbik á veginn því nýlagða malbikið uppfyllir ekki kröfur.
29.06.2020 - 17:48
Telja malbikið á slysstað ekki hafa uppfyllt skilmála
Vegagerðin telur að nýlögð klæðning á vegarkafla á Kjalarnesi, þar sem ökumaður og farþegi bifhjóls létust í gær í árekstri við húsbíl, uppfylli ekki skilyrði. Rannsókn beinist meðal annars að því hversu hált var á veginum. Formaður bifhjólasamtakanna Sniglanna segir að lengi hafi verið varað við hættulegum aðstæðum sem þessum.
29.06.2020 - 11:59
Flugvél snúið við með brotna framrúðu
Flugvél Air Iceland Connec á leið til Egilsstaða frá Reykjavík var snúið við í morgun þar sem brestur kom í rúðu flugstjórnunnarklefa vélarinnar. Vélin lenti heilu og höldnu á Reykjavíkurflugvelli og voru farþegar fluttir yfir í aðra vél og flogið með þá austur á Hérað þar sem hún lenti á tólfta tímanum.
27.06.2020 - 12:37
Sækja um greiðsluskjól eftir nær algjöran tekjumissi
Forsvarsmenn Allrahanda GL sem rekur Gray Line á Íslandi, hafa sótt um greiðsluskjól vegna tekjuhruns hjá fyrirtækinu. Tekjur Gray Line námu um 700 milljónum króna síðustu þrjá mánuði fyrir COVID-19 faraldur en voru aðeins 680 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði. Það er um 0,1 prósent af fyrri tekjum.
Samningur um flugferðir til Boston framlengdur
Samgönguráðuneytið hefur framlengt samning við Icelandair um lágmarksflug til Bandaríkjanna til 8. ágúst. Flogið verður tvisvar í viku hið minnsta. Ráðuneytið og flugfélagið sömdu fyrst um miðjan maí og var þá einnig samið um að tvær flugferðir á viku til Stokkhólms og Lundúna. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að ekki sé lengur talin þörf á að semja um lágmarksflug á þessa tvo staði þar sem flugsamgöngur hafi tekið við sér að nýju.
25.06.2020 - 13:37
Lufthansa líklega bjargað
Búist er við að hluthafar í þýska flugfélaginu Lufthansa samþykki björgunarpakka þýsku ríkisstjórnarinnar fyrir félagið. Ríkið veitir alls níu milljarða evra aðstoð gegn því að eignast 20% hlut í félaginu. Lufthansa gerði kjarasamning við flugfreyjur félagsins í gærkvöld.
25.06.2020 - 12:00
Miðflokksmenn einir í pontu frá hádegi
Miðflokksmenn hafa verið einir á mælendaskrá á þingfundi frá hádegi. Enn snúa umræðurnar að samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu. Þingfundur hófst klukkan 11:00 í morgun.
24.06.2020 - 17:23
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina fyrir tjaldstæði
Tjaldstæði fá ekki að taka við ferðagjöf stjórnvalda því þau falla ekki undir lög um gisithiemili, segir Elías Bj. Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Tjöld í Skagafirði, segir að þetta hafi komið verulega á óvart.
Mannleg mistök ollu flugslysi
Mistök flugmanns og flugumferðarstjóra ollu því að farþegaflugvél Pakistan International Airlines fórst í aðflugi að Karachi höfuðborg landsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem Ghulam Sarwar Kha, flugmálaráðherra landsins, kynnti á þingi.
24.06.2020 - 09:07
Mannleg mistök ollu flugslysi
Mistök flugmanns og flugumferðarstjóra ollu því að farþegaflugvél Pakistan International Airlines fórst í aðflugi að Karachi höfuðborg landsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem Ghulam Sarwar Kha, flugmálaráðherra landsins, kynnti á þingi.
24.06.2020 - 09:07
Vara ekki lengur við ónauðsynlegum ferðum til Evrópu
Íslensk stjórnvöld telja ekki lengur ástæðu til að vara fólk við ónauðsynlegum ferðum til Evrópu þar sem kórónuveirufaraldurinn er í rénun í Evrópu. Hins vegar er fólk enn varað við ónauðsynlegum ferðum til landa utan Evrópu, bæði vegna ferðatakmarkana og vegna sóttvarnarákvæða sem kunna að vera í gildi.
23.06.2020 - 17:49
Myndskeið
Blankur borgarstjóri og sjálfsvorkunn vegna veðurfars
Hvað gerir blankur borgarstjóri þegar hann sér ekki fram á að hafa efni á að standa við kosningaloforðin, spurði þingmaður Miðflokksins, í viðræðum um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður Pírata sagði að sér sýndist umræður um borgarlínu hvorki snúast um kostnað eða afstöðu til strætisvagna heldur um tíðaranda og menningu, þar sem fólk væri fast í gömlum hugmyndum um almenningssamgöngur og sjálfsvorkunn vegna veðurfars.
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Myndskeið
Miðflokksmenn hættu umræðu um samgönguáætlun
Annarri umræðu um samgönguáætlanir til næstu fimm og fimmtán ára lauk nú í hádeginu. Þá fluttu þingmenn Miðflokksins sínar síðustu ræður. Umræðan hafði þá staðið í 46 klukkustundir. Hún stóð yfir fjóra daga í síðustu viku og var haldið áfram í gær og í dag. Umræðan stóð til klukkan tvö í nótt. Miðflokksmenn hafa varið miklum tíma í að gagnrýna áform um Borgarlínu og ítrekuðu þá gagnrýni í lok umræðunnar.
Þingfundi lauk um klukkan tvö í nótt
Þingfundi var slitið laust upp úr klukkan tvö í nótt. Umræðum um fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlanir var frestað en önnur mál voru tekin af dagskrá. Líkt og undanfarna þingfundi voru það þingmenn Miðflokksins sem skiptust á að fara upp í pontu. Þar ræddu þeir helst andstöðu sína við Borgarlínu.
23.06.2020 - 02:15
Myndskeið
„Málþóf Miðflokksins er sumarmerkið“
„Rauðmaginn er vormerkið en málþóf Miðflokksins er sumarmerkið, merki um að sumarið er komið. Það afneitar enginn sínu eðli. Það er bara eðlilegt að þeir séu í málþófi eins og alltaf á þessum árstíma,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri-grænna. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir flokkinn gerast vinur skattgreiðenda þegar komi að borgarlínu, ekki sé forsvaranlegt að setja 50 milljarða í framkvæmd með óljósa útkomu.
22.06.2020 - 20:02
Umræða um samgönguáætlun nálgast 40 tíma
Seinni umræða um samgönguáætlun fer nú fram á Alþingi og hefur umræðan nú staðið yfir í rúmar 37 klukkustundir. Megnið af þeim tíma hafa þingmenn Miðflokksins staðið í ræðustól. Þeir hafa einkum gagnrýnt áform um Borgarlínu en einnig rætt önnur mál. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hélt sína 30. ræðu um samgönguáætlun rétt fyrir klukkan sex síðdegis. Aðrir þingmenn Miðflokksins hafa flestir flutt milli tuttugu og þrjátíu ræður.
22.06.2020 - 18:27
Dagleg fundahöld hjá flugfreyjum og Icelandair
Samningafundi Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair lauk klukkan fimm síðdegis og hafði þá staðið frá klukkan hálf níu í morgun. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan hálf níu í fyrramálið. Í millitíðinni ætla samninganefndirnar að vinna að ákveðnum atriðum hvor í sínu lagi. Samninganefndirnar ræddu einnig saman allan föstudaginn.
22.06.2020 - 17:25
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Myndskeið
Farþegar óttaslegnir um borð í Herjólfi
Hvassviðri og mikil ölduhæð varð til þess að illa gekk að sigla Herjólfi inn í Landeyjahöfn í kvöld. Siglt var af stað frá Vestmannaeyjum klukkan 20:00, og þegar Herjólfur nálgaðist Landeyjahöfn var sjólag orðið mjög vont. Að sögn fréttamiðilsins Tígulsmat skipstjórinn Brynjar Smári Unnarsson stöðuna svo að rétt væri að sigla Herjólfi til hliðar og bíða versta brotið af sér.
21.06.2020 - 22:51
Umræður á Alþingi halda áfram á morgun
Þingfundur er boðaður klukkan ellefu á morgun, mánudag. Þar verður haldið áfram með umræðu um samgönguáætlun, en fundi var frestað í gærkvöld eftir að málið hafði verið til umræðu í níu klukkustundir. Bróðurpart þess tíma stóðu þingmenn Miðflokksins í ræðustól.
21.06.2020 - 10:20
Samgönguáætlun rædd á Alþingi
Þingfundur hófst á Alþingi klukkan ellefu í morgun. Samgönguáætlun hefur verið til umræðu og hafa þingmenn Miðflokksins gagnrýnt áform um uppbyggingu Borgarlínu og almenningssamgangna.
20.06.2020 - 13:15
Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt
Þingfundi lauk á Alþingi á fjórða tímanum í nótt þar sem fimm ára samgönguáætlun var til umræðu. Við lok þingfundar sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, að honum teldist svo til að síðari umræða um samgönguáætlun hafi staðið yfir í um 22 klukkustundir.
19.06.2020 - 04:12