Reykhólahreppur

Fasteignamatshækkun
Fasteignamat hækkar fleira en fasteignagjöld
Hækkun fasteignamats hækkar ekki aðeins skatta heldur er stór hluti sveitarfélaga landsins með vatns- og fráveitugjald bundið við fasteignamatið. Önnur hafa fast gjald sem miðast við stærð húsnæðis. Reykjavíkurborg er í síðarnefnda hópnum. Íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru háðir sveiflum á fasteignamati varðandi greiðslu fyrir vatn og fráveitu.
Kastljós
Dæmi um að fólk „lendi“ í stjórn gegn sínum vilja
Óbundnar kosningar verða haldnar í 13 sveitarfélögum í ár. Það þýðir að ekki hafa verið lagðir fram framboðslistar og því eru allir íbúar sveitarfélagsins á kjörskrá. Dæmi eru um að fólk hafi verið kosið í sveitarstjórn gegn vilja sínum.
Sögur af landi
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast“
„Þá heyri ég hávaðann þegar húsin splundrast og finn snjóinn koma upp og yfir mig. Þá vissi ég að þetta væri snjóflóð, ég vissi það um leið og allt brakaði. Svo fór ég bara af stað og stoppaði og ég vissi það líka að ég yrði grafinn upp,“ segir Unnsteinn Hjálmar Ólafsson sem lenti, ásamt föður sínum í snjóflóði í útihúsum sínum á Grund í Reykhólasveit 18. janúar 1995. Faðir Unnsteins, Ólafur Sveinsson, lést í flóðinu en Unnsteini var bjargað tæpum tólf tímum síðar.
30.03.2022 - 08:19
Nátengd fólkinu á Hólmavík og jákvæð fyrir sameiningu
Sveitarstjóri í Reykhólahreppi segir hreppsbúa jákvæða gagnvart sameiningu við nágranna sína Strandabyggð. Fjárhagsörðugleikar hjá Strandamönnum er ekki litið sem vandamál að svo komnu máli.
Reikna með að ný Breiðafjarðarferja kosti 4,5 milljarð
Reiknað er með að þungaflutningar um Breiðafjörð muni nær tvöfaldast á næstu fimm árum með auknum umsvifum í fiskeldi. Sveitarfélög bíða óþreyjufull eftir að hafist verði handa við að endurhanna hafnarmannvirki. Ný ferja ætti að kosta fjóra og hálfan milljarð í smíðum.
Reykhólahreppur lætur greina sameiningarkosti
Reykhólahreppur lætur nú greina þá kosti sem felast í sameiningu við önnur sveitarfélög. Sveitarstjóri segir stefnt að kosningum um þetta árið 2026.
Reykhólabúðin opnuð á Reykhólum
Reykhólabúðin, ný verslun á Reykhólum, var opnuð í gær. Verslunin fékk góðar móttökur heimamanna sem hafa ekki getað keypt í matinn í heimabyggð frá því í haust.
29.04.2021 - 14:20
Athuga hvort fornleifar leynist í Teigsskógi
Vegagerðin heggur nú leið í gegnum birkið í Teigsskógi í Gufudalssveit, þar sem nýr Vestfjarðavegur á að liggja. Það er gert til þess að leita af sér allan grun um að þar leynist fornleifar.
Hafa þungar áhyggjur af lágu verði til sauðfjárbænda
Dalabyggð, Strandabyggð, Reykhólahreppur og Húnaþing vestra hafa þungar áhyggjur af of lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Sveitarfélögin skora á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð næsta árs strax fyrir áramót.
Vonar að verkið gangi hratt fyrir sig héðan af
Reykhólahreppur og Vegagerðin fagna niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að vísa frá og hafna tveimur kærum á framkvæmdaleyfi fyrir nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit. Landvernd skoðar nú næstu skref.
02.10.2020 - 12:31
Framkvæmdaleyfi Teigsskógar stendur - „brýn nauðsyn“
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hefur staðfest ákvörðun sveitastjórnar Reykhólahrepps um að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Vestfjarðarvegi um Teigsskóg sem er milli Bjarkarlundar og Skálaness. Úrskurðarnefndin segir sveitastjórnina hafa fært ásættanleg rök fyrir því að þeir samfélagslegu hagsmunir sem hafi í för með sér aukið umferðaröryggi vegfarenda feli í sér brýna nauðsyn. Þetta séu almannahagsmunir og fjölmargir aðrir kostir verið skoðaðir áður en ákvörðun var tekin.
01.10.2020 - 17:54
Engin búð í Reykhólahreppi frá og með morgundeginum
Í dag er síðasti opnunardagur verslunarinnar Hólabúðar á Reykhólum. Nýr rekstraraðili hefur ekki fengið en héðan af þurfa hreppsbúar að keyra í Búðardal til að kaupa í matinn.
30.09.2020 - 12:30
Klukkutíma akstur í næstu búð eftir að Hólabúð lokar
Hólabúð í Reykhólahreppi verður lokað um næstu mánaðamót eftir fimm ára rekstur. Veitingastaðnum 380 restaurant sem rekinn er af sömu aðilum verður einnig lokað. Þó að sumarið hafi gengið ágætlega eru ekki forsendur til að hafa opið í vetur, segir eigandinn.
11.09.2020 - 07:50
Ætla að reisa smávirkjun í Garpsdal
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur auglýst tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykhólahrepps. Stefnt er að því að reisa vatnsaflsvirkjun við Múlá. Raforkan getur dugað allt að hundrað heimilum á ári.
10.09.2020 - 17:43
Fyrsti hluti nýs Vestfjarðavegar boðinn út
Vegagerðin hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu Vestfjarðavegar í Gufufirði. Það eru 6,6 kílómetra vegarkafli frá Gufudalsá að Skálanesi. Einungis um 1,2 kílómetrar verða þó hluti af Vestfjarðavegi í framtíðinni.
14.07.2020 - 16:35
Kemur ekki á óvart að náttúran lúti í lægra haldi
Formaður Landverndar segist ekki hissa á ákvörðun Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að stöðva ekki framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Reykhólahreppi. Það sé fremur regla en undantekning að náttúran lúti í lægra haldi.
23.06.2020 - 13:09
Framkvæmdir við veg um Teigsskóg verða ekki stöðvaðar
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði fyrr í mánuðinum kröfu Landverndar um að framkvæmdir við nýjan Vestfjarðaveg um Teigsskóg í Gufudalssveit yrðu stöðvaðar. Vegagerðin hefur endurskipulagt framkvæmdaferlið og vill byrja á þeim köflum sem minnstur ágreiningur er um.
Myllum fækkað í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal
Myllum í fyrirhuguðum vindmyllugarði í Garpsdal verður fækkað frá fyrri tillögu úr 35 í 21 myllu. Þær dreifast yfir stærra svæði en áður var ráðgert og skila minna heildarafli inn á raforkukerfið. Tillögur um breytt aðalskipulag voru kynntar íbúum Reykhólahrepps á rafrænum íbúafundi í gær.
19.05.2020 - 16:50
Myndskeið
Tvær kærur vegna framkvæmdaleyfis fyrir Þ-H leið
Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála hefur á borði sínu tvær kærur til Reykhólahrepps vegna áforma um að leggja veg um Teigsskóg. Báðar kærurnar snúast um að Vegagerðin hafi þvingað valið á leiðinni upp á sveitarstjórnina.
05.05.2020 - 09:14
Ingibjörg Birna ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps á ný
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ákvörðun um ráðningu hennar var tekin á fundi sveitarstjórnar hreppsins í dag. Þetta kemur fram á Reykhólavefnum, reykhólar.is. Þar segir að Ingibjörg sé flestum hnútum kunnug hjá Reykhólahreppi, því hún var þar sveitarstjóri frá 2010 til 2018.
01.05.2020 - 01:24
Sveitarstjóra Reykhólahrepps sagt upp störfum
Tryggva Harðarsyni hefur verið sagt upp störfum sem sveitarstjóra Reykhólahrepps. Ingimar Ingimarsson, sveitarstjórnarmaður og varaoddviti í Reykhólahreppi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
14.04.2020 - 23:28
Fá framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið en búast við kæru
Sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur samþykkt að veita Vegagerðinni framkvæmdaleyfi fyrir Þ-H leið um Teigsskóg í Gufudalssveit. Samningar hafa ekki nást við alla landeigendur og líklegt er að framkvæmdaleyfið verði kært.
26.02.2020 - 12:02
Vatnssuðu aflétt á Reykhólum eftir tíu vikna mengun
Vatnssuðu á neysluvatni á Reykhólum hefur verið aflétt. Þrjú sýni frá 3. desember voru mengunarlaus. E.coli-mengun var viðvarandi í neysluvatni á Reykhólum í um tíu vikur, eða frá sýnatökum 17. nóvember.
09.12.2019 - 17:31
Gerlamengun í neysluvatni á Reykhólum í nær tvo mánuði
Viðvarandi gerlamengun er í vatnsbólinu á Reykhólum. Íbúar hafa þurft að sjóða neysluvatn í sjö vikur, frá sautjánda september. Kona sem rekur verslun á svæðinu segir pirring í íbúum.
12.11.2019 - 13:14
Hvernig yrðu sameinaðir Vestfirðir?
Á Vestfjörðum eru níu sveitarfélög, þar af er einungis Ísafjarðarbær með yfir þúsund íbúa. Ef þingsályktunartillaga sveitarstjórnarráðherra um málefni sveitarfélaga sem gerir ráð fyrir þúsund íbúa lágmarki er samþykkt verða öll hin sveitarfélögin á kjálkanum að leita til sameininga. Þar af eru þrjú sveitarfélög sem ná ekki 250 íbúum og yrðu því að sameinast fyrir næstu almennu sveitarstjórnarkosningar 2022. Það eru Súðavíkurhreppur, Árneshreppur og Kaldrananeshreppur.