Okkar RÚV

Viðgerð á sjónvarpsdreifikerfi lokið
Búið er að komast fyrir bilun þá sem varð á sjónvarpsdreifikerfi Símans fyrr í kvöld með þeim afleiðingum að truflanir urðu á sjónvarpsútsendingum RÚV.
14.06.2021 - 23:04
Bilun í sjónvarpsdreifikerfi Símans
Truflanir hafa verið á sjónvarpsútsendingum RÚV í kvöld hjá þeim sem horfa gegnum myndlykil frá Símanum. Ástæðan er bilun í sjónvarpsdreifikerfi Símans. Verið er að vinna að lagfæringu.
14.06.2021 - 22:37
Myndband
Gera íslensku gjaldgenga í stafrænum heimi
Íslenskan stendur frammi fyrir ótal mörgum áskorunum á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Að undanförnu hafa ný snjallforrit og verkefni litið dagsins ljós með það markmið að gera íslensku gjaldgenga í hinum stafræna heimi. 
22.02.2021 - 14:32
Fyrsta vika nýs RÚV.is
Heimsóknum fjölgaði í raun allnokkuð og meðalnotandinn dvaldi jafnframt lengur á vefnum en áður. Þá hafa viðbrögð almennings verið mjög jákvæð og ljóst að sú vinna sem lögð var í þarfagreiningu og prófanir skilaði sér.
09.03.2015 - 13:20
Frá textavarpi til snjallsíma
RÚV hefur verið á internetinu frá 1996. Þá var reyndar talað um alnetið, sem enginn veit hvað þýðir í dag. Vefvinnslan byrjaði sem hliðarafurð textavarpsins en er í dag ein þungamiðja starfsemi RÚV.
03.03.2015 - 14:25
Nýr RÚV.is - framfaraskref á vefnum
RÚV vígði fyrsta vefinn sinn 1997, einfaldan vef með grunnupplýsingum um dagskrá og vefstreymi útvarps. Fyrir tæpum tveimur áratugum þótti þetta bylting en síðan hefur óneitanlega mikið vatn runnið til sjávar.
01.03.2015 - 12:45
RÚV – okkar allra
Vonandi njótið þið í vetur ótal góðra stunda með RÚV – RÚV okkar allra!
10.01.2015 - 12:54
Áramótakveðja frá Ríkisútvarpinu
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, flutti kveðju frá Ríkisútvarpinu stuttu eftir miðnætti á nýársnótt 2015.
01.01.2015 - 11:10
Ávarp við afhendingu rithöfundaverðlauna
Úthlutun viðurkenninga úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins fór fram á gamlársdag 2014 í Útvarpshúsinu við Efstaleiti. Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, flutti ávarp.
31.12.2014 - 15:17
Þróun þjónustutekna og útvarpsgjalds
Mikil umræða hefur verið um fjárveitingar til RÚV að undanförnu. Hluti þeirrar umræðu hefur verið villandi.
28.12.2014 - 00:00
Framtíðarsýn RÚV
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir að árangur almannaútvarps eins og RÚV mælist í trúverðugleika hans og trausti þjóðarinnar. Hann kynnti framtíðarsýn sína fyrir Ríkisútvarpið í grein sem birtist á samfélagsmiðlum og í Fréttablaðinu.
14.11.2014 - 11:34
Aðgengismál í fyrirrúmi hjá RÚV
Aðgengi heyrnarskertra að fréttum og dagskrárefni í sjónvarpi var nýlega til umfjöllunar í innsendum greinum í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Við færum greinahöfundum þakkir fyrir að efna til umræðu um þetta mikilvæga málefni. Í opnu bréfi í...
20.10.2014 - 13:19
Fjölbreytt dagskrá 2014-2015
Framundan er hlaðborð dagskrárefnis fyrir alla aldurshópa og af ólíku tagi. Við bjóðum upp á metnaðarfulla íslenska dagskrá í bland við vandað erlent gæðaefni sem á erindi við íslenska þjóð.
10.10.2014 - 14:58
Staða Ríkisútvarpsins
Mikil umræða hefur verið um Ríkisútvarpið að undanförnu. Hún hefur að ýmsu leyti verið gagnleg en hún hefur einnig verið misvísandi á margan hátt. Það er því mikilvægt að upplýsa um stöðuna hjá Ríkisútvarpinu eins og hún blasir við.
10.10.2014 - 10:40