Norðurþing

Stöðva vegaframkvæmdir í Vesturdal
Vegaframkvæmdir um Vesturdal hafa verið stöðvaðar í bili. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku. Ekki er vitað hvenær framkvæmdir hefjast á ný.
30.07.2020 - 14:44
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Fimm þúsund króna sekt við lausagöngu katta á Húsavík
Misjafnar reglur gilda um lausagöngu katta í þéttbýli hér á landi. Í Norðurþingi hefur lausaganga verið bönnuð í nokkur ár. Umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir bannið hafa gefist vel.
16.07.2020 - 15:15
Jafnast á við að fá dráttarvél með framdrifi
Bændur líkja tilkomu nýs erfðaefnis í nautgriparækt við þá byltingu þegar dráttarvélar buðust með framdrifi. Innflutningur á erfðaefni sé framfaraskref fyrir grein sem sé vænlegur kostur fyrir ungt fólk sem vill hefja búskap.
28.06.2020 - 20:06
Huga að öðrum atvinnutækifærum fyrir starfsfólk PCC
Afkoma tuga fjölskyldna í Norðurþingi er í óvissu eftir uppsagnir hjá kísilverksmiðju PCC í gær. Þegar er farið að huga að öðrum atvinnutækifærum. Ráðherra byggðamála segir að meta þurfi afleiðingarnar sem stöðvun verksmiðjunnar hafi í sveitarfélaginu.
26.06.2020 - 22:45
„Þungt högg fyrir samfélagið og sveitarfélagið allt“
Sveitarstjóri Norðurþings segir uppsagnirnar hjá PCC þungt högg fyrir samfélagið. Slökkt verður á báðum ofnum kísilverksmiðjunnar á Bakka og stærstum hluta starfsfólks sagt upp. Stefnt er á að hefja framleiðslu á ný þegar betur árar á markaði.
25.06.2020 - 19:21
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Myndskeið
Sjófær sumarbústaður í smíðum á Húsavík
Sumarbústaður hefur vakið athygli vegfarenda á Húsavík enda stendur hann í slipp við höfnina. Verið er að leggja lokahönd á bústaðinn sem getur hýst stóra fjölskyldu og siglt á milli staða.
12.06.2020 - 00:11
Ætluðu ekki að greina frá 700 milljóna niðurfærslu
Það þarf að auka gagnsæi um starfsemi lífeyrisjóðanna til muna hér á landi, að sögn stjórnarmanns í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Sjóðurinn ætlaði ekki að greina frá því í ársreikningi að hann hefði samþykkt að lækka virði hlutabréfa sinna um hundruð milljóna í kísilveri PCC á Bakka.
10.06.2020 - 12:09
Vilja dreifa gori og blóði til uppgræðslu við Húsavík
Norðlenska hefur óskað eftir því að dreifa úrgangi frá sláturtíð á landsvæði hjá Norðurþingi. Um 500 tonn af blóði og gori duga til uppgræðslu á 15 hektara lands. Skipulagsráð leggst ekki gegn hugmyndinni og leitar umsagnar hjá Matvælastofnun.
06.05.2020 - 15:35
Allt starfsfólk HSN á Húsavík laust úr sóttkví
Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. Læknir segir alla hafa átt von á því að veikjast og það sé athyglisvert hversu mikilli vinnu sé hægt að sinna úr sóttkví.
30.03.2020 - 16:15
Fyrsta COVID-19 smitið á Húsavík
Fyrsta COVID-19 smitið hefur verið staðfest á Húsavík. Þetta kemur fram í pistli sveitarstjóra Norðurþings. Þá segir að talið sé að viðkomandi hafi smitast á hóteli í Mývatnssveit þaðan sem fleiri smit hafa verið rakin á sama tíma. Sveitarstjóri segir að Húsvíkingurinn sem hafi smitast hafi verið í samskiptum við fáa eftir komuna heim og því þurfi ekki margir að vera í sóttkví.
27.03.2020 - 11:42
Andlát á Húsavík: „Mikilvægt að fólk sýni yfirvegun“
„Við þurfum að halda ró okkar,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, um andlát sem varð á Húsavík í gær. Þá lést ástralskur ferðamaður um fertugt, sem reyndist smitaður af COVID-19 veirunni. Maðurinn lést stuttu eftir að hann kom á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, en þangað kom hann vegna alvarlegra veikinda. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sjúkdómseinkennin voru ekki dæmigerð fyrir COVID-19, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum.
Halda sig við lokun sundlaugarinnar
Fjölskylduráð Norðurþings heldur sig við þá ákvörðun að hafa sundlaugina á Raufarhöfn lokaða fram á vor. Sundlaugin verður opin í þrjá daga um páskana og opnuð í byrjun maí fyrir sumarið.
10.03.2020 - 16:46
Þrjú handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri
Þrjú voru handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri í gærkvöld. Vísir greindi frá því í nótt að Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi borist tilkynning um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum í gærkvöld.
29.02.2020 - 03:57
Frí gisting gegn snjómokstri
„Þegar samkeppnin er hörð, þá verður maður bara að gera eitthvað,“ segir Sigurjón Benediktsson, eigandi og stjórnandi Húsavík Cottages sem býður fría gistingu gegn því að fólk moki sig að bústöðum gistiþjónustunnar.
19.02.2020 - 12:33
Reynt að ná sáttum um málefni Raufarhafnar
Sveitarstjóri Norðurþings vísar ásökunum íbúa á Raufarhöfn, um misskiptingu innan sveitarfélagsins, á bug. Ákveðið hefur verið að taka lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn til endurskoðunar.
31.01.2020 - 13:02
„Þetta er ótrúlega rotið dæmi“
„Það er enginn sem tekur upp hanskann fyrir Norðurþing eins og staðan er núna,“ segir íbúi á Raufarhöfn. Mikil reiði er yfir því að sundlauginni í þorpinu var lokað um áramót. Íbúafundur var haldinn fyrir helgi.
20.01.2020 - 14:34
Nýtt skíðasvæði Húsvíkinga á Reykjaheiði
Skíðaáhugafólk á Húsavík hefur ástæðu til að fagna, en nýtt skíðasvæði hefur verið tekið í notkun. Lyftan sem áður var í göngufæri frá miðbænum á Húsavík hefur nú verið komið fyrir á nýjum stað á Reykjaheiði.
03.01.2020 - 14:17
Myndskeið
Börn í Rúmeníu fengu íslenskar lopapeysur í jólagjöf
Börn og starfsmenn á barnaheimili í Rúmeníu klæddust íslenskum lopapeysum þegar þau skreyttu jólatréð í ár. Peysurnar fengu þau að gjöf frá kennara á Húsavík. Hún prjónaði linnulaust allt árið og er þegar byrjuð á verkefni næsta árs.
30.12.2019 - 12:55
Myndskeið
Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði eystra
Víða hefur orðið mikið eignartjón í ofsaveðrinu sem gengur yfir landið. Mikið brim er á norðaustanverðu landinu. Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði Eystra þar sem veðurhamurinn hefur ekki verið mikill, en brim verið með allra mesta móti.
11.12.2019 - 16:37
Örlygur krefst bóta vegna leyfis frá sveitarstjórn
Byggðarráð Norðurþings hafnaði í dag bótakröfu Örlygs Hnefils Örlygssonar, fyrrverandi forseta sveitarstjórnar, vegna persónulegs tekjumissis sem hann telur sig hafa orðið fyrir þegar hann fór í leyfi frá störfum sínum sem kjörinn fulltrúi. Bótakrafan hljóðar upp á tæpa hálfa milljón. Leyfið tók hann vegna samskipta sinna við framkvæmda-og þjónustufulltrúa Norðurþings. Tvær aðrar bótakröfur frá Örlygi voru einnig lagðar fram á fundi byggðarráðs.
07.11.2019 - 23:03
Myndband
Óstöðugleiki og tafir helsta orsök fjárþarfar
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka segir lágt heimsmarkaðsverð á kísilmálmi og óstöðugan rekstur helstu ástæður þess að félagið leitar nú að allt fimm milljarða króna fjármögnun til að styrkja reksturinn.
22.09.2019 - 21:17
Jákvæð áhrif þrátt fyrir byrjunarerfiðleika
Þrátt fyrir að ýmis vandkvæði verið á rekstri kísilverksmiðju PCC við Bakka segir forseti sveitarstjórnar að heildaráhrif hennar á samfélagið séu góð. Hann vonast til að starfsfólkið skjóti rótum í Norðurþingi. 
11.07.2019 - 11:58
Kottjörn vatnslítil, líklega vegna borana
Íbúar á Raufarhöfn eru áhyggjufullir vegna ástands Kottjarnar, en eftir tilraunaboranir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skóla- og íþróttamannvirki bæjarins hefur tjörnin minnkað töluvert. Önnur tjörn skammt frá, Litlatjörn, er nánast horfin.
02.07.2019 - 11:20