Reykjanesbær

Auka framleiðslu um 30 megavött án þess að bora meira
Reykjanesvirkjun verður stækkuð úr hundrað í hundrað og þrjátíu megavött á næstu tveimur árum án þess að borað verði frekar eftir orku. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir að stækkuninni fylgi störf.
15.01.2021 - 19:50
Útihús í Merkinesi í Höfnum brann til kaldra kola
Útihús við bæinn Merkines í Höfnum á Reykjanesi brann til kaldra kola í nótt. Tilkynnt var um eldinn á öðrum tímanum í nótt og þegar slökkvilið kom á staðinn var húsið alelda og hrunið að hluta. Asbest klæðning var í húsinu og því var reykurinn frá brunanum sérlega varasamur og hættulegur.
31.12.2020 - 15:11
Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki flugakademíu Keilis
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Keilir Aviation Academy fái 80 milljónir á ári næstu þrjú árin. Þess er þó krafist að forsvarsmenn flugakademíunnar leiti eftir samningum við kröfuhafa um að lækka skuldir og selji flugvélar til að grynnka frekar á skuldum. Þá er þess farið á leit að Ríkisendurskoðun rannsaki fjármál Akademíunnar og kaup hennar á Flugskóla Íslands.
18.12.2020 - 13:31
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Samherji vill hefja laxeldi í Helguvík
Norðurál og Samherji hafa undirritað viljayfirlýsingu um kaup Samherja á lóð og byggingum Norðuráls í Helguvík. Þar hyggst Samherji koma á fót laxeldi og nýta þær byggingar sem þar eru og voru ætlaðar til að hýsa álver Norðuráls.
14.10.2020 - 11:35
Þrjú kórónuveirusmit í Akurskóla
Tveir starfs­menn og einn nem­andi úr Ak­ur­skóla í Reykja­nes­bæ hafa greinst með kór­ónu­veiru­smit. Sigurbjörg Róbertsdóttir, skólastjóri segi að um 150 nem­end­ur í sjö­unda til tí­unda bekk ásamt starfs­mönn­um séu komn­ir í úr­vinnslu­sótt­kví.  
13.10.2020 - 11:08
Vilja selja álverið í Helguvík
Forsvarsmenn álvers Norðuráls í Helguvík hafa óskað eftir því við bæjaryfirvöld á Suðurnesjum að geta selt byggingar fyrirtækisins undir annars konar starfsemi en álver.
Þrír handteknir eftir að hafa ekið á kyrrstæðan bíl
Lögreglan á Suðurnesjum handtók þrjá menn í nótt vegna áreksturs. Bílnum var ekið á tvo bíla á Hringbraut í Reykjanesbæ áður en hann valt. Einn reyndi að flýja af vettvangi. Grunur er um að ökumaðurinn hafi verið ölvaður.
26.09.2020 - 10:17
Myndskeið
Lögreglan leitar raftækjaþjófa
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar innbrot í vallarhús Njarðvíkinga. Innbrotsþjófarnir unnu skemmdir á húsnæðinu og stálu talsverðu magni raftækja. Til er myndbandsupptaka af innbrotinu og birti lögreglan það á Facebook í kvöld.
14.09.2020 - 20:44
Ræddu möguleika á að bætur fari í launagreiðslur
Sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ lögðu áherslu á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sínum með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag. Þeir lögðu meðal annars til við ráðherra að nota mætti atvinnuleysisbætur sem hluta af launakostnaði fyrirtækja og stofnana sem vildu ráða fólk til starfa.
Ræðir við heimamenn um aðgerðir vegna atvinnuástands
Lykillinn að því að geta skipulagt aðgerðir sem skila árangri er að hlusta og taka mið af ólíkum sjónarmiðum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum í Reykjanesbæ í hádeginu. Þá var hann á leið á fleiri fundi með fólki á Suðurnesjum til að ræða leiðir til að bregðast við efnhagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins.
Maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bíl
Umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum fyrr í vikunni þegar maður hjólaði yfir hringtorg og hafnaði á bifreið. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.
Þrjár tilkynningar um sinuelda í Keflavík
Brunavarnir Suðurnesja hafa þrívegis verið kallaðar út í dag og í kvöld vegna sinubruna við Rósaselstjarnir, ofan við byggðina í Keflavík. Fimm slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang í dag þegar dreifðist hratt úr eldinum sökum vinda. Þá tók um klukkutíma að slökkva eldinn.
19.06.2020 - 23:50
Lögreglan á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum leitar vitna að umferðaróhappi sem varð þann 10 júní í Reykjanesbæ. Þar lentu saman rafmagnshlaupahjól og bifreið.
19.06.2020 - 14:31
Annmarkar í útgáfu byggingarleyfa fyrir United Silicon
Annmarkar voru á skipulagsferli Reykjanesbæjar og útgáfu byggingarleyfa fyrir United Silicon í Helguvík. Þetta kemur fram í drögum að úttekt á stjórnsýsluháttum vegna kísilverksmiðju United Silicon hf. Ekkert í samskiptum sveitarfélagsins og fyrirtækisins gefi tilefni til að ætla að annarleg sjónarmið hafi ráðið för.
04.06.2020 - 17:17
Myndskeið
Ónotaðar skurðstofur valda húsnæðisskorti á HSS
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) skortir húsnæði þrátt fyrir að fimmtán hundruð fermetrar standi ónotaðir. Skurðstofur þar hafa staðið meira og minna ónotaðar í áratug. Á meðan er slysa- og bráðamóttaka og heilsugæslan rekin í afar þröngum húsakynnum. Stjórnvöld ætla að verja tvö hundruð milljónum svo unnt sé að breyta húsnæðinu svo það nýtist. 
Myndskeið
Skapa 600 ný störf í sumar
Reykjanesbær ætlar með aðstoð ríkisins að skapa sex hundruð störf í sumar en þar hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira en nú. Fjögur þúsund eru án vinnu að hluta eða öllu leyti.
23.05.2020 - 10:05
Reykjaneshöfn vill Thorsil úr Helguvík
Stjórn Reykjaneshafnar ákvað á fundi sínum í dag að segja upp samningi við Thorsil sem hafði tryggt sér iðnaðarsvæði í Helguvík undir uppbyggingu. Samningurinn var gerður árið 2014 en enn hefur engin uppbygging hafist. Thorsil hugðist reisa kísilverksmiðju, við hlið United Silicon, en ekkert hefur orðið af framkvæmdum.
14.05.2020 - 21:08
Varar við stórhættulegum böðum við Reykjanesvirkjun
Nokkuð hefur borið á því undanfarið að fólk hafi baðað sig í affalli Reykjanesvirkjunar og deilt því á samfélagsmiðlum. Athæfið er bæði stranglega bannað og stórhættulegt.
04.05.2020 - 20:03
Undirbúa framkvæmdir í Helguvík með herskip í huga
Hafnaryfirvöld hjá Reykjaneshöfnum hafa undirbúið möguleikann á því að höfnin í Helguvík geti tekið við stærri og lengri skipum en áður. Þá er sérstaklega horft til þess að herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins geti haft þar aðstöðu.
20.04.2020 - 07:12
Töluvert um að fólki sé neitað um laun í sóttkví
Töluvert er um að fyrirtæki neiti að greiða fólki laun í sóttkví, segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis. Atvinnurekendum sé þá bent á að þeir geti sótt um endurgreiðslu hjá Vinnumálastofnun. Um helmingur félagsmanna hefur misst vinnuna núna á síðustu dögum og vikum. 
01.04.2020 - 17:14
Viðtal
Höggið verður þungt á Suðurnesjum
Nauðsynlegt er að ríkið grípi til sérstakra aðgerða til að aðstoða sveitarfélög á Suðurnesjum sem verða hvað verst fyrir barðinu á efnahagssamdrættinum. Þetta segir Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Atvinnuleysi þar mælist nú tæp fjórtán prósent. Oddný segir augljóst að höggið verði stórt á Suðurnesjum og stjórnvöld verða að líta sérstaklega þangað.
29.03.2020 - 12:21
Jarðskjálftahrina á Reykjaneshrygg
Fjórir jarðskjálftar yfir þremur að stærð hafa riðið yfir Reykjaneshrygg rétt norðan við Eldey, rúma 10 km suðvestur af Reykjanestá, síðan klukkan þrjú í dag. Stærsti skjálftinn mældist 3,5.
28.03.2020 - 15:44
Grunaður úraræningi aftur laus úr haldi
Maðurinn sem er grunaður um vopnað rán í úrabúðinni Georg V Hannah í Reykjanesbæ var handtekinn tveimur dögum eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhald yfir honum úr gildi vegna gruns um að hann ætlaði að láta til skara skríða aftur. Hann var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. mars í Héraðsdómi Reykjaness en er laus úr haldi eftir að Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi í gær.
05.03.2020 - 13:37
Fundu innbrotsþjófinn á göngu með bakpoka um nótt
Grunsamlegur maður á göngu með bakpoka var handtekinn á Suðurnesjum í nótt grunaður um innbrot á fjölda heimila í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum að undanförnu.
27.02.2020 - 10:24