Lög og reglur
Ríkisútvarpið er sameign íslensku þjóðarinnar og hefur fylgt henni allt frá árinu 1930. Hlutverk félagsins og sú þjónusta sem því er gert að sinna eru leiðandi þættir í stefnu Ríkisútvarpsins. RÚV, sem útvarp í almannaþjónustu, hefur þann tilgang að uppfylla lýðræðislegar, menningarlegar og samfélagslegar þarfir í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu á sviði útvarps.
Hlutverk RÚV er, samkvæmt lögum um félagið, rekstur fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu. Sérstaklega er lögð rækt við íslenska tungu, sögu þjóðar, menningararfleifð og tengsl við almenning.
Auk útvarpslaga snerta fleiri lög starfsemi félagsins, sem og þjónustusamningur. Þetta er allt aðgengilegt hér á vefnum ásamt starfsreglum og fleiru.