Reykjanesbær

Þrjár tilkynningar um sinuelda í Keflavík
Brunavarnir Suðurnesja hafa þrívegis verið kallaðar út í dag og í kvöld vegna sinubruna við Rósaselstjarnir, ofan við byggðina í Keflavík. Fimm slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang í dag þegar dreifðist hratt úr eldinum sökum vinda. Þá tók um klukkutíma að slökkva eldinn.
19.06.2020 - 23:50
Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi sem varð þann 10 júní í Reykjanesbæ. Þar lentu saman rafmagnshlaupahjól og bifreið.
19.06.2020 - 14:31
Annmarkar í útgáfu byggingarleyfa fyrir United Silicon
Annmarkar voru á skipulagsferli Reykjanesbæjar og útgáfu byggingarleyfa fyrir United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í drögum að úttekt á stjórnsýsluháttum vegna kísilverksmiðju United Silicon hf. Ekkert í samskiptum sveitarfélagsins og fyrirtækisins gefi tilefni til að ætla að annarleg sjónarmið hafi ráðið för.
04.06.2020 - 17:17
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Myndskeið
Skapa 600 ný störf í sumar
Reykjanesbær ætlar með aðstoð ríkisins að skapa sex hundruð störf í sumar en þar hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira en nú. Fjögur þúsund eru án vinnu að hluta eða öllu leyti.
23.05.2020 - 10:05
Reykjaneshöfn vill Thorsil úr Helguvík
Stjórn Reykjaneshafnar ákvað á fundi sínum í dag að segja upp samningi við Thorsil sem hafði tryggt sér iðnaðarsvæði í Helguvík undir uppbyggingu. Samningurinn var gerður árið 2014 en enn hefur engin uppbygging hafist. Thorsil hugðist reisa kísilverksmiðju, við hlið United Silicon, en ekkert hefur orðið af framkvæmdum.
14.05.2020 - 21:08
Varar við stórhættulegum böðum við Reykjanesvirkjun
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk hafi baðað sig í affalli Reykjanesvirkjunar og deilt því á samfélagsmiðlum. Athæfið er bæði stranglega bannað og stórhættulegt.
04.05.2020 - 20:03
Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga
Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu.
20.04.2020 - 07:12
Töluvert um að fólki sé neitað um laun í sóttkví
Töluvert er um að fyrirtæki neiti að greiða fólki laun í sóttkví, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Atvinnurekendum sé þá bent á að þeir geti sótt um endurgreiðslu hjá Vinnumálastofnun. Um helmingur félagsmanna hefur misst vinnuna núna á síðustu dögum og vikum. 
01.04.2020 - 17:14
Viðtal
Höggið verður þungt á Suðurnesjum
Nauðsynlegt er að ríkið grípi til sérstakra aðgerða til að aðstoða sveitarfélög á Suðurnesjum sem verða hvað verst fyrir barðinu á efnahagssamdrættinum. Þetta segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Atvinnuleysi þar mælist nú tæp fjórtán prósent. Oddný segir augljóst að höggið verði stórt á Suðurnesjum og stjórnvöld verða að líta sérstaklega þangað.
29.03.2020 - 12:21
Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg
Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir Reykjaneshrygg rétt norðan við Eldey, rúma 10 km suðvestur af Reykjanestá, síðan klukkan þrjú í dag. Stærsti skjálftinn mældist 3,5.
28.03.2020 - 15:44
Grunaður úraræningi aftur laus úr haldi
Maðurinn sem er grunaður um vopnað rán í úrabúðinni Georg V Hannah í Reykjanesbæ var handtekinn tveimur dögum eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhald yfir honum úr gildi vegna gruns um að hann ætlaði að láta til skara skríða aftur. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. mars í Héraðsdómi Reykjaness en er laus úr haldi eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi í gær.
05.03.2020 - 13:37
Fundu innbrotsþjófinn á göngu með bakpoka um nótt
Grunsamlegur maður á göngu með bakpoka var handtekinn á Suðurnesjum í nótt grunaður um innbrot á fjölda heimila í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
27.02.2020 - 10:24
SMS frá almannavörnum þurfa að skila sér
Talsverð ólga hefur gripið um sig meðal íbúa á Reykjanesskaga vegna jarðhræringa í grennd við fjallið Þorbjörn við Grindavík undanfarnar vikur. Land hefur risið um nokkra sentimetra og jarðskjálftavirkni hefur verið töluverð.
40 skjálftar mælst við Grindavík frá miðnætti
Áframhaldandi jarðskjálftavirkni mælist í grennd við Grindavík, en nóttin var nokkuð tíðindalítil að því er fram kemur í athugasemdum jarðvísindamanns á Veðurstofu Íslands. Rétt eftir klukkan 19 í gærkvöldi mældist skjálfti að stærð 3,3 um 2 km. norðaustur af Grindavík.
Engin viðbragsáætlun um heita vatnið á Suðurnesjum
Engin viðbragðsáætlun er til staðar sem hægt er að grípa til ef eldsumbrot eða jarðhræringar stöðva framboð á heitu vatni til sveitarfélaga á Suðurnesjum. Heita vatninu er öllu dreift frá Svartsengi, þar sem nú mælist landsris og möguleg kvikusöfnun.
Reykjanesbær hefur rétt úr kútnum
Reykjanesbær er laus undan sérstöku eftirliti nefndar með fjármálum sveitarfélaga, tveimur árum á undan áætlun, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ. Bæjarstjórninni í Reykjanesbæ ber ekki lengur að bera ákvarðanir sínar undir nefndina.
09.01.2020 - 12:20
Var í lífshættu eftir hnífstungur á nýársnótt
Átján ára gamall karlmaður var í lífshættu eftir hnífstungur í Reykjanesbæ á nýársnótt, að því er Víkurfréttir greina frá. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. 
08.01.2020 - 14:40
Vildi bara að gera vel við sig á veitingahúsi
Lögreglan á Suðurnesjum var kölluð til á veitingastað í Keflavík á dögunum til þess að sinna manni sem gat ekki borgað reikninginn sinn. Maðurinn sagðist bara hafa langað að gera vel við sig.
17.12.2019 - 11:12
Brunavarnir Suðurnesja leggja skautasvell á malarvelli
Brunavarnir Suðurnesja vinna nú að því að leggja skautasvell á malarvelli í Keflavík. Vonir standa til að börn og fullorðnir geti skautað og skemmt sér á svellinu í vikunni.
15.12.2019 - 21:53
Segir starfsfólk HSS uggandi um störf sín
Starfsfólk á slysa- og bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja óttast um störf sín og hefur verulegar áhyggjur af stöðunni sem upp er komin á vinnustaðnum, og var erfið fyrir. Óánægja er meðal starfsfólks með nýjan forstjóra. Þá eru samskipti milli starfsfólks og framkvæmdastjórnar sögð hafa verið engin undanfarnar vikur. Auk þess hafi stofnunin lengi verið fjársvelt.
Viðtal
Með stærri verkefnum sprengjusérfræðinganna
Brugðist var rétt við með því að kalla eftir aðstoð í gær, segir Jónas Karl Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni. Starfsmenn Gröfuþjónustunnar í Njarðvík óskuðu eftir aðstoð sprengjusérfræðinga í gær þegar þeir tóku eftir því að hundrað og fimmtíu kíló af sprengiefni í eigu fyrirtækisins væru farin að líta illa út. Óheppilegt er að efnið hafi komist í þetta ástand, segir Jónas.
02.11.2019 - 20:50
Eigendur sprengiefnisins tilkynntu það
Gröfuþjónustan í Njarðvík átti sprengiefnið sem lögregla, Landhelgisgæsla og samstarfsaðilar fjarlægðu úr gámi í Njarðvík í gær. Í gærmorgun tóku starfsmenn Gröfuþjónustunnar eftir því að dínamítið væri farið að líta illa út og kölluðu því eftir aðstoð sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar. Í kjölfarið hófust umfangsmiklar aðgerðir lögreglu, Landhelgisgæslu og samstarfsaðila.
02.11.2019 - 14:43
45 kærðir fyrir hraðakstur á um tveimur tímum
Á tveimur og hálfri klukkustund voru 45 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Faxabraut í Reykjanesbæ. Þar er leyfilegur hámarkshraði 30 kílómetrar. Sá sem hraðast ók mældist á tæpum 60 kílómetra hraða. Á slíkum hraða sextánfaldist líkur á banaslysi. Þá var einn ökumannanna mældur í tvígang á þessum sama stað. Lögreglan á Suðurnesjum segir þetta óásættanlegt.
02.11.2019 - 11:31
Sprengiefnið hefur verið fjarlægt
Aðgerðum lögreglu í Njarðvík er nú lokið, segir Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn. Sprengiefnið hafi verið fjarlægt og verði flutt á öruggan stað þar sem því verði fargað. Lokunum og takmörkunum hefur verið aflétt.
01.11.2019 - 22:13