RÚV

RÚV, Sjónvarp

Hægt er að nálgast upptökur og nánari dagskrárupplýsingar á RÚV spilaranum.

Mynd með færslu

Facebook

RÚV - annað og meira

RÚV er sjónvarpsstöð í eigu íslensku þjóðarinnar. Hlutverk stöðvarinnar og markmið er að upplýsa, fræða og skemmta áhorfendum á öllum aldri. Innlend dagskrá er í öndvegi, nýir þættir, leikið efni, fræðsla, fréttir, umræða, leikuppfærslur, kvikmyndir, heimildamyndir og stuttmyndir. Að auki er í boði sérvalið erlent efni og auðvitað fá yngstu áhorfendurnir alls kyns skemmtilegt og uppbygilegt efni við sitt hæfi.

RÚV er mikilvægur þátttakandi í íslensku menningarlífi, vettvangur fyrir metnaðarfulla og fjölbreytta nýsköpun í dagskrárgerð, leiðandi í efnistökum og gæðum, veita afþreyingu og vera gluggi að erlendri menningu og málefnum.

Senda skilaboð

Dagskrá RÚV

Undirbýr flutninga á Bessastaði 

„Ég býð mig fram til forseta til að vera öryggisventill þjóðarinnar á Bessastöðum,“ segir Guðmundur Franklín Jónsson forsetaframbjóðandi í viðtali við Einar Þorsteinsson í Kastljósi kvöldsins.  
24.06.2020 - 20:53

Langaði að gera tónlist tónlistarinnar vegna

Atli Örvarsson tónskáld gefur út fyrstu sólóplötu sína á næstunni. Platan hefur verið í gerjun í mörg ár en andlát Jóhanns Jóhannssonar varð honum hvatning til að ljúka við hana.
24.06.2020 - 11:10

Fór á hárgreiðslustofu og bað um „smákrimma-klippingu“

Steindi Jr. leikur á móti stórleikkonunni Eddu Björgvins í kvikmyndinni Ömmu Hófí sem verður frumsýnd 10. júlí. Edda og Laddi leika eldri borgara sem tapa öllum sparnaði sínum í bankahruninu og grípa til sinna ráða. Steindi er í hlutverki glæpamanns...

„Ég hef aldrei keypt mér verk til að græða á því“

Á sýningunni Tíðarandi í Listasafni Árnesinga birtist sneiðmynd af íslenskri myndlist undanfarinn áratug. Verkin eiga það sameiginlegt að koma öll úr safni Skúla Gunnlaugssonar, hjartalæknis og listaverkasafnara.

„Kom mér óvart upp akademíu í bakgarðinum“

Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur breytti smáhýsum í bakgarðinum hjá sér, sem hún hefur leigt út til ferðamanna, í athvarf fyrir aðra rithöfunda.