Samfylkingin

Segir stjórnarliða vilja hlutast til um valið
Enginn í hópi stjórnarandstæðinga á Alþingi gegnir formennsku eða varaformennsku í þeim þingnefndum sem héldu fyrstu fundi sína í morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstæðingum hafi staðið til boða formennska í þingnefndum en stjórnarliðar hafi hins vegar viljað hlutast til um það hverjir úr röðum stjórnarandstæðinga yrðu valdir og það gangi ekki upp.
Vafi hvort Samfylkingin lifi af
Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor segir það vafamál hvort Samfylkingin lifi fylgishrun kosninganna í gær af. Formaður flokksins segir stöðuna mjög slæma.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur skv. könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst.
Litlar líkur á samstarfi við Sjálfstæðisflokk
Oddný G. Harðardóttir segir mjög litlar líkur á að Samfylkingin fari í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eftir næstu alþingiskosningar. Henni líst vel á hugmynd Pírata um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna.
Ungir kaupendur fái vaxtabætur fyrirfram
Samfylkingin kynnti í dag stefnu sína um forskot á fasteignamarkaði. Hún telur vandamálið felast að mestu í því að ungt fólk ræður ekki við útborgun, það er muninn á kaupverði og hámarksláni, margir séu fastir á ótryggum leigumarkaði þar sem fólk þarf jafnvel að borga meira í leigu en það þyrfti að greiða af húsnæðisláni og svigrúm til að spara fyrir öruggu húsnæði sé ekkert. 
04.10.2016 - 13:43
Fáar konur í forystu til Alþingis
Fjórðungur efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokks er skipaður konum. í efstu þremur sætum í öllum kjördæmum. Kynjahlutföll eru jöfn hjá Viðreisn og Vinstri grænum. Kona leiðir aðeins einn lista af sex hjá Sjálfstæðisflokki og Dögun.
Össur grínast með prófkjörsásakanir
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem hreppti efsta sætið í prófkjöri flokksins í Reykjavík gantaðist á Facebook með ásakanir sem bornar voru á hann í prófkjörsbaráttunni. Össur og stuðningsmenn hans voru sakaðir um að smala útlendingum í prófkjörið og rifjaðar upp sögur frá því fyrir fjórum árum um að Víetnömum hefði verið lofað ríkisborgararétti gegn því að kjósa hann. Össur neitaði þessum ásökunum en birti á miðnætti færslu um víetnamska prófkjörssúpu.
Dagur hinna föllnu þingkvenna
Fimm konur sem setið hafa á þingi á þessu kjörtímabili eru að líkindum fallnar af þingi miðað við úrslit í fjórum prófkjörum og fyrstu tölur úr því fimmta.
„Baráttuvöllur hugmyndanna“
Árni Páll Árnason sem hlaut fyrsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi, segist þakklátur fyrir traustið sem hann hafi fengið í kjördæminu. „Þar verður stóri baráttuvöllur hugmyndanna held ég og mikið pláss fyrir flokk sem getur bæði verið flokkur sem lofar öruggri velferð og frjálslegri samkeppni og öflugu efnahagslífi eins og Samfylkingin getur gert ein flokka.“
Ólína ætlar ekki að taka sæti á lista
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir þingmaður ætlar ekki að taka sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hún tilkynnir þetta á Facebook-síðu sinni. Hún varð í þriðja sæti í prófkjöri flokksins sem tilkynnt var í kvöld.
10.09.2016 - 20:59
Vill umbótastjórn með Pírötum og Viðreisn
„Ég stefni bara að því að vera þátttakandi í því að mynda umbótastjórn með Pírötum, með Viðreisn og fleirum, sem fer hér í verulegar kerfisbreytingar. Mér sýnist að þessi listi gefi von um það. Við höfum hérna nýjan kandídat sem hefur einmitt barist fyrir kerfisbreytingum og gamlir jaxlar eru góðir með,“ segir Össur Skarphéðinsson, sigurvegarinn í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Guðjón efstur en Ólína í þriðja sæti
Guðjón S. Brjánsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, hreppti efsta sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Inga Björk Bjarnadóttir listfræðinemi varð önnur og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, varð í þriðja sæti.
Árni Páll efstur í Suðvesturkjördæmi
Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, hreppti fyrsta sætið í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi. Margrét Gauja Magnúsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi varð í öðru sæti og Margrét Tryggvadóttir, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, lenti í þriðja sæti í prófkjörinu en vegna reglna um kynjaskiptingu og framgang ungs fólks færist hún niður í fimmta sæti.
Össur sigraði hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Össur Skarphéðinsson þingmaður varð efstur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingmaður lenti í öðru sæti og í þriðja sæti varð Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur. Hún náði bestum árangri þeirra frambjóðenda í prófkjörinu sem ekki hafa setið á þingi. Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, varð í fjórða sæti.
Neitar að hafa lofað ríkisborgararétti
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingar, þverneitar því að hann eða fólk á hans vegum hafi boðið fólki af erlendum uppruna ríkisborgararétt gegn því að styðja hann í prófkjöri fyrir fjórum árum.
10.09.2016 - 15:28
Logi Már leiðir lista í Norðausturkjördæmi
Kjörstjórn Samfylkingarinnar leggur til að Logi Már Einarsson skipi fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í október. Tillögu um framboðslista var skilað til kjördæmaráðs flokksins í dag.
12 vilja á lista Samfylkingar í Reykjavík
Tólf frambjóðendur gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar í október. Framboðsfrestur rann út klukkan 19 í kvöld. Össur Skarphéðinsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Helgi Hjörvar sækjast öll eftir fyrsta sæti.
Sex bjóða sig fram í flokksvali
Sex gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í október. Framboðsfrestur rann út klukkan 19 í kvöld.
Kosið um 2 sæti en ekki 4
Einungis þrír verða í kjöri í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem fram fer 8. til 10. september. Kosið verður milli þeirra Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur, Guðjóns Brjánssonar og Ingu Bjarkar Bjarnadóttur. Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í júlí var ákveðið að prófkjörið yrði bindandi fyrir fjögur efstu sæti listans og jafnræði milli kynja gætt með paralista. Þessu hefur nú verið breytt þar sem aðeins þrír eru í framboði.
Valgerður vill forystusæti í Reykjavík
Valgerður Bjarnadóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta eða annað sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér í kvöld segir hún meðal annars að það sé áríðandi að svara kalli fólks eftir nýrri stjórnarskrá sem byggi á tillögum stjórnlagaráðs.
Árni Páll vill leiða lista Samfylkingarinnar
Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, vill leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Hann segist á Facebook meðal annars hafa tekið þessa ákvörðun þar sem Katrín Júlíusdóttir og Magnús Orri Schram sem skipuðu annað og þriðja sæti listans í síðustu þingkosningum gefi ekki kost á sér áfram. Því sé ljóst að talsverð endurnýjun verði á listanum en einnig sé þörf fyrir fólk með reynslu.
Framboðslistar klárir í næsta mánuði
Undirbúningur fyrir þingkosningar í haust er langt kominn hjá öllum stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi birti í dag lista yfir þá tíu sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins 3. september. Prófkjör flokksins verða í þremur kjördæmum til viðbótar sama dag. Prófkjörum Pírata verður öllum lokið um helgina. Fréttastofa tók saman hversu langt flokkarnir eru komnir fyrir komandi kosningar.
Magnús Orri sækist ekki eftir þingsæti
Magnús Orri Schram, sem bauð sig fram í formannskjöri Samfylkingarinnar í vor, ætlar ekki að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir komandi þingkosningar. Þetta kemur fram á Facebook-síðu hans.
02.08.2016 - 13:57
Sigríður ósátt með ummæli formanns síns
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sendi síðdegis í dag frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður flokksins, lét falla í forsíðuviðtali DV um helgina. Þar segir hún að Árna Páli hefði mátt vera ljóst strax í janúar á síðasta ári að mikill órói hefði verið í Samfylkingunni og óánægja með frammistöðu flokksins og formannsins.
14.05.2016 - 17:12
69% vilja Bjarna burt, Píratar með metfylgi
Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vill að þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra segi af sér. Sama könnun sýnir mesta fylgi sem Píratar hafa fengið í könnunum þessara miðla. 43% þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa Pírata, ef kosið yrði nú.