ÓskaRÚV

Píndist þú, móðurættin mín
Elías Halldór Ágústsson spurði okkur á Facebook áðan hvort þessi þáttur, Píndist þú, móðurættin mín? væri til í safninu. Við fundum hann og dustuðum nýfallið ryk af ÓskaRÚV í kjölfarið í tilefni dagsins.
19.06.2015 - 12:26
Öll lög Íslands frá upphafi
Einhverjir tóku eftir því að hægt var að horfa á Eurovision megamix í boði Jóhannesar Reykdals tæknimanns á RÚV 2 um helgina. Þetta varð hálfgerð laumuútsending þar sem hún var ekkert auglýst og því ákváðum við á ÓskaRÚV að setja þetta á vefinn. Skiljanlega.
28.05.2015 - 09:53
Stundum þarf maður að giska á svarið
Rúnar Örn Lúðvíksson sendi okkur hjartnæma ósk á Facebook þar sem hann lýsti myndbandi sem tekið er í Reykjavík á gatnamótum. Hann mundi að einhver dansaði við gatnaljósin og alls konar bílar sjást frá 1985-1990. Við vonum að þetta sé rétt myndband.
15.05.2015 - 20:07
Ég er láglaunakona
ÓskaRÚV er sannur heiður að birta Þrjú lítil hvor á palli sem hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Þessi lög eru þau sem beðið hefur verið um oftast á hinum ýmsu þráðum um vefinn síðustu misseri. Skiljanlega.
15.05.2015 - 20:03
Tvær úr tungunum
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir bað um tónlistarmyndbandið við Tvær úr tungunum. Ekki var sérstakt myndband búið til við lagið en við fundum lagið í Áramótaskaupi Sjónvarpsins frá 1978. Halli og Laddi fara hér á kostum við lag sem við öll kunnum utan að, er það ekki annars?
15.05.2015 - 15:45
Hjörtu og Nýru syngja saman
Það er ekki af skemmtiatriðum frá 1981 skafið. Hér er Laddi og Þorgeir Ástvaldsson í öllu sínu veldi úr stórskemmtilegum páskaþætti, Horft af brúnni. Ein ósk vikunnar var að fá að sjá Þorgeir Ástvalds í Skonrokki en viti menn, það er ekki einn þáttur af Skonrokki til í safninu.
07.05.2015 - 19:32
Syngjandi forsetinn
Það væri óskandi að menn töluðu í dag eins og Þórunn Björnsdóttir gerir í þessum dásamlega þætti Lagið mitt frá 1992. Einstaklega falleg viðkynning á frekar súrrealískum þætti.
07.05.2015 - 11:31
Býflugan sem fékk Óskarstilnefningu
Margir hafa haft samband vegna Freestylekeppna Tónabæjar í gegnum tíðina nú er komið að keppninni frá 1993. Þar sló Rúnar Rúnarsson núverandi leikstjóri og handritahöfundur á meðfylgjandi mynd í gegn. Margir sem eru að slá í fertugt eftir honum eins og hann hafi flippað í gær.
07.05.2015 - 10:52
Taktu þátt í ÓskaRÚV
Hvað vilt þú sjá hér RÚV.is? Þekkirðu einhvern sem fór í viðtal við Hemma Gunn? Manstu eftir gömlu tónlistarmyndbandi sem þú verður að sjá aftur? Mættirðu sem barn í Stundina okkar?
04.05.2015 - 13:09
Stormsveitin
Stormsveitin er tuttugu manna karlakór með fimm manna rokkhljómsveit og svolítið öðruvísi áherslur en flestir aðrir karlakórar. Þeir syngja að vísu fjórraddað eins og algengt er og mikið af hefðbundnum karlakóralögum, en það eru kannski helst útsetningarnar sem eru frábrugðnar.
30.04.2015 - 11:02
Stundin okkar
Margar óskir um Stundina okkar ber á borð ÓskaRÚV og þökk sé Margréti Erlu Maack þá getum við slegið margar flugur í einu höggi. Árið 2012 gerði hún innslag fyrir Kastljós í tilefni þess að Stundin okkar hafði verið í sjónvarpinu mjög lengi. Lilli, Gunni og Felix, Skrámur og fleiri birtast hér.
30.04.2015 - 10:59
Elma Lísa vann keppnina
Sumir eru bara búnir að vera frekar frábærir frá blautu barnsbeini og stórleikkonan Elma Lísa er greinilega ein af þeim. Íslandsmeistarakeppnin í Freestyledönsum frá árinu 1987 er fersk í minni margra og er ein af óskum vikunnar.
29.04.2015 - 13:49
Halló! Komið öll á fætur
Daníel Brandur óskaði eftir einhverju úr Söngvakeppni sjónvarpsins 1988 og hér er Sólarsamban mætt í öllu sínu veldi. Margrét Gauja slær í gegn með Zoolandersvipinn fyrir allan peninginn dillandi sér fyrir framan pabba sinn, Magga Kjartans. Daníel fær sambakveðjur frá ÓskaRÚV.
24.04.2015 - 18:02
Töfragluggi Bellu
Töfragluggi Bellu var sérstaklega gott barnaefni. Edda Björgvins fer hér á kostum í hlutverki Guðmundínu Hlaðgerðar og sendum við Þóri Snæ Sigurðarsyni og Gunnari Ásgeirssyni nostalgíu kveðjur með þessum skemmtilegheitum.
24.04.2015 - 17:37
Dr.Gunni? Nei, HárGunni!
Dr. Gunni óskaði eftir skemmtilega súru atriði úr Kolkrabbanum þeim góða þætti sem lifir enn hér í ÓskaRÚV. Hér er hann að reyna að selja fjölskyldu sinni harðfisk.
24.04.2015 - 17:27
Karen með Bjarna Ara
Við fundum Söngvakeppni Sjónvarpsins 1992 og þar er margt að sjá. Í þetta skiptið birtum við Karen Bjarna Ara að ósk Sigurveigar Arnardóttur. Þetta er epískt lag og er vitað um konu sem getur ekki annað en sungið Karen Karen í hvert skipti sem hún sér Bjarna Ara í Bónus. Honum líkar það misvel.
22.04.2015 - 14:59
ÓskaRÚV - Tískan í dag fyrir 30 árum
Tískan gengur hring eftir hring og hér er það augljósara en margan annan daginn. Hér má sjá stúlkur úr Hagaskóla árið 1984 sýna föt sem þær hönnuðu sjálfar og þær gætu alveg eins verið að sýna nýjustu tísku árið 2015.
22.04.2015 - 14:50
Maus og Músíktilraunirnar 1994
Viðar Örn Sævarsson lætur ekki sitt eftir liggja í ÓskaRÚV og er búinn að óska eftir Músíktilraununum frá 1994 í hverri viku frá upphafi. Og hér eru þær troðfullar af hæfileikaríkum unglingum sem margir hafa gert það sérlega gott í dag.
16.04.2015 - 14:12
ÓskaRÚV—Drottningin rokkar með Bó fyrir Bó
Enginn annar en Björgvin Halldórsson hafði samband við ÓskaRÚV og óskaði eftir að þetta lag yrði grafið upp. Annað kvöld jóla var þáttur í umsjá Eiðs Guðnasonar árið 1976. Meðal gesta þar voru Gunnar Þórðarson, Björgvin Halldórs og Magnús Kjartansson sykursætir og frekar heitir að flytja þetta lag.
16.04.2015 - 11:51
Hassbræður svalari en orð fá lýst
Jón Atli Jónasson er í dag virt leikritaskáld og hér er hann ásamt Pétri bróður sínum og Arnþóri Snæ Sævarssyni e.þ.s. Adda ofar að tappa af mjög miklu kúli miðað við að árið er 1999. Þeir komu fram í þættinum Kolkrabbinn í umsjá Kjartans Bjarna.
09.04.2015 - 13:18
ÓskaRÚV — Geir H. Haarde syngur ástarlag
Það er ekki af honum Geir skafið. Hér mætir hann á svið með Hönsu okkar, Jóhönnu Vigdísi og syngja þau ástardúettinn Something Stupid sem feðginin Frank og Nancy Sinatra gerðu ódauðlegt árið 1967. Myndbrotið er úr sjónvarpsþættinum Laugardagskvöld með Gísla Marteini frá árinu 2003.
09.04.2015 - 13:05
Viðtal við Sororicide
Sororicide var alflottasta þungarokkshljómsveitin árið 1992 og mætti í viðtal í Poppkorni það ár og þar var svo sýnt myndband við lagið Entity. Eyvindur Gauti fær hér slammkveðjur með óskinni sinni.
09.04.2015 - 13:01
Dindill og Agnarögn
Þónokkrir óskuðu eftir Dindli og Agnarögn sem áttu stórleik í Stundinni okkar í kringum 1994. Við sendum Birgittu Dröfn Þrastardóttir kveðjur með þessari ósk.
09.04.2015 - 12:58
Andrés Önd í húsinu
Arnar Freyr Kristinsson kom fram í hinum skingilega þætti Undur Íslands þann 17. mars 2004. Þar tók hann þátt hæfileikakeppni þar sem áhorfendur og dómnefnd var skipuð heldra fólki. Magnaður flutningur á Gamla Nóa á sér stað hér. Til hamingju með árangurinn Arnar Freyr!
09.04.2015 - 11:58
Hemma Gunn lagið
Þetta er gömul ósk sem rætist í dag vegna Páskanna.
02.04.2015 - 14:22