Bíó Tvíó er vikulegt hlaðvarp um íslenskar kvikmyndir. Andrea Björk Andrésdóttir og Steindór Grétar Jónsson ætla að horfa á allar íslenskar kvikmyndir frá upphafi og ræða hverja og eina í þaula.
Okkur finnst það hálfgert brjálæði en erum samt svo fegin að þau hafi lagt þetta á sig fyrir okkur öll hin.
Aldur: 33 ára
Gæludýr: Nei
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Baby I’m A Star - Prince
Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Rheinita - La Düsseldorf
Ananas á pizzu? Í svona eldfimum málum þarf að stíga varlega til jarðar.
Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Baby Hitler, baby Stalin og baby Mao (myndu drukkna).
Inniklefinn eða útiklefinn? Bara sá þar sem er þægilegra að vera með þrjú tímaflakkandi ungabörn.
Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Íbúðin mín er á fimmtu hæð.
Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Hvað ef það sem þú hefur verið að leita að er beint fyrir framan þig núna? Ég á enga vini lengur.
Kim eða Kanye? Kim Il-sung ef hann væri baby í sundi. Já, ég þori að taka afstöðu gegn látnum harðstjórum.
Aldur: 29 ára
Gæludýr: Hjuts es lasanja Kisi
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? I’m Every Woman - Chaka Khan
Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Conceptual Romance - Jenny Hval
Ananas á pizzu? Já já, eða epli, döðlur, kannski bananar, kartöflur..?
Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Hönnu Arendt, Kate Bush og Virginiu Woolf.
Inniklefinn eða útiklefinn? Ég er með ofnæmi fyrir klór :(
Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Held nú ekki dagbók um það, en myndi giska á Guadalajara í Mexíkó, eða kúrekabærinn Stanley í Sawtooth fjöllum Idaho.
Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Ef einn aðili vill ekki vera í sambandinu, þá er ekkert næs fyrir hinn aðilann að vera þar heldur.
Kim eða Kanye? Borðum hina ríku ✊