Mynd með færslu

Já OK!

Í Já OK! fjalla Vilhelm Neto og Fjölnir Gíslason um öll skrýtnu menningarfyrirbrigðin sem voru hversdagsleg á Íslandi einu sinni en eru fyrir löngu horfin úr daglegu lífi. Kaffibætir, fótanuddtækin og Séð og heyrt stúlkan. Man nokkur maður eftir þeim lengur?

Vilhelm Neto er menntaður leikari í Danmörku. Bæði íslenskur og portúgalskur sjarmör, munaðarseggur sem gerir heimsins fyndnustu sketsa á Instagram. 

 

Aldur: 25 ára

Gæludýr: Engin. Vil bara minnast á Nero hundinn minn samt. R.I.P

Hjúskaparstaða: Á föstu með Katrine Vedel.

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina?
 Juice með Lizzo

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu?
Take a Walk með Taylor Skye

Ananas á pizzu?

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund?
Philip Seymour Hoffman, Jack Black og Casey Frey

Inniklefinn eða útiklefinn?
Inniklefinn

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á?
Ég hef ekki hugmynd

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg?
Tíminn lagar allt. Ekkert annað.

Kim eða Kanye?
Kim.

 

Fjölnir  Gíslason er menntaður leikari í Danmörku, er vænn við menn og máleysingja, borgar alltaf meðlagið.

 

Aldur: 30 ára

Gæludýr: Nei en ég elska hunda.

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Hvaða lag keyrir þig í gang fyrir helgina? Legend Has It með Run The Jewels

Hvaða lag strýkur þér í sunnudagsþrotinu? Borderline með Tame Impala

Ananas á pizzu? Já! Ef ekki ananas, þá banana!

Hvaða þremur persónum úr mannkynssögunni, lífs eða liðnum, færir þú með í sund? Christopher Walken, Conan O’Brien og Kate McKinnon.

Inniklefinn eða útiklefinn? Úti, alveg sama hvaða veður er.

Hver er hæsti punktur jarðar sem þú hefur komið á? Fallturninn í Tívolíinu í Kaupmannahöfn

Hvaða ráð gefur þú alltaf vinum í ástarsorg? Komdu hérna vinur!

Kim eða Kanye? Kim...nei Kanye...nei Kim...Kimye!

 

 

Nike Air Max