RÚV

RÚV, Sjónvarp

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Mynd með færslu

Facebook

RÚV - annað og meira

RÚV er sjónvarpsstöð í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk stöðvarinnar og markmið er að upplýsa, fræða og skemmta áhorfendum á öllum aldri. Innlend dagskrá er í öndvegi, nýir þættir, leikið efni, fræðsla, fréttir, umræða, leikuppfærslur, kvikmyndir, heimildamyndir og stuttmyndir. Að auki er í boði sérvalið erlent efni og auðvitað fá yngstu áhorfendurnir alls kyns skemmtilegt og uppbygilegt efni við sitt hæfi.

RÚV er mikilvægur þátttakandi í íslensku menningarlífi, vettvangur fyrir metnaðarfulla og fjölbreytta nýsköpun í dagskrárgerð, leiðandi í efnistökum og gæðum, veita afþreyingu og vera gluggi að erlendri menningu og málefnum.

Senda skilaboð

Dagskrá RÚV

Tvö Íslandsmet og þrír skólar áfram í Skólahreysti

Undankeppni Skólahreysti lauk í dag með keppni í þremur undanriðlum. Spennustigið var vægast sagt hátt í Digranesi en tvö Íslandsmet voru sett í keppnum dagsins. Skólarnir sem tryggðu sig áfram voru Flóaskóli, Laugalækjarskóli og Heiðarskóli.
12.05.2021 - 21:17

Heimsfaraldur með heljartök á leikfélagi

„Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Veröld sem var og þar var meðal annars verið að fjalla um óskalög sjómanna, þannig fékk ég þessa hugmynd að taka vinsæl dægurlög, sjómannalög, og semja í kringum þau verk," segir Pétur Guðjónsson leikstjóri...
12.05.2021 - 17:02

Tónlist eftir átján borholur og eina virkjun

„Ég skynja tónlistina sem listform og ég hef ekki áhuga á því að skipa henni bás í klassískt form. Ég hef meiri áhuga á að hlusta á það sem fyrir er og þá einkum í náttúrunni sem í reynd er músík,“ segir Konrad Korabiewski, listamaður. Konrad býr á...
12.05.2021 - 08:35

Holtaskóli og Lindaskóli áfram í Skólahreysti

Keppni í tveimur undanriðlum Skólahreysti fór fram í dag. Holtaskóli úr Keflavík og Lindaskóli úr Kópavogi tryggðu sér sæti í úrslitunum sem fram fara 29. maí. Það var hins vegar Iðunn Embla Njálsdóttir sem átti kvöldið en hún bætti 5 ára gamalt...
11.05.2021 - 21:32

Krakkar setja saman lítið orgel sem virkar

„Við erum að setja saman lítið pípuorgel, kemur í litlum bitum, svolítið eins og legó eða trékubbar, púslum því saman í hljóðfæri sem virkar,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju.
10.05.2021 - 12:03