Keyptu þér kók, við splæsum poppinu. Brakandi popptónlist beinustu leið úr Örbylgjuofninum með Lovísu Rut öll föstudagskvöld.
Poppprinsessa RÚV núll er Lovísa Rut Kristjánsdóttir en hún hefur varið síðustu árum í þjálfun ræðuliða fyrir MORFÍs og bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Aldur: 25 vetra
Gæludýr: Ekkert, því miður
Hjúskaparstaða: Liðug
Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Lucifer – Jay Z
Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Lovely Day – Bill Withers
Ananas á pizzu? Hvorki né
Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? David Bowie, Lindsay Lohan og Siggu Beinteins.
Inniklefinn eða útiklefinn? Gufuklefinn helst, annars úti.
Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Sveinstindur
Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Life‘s a bitch and then you die :)
Kim eða Kanye? Kanye
The world is yours – Neue Sneaker, Apparel und mehr für Kids