Mynd með færslu

Skaparinn

Í hlaðvarpsþáttunum Skaparinn fær tónlistarkonan Hildur til sín skapandi fólk og ræðir hvaða hugmyndir þeirra koma, hvernig þau vinna á sköpunarstíflu og hvaða þau sækja innblástur. 

Nýr þáttur kemur í allar helstu hlaðvarpsveitur á hverjum þriðjudegi.

Tónlistarkonan Hildur spratt fyrst fram á sjónarsviðið í hljómsveitinni Rökkurró árið 2006, melankólísku popprokki þar sem sellóið hennar Hildar var í aðalhlutverki. Sólóferillinn flaug svo af stað á allt öðrum vængjum en Hildur hefur átt hvern poppslagarann á fætur öðrum undanfarin ár. Hún þekkir japanska menningu eins og handarbakið á sér og hvuttinn Ugla er aldrei langt undan. 

 

Aldur: Þrjátíuogeins

Gæludýr: Ugla, mjóhundur, 2 ára.

Hjúskaparstaða: Laus en reyndar ekki liðug, frekar stirð týpa.

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Dont Leave Me Lonely - Mark Ronson ft Yebba

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Bara eitthvað með Bon Iver eða Ben Howard.

Ananas á pizzu? Heldur betur.

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Dolly Parton, Cardi B og Zach Galifianakis. Það væri eitt fyndið samtal.

Inniklefinn eða útiklefinn? Alltaf útiklefinn. Það mætti henda þessum inniklefum í ruslið mín vegna.

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Held að það hafi verið einhver turn í Shanghai, fáránleg pæling fyrir lofthrædda manneskju.

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Hugsa vel um sjálfa/n sig, hitta vini sína, borða mikinn ís, hreyfa sig og grenja inn á milli.

Kim eða Kanye? Lengi verið mikil Kanye kona! Kim er samt sætari.

 

 

adidas tubular invader blue suede