Mynd með færslu

Hnotskurn

Hnotskurn færir þér allt það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni á mannamáli. Hvort sem það eru friðarviðræður í Norður Kóreu, flóknir fjármálagerningar á Íslandi eða sunnudagsmessur Kanye West. Allt þetta er útskýrt í hlaðvarpsþættinum Hnotskurn sem er á dagskrá alla þriðjudaga. 

Helga Margrét Höskuldsdóttir er sveitastelpa sem sleit barnsskónum á hækjum sér í mjaltabásnum á kúabúi foreldra sinna í Flóahreppi. Hún þjálfaði lið Fjölbrautarskólans í Garðabæ til sigurs í Gettu Betur árið 2018. 

Hjúskaparstaða: It's complicated

Gæludýr: Hundur, köttur, beljur, kindur og hestar sem ég geymi í sveitinni hjá mömmu og pabba og pottablóm sem ég geymi í glugganum heima.

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Öll lögin á Songs to sing in the shower playlistanum á Spotify

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Perfect með Ed Sheeran og Queen B

Ananas á pizzu? Ég plokka hann allavega ekki af

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Barack Obama, Meryl Streep og J.K Rowling.

Inniklefinn eða útiklefinn? Inniklefinn

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Segovia á Spáni, 1000 metrar yfir sjávarmáli, mæli með

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? “You do you” og “hann/hún er fáviti” til skiptis.

Kim eða Kanye? Kim..held ég

 

Snærós Sindradóttir er fædd og uppalin í póstnúmerum 101 og 107 með örlítilli viðkomu í póstnúmeri 415, Bolungarvík. Hún hefur starfað á fjölmiðlum undanfarin sex ár og verið verkefnastjóri RÚV núll frá því áður en deildin var komin með nafn. Hápunkturinn á ferlinum rann henni rétt svo úr greipum þegar annað sætið var staðreyndin í Skrekk 2006. 

Aldur: 28

Gæludýr: Ég er engin dýrakona. Er litin hornauga í hvert sinn sem ég viðurkenni þetta.

Hjúskaparstaða: Ríflega frátekin

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Partition með Bey er fullkomið áður en kvöldið byrjar

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Honný með Hipsumhaps er svo gott.  

Ananas á pizzu? Undantekningalaust

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Michelle Obama Reese Witherspoon og Whitney Houston

Inniklefinn eða útiklefinn? Útiklefinn, alltaf.

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Vá. Ég hef ekki komið neitt mjög hátt. Úlfarsfell? Einhverjir fjallavegir í Katalóníu kannski. Fallturninn í Tívolí?

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Þetta er ógeðslega erfitt núna en áður en þú veist af verður þetta auðveldara. Og rebound virkar alltaf.

Kim eða Kanye? Alltaf Kimmie, afmælissystir mín.

 

nmd lace less winter wool shoes sale free trial