Píratar

Færri málefni í senn í viðræðunum
Fulltrúar Pírata hafa í dag fundað um næstu skref í stjórnarmyndunarviðræðum. Einn þingmanna þeirra segir að ekkert liggi á að mynda stjórn en áhersla verði lögð á að hafa málefnin fá.
03.12.2016 - 19:40
Stjórnarmyndarviðræður hefjast eftir helgi
Píratar funda innbyrðis í dag um fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður en ekki er gert ráð fyrir að þær hefjist formlega fyrr en eftir helgina. Formaður Vinstri grænna segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi breyst frá þeim viðræðum sem áttu sér stað milli miðju- og vinstriflokkanna fimm, en formaður Bjartrar framtíðar telur líkur á málamiðlunum fara vaxandi.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur skv. könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst.
Píratar bjóða til viðræðna um stjórnarsamstarf
Píratar hafa boðið Vinstri grænum, Samfylkingu, Bjartri framtíð og Viðreisn að hefja strax formlegar viðræður um ríkisstjórnarsamstarf. Flokkurinn tilkynnti þetta á blaðamannafundi nú rétt í þessu. Píratar vilja þannig geta lagt fram drög að stjórnarsáttmála áður en þjóðin gengur til kosninga. 
16.10.2016 - 10:59
Kosningaumræður ungliðahreyfinganna
Í þessum þætti Öruggu kynslóðarinnar ræða Ung Vinstri Græn, Ungir sjálfstæðismenn og Ungir Píratar um kosningarnar framundan og þá sérstaklega þau mál sem snerta ungt fólk.
Fáar konur í forystu til Alþingis
Fjórðungur efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokks er skipaður konum. í efstu þremur sætum í öllum kjördæmum. Kynjahlutföll eru jöfn hjá Viðreisn og Vinstri grænum. Kona leiðir aðeins einn lista af sex hjá Sjálfstæðisflokki og Dögun.
Birgitta: Ný stjórnarskrá fyrst á dagskrá
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði að ný stjórnarskrá, stjórnarskrá fólksins, yrði fyrst á dagskrá fengju Píratar til þess umboð. „Uppfærum Ísland með nýju stjórnarskránni.“ Hún sagði flokkinn vilja sterkan forseta Alþingis sem þyrði að standa upp í hárinu á ráðherrum og sendi vanbúin mál aftur upp í ráðuneyti. Þingmenn mættu aldrei gleyma að orð í lagatexta hefðu áhrif á raunverulegt fólk og réttindi þeirra.
26.09.2016 - 21:52
Telur erfitt fyrir Pírata að gera málamiðlanir
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að það gæti orðið erfitt fyrir hugsjónaflokk eins og Pírata að gera málamiðlanir í ríkisstjórnarsamstarfi. Og því sé hugsanlegt að stjórnarmyndunarviðræðurnar eftir kosningarnar hér í haust verði erfiðar.
16.09.2016 - 16:06
Ágúst biðst afsökunar á ásökunum
Ágúst Beaumont, alþjóðaritari Pírata, hefur beðist afsökunar á ásökunum um að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafi haft óeðlileg afskipti af uppröðun lista í Norðvesturkjördæmi. Hann hefur lýst yfir fullum stuðningi við listann og flokkinn.
10.09.2016 - 18:04
Segir Birgittu hafa hringt með fyrirmæli
Ritari Pírata á Vesturlandi segir að Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafi hringt í sig og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Fleiri flokksmenn segja Birgittu hafa hvatt til þess að listi flokksins yrði ekki samþykktur. Hún hafnar ásökununum.
Birgitta segist í áfalli yfir ásökunum
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar því alfarið að hafa hringt í fólk og krafist þess að það kysi ákveðinn frambjóðanda í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi. Hún segist vera í miklu áfalli við að lesa um ásakanir þess eðlis. Þetta segir Birgitta í þræði um málið á Pírataspjallinu.
09.09.2016 - 17:02
Tveir Píratar bera Birgittu þungum sökum
Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, er sökuð um að hafa reynt að beita sér fyrir því að Gunnar Ingiberg Jónsson hafni ofar á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi og hvatt flokksmenn til þess að samþykkja ekki listann í kjördæminu. Tveir Píratar á Vesturlandi bera Birgittu þungum sökum.
Píratar safna í kosningasjóð með hópfjármögnun
Píratar hafa ákveðið að safna í kosningasjóð sinn með frjálsum fjárframlögum gegnum Karolina fund. Í tilkynningu kemur fram að þessi leið hafi verið valin til að halda flokknum óháðum sérhagsmunaöflum og fá heldur styrk frá þjóðinni. Píratar segja að enginn stjórnmálaflokkur hafi áður fjármagnað sig með þessum hætti.
04.09.2016 - 21:42
Segir að kosningakerfi Pírata sé gallað
Þórður Guðsteinn Pétursson, sem var efstur í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðasta mánuði er vonsvikinn yfir því að listinn hafi verið felldur úr gildi. Píratar staðfestu listann ekki í sérstakri kosningu í gær. Píratar um allt land kjósa nú um nýjan lista í kjördæminu og það líst Þórði ekki á. 
Píratar felldu framboðslista í NV-kjördæmi
Píratar í Norðvesturkjördæmi hafa ákveðið að staðfesta ekki þann framboðslista sem varð útkoman úr prófkjöri flokksins í ágúst. Þetta varð ljóst nú síðdegis. 272 greiddu atkvæði, þar af 153 gegn staðfestingu listans.
Birgitta efst í prófkjöri Pírata
Sameiginlegu prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður, Suður og Suðvesturkjördæmi lauk í dag. Birgitta Jónsdóttir er efst, Jón Þór Ólafsson annar og Ásta Helgadóttir þriðja. 36% þátttaka var í prófkjörinu.
12.08.2016 - 19:23
Framboðslistar klárir í næsta mánuði
Undirbúningur fyrir þingkosningar í haust er langt kominn hjá öllum stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi birti í dag lista yfir þá tíu sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins 3. september. Prófkjör flokksins verða í þremur kjördæmum til viðbótar sama dag. Prófkjörum Pírata verður öllum lokið um helgina. Fréttastofa tók saman hversu langt flokkarnir eru komnir fyrir komandi kosningar.
Gunnar Hrafn gengur til liðs við Pírata
Gunnar Hrafn Jónsson segist í Facebook færslu hafa sagt starfi sínu lausu sem fréttamaður hjá RÚV og að hann hafi gengið til liðs við Pírata. Í yfirlýsingunni segir hann að ákvörðunin hafi verið erfið eftir átta ára starf á RÚV. Hann útiloki ekki þátttöku í prófkjöri Pírata en segir önnur störf á þeirra vegum einnig koma til greina.
01.07.2016 - 13:29
Urðu ekki leið almennings að Alþingi
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til þings í næstu þingkosningum, heldur einbeita sér að því að byggja upp inniviði flokksins. Hann segir að píratar hafi átt að verða leið almennings inn á þing og flokksmenn hafa áhrif á þingstörfin en það hafi ekki gengið eftir. Fyrir því séu ýmsar ástæður, ein sé sú að skort hafi djúpstæða þekkingu á því hvernig Alþingi virkar. Sú þekking fáist ekki nema með setu eða störfum á þingi.
01.07.2016 - 09:00
Píratar taka gagnrýni Björns vel
Kafteinn Pírata á Norðurlandi eystra fagnar gagnrýni sem kom frá frambjóðandanum Birni Þorlákssyni í nýafstöðnu prófkjöri. Hún undrast þó að hún skuli fara fram á opinberum vettvangi og undrast gagnrýni hans á aðra meðframbjóðendur, sem Björn ætlaði að leiða.
29.06.2016 - 16:19
Gagnrýnir prófkjör Pírata harðlega
Prófkjöri Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust er lokið, en endanlegur listi hefur ekki verið gefinn út þar sem staðfestingarkosningu er ekki lokið. Einn frambjóðenda gagnrýnir fyrirkomulagið harðlega.
29.06.2016 - 13:09
69% vilja Bjarna burt, Píratar með metfylgi
Mikill meirihluti þeirra sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vill að þau Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Ólöf Nordal innanríkisráðherra segi af sér. Sama könnun sýnir mesta fylgi sem Píratar hafa fengið í könnunum þessara miðla. 43% þeirra sem afstöðu tóku sögðust myndu kjósa Pírata, ef kosið yrði nú.
Fylgi Pírata aldrei mælst meira
Fylgi Pírata mælist nú rúm 36 prósent og hefur aldrei verið meira samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Afar litlar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokkanna milli mánaða eða á bilinu 0,1-1,1 prósentustig
Spyr ráðherra út í nethlutleysi
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til innanríkisráðherra um nethlutleysi. Í fyrirspurninni er ráðherra spurð að því hvort gerð hafi verið úttekt á stöðu og framkvæmd nethlutleysis meðal íslenskra fjarskiptafyrirtækja.
15.03.2016 - 16:51
Karlar í meirihluta hjá Pírötum
Karlar voru í miklum meirihluta við lok stefnumálavinnu Pírata sem fram fór í dag og í gær. Formaður framkvæmdaráðs segir að þótt karlar séu 70 prósent félaga þá veljist konur gjarnan í ábyrgðarstörf í flokknum.
06.03.2016 - 19:40