Rannsóknarskýrsla

Stjórnvöld í gíslingu viðskiptalífs
Stjórnvöld voru í gíslingu viðskiptalífsins, voru hætt að hlusta á gagnrýni og lýðræðið var í upplausn. Þetta er ein meginástæða efnahagshrunsins segir Jón Ólafsson, forseti félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst.
24.04.2010 - 18:49
Ekki vanræksla, en ámælisvert
Rannsóknarnefnd Alþingis kannaði hvort bankastjórn Seðlabankans hefði gerst sek um vanrækslu með því að fjalla ekki um trúverðugleika yfirtökunnar á 75% hlut í Glitni. Davíð Oddsson gagnrýndi þetta harðlega í andmælabréfi sínu. Í skýrslunni er þetta talið ámælisvert, en þó ekki vanræksla.
23.04.2010 - 13:44
Engin breyting á vinnubrögðum
Þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu gagnrýna störf Alþingis harðlega og segja að þrátt fyrir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hafi engin breyting orðið á vinnubrögðum. Nýjasta dæmið sé þegar níutíu nýjum þingmálum var dreift á síðasta degi fyrir páska.
22.04.2010 - 11:57
Segir dylgjur um starfslok ósannar
Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrverandi forstjóri FL-Group, vísar því á bug að henni hafi verið borgað fyrir að tjá sig ekki um ástæður þess að hún hætti störfum hjá félaginu. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag, segir að greiðslur sem hún fékk hafi verið í samræmi við ráðningarsamning hennar við FL-Group. Hún kallar umfjöllun fjölmiðla um málið „dylgjur" sem eigi sér ekki stoð í veruleikanum.
20.04.2010 - 14:41
Óvíst um frekari prentun skýrslu
Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis er uppseld í heildsölu hjá Forlaginu og ekki er víst að hún verði prentuð í þriðja sinn. Enn er þó hægt að kaupa hana í nokkrum bókabúðum. Fyrsta prentun seldist upp á tveimur dögum hjá Eymundsson þar sem skýrslan trónir enn í fyrsta sæti metsölulistans. Hjá Forlaginu sem sér um dreifingu skýrslunnar fást þær upplýsingar að seinni prentunin eigi líklega eftir að seljast upp.
20.04.2010 - 14:31
Pólitísk ákvörðun um bankakaupendur
Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson tóku ákvörðun um hverjum selja ætti bankana, segir Steingrímur Ari Arason sem var gestur í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Steingrímur Ari sagði sig úr einkavæðingarnefnd vegna þess að reglum var vikið til hliðar og Samson-hópurinn fékk að gera fyrirvara um afskriftarreikning Landsbankans í sínu tilboði. Það varð til þess að Samson fékk 700 milljóna króna afslátt á kaupverðinu.
20.04.2010 - 08:48
Regluverðir vildu skýrari reglur
Fyrrverandi bankastjóri Landsbankans segir að ótrúlega ódýrt hafi verið að bjóða ríkasta fólki landsins til Mílanó á Ítalíu miðað við hvað bankinn hafi fengið í staðinn. Fram kemur í rannsóknarskýrslunni að regluverðir bankanna hafi viljað setja skýrari reglur um boðsferðir.
18.04.2010 - 11:20
Saksóknari þarf 80 manns í stað 29
Embætti sérstaks saksóknara þarf 80 starfsmenn í stað 29 og meira fjármagn. Þetta segir Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara, sem telur skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis staðfesta þessa þörf.
16.04.2010 - 20:17
Titringur í Sjálfstæðisflokknum
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verður rædd á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins á morgun. Nokkurs titrings gætir í flokknum vegna niðurstöðu skýrslunnar.
16.04.2010 - 18:07
Tólf þingmenn segi af sér
Þingmenn Hreyfingarinnar, þau Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja til tafarlausra afsagna alls tólf þingmanna annarra flokka.
16.04.2010 - 16:52
Jóhanna og Eva Joly ræddu skýrsluna
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, átti fund með Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksóknara í dag. Þær ræddu um stöðu mála og nauðsynlegar aðgerðir við rannsókn efnahagsbrota í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
16.04.2010 - 16:47
Björgvin víkur af þingi
Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi viðskiptaráðherra, ætlar að víkja tímabundið af þingi. Björgvin segir að vera hans á þinginu gæti komið til með að trufla þá vinnu sem snýr að því að ákvarða ábyrgð ráðherra.
15.04.2010 - 16:50
Ekki lengur sameiningartákn
Forseti Íslands er ekki lengur sameiningartákn þjóðarinnar segir Guðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur. Hann tekur undir gagnrýni rannsóknarnefndar Alþingis og finnst forsetinn hafa gengið of langt í skjalli.
15.04.2010 - 11:51
Skýrslan nánast uppseld í verslunum
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis er uppseld í mörgum bókaverslunum. Því hefur verið ákveðið að prenta 2000 eintök af henni til viðbótar. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu Alþingis er þess vænst að eintök af skýrslunni verði komin í verslanir á laugardaginn.
15.04.2010 - 10:22
Bjarni segir lán sín eðlileg
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að lánafyrirgreiðslur til þingmanna hafi ekki verið með óeðlilegum hætti en ferð hans með einkaþotu Glitnis líti illa út eftir á.
14.04.2010 - 21:19
Björgólfur Thor biðst afsökunar
Björgólfur Thor Björgólfsson biður alla Íslendinga afsökunar á sínum þætti í í hruni íslenska bankakerfisins í yfirlýsingu sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann biðst afsökunar á andvaraleysi gagnvart þeim hættumerkjum sem hrönnuðust upp og að hafa ekki auðnast að fylgja hugboði sínu þegar hann kom auga á hættuna.
14.04.2010 - 06:40
Hörð gagnrýni á forsetann
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var rædd á Alþingi í allan dag og verður framhaldið á morgun. Varaformaður fjárlaganefndar gagnrýndi þátt forseta Íslands í skýrslunni harðlega í ræðu sinni í kvöld.
13.04.2010 - 21:45
Nýr kaupandi rétt fyrir undirskrift
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra fékk að vita það rétt fyrir sölu Búnaðarbankans að einn kaupendanna væri ekki stór franskur banki, heldur þýska fjármálafyrirtækið Hauck und Aufhauser. Valgerður var gestur Kastljóssins í kvöld.
13.04.2010 - 21:22
Stjórnsýslan endurskoðuð
Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er víða vikið að brotalömum í stjórnsýslunni. Þrjár nefndir eru þegar byrjaðar að kynna sér skýrsluna með úrbætur í huga.
13.04.2010 - 20:43
„Ekki málamynda-gerningur“
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Arion banka segir skuldatryggingakaup Icebank á árinu 2007 þegar hann var þar forstjóri ekki hafa verið málamyndagerning. Rannsóknanefndin vill að það verði rannsakað. Ein fjölmargra tilkynninga sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur látið ríkissaksóknara í té snertir Icebank, áður Sparisjóðabankann. Þá var núverandi bankastjóri Arion banka þar forstjóri. Nefndinni var ætlað að tilkynna ef grunur vaknaði um refsiverða háttsemi.
13.04.2010 - 20:25
Siðleysi ekki endilega sakamál
Flest þeirra fjárglæframála sem flett er ofan af í skýrslu rannsóknarnefndar alþingis og tengjast efnahagshruninu eru þegar til meðferðar hjá embætti sérstaks saksóknara. Hann stefnir að því að ljúka fyrstu málunum um næstu mánaðamót. Hann taki einungis fyrir það sem sé saknæmt en ekki það sem sé ósiðlegt. Lögin nái oft ekki utan um það.
13.04.2010 - 20:07
Vilja rannsaka peninga-markaðssjóði
Eigendur bankanna fengu verulega fyrirgreiðslu í gegnum dótturfélög þeirra sem ráku peningamarkaðssjóði. Rannsóknarnefnd Alþingis vill að rannsakað verði hvort starfsmenn og stjórn þeirra hafi gerst brotleg við lög.
13.04.2010 - 19:39
Alþingi líti í eigin barm
Rannsóknarnefnd Alþingis kynnti þingmannanefnd um skýrslu nefndarinnar hluta af skýrslu sinni á þriggja klukkustunda löngum fundi í dag. Atli Gíslason Vinstri grænum er formaður þingmannanefndarinnar. Hann segir að nefndin hafi í dag skoðað reglugerðir í kringum fjármálakerfið, eins og það var.
13.04.2010 - 18:27
Björgvin G. fundaði með Darling
Fundur Björgvins G. Sigurðssonar þáverandi viðskiptaráðherra með Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands, var haldinn eftir að bankastjórar Landbankans óskuðu eftir að Björgvin talaði þeirra máli gagnvart breskum yfirvöldum í Icesavemálinu.
13.04.2010 - 18:10
Ríkissaksóknari skoðar möguleg brot
Björn L. Bergsson, settur ríkissaksóknari kannar nú hvort ástæða sé til að höfða sakamál á hendur einstaklingum sem nefndir eru í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þeirra á meðal eru fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans og forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
13.04.2010 - 17:51