Samfylkingin

Guðmundur Árni vill mynda meirihluta með Framsókn
Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórnarkosningunum í Hafnarfirði, hefur sett sig í samband við Valdimar Víðisson, oddvita Framsóknarflokksins í bænum, og óskað eftir viðræðum um myndun meirihluta Samfylkingar og Framsóknar.
Bergljót leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi
Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, leiðir lista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Hákon Gunnarsson, rekstrarhagfræðingur, er í öðru sæti og Erlendur Geirdal, Rafmagnstæknifræðingur, í því þriðja.
Friðjón leiðir Samfylkinguna í Reykjanesbæ
Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi er í efsta sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Samfylkingin hefur verið í meirihluta á kjörtímabilinu en meirihluti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ er skipaður fulltrúum Samfylkingar, Beinnar leiðar og Framsóknarflokksins.
Samfylkingin metur framboð Guðmundar Inga ógilt
Kjörstjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur ákveðið að ógilda framboð Guðmundar Inga Þóroddssonar formanns Afstöðu, félags fanga í forvali sem hefst í fyrramálið. Þriggja manna úrskurðarnefnd um ákvarðanir kjörstjórnar staðfesti það í kvöld.
Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
Samfylkingin 20 ára í dag
Samfylkingin - jafnaðarmannaflokkur Íslands fagnar tuttugu ára afmæli í dag.
05.05.2020 - 12:34
Ráðast þurfi í stórsókn í menntamálum
Ráðast þarf í stórsókn í menntamálum og hlúa betur að ungu fólki, segir formaður Samfylkingarinnar. Rætt var um lausnir á húsnæðisvandanum á flokksstjórnarfundi í dag.
13.10.2018 - 19:48
Vill vinna að upptöku evru með aðild að ESB
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi í dag, að ef Samfylkingin kæmist í stjórnarráðið á morgun myndi hún koma á réttlátari skattbyrði til að draga úr vaxandi ójöfnuði og bæta þannig stöðu aldraðra, öryrkja og almenns launafólks. Þá myndi hún vinna að upptöku evru með aðild að Evrópusambandinu og rétta hlut unga fólksins.
13.10.2018 - 15:31
Nægt fé til í úrbætur í húsnæðismálum
Samfylkingin leggur til og ræðir lausnir í húsnæðismálum á flokkstjórnarfundi sínum sem hófst í Reykjavík í morgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, segir næga fjármuni til svo tillögurnar megi verða að veruleika. 
13.10.2018 - 12:45
Karen nýr framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar
Karen Kjartansdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra hjá Samfylkingunni. Alls sóttu 25 um starfið. Karen hefur starfað sem upplýsingafulltrúi hjá United Silicon og sem samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Síðast starfaði hún hjá ráðgjafafyrirtækinu ATON þar sem hún hefur starfað við skipulagða upplýsingamiðlun og almannatengsl.
10.09.2018 - 15:45
Börn, millilandaflug og styttri vinnuvika
Bæjarstjórn Akureyrar ætlar að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Framsóknarflokkurinn heldur formennsku í bæjarráði og L-listi forseta bæjarstjórnar. Farið verður í tilraunaverkefni um styttingu vinnuviku og bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla brúað.
Kynna málefnasamning og embætti í dag
Meirihluti Framsóknarflokks, L-lista og Samfylkingar í nýrri bæjarstjórn Akureyrar kynna og undirrita málefnasamning sinn í dag. Dagvistunarmál verða ofarlega á baugi í samningnum.
Óvíst hvort staða bæjarstjóra verði auglýst
Meirihlutinn í bæjarstjórn Akureyrar hefur ekki ákveðið hvort ráðið verði í starf bæjarstjóra án auglýsingar. Vinna við málefnasamning er á lokametrunum og verður hann kynntur flokkunum í þessari viku. Formaður bæjarráðs Akureyrar segir áherslu lagða á málefni barna, unglinga og aldraðra.
Viðtal
Logi: Dagur verði áfram borgarstjóri
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að það væri langeðlilegast ef Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, yrði áfram borgarstjóri ef viðræðurnar í borginni skila nýjum meirihluta. Viðræður Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata um myndun nýs meirihluta í höfuðborginni halda áfram í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti í dag.
Gunnar býður Framsókn og L-lista upp í dans
Oddviti Sjálfstæðisflokks á Akureyri vill sjá heildarsamband allra flokka í bæjarstjórn eða sjö manna meirihluta með Framsóknarflokki og L-lista. Það séu vonbrigði að vera með flesta bæjarfulltrúa annað kjörtímabil og vera aftur í minnihluta. Oddvitar L-lista og Samfylkingar segja viðræður við Framsóknarflokk í fullum gangi, en ekkert sé í höfn. „Við erum trú því eins og er,” segir oddviti L-lista.
Vilja halda meirihlutasamstarfi áfram
Framsóknarflokkur, L-listi og Samfylkingin hafa ákveðið að hefja viðræður um áframhaldandi meirihlutasamstarf í bæjarstjórn á Akureyri. „Við ætlum að gefa okkur tíma fram að mánaðamótum til að sjá hvort við náum ekki saman,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri, en hún var einmitt á fundi með meirihlutanum þegar fréttastofa náði tali af henni síðdegis.
Samfylking og VG fá endurtalningu
Tvö framboð í Hafnarfirði hafa farið fram á endurtalningu atkvæða eftir kosningarnar í gær. Það eru Samfylking og Vinstri græn, en það munaði einungis nokkrum atkvæðum á að Samfylking næði öðrum manni inn í bæjarstjórn og að VG næði inn manni. Formaður yfirkjörstjórnar Hafnarfjarðar ákvað að verða við óskinni og segir að það verði talið aftur á morgun.
Meirihlutinn heldur í borginni
Sjö flokkar fá fulltrúa í borgarstjórn reynist niðurstöður sköðanakönnunar Fréttablaðsins og frettabladid.is réttar. Meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata heldur velli samkvæmt könnuninni.
Átta flokkar fá borgarfulltrúa
Átta flokkar hljóta borgarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samfylkingin er með svipað fylgi í könnuninni og síðustu kosningum, tæp 32 prósent, og dugir það til þess að ná átta mönnum inn í borgarstjórn.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri. 
Páll Valur leiðir Samfylkinguna í Grindavík
Páll Valur Björnsson, varaþingmaður Samfylkingar, skipar 1. sæti á lista flokksins í Grindavík fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Listinn var kynntur í dag. Marta Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi, er í 2. sæti á listanum og Alexander Veigar Þórarinsson, kennari og knattspyrnumaður, er í 3. sæti.
Samfylkingin í Kópavogi kynnir stefnumál sín
Samfylkingin í Kópavogi kynnti áherslumál sín fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Garðskálanum Gerðarsafni í dag. Leikskólamál og húsnæðismál eru sett í öndvegi auk þess sem flokkurinn vill ráðast gegn fátækt og að hætt verði notkun plastpoka í Kópavogi. Mánuður er nú í kosningar.
Borgarlína og Miklabraut í stokk á oddinn
Kosningabaráttan fyrir borgarstjórnarkosningarnar mun kristallast í afstöðunni til Borgarlínu, að mati oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn kynnti áherslur sínar í dag.
Adda María leiðir lista Samfylkingarinnar
Adda María Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi leiðir lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðslistinn var samþykktur á fundi í morgun. Miklar breytingar eru á listanum frá því fyrir fjórum árum og hætta tveir bæjarfulltrúar. Það eru þau Margrét Gauja Magnúsdóttir og Gunnar Axel Axelsson.