Píratar

Smá uppnám vegna „fyrirspurnaflóðs“ Björns Leví
Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, velti því upp á Alþingi í dag hvort Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, væri að fara á svig við fyrispurnarform þingsins með tugum fyrirspurna um lögbundinn hlutverk ýmissa ríkisstofnana. Björn Leví sagði rétt að halda því til haga að fyrirspurnaflóðið væri forseta Alþingis að kenna.
05.05.2020 - 14:41
Þingmaður greinist með COVID-19
Smári McCarthy, þingmaður Pírata, greindist um helgina með COVID-19 veirusýkingu. Smári greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni. Þar segir hann frá því, að hann hafi farið í sjálfskipaða sóttkví fyrir rúmri viku, þegar hann fékk hósta. Sýni var svo tekið á föstudag og á laugardag var staðfest að hann hafði smitast af COVID-19.
22.03.2020 - 23:47
Þingmenn gera upp tímann sinn með Birgittu
Bæði núverandi og fyrrverandi þingmenn Pírata hafa undanfarna daga lýst samskiptum sínum við Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, eftir að tilnefningu hennar í trúnaðarráð var hafnað. Ásta Guðrún Helgadóttir fyrrverandi þingmaður segist á Facebook í dag þjást af áfallastreituröskun eftir að hún hætti á þingi og Sara Elísa Þórðardóttir varaþingmaður flokksins sakaði Birgittu um að hafa komið óheiðarlega fram við samstarfsfólk í viðtali við Stundina.
19.07.2019 - 17:34
Helgi hellti sér yfir Birgittu á átakafundi
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingamaður Pírata, hélt reiðilestur um Birgittu Jónsdóttur, fyrrverandi þingmann flokksins, á fundi Pírata í gærkvöld. Myndband frá fundinum, þar sem kosið var í trúnaðarráð flokksins, hefur verið birt á netinu. Birgitta var tilnefnd í trúnaðarráðið en fékk ekki kosningu.
16.07.2019 - 21:20
Alþingi
Píratar ósáttir við verklag í þingsal
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra á Alþingi í dag hvort fleiri þingmenn og ráðherrar þurfi ekki að taka þátt í málþófi Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann til þess að leiðrétta rangfærslur. Forsætisráðherra benti á að umræður hafi staðið yfir í langan tíma þar sem allir flokkar hafi komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Fleiri þingmenn Pírata lýstu yfir óánægju sinni við störf forseta Alþingis.
Tíu kjósendur á mánuði fái að ávarpa þingfund
Þingflokkur Pírata hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um að á hverjum mánuði skuli allt að tíu almennum borgurum heimilað að ávarpa þingfund um málefni líðandi stundar. Hvert ávarp megi ekki standa lengur en tvær mínútur og skulu borgararnir valdir af handahófi úr kjörskrá.
24.10.2018 - 20:11
Vilja að Kópavogur setji sér loftslagsstefnu
Pírata í Kópavogsbæ hafa lagt fram tillögu í bæjarráði um að sveitarfélagið móti sér stefnu í loftlagsmálum þar sem dregin eru fram markmið til að minnka útblástur koltvíoxíðs í andrúmsloftið, bæði fyrir Kópavogsbæ sem sveitarfélag og vinnustað.
15.10.2018 - 06:56
Píratar kæra kosningarnar aftur
Píratar í Reykjavík hafa að nýju lagt fram kæru til sýslumanns vegna nýafstaðinna borgarstjórnarkosninga. Þeir telja að úthlutun listabókstafsins Þ, þeirra gamla bókstafs, til Frelsisflokksins gæti hafa valdið spjöllum á kosningunum. Píratar lögðu fram sambærilega kæru fyrir kosningar en henni vísaði sýslumaður frá vegna þess að ekki er hægt að kæra kosningar fyrr en þær eru afstaðnar.
Vilja vistvænni samgöngur með Borgarlínu
Píratar vilja tryggja öllum Reykvíkingum húsnæði á viðráðanlegu verði og styðja betur við Borgarlínu en gert er í núverandi skipulagsáætlunum. Þeir vilja stytta vinnuvikuna og gera Reykjavík að aðlaðandi búsetukosti fyrir ungt fólk.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með mest fylgi á Akureyri samkvæmt nýrri könnun, tæp 29%. Hann fengi fjóra bæjarfulltrúa og bætir við sig einum. Framsóknarflokkur tapar einum bæjarfulltrúa og Miðflokkurinn næði inn manni.
Sjö flokkar í framboði á Akureyri
Sjö stjórnmálaflokkar hafa skilað inn framboðslistum á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar. Yfirkjörstjórn yfirfór öll gögn í gær. Píratar og Miðflokkurinn að bjóða fram í fyrsta sinn til sveitarstjórnar á Akureyri. 
Píratar bjóða fram á Akureyri í fyrsta sinn
Píratar bjóða fram í fyrsta sinn á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Listinn hefur verið birtur. Einar Brynjólfsson, oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, er skipar þrettánda sætið.
26.04.2018 - 16:30
Þórólfur efstur hjá Pírötum í Reykjanesbæ
Þórólfur Júlían Dagsson hafnaði í efsta sæti í prófkjöri Pírata í Reykjanesbæ. Prófkjörinu lauk á hádegi. Hrafnkell Brimar Hallmundson er í öðru sæti.
29.03.2018 - 16:04
Segir borgarstjórnarkosningar snúast um traust
Nýr oddviti Pírata í Reykjavík segir að borgarstjórnarkosningarnar snúist um traust. Píratar ætla að efla traust almennings á stjórnmálamönnum. Prófkjöri Pírata í þremur stærstu sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu lauk í dag.
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
Pírati og Ingileif leiða saman hesta sína
Nýr þáttur af Hvað í fjandanum á ég að kjósa? er nú aðgengilegur á vef RÚV. Þættirnir eru netþættir ætlaðir ungu fólki og verða frumsýndir jafnt og þétt fram að kosningum.
15.10.2017 - 11:20
Einar leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi
Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, verður aftur oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningarnar 28. október og Guðrún Ágúst Þórdísardóttir verður sömuleiðis aftur í öðru sæti. Þetta varð ljóst eftir prófkjör í kjördæminu sem lauk klukkan 19 í kvöld.
30.09.2017 - 20:56
Helgi Hrafn oddviti Pírata í Reykjavík
Úrslit í prófkjöri Pírata fyrir þingkosningarnar 28. október í öllum kjördæmum nema Norðausturkjördæmi liggja fyrir. Helgi Hrafn Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir leiða lista flokksins í Reykjavík, Smári McCarthy verður oddviti í Suðurkjördæmi, Eva Pandora Baldursdóttir verður oddviti í Norðvesturkjördæmi og Jón Þór Sturluson leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
30.09.2017 - 17:08
Borgarfulltrúi Pírata hættir í vor
Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, tilkynnti í dag að hann ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningum næsta vor. Hann var fyrst kosinn í borgarstjórn árið 2014. Halldór segir að hann hafi frá upphafi ætlað sér að sitja að hámarki í tvö kjörtímabil í borgarstjórn en meta áður en að kosningum á næsta ári kæmi hvort hann treysti sér í tvö kjörtímabil frekar en eitt.
03.09.2017 - 17:48
Eiga að geta „horft á danskan þátt með maka“
Þingflokksformaður Pírata segir ríkisstjórnina koma litlu í verk. Þinghlé sé alltof langt og þess vegna sé ekki unnt að veita ríkisstjórninni nægilegt aðhald. Þá gagnrýnir hann að þingfundir standi jafnvel til miðnættis. „Þá á fólk að vera komið heim til sín og koma börnum í rúm og horfa á danskan þátt með makanum og borða popp og drekka kók,“ segir Einar Brynjólfsson, þingflokksformaður Pírata.
25.08.2017 - 09:00
Hættir sem þingflokksformaður vegna ágreinings
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, er hætt sem þingflokksformaður flokksins. Hún segir þetta vera gert vegna ágreinings milli sín og meirihluta þingflokksins varðandi innra skipulag þingflokksins. „Við vorum með ólíka sýn á hvert þingflokkurinn ætti að stefna og því held ég að það sé farsælast að annar taki við því starfi.“ Ásta Guðrún segir í samtali við fréttastofu að engum hurðum hafi verið skellt en þetta hafi ekki verið auðveld ákvörðun.
15.05.2017 - 12:45
Ásta Guðrún nýr þingflokksformaður Pírata
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata er nýr formaður þingflokksins og tekur við af Birgittu Jónsdóttur. Þingflokkur Pírata skipaði nýja stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í gær. Einar Brynjólfsson er varaþingflokksformaður og Björn Leví Gunnarsson ritari.
31.01.2017 - 12:15
Samskiptagjáin milli flokkanna hefur minnkað
Samskiptagjáin milli flokkanna fimm sem hyggjast fara í stjórnarmyndunarviðræður hefur minnkað, segir þingflokksformaður Pírata. Hún telur líklegra að flokkarnir nái saman nú en þegar síðustu viðræður fóru út um þúfur.
04.12.2016 - 19:48
Þingmenn Pírata hittast í dag
Þingflokkur Pírata hittist í dag til að fullmóta tillögur um hvernig stjórnarmyndunarviðræður þeirra með Vinstri grænum, Viðreisn, Bjartri framtíð og Samfylkingu ganga fyrir sig.
04.12.2016 - 12:33