Mynd með færslu

Fram á við

 

Í Fram á við fær Jafet Máni til sín ungt fólk sem notið hefur velgengni í sínum geira, býr yfir leyndarmálum um lykilinn að góðu gengi í viðskipum eða sem hefur með ævintýramennskuna að vopni stofnað fyrirtæki sem slær í gegn. Fram á við fjallar um unga frumkvöðla og viðskiptafólk.

Jafet Máni er ungur Kardemommubæjari að upplagi. Hann ól manninn á fjölum Þjóðleikhússins og í hinum ýmsu leikhúsverkefnum. Leiðin lá þaðan í MS, LA, NY og nú RN (RÚV núll - við erum að reyna að gera þessa skammstöfun að thingi)

Aldur: 22

Gæludýr: Já, hann heitir Nocco.

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Ed Sheeran feat. Passenger - No Diggity / Thrift Shop eða Higher Love með Kyg og Whitney Houston.

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Don´t Worry Be Happy með Bobby McFerrin eða when the party´s over með Billie Eilish.

Ananas á pizzu? Já 100%

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Ellen degeneres, Shakespeare og Leonardo DiCaprio held ég að gæti verið góð blanda.

Inniklefinn eða útiklefinn? Bæði betra

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Kilimanjaro,, neinei ég segi svona held það sé bara Esjan.

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Segja honum að hann muni komast yfir þetta og fá okkur svo einn kaldann.

Kim eða Kanye? Kanye - JESUS IS KING

 

Jordan Ανδρικά • Summer SALE έως -50%