Rangárþing ytra

Sameining aftur til skoðunar á Suðurlandi
Fjögur sveitarfélög á Suðurlandi kanna möguleika á því að þau sameinist. Kosið var um sameiningu í sveitarfélögunum og hún samþykkt, en þá var Ásahreppur með í myndinni en þar var sameiningin felld.
Myndskeið
Bregður alltaf þegar jörð skelfur
Verslunareigandi á Landvegamótum, skammt frá Hellu, segir að nokkrir lausamunir hafi dottið úr hillum en ekkert tjón hafi hlotist af. Hún segist ekki óttast að Hekla sé að láta á sér kræla, en það fylgi því alltaf örlítill kvíði þegar jarðskjálftar sem þessi verða.
11.11.2021 - 17:29
Kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.
Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Viðtal
Lýðræðishalli í byggðasamlögum eitt af kosningamálunum
Eitt af stóru málunum í sameiningarkosningum fimm sveitarfélaga á Suðurlandi er að afnema byggðasamlög. Kosningar um sameiningu fimm sveitarfélaga fer fram samhliða Alþingiskosningum. Formaður samstarfsnefndar um sameininguna segir að byggðasamlögin stuðli að ákveðnum lýðræðishalla því þau endurspegli ekki endilega vilja íbúa.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Gullaugað og rauðu íslensku alltaf vinsælastar
Kartöfluuppskeran á Suðurlandi fer vel af stað. Kartöflubóndi í Þykkvabæ segir að innfluttar kartöflur komi aldrei í stað þeirra íslensku. Gullaugað og þær rauðu verði alltaf vinsælastar. 
06.08.2019 - 13:59
Miðstöð í Landmannalaugum í umhverfismat
Bygging á þjónustumiðstöð í Landmannalaugum er háð umhverfismati því hún getur haft umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Áætlað er að heildaruppbygging verði um 2.000 fermetrar fyrir utan palla og stíga.
20.02.2018 - 23:56
Hefur áhyggjur af hönnun hótela í dreifbýli
Umhverfisstofnun er ekki ánægð með hvernig staðið var að skipulagi fyrir þriggja hæða, 90 herbergja, hótel og 41 frístundahús í Heysholti í Rangárþingi ytra. Stofnunin telur að á fyrri stigum hefði átt að skoða hvort tveggja hæða byggingar hefðu fallið betur að landi og að mögulega hefði átt að skoða aðra kosti varðandi staðsetningu hótelsins.
24.10.2016 - 18:39
Árni Bragason landgræðslustjóri
Árni Bragason forstjóri Nordgen, Norrænu erfðaauðlindastofnunarinnar, er nýr landgræðslustjóri. Hann tekur við af Sveini Runólfssyni, sem lét af störfum hjá Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti nú um mánaðamótin, eftir 44 ár í embætti. Sigrún Magnúsdóttir Umhverfis og auðlindaráðherra skipaði Árna í embættið, eftir að valnefnd taldi hann hæfastan. Átta sóttu um stöðuna.
02.05.2016 - 16:41
Krakkarnir klárir í kvikmyndagerð
Nemendur Laugalandsskóla í Rangárþingi ytra hafa undanfarið kynnst leiklist og kvikmyndagerð undir stjórn tveggja bandarískra leikara og kvikmyndagerðarmanna. Kennsla þeirra er hluti af samvinnu skólans og Listaráðs Norður Dakotaríkis. „Krakkarnir eru ótrúlega vel að sér í kvikmyndagerð og frábær í ensku“, segja kennararnir Eric Thoemke og Matthew Maldonato.
17.04.2016 - 15:07
Hnökkum enn stolið á Hellu
Hnökkum var stolið þegar brotist var inn í hesthús á Hellu í fyrrinótt. Þjófarnir komust inn í húsið án mikilla skemmda og brutu sér leið í hnakkageymslu. Í fyrra og hittiðfyrra var brotist ítrekað inn í hesthús á Hellu í sama tilgangi. Þjófarnir höfðu sama hátt á nú og áður, tóku einungis nýja og nýlega hnakka, en létu gamla eiga sig.
16.03.2016 - 15:52
Nýr landgræðslustjóri 1. maí
Nýr landgræðslustjóri framfylgir breytingum á lögum um landgræðslu, komi til þeirra á starfandi þingi. Umsóknarfrestur um starf landgræðslustjóra rennur út 20. þessa mánaðar. Sveinn Runólfsson verður sjötugur í vor og lætur af störfum hjá Landgræðslunni 30. apríl, eftir 44 ára starf. Áður voru faðir hans og föðurbróðir forstöðumenn stofnunarinnar, allt frá því Sandgræðsla ríkisins tók til starfa 1947.
15.03.2016 - 15:18
Ný þjónustumiðstöð á Hellu
Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins við Hellu, vegna nýrrar þjónustumiðstöðvar við hringveginn. Miðstöðinni er ætlaður staður sunnan Suðurlandsvegar, austan Hótels Stracta og vegar að Gaddstaðaflötum. Þar er gert ráð fyrir veitingarekstri, verslun og þjónustu. Nú er unnið að deiliskipulagi.
10.03.2016 - 15:24
Aftur opið á Hvolsvelli alla virka daga
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verður opin eins og áður frá 16. febrúar. Þetta er samkomulag framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sveitarstjóra Rangárþings eystra, ytra og Ásahrepps. Heilsugæslustöðin hefur verið opin þrjá daga í viku frá miðjum nóvember í stað fimm áður. Yfir 400 manns lýstu óánægju sinni á fundi með stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar 11. janúar.
Ávöxtur frjálsra ásta í ágústmánuði
Myndarlegur lambhrútur kom í heiminn í Árbæjarhjáleigu 2 í Rangárþingi ytra í fyrrakvöld. Kristinn Guðnason bóndi og fjallkóngur á Landmannaafrétti kom í fjárhúsin varð hann þess var að ein ærin var ekki eins og hún átti að sér. Þegar hann skoðaði ána betur kom í ljós að hún var komin að burði. Ærin bar síðan lambhrúti sem sjá má á myndinni að ofan.
20.01.2016 - 15:58
HSU endurskoðar opnunartíma á Hvolsvelli
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur boðað fulltrúa sveitarstjórna í Rangárvallasýslu til funda um endurskoðun opnunartíma heilsugæslustöðva í sýslunni. Í tilkynningu segir forstjórinn áríðandi að svara kalli sveitarstjórnar Rangárþings eystra á íbúafundi 11. janúar. Mikilvægt sé að skoða möguleika í boði miðað við það fjármagn sem veitt sé til þjónustunnar.
Ný brú og flóttaleið úr Landeyjum
Fimmtíu milljónum króna er á fjárlögum ársins 2016 veitt til gerðar nýrrar brúar yfir Þverá í Rangárþingi. Brúargerðin byggir á hugmyndum sveitarstjórnarmanna að ódýrri flóttaleið úr Landeyjum við flóð af völdum eldsumbrota. Hún yrði einnig samgöngubót fyrir íbúa þar.
13.01.2016 - 16:56
Krilli tekur inn á Gaddstaðaflötum
Kristjón Laxdal Kristjánsson hestamaður á Hellu er búinn að taka hesta sína inn í fyrsta hesthúsið í nýrri hesthúsabyggð við Gaddstaðaflatir, landsmótsstað Sunnlendinga við Hellu. „Ég er ánægður með húsið“ segir hann, „þetta hefur heppnast vel og allar áætlanir stóðust“.
12.01.2016 - 15:59
Samningurinn tímamót í skólamálum
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra hafa gert samning um samvinnu í skólamálum og meginþáttum í starfsemi sinni. Samningurinn markar tímamót í sveitarfélögunum í skólamálum. Allir sveitarstjórnarmenn beggja hafa undirritað samkomulagið.
02.01.2016 - 12:58
Skólaútvarp 29. árið í röð
Nemendur Grunnskólans á Hellu hafa starfrækt skólaútvarp undanfarna þrjá daga, eins og þeir hafa gert síðustu viku fyrir jólafrí síðustu 29 ár. „Við kappkostum að allir nemendur komist í útvarpið hverju sinni og að allir nemendur í unglingadeild kynnist dagskrárgerð og tæknilegri hlið útvarps“, segir Sigurgeir Guðmundsson skólastjóri.
17.12.2015 - 16:12
Umhverfismat endurskoðað að hluta
Skipulagsstofnun telur að endurskoða skuli áhrif á landslag og ásýnd lands, ferðaþjónustu og útivist í umhverfismati Hvammsvirkjunar. Í úrskurði stofnunarinnar sem birtur var í dag eru ekki taldar forsendur að öðru leyti til endurskoðunar matsskýrslu um Hvammsvirkjun frá árinu 2003.
Ákvörðun um umhverfismat í næstu viku
„Þetta viðfangsefni hefur reynst tímafrekara en við töldum. Við höfum látið vita um það að ákvörðun okkar verði birt í næstu viku“, segir Rut Kristinsdóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Skipulagsstofnunar. Ákvörðunin snýst um hvort endurtaka þurfi umhverfismat fyrir Hvammsvirkjun í heild eða að hluta.
Deiliskipulag hafið vegna Hvammsvirkjunar
Undirbúningur deiliskipulags vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá er hafinn. Alþingi færði virkjunina úr biðflokki í nýtingarflokk í sumar. Skipulagsstofnun ákveður fyrir mánaðamót hvort gera eigi nýtt umhverfismat Hvammsvirkjunar. Nýtt umhverfismat gæti seinkað áætlunum um að gangsetja virkjunina árið 2019.
200 herbergja hótel á Orustustöðum
Sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur samþykkt deiliskipulag fyrir 200 herbergja hótel á eyðijörðinni Orustustöðum. Fyrir hótelbyggingunni standa feðgarnir Hreiðar Hermannsson og Hermann Hreiðarsson, eigendur Hótels Stracta á Hellu. Hreiðar segir að hótelið verði reist svo fljótt sem verða má. Hann keypti jörðina Orustustaði í Skaftárhreppi árið 2013. Jörðin er 3000 hektarar á svonefndum Brunasandi, sem byggðist upp eftir Skaftárelda.