Norðurþing

Vilja dreifa gori og blóði til uppgræðslu við Húsavík
Norðlenska hefur óskað eftir því að dreifa úrgangi frá sláturtíð á landsvæði hjá Norðurþingi. Um 500 tonn af blóði og gori duga til uppgræðslu á 15 hektara lands. Skipulagsráð leggst ekki gegn hugmyndinni og leitar umsagnar hjá Matvælastofnun.
06.05.2020 - 15:35
Allt starfsfólk HSN á Húsavík laust úr sóttkví
Enginn þeirra sem hugaði að ástralska ferðamanninum sem lést á Húsavík, smitaðist af kórónuveirunni. Læknir segir alla hafa átt von á því að veikjast og það sé athyglisvert hversu mikilli vinnu sé hægt að sinna úr sóttkví.
30.03.2020 - 16:15
Fyrsta COVID-19 smitið á Húsavík
Fyrsta COVID-19 smitið hefur verið staðfest á Húsavík. Þetta kemur fram í pistli sveitarstjóra Norðurþings. Þá segir að talið sé að viðkomandi hafi smitast á hóteli í Mývatnssveit þaðan sem fleiri smit hafa verið rakin á sama tíma. Sveitarstjóri segir að Húsvíkingurinn sem hafi smitast hafi verið í samskiptum við fáa eftir komuna heim og því þurfi ekki margir að vera í sóttkví.
27.03.2020 - 11:42
Andlát á Húsavík: „Mikilvægt að fólk sýni yfirvegun“
„Við þurfum að halda ró okkar,“ segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, um andlát sem varð á Húsavík í gær. Þá lést ástralskur ferðamaður um fertugt, sem reyndist smitaður af COVID-19 veirunni. Maðurinn lést stuttu eftir að hann kom á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík, en þangað kom hann vegna alvarlegra veikinda. Dánarorsök liggur ekki fyrir en sjúkdómseinkennin voru ekki dæmigerð fyrir COVID-19, að því er segir í tilkynningu frá almannavörnum.
Halda sig við lokun sundlaugarinnar
Fjölskylduráð Norðurþings heldur sig við þá ákvörðun að hafa sundlaugina á Raufarhöfn lokaða fram á vor. Sundlaugin verður opin í þrjá daga um páskana og opnuð í byrjun maí fyrir sumarið.
10.03.2020 - 16:46
Þrjú handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri
Þrjú voru handtekin fyrir líkamsárás á Kópaskeri í gærkvöld. Vísir greindi frá því í nótt að Lögreglunni á Norðurlandi eystra hafi borist tilkynning um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum í gærkvöld.
29.02.2020 - 03:57
Frí gisting gegn snjómokstri
„Þegar samkeppnin er hörð, þá verður maður bara að gera eitthvað,“ segir Sigurjón Benediktsson, eigandi og stjórnandi Húsavík Cottages sem býður fría gistingu gegn því að fólk moki sig að bústöðum gistiþjónustunnar.
19.02.2020 - 12:33
Reynt að ná sáttum um málefni Raufarhafnar
Sveitarstjóri Norðurþings vísar ásökunum íbúa á Raufarhöfn, um misskiptingu innan sveitarfélagsins, á bug. Ákveðið hefur verið að taka lokun sundlaugarinnar á Raufarhöfn til endurskoðunar.
31.01.2020 - 13:02
„Þetta er ótrúlega rotið dæmi“
„Það er enginn sem tekur upp hanskann fyrir Norðurþing eins og staðan er núna,“ segir íbúi á Raufarhöfn. Mikil reiði er yfir því að sundlauginni í þorpinu var lokað um áramót. Íbúafundur var haldinn fyrir helgi.
20.01.2020 - 14:34
Nýtt skíðasvæði Húsvíkinga á Reykjaheiði
Skíðaáhugafólk á Húsavík hefur ástæðu til að fagna, en nýtt skíðasvæði hefur verið tekið í notkun. Lyftan sem áður var í göngufæri frá miðbænum á Húsavík hefur nú verið komið fyrir á nýjum stað á Reykjaheiði.
03.01.2020 - 14:17
Myndskeið
Börn í Rúmeníu fengu íslenskar lopapeysur í jólagjöf
Börn og starfsmenn á barnaheimili í Rúmeníu klæddust íslenskum lopapeysum þegar þau skreyttu jólatréð í ár. Peysurnar fengu þau að gjöf frá kennara á Húsavík. Hún prjónaði linnulaust allt árið og er þegar byrjuð á verkefni næsta árs.
30.12.2019 - 12:55
Myndskeið
Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði eystra
Víða hefur orðið mikið eignartjón í ofsaveðrinu sem gengur yfir landið. Mikið brim er á norðaustanverðu landinu. Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði Eystra þar sem veðurhamurinn hefur ekki verið mikill, en brim verið með allra mesta móti.
11.12.2019 - 16:37
Örlygur krefst bóta vegna leyfis frá sveitarstjórn
Byggðarráð Norðurþings hafnaði í dag bótakröfu Örlygs Hnefils Örlygssonar, fyrrverandi forseta sveitarstjórnar, vegna persónulegs tekjumissis sem hann telur sig hafa orðið fyrir þegar hann fór í leyfi frá störfum sínum sem kjörinn fulltrúi. Bótakrafan hljóðar upp á tæpa hálfa milljón. Leyfið tók hann vegna samskipta sinna við framkvæmda-og þjónustufulltrúa Norðurþings. Tvær aðrar bótakröfur frá Örlygi voru einnig lagðar fram á fundi byggðarráðs.
07.11.2019 - 23:03
Myndband
Óstöðugleiki og tafir helsta orsök fjárþarfar
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka segir lágt heimsmarkaðsverð á kísilmálmi og óstöðugan rekstur helstu ástæður þess að félagið leitar nú að allt fimm milljarða króna fjármögnun til að styrkja reksturinn.
22.09.2019 - 21:17
Jákvæð áhrif þrátt fyrir byrjunarerfiðleika
Þrátt fyrir að ýmis vandkvæði verið á rekstri kísilverksmiðju PCC við Bakka segir forseti sveitarstjórnar að heildaráhrif hennar á samfélagið séu góð. Hann vonast til að starfsfólkið skjóti rótum í Norðurþingi. 
11.07.2019 - 11:58
Kottjörn vatnslítil, líklega vegna borana
Íbúar á Raufarhöfn eru áhyggjufullir vegna ástands Kottjarnar, en eftir tilraunaboranir vegna fyrirhugaðra framkvæmda við skóla- og íþróttamannvirki bæjarins hefur tjörnin minnkað töluvert. Önnur tjörn skammt frá, Litlatjörn, er nánast horfin.
02.07.2019 - 11:20
Dregið hefur úr skjálftavirkni við Kópasker
Mikið hefur dregið úr skjálftavirkni við Kópasker, en áfram er hún nokkur þar. Á mælum Veðurstofunnar hafa undanfarna sólarhringa mælst á bilinu 20-70 skjálftar á dag. Sá stærsti var 2,2 að stærð þann 6. apríl en meirihluti skjálftanna sem hafa mælst síðustu sólarhringa eru minni en 1,0 að stærð.
07.04.2019 - 16:48
Jarðskjálftahrinan ein sú öflugasta í 28 ár
Enn mælist skjálftavirkni í jarðskjálftahrinunni við Kópasker. Milli klukkan 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar í hrinunni. Hún er sú öflugasta á þessari sprungu í 28 ár.
06.04.2019 - 08:52
Telur líklegast að jarðskjálftahrinan fjari út
Þó verulega hafi dregið úr jarðskjáftahrinunni í nágrenni Kópaskers, stendur hún enn. Um 80 skjálftar hafa mælst það sem af er degi, sá stærsti 2,5 að stærð. Óvissustig, sem lýst var 28. mars, er enn í gildi.
03.04.2019 - 13:28
„Vissulega er fólk hrætt við þetta“
Íbúar á Kópaskeri og nágrenni eru uggandi vegna jarðskjáftahrinunnar sem þar hefur staðið alla þessa viku. Margir hafa gert ráðstafanir til að forða tjóni ef stór jarðskjáfti ríður yfir. Skjálftarnir hafa farið minnkandi frá því í gærkvöld en þó eru ekki talin merki um að neitt sé að draga úr hrinunni.
29.03.2019 - 14:24
Útilokar ekki stóran jarðskjálfta við Kópasker
Ekki er hægt að útiloka að jarðskjálfti, allt að sex að stærð, geti orðið í skjálftahrinunni sem nú stendur yfir í nágrenni við Kópasker. Sérfræðingur segir að stærri skjálftar hafi mælst nú en í fyrri hrinum á þessum slóðum.
28.03.2019 - 13:32
Óþægilegt að vakna við jarðskjálftana
Hundruð jarðskjálfta hafa mælst í Öxarfirði síðan á laugardag. Tveir hafa mælst 3,1 og urðu þeir í gærkvöld og nótt. Skjálftarnir eru á Tjörnesbrotabeltinu. Það er virkt skjálftasvæði eins og Suðurlandsbrotabeltið. Íbúi á svæðinu segir skjálftana óþægilega enda minni þeir hana á stóra skjálftann 1976.
27.03.2019 - 11:11
Semja um nýtt hjúkrunarheimili á Húsavík
Stefnt er að því að byggja 60 rýma hjúkrunarheimili á Húsavík, í samvinnu ríkis og fjögurra sveitarfélaga. Áætlaður kostnaður eru rúmir tveir milljarðar.
Vilja klára heimskautsgerði innan þriggja ára
Stefnt er að því að setja aukinn kraft í byggingu heimskautsgerðis á Raufarhöfn og helst að ljúka því á næstu þremur árum. Góðir hlutir gerast hægt, segir einn stjórnenda. 
23.01.2019 - 14:46
Hefur lesið yfir 100 bækur á árinu
Allir ættu að lesa, það er róandi og hjálpar manni í mörgu. Þetta segir Elísabet Ingvarsdóttir, 10 ára stúlka á Húsavík, sem hefur lesið yfir 100 bækur á þessu ári.
09.12.2018 - 20:05