Reykjanesbær

Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Mygla hefur greinst í elsta grunnskóla Reykjanesbæjar, Myllubakkaskóla. Starfsmenn, þar á meðal skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar.
20.10.2021 - 07:45
Spegillinn
320 þúsund manns að gosstöðvunum
Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar.
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær
Lagning Suðurnesjalínu 2 þokast nær með úrskurðum Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í gær. Línan á að tryggja öryggi rafmagns á Reykjanesskaga.
Mótmæla öryggisvistun í íbúabyggð í Reykjanesbæ
Yfir 800 manns hafa undirritað yfirlýsingu þar sem fyrirhugaðri byggingu öryggisvistunar fyrir ósakhæfa einstaklinga í Njarðvík er mótmælt. Forskrift mótmælanna er „Ekki öryggisvistun nálægt börnum“ og vísar ábyrgðarmaður í slæma reynslu höfuðborgarbúa af nábýli við slík úrræði.
17.09.2021 - 17:10
Getur lítið gert við ágangi máva og lausagöngu katta
Verkefni bæjarstjóra geta verið fjölbreytt eins og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, hefur fengið að kynnast. Fjöldi bæjarbúa hefur kvartað undan ágangi sílamáva og lausagöngu katta og fól bæjarráð honum að skoða málið. Niðurstaða liggur fyrir; bæjaryfirvöld geta lítið annað gert en að biðja bæjarbúa um að ganga vel frá rusli og ala ketti upp sem innikisur.
28.08.2021 - 16:26
Myndskeið
Hraun gæti flætt á Suðurstrandarveg innan 2ja vikna
Eldfjallafræðingur telur að hraun geti farið að renna út á Suðurstrandarveg innan hálfs mánaðar. Bæjaryfirvöld í Grindavík einbeita sér nú að því að koma í veg fyrir að gos geti runnið til Grindavíkur eða í Svartsengi því Suðurstrandarvegi verði ekki bjargað. 
Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg
Ekkert verður aðhafst til að reyna að koma í veg fyrir að hraun streymi yfir Suðurstrandarveg. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Hraunið er nú þunnfljótandi og rennur hratt ofan í Nátthaga. Talið er að vika sé þangað til það finnur sér leið þaðan. 
Völlurinn uppspretta 40 prósent umsvifa á Suðurnesjum.
Í dag verðar kynntar niðurstöður tveggja ára vinnu um hvernig efla á atvinnulíf og styrkja innviði á Suðurnesjum í átt að sjálfbærri framtíð. Keflavíkurflugvöllur er uppspretta meira en 40 prósenta efnahagslegra umsvifa á Suðurnesjum.
16.06.2021 - 09:28
Spegillinn
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi
Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.
Viðtal
Atvinnuleysi að minnka: „Fyrirtæki eru að ráða“
Atvinnuleysi í Reykjanesbæ er byrjað að minnka og störf að bjóðast. Hvergi á landinu hefur atvinnuleysi mælst meira en þar undanfarin misseri. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir að fólk sé farið að fara út af atvinnuleysisskrá og að fyrirtæki séu farin að ráða fólk til starfa. Flest störfin tengist auknum umsvifum á Keflavíkurflugvelli.
Vakta gosstöðvarnar frá hádegi fram til miðnættis
Lögreglan og björgunarsveitir verða með vakt við gosstöðvar frá hádegi í dag eins og til stóð. Opnun fjórðu sprungunnar í nótt breytir engu þar um.
Berklasmit á Hrafnistu í Reykjanesbæ
Berklar greindust hjá starfsmanni Nesvalla, hjúkrunarheimilis Hrafnistu í Keflavík í seinustu viku. Starfsfólk var sent í skoðun og voru einhverjir úr þeirra hópi með jákvætt sýni, en ekki liggur fyrir hvort þeir séu með virkt smit.
16.03.2021 - 15:48
Suðurstrandarvegur skemmdur eftir skjálftana
Vegagerðin hefur þrengt að umferð á Suðurstrandarvegi, dregið úr hraða og takmarkað þunga bifreiða um veginn vegna skemmda sem komu í ljós nálægt Festarfjalli. Sprungur hafa myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki fullan stuðning.
Sjónvarpsfrétt
„Það er ekkert að þér, það er þetta sjúka undirlag“
Skjálftahrinan á Reykjanesskaga er farin að hafa áhrif á heilsu fólks, heilastarfsemi og líðan. Sérfræðingur segir að skjálftarnir geti vanist og skjálftariðan hopað. 
Fréttavaktin
Helstu tíðindi: Tíðindalaust á skjálftasvæðinu
Jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga hefur staðið yfir í rúmar þrjár vikur. Tugir þúsunda skjálfta hafa mælst á þessu tímabili. Kvika er að safnast inn í kvikugang sem nær nú frá Keili að Nátthaga. Rólegt hefur verið á skjálftasvæðinu í gær og nótt og síðast mældist þar skjálfti yfir þremur að stærð klukkan hálf fimm aðfaranótt miðvikudags.
Kvikan situr grunnt og gos enn mögulegt
Vísindaráð telur að áfram séu líkur á að eldgos geti orðið á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Nýjustu mælingar benda til þess að dregið hafi úr kvikuflæði frá því í seinustu viku. Búast má við svipuðum jarðskjálftahrinum og þeirri sem gekk yfir um helgina.
Auka framleiðslu um 30 megavött án þess að bora meira
Reykjanesvirkjun verður stækkuð úr hundrað í hundrað og þrjátíu megavött á næstu tveimur árum án þess að borað verði frekar eftir orku. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að stækkuninni fylgi störf.
15.01.2021 - 19:50
Útihús í Merkinesi í Höfnum brann til kaldra kola
Útihús við bæinn Merkines í Höfnum á Reykjanesi brann til kaldra kola í nótt. Tilkynnt var um eldinn á öðrum tímanum í nótt og þegar slökkvilið kom á staðinn var húsið alelda og hrunið að hluta. Asbest klæðning var í húsinu og því var reykurinn frá brunanum sérlega varasamur og hættulegur.
31.12.2020 - 15:11
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki flugakademíu Keilis
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Keilir Aviation Academy fái 80 milljónir á ári næstu þrjú árin. Þess er þó krafist að forsvarsmenn flugakademíunnar leiti eftir samningum við kröfuhafa um að lækka skuldir og selji flugvélar til að grynnka frekar á skuldum. Þá er þess farið á leit að Ríkisendurskoðun rannsaki fjármál Akademíunnar og kaup hennar á Flugskóla Íslands.
18.12.2020 - 13:31
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Samherji vill hefja laxeldi í Helguvík
Norðurál og Samherji hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og byggingum Norðuráls í Helguvík. Þar hyggst Samherji koma á fót laxeldi og nýta þær byggingar sem þar eru og voru ætlaðar til að hýsa álver Norðuráls.
14.10.2020 - 11:35
Þrjú kórónuveirusmit í Akurskóla
Tveir starfs­menn og einn nem­andi úr Ak­ur­skóla í Reykja­nes­bæ hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri segi að um 150 nem­end­ur í sjö­unda til tí­unda bekk ásamt starfs­mönn­um séu komn­ir í úr­vinnslu­sótt­kví.  
13.10.2020 - 11:08
Vilja selja álverið í Helguvík
Forsvarsmenn álvers Norðuráls í Helguvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Suðurnesjum að geta selt byggingar fyrirtækisins undir annars konar starfsemi en álver.
Þrír handteknir eftir að hafa ekið á kyrrstæðan bíl
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá menn í nótt vegna áreksturs. Bílnum var ekið á tvo bíla á Hringbraut í Reykjanesbæ áður en hann valt. Einn reyndi að flýja af vettvangi. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið ölvaður.
26.09.2020 - 10:17
Myndskeið
Lögreglan leitar raftækjaþjófa
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar innbrot í vallarhús Njarðvíkinga. Innbrotsþjófarnir unnu skemmdir á húsnæðinu og stálu talsverðu magni raftækja. Til er myndbandsupptaka af innbrotinu og birti lögreglan það á Facebook í kvöld.
14.09.2020 - 20:44