Reykhólahreppur

Fyrsti hluti nýs Vestfjarðavegar boðinn út
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Vestfjarðavegar í Gufufirði. Það eru 6,6 kílómetra vegarkafli frá Gufudalsá að Skálanesi. Einungis um 1,2 kílómetrar verða þó hluti af Vestfjarðavegi í framtíðinni.
14.07.2020 - 16:35
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Myllum fækkað í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal
Myllum í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal verður fækkað frá fyrri tillögu úr 35 í 21 myllu. Þær dreifast yfir stærra svæði en áður var ráðgert og skila minna heildarafli inn á raforkukerfið. Tillögur um breytt aðalskipulag voru kynntar íbúum Reykhólahrepps á rafrænum íbúafundi í gær.
19.05.2020 - 16:50
Myndskeið
Tvær kærur vegna framkvæmdaleyfis fyrir Þ-H leið
Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur á borði sínu tvær kærur til Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg. Báðar kærurnar snúast um að Vegagerðin hafi þvingað valið á leiðinni upp á sveitarstjórnina.
05.05.2020 - 09:14
Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps á ný
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ákvörðun um ráðningu hennar var tekin á fundi sveitarstjórnar hreppsins í dag. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum, reykhólar.is. Þar segir að Ingibjörg sé flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var þar sveitarstjóri frá 2010 til 2018.
01.05.2020 - 01:24
Sveitarstjóra Reykhólahrepps sagt upp störfum
Tryggva Harðarsyni hefur verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Reykhólahrepps. Ingimar Ingimarsson, sveitarstjórnarmaður og varaoddviti í Reykhólahreppi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
14.04.2020 - 23:28
Fá framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið en búast við kæru
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið um Teigsskóg í Gufudalssveit. Samningar hafa ekki nást við alla landeigendur og líklegt er að framkvæmdaleyfið verði kært.
26.02.2020 - 12:02
Vatnssuðu aflétt á Reykhólum eftir tíu vikna mengun
Vatnssuðu á neysluvatni á Reykhólum hefur verið aflétt. Þrjú sýni frá 3. desember voru mengunarlaus. E.coli-mengun var viðvarandi í neysluvatni á Reykhólum í um tíu vikur, eða frá sýnatökum 17. nóvember.
09.12.2019 - 17:31
Gerlamengun í neysluvatni á Reykhólum í nær tvo mánuði
Viðvarandi gerlamengun er í vatnsbólinu á Reykhólum. Íbúar hafa þurft að sjóða neysluvatn í sjö vikur, frá sautjánda september. Kona sem rekur verslun á svæðinu segir pirring í íbúum.
12.11.2019 - 13:14
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.
Hafna Þ-H leið um Teigskóg
Ingimar Ingimarsson, oddviti Reykhólahrepps, og Karl Kristjánsson, sem situr í sveitarstjórn, mynduðu meirihluta í skipulagsnefnd hreppsins og höfnuðu Þ-H leið Vestfjarðavegar sem felur í sér lagningu vegs um Teigsskógs. Þeir leggja R leiðina til, þar sem vegur er lagður um Reykhóla og þverar Þorskafjörð. Greidd verða atkvæði um skipulagsbreytingar sem gera ráð fyrir Þ-H leið á sveitarstjórnarfundi á þriðjudag.
E. coli-mengun á Reykhólum í þrjár vikur
Viðvarandi e. coli-mengun hefur verið í drykkjarvatni á Reykhólum við norðanverðan Breiðafjörð frá sýnatöku 17. september. Íbúar hafa því þurft að sjóða allt neysluvatn í þrjár vikur. Ræktað hefur verið tvisvar úr sýnum frá því mengunin greindist fyrst.
07.10.2019 - 15:24
Meirihluti athugasemda á móti Þ-H leið
44 athugasemdir bárust vegna tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018. Athugasemdirnar snúast um legu nýs Vestfjarðavegar frá Bjarkalundi að Skálanesi, svokallaða Þ-H leið. Með þeirri leið yrði lagður vegur um Teigsskóg og Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður þveraðir. Meirihluti athugasemda er gegn Þ-H leiðinni og kallað eftir því að leið D2, jarðgöng, verði fremur valin.
06.09.2019 - 15:53
Leitt ef sveitarstjórnarfólk upplifir þrýsting
Leiðin um Teigsskóg er ódýrust, styst og öruggust þeirra valmöguleika sem í boði eru, að sögn Bergþóru Þorkelsdóttur, forstjóra Vegagerðarinnar. Hún hafnar því að sveitarstjórnarfólki í Reykhólahreppi hafi verið stillt upp við vegg og það svipt skipulagsvaldi, líkt og bókað var á fundi sveitarstjórnarinnar í dag þegar hún samþykkti með þremur atkvæðum gegn tveimur leiðina um Teigsskóg fyrir Vestfjarðaveg.
22.01.2019 - 22:15
Kynna vindorkugarð í Reykhólahreppi
Fyrirtækið EM Orka hyggst reisa 35 vindmyllur í landi Garpsdals norðan Gilsfjarðar í Reykhólahreppi. Vindmælingar og umhverfismat er hafið og í kvöld er verkefnið kynnt fyrir íbúum. 
24.10.2018 - 20:59
Komu vélarvana bát til bjargar við Reykhóla
Björgunarsveitir á Reykhólum og norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út vegna vélarvana báts við Mávey á tíunda tímanum í kvöld. Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar varð bilun í stýri bátsins, en engin hætta á ferðum. Aðeins tók um örfáar mínútur að draga bátinn aftur að landi. 
14.09.2018 - 00:22
Tryggvi Harðarson sveitarstjóri Reykhólahrepps
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur ráðið Tryggva Harðarson í stöðu sveitarstjóra. Tryggvi var valinn úr hópi sautján umsækjanda.
12.09.2018 - 10:25
Persónukjör í Dölum og Reykhólahreppi
Engir framboðslistar höfðu borist kjörstjórn í Dalabyggð þegar framboðsfrestur vegna sveitarstjórnarkosninga rann út á hádegi á laugardag. Því verða kosningarnar óhlutbundnar og fram fer persónukjör, þar sem nánast allir kjósendur sveitarfélagsins verða í kjöri. Sama er uppi á teningnum í Reykhólasveit.
Telja veglínu um Teigsskóg í trássi við lög
Fjórtán athugasemdir og umsagnir bárust við tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna veglínu um Gufudalssveit, jafnan kennd við Teigsskóg. Lega jarðganga undir Hjallaháls og að kostnaður ráði leiðarvali veglínu um Teigsskóg er meðal athugasemda. Landvernd telur veglínu um Teigsskóg, sem þverar þrjá firði, vera í trássi við lög.
08.01.2018 - 15:04
Reykhólahreppur velur milli tveggja veglína
Sveitarstjórn Reykhólahrepps kynnir tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna legu Vestfjarðarvegar um Gufudalssveit, vegagerð sem er jafnan kennd við Teigsskóg. Í tillögunni, sem kölluð er vinnslutillaga, og ekki endanleg niðurstaða eru tvær veglínur sem sveitarstjórn þarf svo að velja á milli.
05.12.2017 - 13:06
Glitský við Reykhóla
Nokkur glitský sáust á austurhimni við Reykhóla í morgun.
06.01.2017 - 15:19
Nagli í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni
Með því að heimila breytingu á reglugerð um alþjónustu hefur innanríkisráðuneytið stuðlað að ójöfnuði milli landsmanna. Þetta kemur fram í ályktunum tveggja sveitarstjórna á Vestfjörðum í kjölfar þess að pósturinn fækkaði dreifingardögum sínum. Sveitarstjóri í Strandabyggð segir að ekki sé hægt að skerða póstþjónustu fyrr en búið verði að tryggja aðgang fólks að internetinu.
22.01.2016 - 13:44
Samstarf sveitarfélaga - ekki sameining
Sveitarstjórn Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að ráðast í samstarf til að efla atvinnulíf og byggð í sveitarfélögunum. Samgöngubótin sem varð með veginum um Þröskulda hefur stytt vegalengd á milli sveitarfélaganna þriggja og bætt aðstöðu til samvinnu. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segir misskilnings hafa gætt um að til stæði að sameina sveitarfélögin en svo sé ekki.
20.01.2016 - 15:48
Samkomulag um rannsóknir í Breiðafirði
Samkomulag hefur náðst um rannsóknir á lífríki Breiðafjarðar. Vegna fyrirhugaðrar aukningar á nýtingu á þangi og þara í Breiðafirðinum hefur athygli verið vakin á því að fyrri rannsóknir eru áratuga gamlar. Fundað hefur verið með hagsmunaðilum og nú hefur samkomulag náðst um að meta magn og afrakstursgetu þara og þangs í Breiðafirði sem og áhrifum nýtingar í Breiðafirði.
30.11.2015 - 11:22