Rangárþing eystra

Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Andlát á dvalarheimili á Hvolsvelli til rannsóknar
Andlát karlmanns á tíræðisaldri á Kirkjuhvoli, hjúkrunar- og dvalarheimili aldraðra á Hvolsvelli, er til rannsóknar hjá Landlæknisembættinu.
05.02.2020 - 07:49
Sveitakirkja hafði betur gegn kirkjuráði
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi úrskurð áfrýjunarnefndar þjóðkirkjunnar í deilu Stórólfshvolskirkju við kirkjuráð sem snýst um greiðslur úr Jöfnunarsjóði sókna vegna byggingu nýrrar kirkju. Kirkjuráð felldi greiðslurnar niður þar sem það taldi að skilyrði fyrir greiðslunum hefðu ekki verið uppfyllt.
19.05.2018 - 10:13
Vinnuslys við Hvolsvöll
Lögregla og sjúkralið voru kölluð út vegna vinnuslyss við bæ skammt utan Hvolsvallar í kvöld. Mbl.is greindi fyrst frá þessu.
30.03.2018 - 00:13
Neyðast til að taka gjald af ferðafólki
„Það er kannski ekki eðlilegt að einstæð móðir í blokk á Hvolsvelli borgi klósettpappír ferðamanna,“ sagði Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, á Morgunvaktinni um gjaldtöku af ferðamönnum, sem mjög hefur verið umdeild. Sveitarfélagið hefur til skamms tíma ekki haft neinar beinar tekjur af ferðamönnum en nýverið hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss.
22.08.2017 - 12:05
Vilja afsteypu af Afrekshuga Nínu á Hvolsvöll
Sveitastjórn Rangárþings eystra samþykkti á fundi sínum í síðustu viku tillögu þess efnis að hefja viðræður við hið sögufræga Waldorf Astoria- hótel á Manhattan-eyju í New York um að eignast afsteypu af Afrekshuga - frægustu höggmynd Nínu Sæmundsson og einkennismerki hótelsins.
04.05.2017 - 23:18
Hefur áhyggjur af birkiskóginum í Þórsmörk
Umhverfisstofnun virðrar áhyggjur sínar af birkiskóginum í Þórsmörk vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á tjaldsvæðum þar. Umhverfisstofnun minnir sveitastjórn Rangárþings eystra á að ein af ástæðum þess að Þórsmörk sé á náttúruminjaskrá sé skóglendi í skjóli jökla og því eigi síður að framkvæma innan birkiskógarins og eða ryðja birkikjarr. Því verði að gæta þess að starfsemi á tjaldsvæðum rýri ekki upprunalegan birkiskóg og að þess verði gætt að álag vegna starfseminnar verði ekki of mikið.
15.02.2017 - 15:40
Hótel reyndist ekki hafa tengsl við búrekstur
Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitastjórnar Rangárþings eystra um að samþykkja deiliskipulag fyrir 28 herbergja lúxushótel á jörðinni Rauðsbakka undir Austur-Eyjafjöllum. Nefndin taldi lúxushótelið ekki hafa nein sýnileg tengsl við búrekstur eins og kveðið væri á um í aðalskipulagi sveitarfélagsins um jörðina.
28.01.2017 - 04:50
Eldfjallamiðstöð rís á Hvolsvelli
Íslensk eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð á Hvolsvelli kostar 1,2 milljarða og er talin geta skapað um 20 ný störf. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála tóku fyrstu skóflustungu að 2300 fermetra byggingu síðdegis. Að miðstöðinni standa allnokkrir fjárfestar, fyrir þeim fer Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway. Framkvæmdir hefjast á morgun og miðstöðin á að taka til starfa næsta vor.
18.05.2016 - 18:41
Fullt hús á Heimalandi
Leikfélag Austur-Eyfellinga hefur sýnt Kardemommubæinn eftir Torbjörn Egner fyrir fullu húsi í Félagsheimilinu Heimalandi undanfarinn mánuð. Sýningar verða alls átta, þær síðustu nú um helgina. Sýningar félagsins eru afrakstur leiklistarnáms sem það heldur úti fyrir börn á grunnskólaaldri og tónlistarkennslu í héraðinu. Þrír fjórðu leikenda í sýningunni eru börn og unglingar.
03.04.2016 - 14:18
Viðbeinsbrotnaði á fjórhjóli
Ökumaður fjórhjóls slasaðist þegar hann velti yfir sig fjórhjóli um páskana í Rangárþingi eystra. Slysið varð við Fljótsdal, sem er innsti bær í Fljótshlíð. Öklumaðurinn var fluttur með sjúkrabíl á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli, þar sem hugað var að meiðslum hans. Meiðsl hans reyndust minni en óttast var, hann var viðbeinsbrotinn og marinn, en að mestu heill að öðru leyti.
29.03.2016 - 17:35
Þyrla flutti barn á Bráðamóttöku
Þyrla Landshelgisgæslunnar flutti barn á þriðja ári úr Fljótshlíð á Bráðamóttöku Landspítalans Háskólasjúkrahúss um hádegi í gær eftir óhapp í sumarbústað. Barnið féll hálfan annan metra úr stiga niður á gólf og fékk höfuðhögg. Liðsmenn lögreglunnar á Suðurlandi töldu öruggast að flytja það til Reykjavíkur með þyrlu, sem gekk fljótt og vel. Við rannsókn reyndist barnið ekki mikið slasað og var útskrifað síðdegis.
Eyjaferjan á borði innanríkisráðherra
Útboðsgögn vegna nýrrar Vestmannaeyjaferju eru á borði innanríkisráðherra. Smíði ferjunnar verður væntanlega boðin út á næstunni, eftir að ráðherra hefur farið yfir málið og farið með það fyrir ríkisstjórn. Sérfræðingar Vegagerðarinnar og Innanríkisráðuneytisins hafa safnað saman og farið yfir gögnin á undanförnum vikum og mánuðum í samráði við norska hönnuði ferjunnar.
09.02.2016 - 16:18
„Flestir taka þessu með jafnaðargeði“
„Það taka þessu flestir með jafnaðargeði“, sagði Magnús Ingi Gunnarsson í Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli um þrjúleytið. Bíll Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hvolsvelli er þversum á Suðurlandsvegi rétt austan við Hvolsvöll, þar sem búið er að loka hringveginum til austurs vegna veðursins. „Við erum hættir að reyna að reisa skiltið við, það fýkur alltaf um koll“.
04.02.2016 - 15:54
Aftur opið á Hvolsvelli alla virka daga
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verður opin eins og áður frá 16. febrúar. Þetta er samkomulag framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sveitarstjóra Rangárþings eystra, ytra og Ásahrepps. Heilsugæslustöðin hefur verið opin þrjá daga í viku frá miðjum nóvember í stað fimm áður. Yfir 400 manns lýstu óánægju sinni á fundi með stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar 11. janúar.
„Höfum trú á þessum aðgerðum"
„Við höfum trú á þessum aðgerðum og teljum að þær skili árangri. En þetta er langtímaverkefni. Það er ekki víst að við sjáum fyrir endann á þessu næsta áratuginn en við vonum það“, segir Sigurður Áss Grétarsson framkvæmdastjóri Siglingasviðs Vegagerðarinnar. Belgískt dýpkunarskip kemur til að dýpka fyrir framan Landeyjahöfn um miðjan febrúar.
27.01.2016 - 17:14
Vilja reisa vindmyllur í Landeyjum
Eigendur tveggja jarða í Austur-Landeyjum hafa óskað eftir breytingum á aðalskipulagi í Rangárþingi eystra svo mæla megi vind og mögulega reisa vindmyllur í landi þeirra. Skipulagsnefnd sveitarfélagsins frestaði erindunum og vill bíða þess að framtíðarstefna verði mörkuð í nýtingu vindorku í landinu. Sveitarstjórn hefur staðfest þá niðurstöðu.
21.01.2016 - 17:42
HSU endurskoðar opnunartíma á Hvolsvelli
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hefur boðað fulltrúa sveitarstjórna í Rangárvallasýslu til funda um endurskoðun opnunartíma heilsugæslustöðva í sýslunni. Í tilkynningu segir forstjórinn áríðandi að svara kalli sveitarstjórnar Rangárþings eystra á íbúafundi 11. janúar. Mikilvægt sé að skoða möguleika í boði miðað við það fjármagn sem veitt sé til þjónustunnar.
Óbreytt aðstaða við Seljalandsfoss í sumar?
Óvíst er hvort eða hversu mikið næst að lagfæra aðstöðu við Seljalandsfoss fyrir sumarið. Vegna mikillar umferðar við fossinn horfði til vandræða síðastliðið sumar. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt lýsingu á breytingum á aðalskipulagi. Breytingarnar verður nú kynntar almenningi, fjallað frekar um hana í sveitarstjórn og tillaga síðan send til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila.
19.01.2016 - 18:00
Ný brú og flóttaleið úr Landeyjum
Fimmtíu milljónum króna er á fjárlögum ársins 2016 veitt til gerðar nýrrar brúar yfir Þverá í Rangárþingi. Brúargerðin byggir á hugmyndum sveitarstjórnarmanna að ódýrri flóttaleið úr Landeyjum við flóð af völdum eldsumbrota. Hún yrði einnig samgöngubót fyrir íbúa þar.
13.01.2016 - 16:56
Þegar kýr fá fyrr læknishjálp en menn...
„Það er eitthvað mikið að í skipulaginu hjá okkur þegar fljótlegra reynist að fá læknishjálp fyrir kýr en fyrir menn“, sagði Bjarni Böðvarsson á íbúafundi um heilbrigðismál á Hvolsvelli í gær með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Bjarni bar saman hvernig gengið hefði að fá læknishjálp fyrir mann og kú á sama bæ í Landeyjum á óveðursdegi fyrir skömmu.
Heldur óbreyttri stefnu
Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðar ekki stefnubreytingu í tilkynningu í dag, en rökstyður skerðingu á opnunartíma heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Forstjórinn var í gær á hitafundi með 400 íbúum sem troðfylltu félagsheimilið Hvol. „Biðtími eftir þjónustu heilsugæslulæknis í Rangárþingi með því stysta sem þekkist á landinu“, segir í tilkynningunni.
Hitafundur íbúa og HSU á Hvolsvelli
Um 400 manns fylltu félagsheimilið Hvol á Hvolsvelli í kvöld á íbúafundi með framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Fundurinn var vegna óánægju heimamanna í Rangárþingi Eystra með skerta þjónustu heilsugæslustöðvarinnar á Hvolsvelli. Á fundinum urðu heitar umræður í hálfa þriðju klukkustund.
Kornsláttur í Landeyjum í dag
Bændur í Akurey í Landeyjum skáru upp korn á ökrum sínum í dag, 9. janúar. Hafsteinn Jónsson bóndi sagði að það kæmi ekki til af góðu, ekki hefði gefist færi á korninu fyrr vegna veðurs. „Þegar kornið var orðið þroskað í haust tók við stanslaus rigningatíð. Það komu ekki þurrir dagar fyrr en allt var komið undir snjó“.
09.01.2016 - 18:43