Rannsóknarskýrsla

30 milljarða gjaldþrot hjá gömlu félagi Björgólfs
Skiptum er lokið í Gretti eignarhaldsfélagi, rúmum ellefu árum eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta. Engar eignir fundust í búinu en lýstar kröfur námu rúmum 30 milljörðum.
23.12.2020 - 09:26
Ruðningsáhrif aflandsfélaga slæm á Íslandi
Guðrún Johnsen, lektor í fjármálum og fyrrum rannsakandi hjá rannsóknarnefnd Alþingis, segir nauðsynlegt að skoða frekar áhrifin sem eigendur aflandsfélaga hafi á viðskiptalífið. Þeir hafi ósanngjarnt forskot og geti rutt heiðarlegu viðskiptafólki sem borgar sína skatta og skyldur hér, út af markaðnum. Það eigi ekki sjens gagnvart yfirboðum sem þeir geti stundað með því að koma inn með fé úr skattaskjólum með 20% afslætti.
26.04.2016 - 20:43
„Snýst um heiðarleika og pólítíska ábyrgð“
Það hvort stjórnmálamenn eigi að gera skýra grein fyrir hagsmunum – hvað þá eign í aflandsfélögum – er löngu útrætt mál, nema á Íslandi. Stjórnmálamenn eiga ekki að hafa val um það hvort þeir hafi þá skyldu við kjósendur sína eða ekki. Þetta segir Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar og einn höfunda Rannsóknarskýrslunnar. Segir þrönga lagahyggju áranna fyrir hrun einkenna varnir stjórnmálamanna vegna skattagagna.
03.04.2016 - 13:50
Lokauppgjör vegna rannsóknarnefnda
Forsætisnefnd Alþingis fjallar nú um lokauppgjör á fjármálum rannsóknarnefnda Alþingis sem og lagabreytingar og viðbrögð í ljósi reynslunnar af þeim.
15.08.2014 - 17:04
RNA um einkavæðingu ekki skipuð strax
Rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna verður ekki skipuð fyrr en forsætisnefnd Alþingis hefur metið reynslu af vinnu þeirra rannsóknarnefnda sem skilað hafa skýrslum frá hruni. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis.
14.04.2014 - 19:31
Málefnaleg skýrsla án upphrópana
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingi um fall sparisjóðanna var kynnt í gær. Þingmennirnir Pétur Blöndal og Oddný G. Harðardóttir stikluðu á stóru í niðurstöðum skýrslunnar í Morgunútvarpinu.
Ríkið með leynireikning í SpKef
Fjármálaráðuneytið opnaði reikning í Sparisjóði Keflavíkur stuttu eftir fall stóru bankanna í október 2008, og lagði þangað inn skattgreiðslur sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þetta var gert til þess að láta líta út fyrir að Sparisjóðurinn hefði meira laust fé til umráða en raunin var.
10.04.2014 - 22:39
Áhættufjárfestingar lífeyrissjóðanna
Lífeyrissjóðirnir hafa ekki svarað gagnrýni um að fjárfestingar þeirra fyrir hrun hafi verið áhættusamar. Þetta segir forstöðumaður rannsókna- og spádeildar hjá Seðlabankanum. Lítil umræða sé um hvort sjóðirnir eigi að halda uppteknum hætti þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin.
23.02.2014 - 12:52
Ekkert fé ætlað til rannsóknarnefndar
Rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna hefur enn ekki verið skipuð, tæpu ári eftir að Alþingi samþykkti að hún yrði sett á fót. Ekki er gert ráð fyrir neinum fjárframlögum til nefndarinnar á næsta ári.
02.10.2013 - 17:29
Veitti 3.400 lán í Reykjanesbæ á 4 árum
Íbúðalánasjóður veitti 3.400 lán vegna íbúðakaupa í Reykjanesbæ á árunum 2005 til 2009. Lánin námu 32 milljörðum króna og sjóðurinn hefur síðan þurft að leysa til sín fjölda íbúðanna.
06.07.2013 - 19:05
Lánaði skuldugu bæjarfélagi 750 milljónir
Íbúðalánasjóður lánaði húsnæðissamvinnufélagi 750 milljónir króna með milligöngu Álftanesbæjar. Lánið var veitt þrátt fyrir að sveitarfélagið hafi verið stórskuldugt og í slæmri stöðu.
Fer fram á leiðréttingu
Franz Jezorski hefur farið fram á við forseta Alþingis að umfjöllun um hann í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð verði leiðrétt.
05.07.2013 - 18:41
Aðeins fimmtungur stjórnenda hæfur
Aðeins fimmtungur stjórnarmanna Íbúðalánasjóðs á árunum fyrir hrun hefði uppfyllt lögbundin hæfisskilyrði sem sjóðurinn starfar eftir í dag.
04.07.2013 - 12:20
Óeðlileg tengsl við Kaupfélag Skagfirðinga
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð fjallar talsvert um tengsl sjóðsins við KS, Kaupfélag Skagfirðinga, en sjóðurinn er meðal annars með starfsaðstöðu í húsnæði Kaupfélagsins á Sauðárkróki. Viðskipti við Fjárvaka, dótturfélag KS, eru tekin fyrir í skýrslu nefndarinnar.
Starfsmenn nýttu ekki eftirlitskerfi
Áhættustýringu Íbúðalánasjóðs var verulega ábótavant og starfsmenn skorti þekkingu til að nýta eftirlitskerfið og áhættustýringaraðferðir sem komið var upp fyrir sjóðinn.
03.07.2013 - 13:01
Ráðningar Íbúðalánasjóðs gagnrýndar
Ráðning Guðmundar Bjarnasonar sem framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs er sett í pólitískt samhengi í skýrslu Rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð. Ráðningar Halls Magnússonar og Jóhanns G. Jóhannssonar eru einnig gagnrýndar.
02.07.2013 - 22:00
Hélt áfram að lána þrátt fyrir viðvaranir
Íbúðalánasjóður hélt áfram að lána til íbúðakaupa og bygginga í Reykjanesbæ þrátt fyrir viðvaranir og efnahagshrun. Fjölgun íbúða var mun meiri en fjölgun íbúa í bænum á árunum 2003 til 2010, og mun meiri en annars staðar á landinu.
02.07.2013 - 18:40
Hyggst höfða meiðyrðamál
Hallur Magnússon, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, hyggst höfða meiðyrðamál gegn Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð. Hallur segir ranglega staðhæft í skýrslunni að ráðning hans til Íbúðalánasjóðs hafi verið pólitísk.
02.07.2013 - 18:15
Tap Íbúðalánasjóðs 270 milljarðar króna
Íbúðalánasjóður tapaði gífurlegum fjárhæðum og fyrirséð er áframhaldandi tap sjóðsins. Heildartap Íbúðalánasjóðs á árunum 1999 til 2012 voru 270 milljarðar króna.
02.07.2013 - 15:58
Áhættufjárfestingar leiddu til mikils taps
Íbúðalánasjóður ætti ekki að stunda áhættufjárfestingar. Takmarka þarf heimildir Íbúðalánasjóðs til fjárfestinga við skuldabréf með ríkisábyrgð.
02.07.2013 - 14:35
Eina heimildin um risalán
Hrundaginn mánudaginn 6. Október 2008, ákvað Seðlabankinn að veita Kaupþingi lán upp á 500 milljónir evra. Forsendur lánsins hafa aldrei verið upplýstar.
22.02.2013 - 19:10
Rannsóknarnefnd enn ekki skipuð
Rannsóknarnefnd um einkavæðingu bankanna hefur enn ekki verið skipuð þó tveir mánuðir séu liðnir frá því Alþingi samþykkti að rannsóknin færi fram.
10.01.2013 - 13:28
Viðbrögð við skýrslu RNA
Flestum úrbótum, sem allir þingmenn Alþingis samþykktu að ráðast í, sem viðbrögð við rannsóknarskýrslu Alþingis, er enn ólokið. Frestur sem þingið gaf sjálfu sér til að ljúka þeim, rann út fyrir þremur mánuðum. Öðrum ábendingum hefur flestum verið fylgt.
10.01.2013 - 12:19
Lítið bólar á efndum Alþingis
Enn bólar ekkert á nýrri þjóðhagsstofnun, stjórnsýsluúttekt á Seðlabankanum eða Fjármálaeftirlitinu né opinberri rannsókn á lífeyrissjóðunum. Alþingi ályktaði í hitteðfyrra að þetta og fleira skyldi í höfn í síðasta lagi á morgun.
30.09.2012 - 20:05
Bók Styrmis í 1. sæti
Bókin Hrunadans og horfið fé eftir Styrmi Gunnarsson fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, rauk í fyrsta sæti metsölulista Eymundssonar sem birtur er í dag. Bókin hefur að geyma úttekt Styrmis úr Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Í bókinni fjallar Styrmir um bankana, einkavæðingu þeirra og starfssemi. Einnig dregur hann fram þátt annarra í hruninu. Má þar nefna útrásarvíkinga, Fjármálaeftirlitið, Seðlabankann, ríkisstjórn landsins, fjölmiðla og hjarðhegðun þjóðarinnar.
19.05.2010 - 11:31