RÚV stúdíó - verðskrá

  • Leiguverð á framleiðsluaðstöðum RÚV er ávallt samsett úr grunnverði fyrir hverja aðstöðu og búnað að viðbættum breytilegum tæknikostnaði, sem miðast við þarfir hvers framleiðsluverkefnis.
  • Alltaf þarf að gera ráð fyrir einhverjum tækni- og eða mönnunarkostnaði við leigu til viðbótar við grunnverð fyrir hverja aðstöðu.
  • Útfrá uppgefnum framleiðsluforsendum er sett saman sérsniðin kostnaðaráætlun fyrir hvert og eitt verkefni skv. verðskrá.
  • RÚV-stúdíó veitir upplýsingar og ráðgjöf um möguleika og búnað í þeim aðstöðum sem RÚV hefur til útleigu.
  • Ekki er veittur afsláttur af tæknikostnaði en fari aðstöðubókun framleiðanda yfir 5 daga í hverju verkefni er veittur 15% afsláttur af grunnverði við staðfestingu slíkrar bókunar.

Grunnverð: Aðstöður

Grunnverð án mannskaps, öll verð eru án vsk.

verð pr. dag
Útsendingarbíll OB (allt að 10 myndavélar) 650.000
Stúdíó A með myndstjórn og grunnlýsingu (allt að 6 myndavélar) 500.000
Stúdíó B með myndstjórn og grunnlýsingu (allt að 6 myndavélar) 400.000
Studio A án tækja 250.000
Studio B án tækja 150.000
Stúdíó 12 - tónlistar- og leiklistarstúdíó RÚV 84.000
Hljóðstudio 1 - 9 35.000
Klippisamstæða - Online 35.000
Hljóðsetning 35.000

 

Hér fyrir neðan er listi yfir þau viðbótartæki sem mögulegt er að leigja með framleiðsluaðstöðum RÚV. Framleiðendum er að sjálfsögðu heimilt að vinna með sinn eigin búnað í framleiðsluaðstöðum RÚV og eða nýta þjónustu þeirra fjölda tækjaleigufyrirtækja sem starfandi eru á Íslandi.

Tækjaleiga

Upphæðir eru án vsk. verð pr. dag
Rafstöð 38 KW - kerra 60.000
Krani, Jimmy Jib 85.000
Sony - Superslow myndavél, ásamt, CCU, ljósleiðara og RCP 125.000
EVS - Superslow Replay 75.000
Sony Camera með standard linsu, CCU og RCP 60.000
Varicam Panasonic 55.000
Projector 7200 lumen lazer WUXGA 75.000
Linsur fyrir EFP eða OB myndavélar 35.000
Linsa 42x12,5 55.000
Boxlinsa 55x 75.000
Boxlinsa 100x 95.000
ARRI Skypanel C60 45.000
ENG búnaður ásamt bíl. (Myndavél, hljóð, linsa og þrífótur) 150.000
Live-U sendir með 2 klst af gagnastreymi 55.000

Önnur tæki, hafið samband við framleiðsludeild.

Útseld vinna

  verð pr. klst lágm. klst.
Almennt framleiðslu- og tæknifólk RÚV 7.800 4
Sérhæft framleiðslufólk RÚV 8.600 4

Leikmynd og leikmunaleiga

Þjónustugjald, grunnverð 18.000
1-5 hlutir 16.000
5-10 hlutir 29.000
10-15 hlutir 45.000
Vinna umfram 1 klst við afgreiðslu leikmuna 7.800

Tilboð vegna stærri verkefna.
Rukkað er aukalega fyrir slæman frágang.
Rukkað er aukalega fyrir glataða eða skemmda hluti.
Leigutími leikmuna miðast við eina viku eða samkomulag.

Allar nánari upplýsingar um þær aðstöður RÚV sem hægt er að leigja til framleiðslu fást hjá RÚV stúdíó. Hafðu samband og bókaðu heimsókn og kynningu á aðstöðunum og þjónustunni sem í boði er.

Tengiliðir: 

Gísli Berg, framleiðslustjóri
[email protected]

Birgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla og framleiðslu
[email protected]

Jón Páll Pálsson, forstöðumaður RÚV stúdíóa
[email protected]

Verðskráin er birt með fyrirvara um villur.
Verðskráin getur tekið breytingum án fyrirvara.
Síðast uppfærð 24. nóvember 2021.