Reykjanesbær

Líkur á sérstaklega mikilli gasmengun í Vogum í dag
Síðdegis í dag eru líkur á að gasmengun nái miklum styrk yfir byggð á Reykjanesskaga, þá sérstaklega í Vogum en einnig í Garði. Í hægviðrinu í nótt má gera ráð fyrir að gasmengun hafi safnast saman á gosstöðvunum í Meradölum sem síðan færist norður með sunnanátt. 
Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Meirihlutar héldu í flestum stærstu sveitarfélögunum
Meirihlutar héldu flestir velli í stærstu sveitarfélögum landsins. Í Mosfellsbæ féll meirihluti Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eftir stórsigur Framsóknarflokksins og í Árborg náði Sjálfstæðisflokkurinn aftur vopnum sínum.
Landinn
„Láttu okkur keyra eins langt og hægt er“
Íþróttahús landsins eru gjarnan full af tilfinningaríku fólki. Það á ekki síst við á vorin þegar úrslitakeppnir í hinum ýmsu greinum fara á fullt. Í mörgum tilfellum er þetta tilfinningaríka fólk um langan veg komið eins og til dæmis í tilfelli Njarðvíkinga og Tindastólsmanna sem mættust í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta.
X-22 Reykjanesbær
Frambjóðendur einhuga um að ekki opni aftur í Helguvík
Atvinnumál eru frambjóðendum í Reykjanesbæ hugleikin. Atvinnuleysi var þar í kringum 25% þegar mest varð í faraldrinum en er nú um 9%. Flugvöllurinn í Keflavík er ein helsta stoð atvinnulífsins suður frá en allir eru sammála um að skjóta þurfi fleiri stoðum undir það og að mengandi stóriðja eigi ekki heima í Helguvík. Oddvitar þeirra sjö lista sem bjóða fram í Reykjanesbæ ræddu helstu áherslur fyrir kosningarnar í vor.
Valgerður Björk leiðir lista Beinnar leiðar
Valgerður Björk Pálsdóttir, doktorsnemi í stjórnmálafræði, er nýr oddviti Beinnar leiðar í Reykjanesbæ. Hún skipar efsta sæti á lista framboðsins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar sem samþykktur var á dögunum. Helga María Finnbjörnsdóttir, viðskiptafræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Isavia, er í öðru sæti Birgir Már Helgason, málari og atvinnurekandi, skipar þriðja sætið. Guðbrandur Einarsson, núverandi bæjarfulltrúi Beinnar leiðar, var kosinn á þing síðastliðið haust og skipar heiuðrsætið.
Halldóra Fríða leiðir Framsókn í Reykjanesbæ
Framboðslisti Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ var samþykktur á almennum félagsfundi í kvöld. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri í íslensku sem öðru máli og varaþingmaður, skipar fyrsta sæti á listanum. Bjarni Páll Tryggvason, forstöðumaður hjá Isavia, er í öðru sæti, Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar í því þriðja og Róbert Jóhann Guðumundsson málarameistari skipar fjórða sætið.
Landinn
Langar að smíða alíslenskan gítar
Jamison Turnbull kom hingað til lands árið 1996 til að gegna herþjónustu og starfaði sem flugvirki á Keflavíkurflugvelli. „Það var allt of fallegt hérna til að snúa aftur til Bandaríkjanna". Hann hefur komið sér fyrir fyrir ásamt fjölskyldu sinni í Höfnum á Reykjanesi.
09.12.2021 - 07:50
Nemandi í FS handtekinn fyrir að ráðast á samnemanda
Lögreglan á Suðurnesjum handtók nemanda í Fjölbrautaskóla Suðurnesja um hádegisbil dag. Hann réðst að samnemanda sínum.
Skólahald hefst í bráðabirgðahúsnæði í fyrramálið
Skólahald í Myllubakkaskóla hefst á ný á nýjum stað í fyrramálið. Mygla greindist í húsnæði Myllubakkaskóla fyrir tveimur árum og hefur gengið erfiðlega að uppræta hana. Nokkrir hafa veikst af hennar völdum.
16.11.2021 - 11:25
Flytja alla starfsemi úr Myllubakkaskóla vegna myglu
Öll starfsemi Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ verður flutt í annað húsnæði um miðjan mánuðinn vegna myglu í skólahúsinu. Starfsemin verður á fimm stöðum út þetta skólaár. 
04.11.2021 - 17:01
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Mygla hefur greinst í elsta grunnskóla Reykjanesbæjar, Myllubakkaskóla. Starfsmenn, þar á meðal skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar.
20.10.2021 - 07:45
Spegillinn
320 þúsund manns að gosstöðvunum
Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar.
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Mótmæla öryggisvistun í íbúabyggð í Reykjanesbæ
Yfir 800 manns hafa undirritað yfirlýsingu þar sem fyrirhugaðri byggingu öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga í Njarðvík er mótmælt. Forskrift mótmælanna er „Ekki öryggisvistun nálægt börnum“ og vísar ábyrgðarmaður í slæma reynslu höfuðborgarbúa af nábýli við slík úrræði.
17.09.2021 - 17:10
Getur lítið gert við ágangi máva og lausagöngu katta
Verkefni bæjarstjóra geta verið fjölbreytt eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur fengið að kynnast. Fjöldi bæjarbúa hefur kvartað undan ágangi sílamáva og lausagöngu katta og fól bæjarráð honum að skoða málið. Niðurstaða liggur fyrir; bæjaryfirvöld geta lítið annað gert en að biðja bæjarbúa um að ganga vel frá rusli og ala ketti upp sem innikisur.
28.08.2021 - 16:26
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Völlurinn uppspretta 40 prósent umsvifa á Suðurnesjum.
Í dag verðar kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt að sjálfbærri framtíð. Keflavíkurflugvöllur er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum.
16.06.2021 - 09:28
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Viðtal
Atvinnuleysi að minnka: „Fyrirtæki eru að ráða“
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er byrjað að minnka og störf að bjóðast. Hvergi á landinu hefur atvinnuleysi mælst meira en þar undanfarin misseri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að fólk sé farið að fara út af atvinnuleysisskrá og að fyrirtæki séu farin að ráða fólk til starfa. Flest störfin tengist auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
Berklasmit á Hrafnistu í Reykjanesbæ
Berklar greindust hjá starfsmanni Nesvalla, hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Keflavík í seinustu viku. Starfsfólk var sent í skoðun og voru einhverjir úr þeirra hópi með jákvætt sýni, en ekki liggur fyrir hvort þeir séu með virkt smit.
16.03.2021 - 15:48
Suðurstrandarvegur skemmdur eftir skjálftana
Vegagerðin hefur þrengt að umferð á Suðurstrandarvegi, dregið úr hraða og takmarkað þunga bifreiða um veginn vegna skemmda sem komu í ljós nálægt Festarfjalli. Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki fullan stuðning.
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert að þér, það er þetta sjúka undirlag“
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga er farin að hafa áhrif á heilsu fólks, heilastarfsemi og líðan. Sérfræðingur segir að skjálftarnir geti vanist og skjálftariðan hopað.