Norðurþing

Hefja viðræður um myndun meirihluta í Norðurþingi
Fulltrúar B-lista Framsóknarflokks og félagshyggju og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa ákveðið að taka upp viðræður um myndun meirihluta í Norðurþingi. 
16.05.2022 - 23:23
X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
Landinn
Iðnaðarmenn í verslunarrekstri
„Þetta kemur náttúrulega bara til af því að byggingavöruverslun sem var hér, hún bara lokar, og við verktakar á svæðinu við gátum bara ekki hugsað okkur að vera án þess," segir Brynjar T Baldursson, verslunarstjóri hjá byggingvöruversluninni Heimamenn á Húsavík. Verslunin var opnuð í vikunni en hún er í eigu fimm iðnaðarmanna á staðnum.
15.03.2022 - 07:50
Hafrún Olgeirsdóttir leiðir D-lista í Norðurþingi
Hafrún Olgeirsdóttir, lögfræðingur á Húsavík, leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hafrún er fulltrúi E-lista í núverandi sveitarstjórn. Helena Eydís Ingólfsdóttir, verkefnastjóri á Húsavík, skipar annað sætið og Kristinn Jóhann Lund, húsasmiður á Húsavík, er þriðji.
Sjónvarpsfrétt
40 þingeyskir bændur sameinast um áburðarkaup
Bændur á um 40 bæjum í Suður Þingeyjarsýslu sameinuðust um kaup á áttahundruð tonnum af áburði til að ná niður verði. Talsmaður bændanna segir að þessi hópur muni áfram standa saman að kaupum á ýmsu er snýr að búrekstrinum.
Skólahald fellt niður á Húsavík vegna smita
Skólahald í Borgarhólsskóla, grunnskólanum á Húsavík, fellur niður á morgun vegna fjölda COVID-19 smita í samfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum. Smitin eru bæði meðal starfsfólks og nemenda, en smitrakning stendur nú yfir og verður staðan endurmetin á þriðjudag. Starfsfólk mætir því ekki til vinnu á morgun.
COVID-19 smit í Borgarhólsskóla
Smit hefur greinst meðal nemenda í Borghólsskóla, grunnskólans á Húsavík. Nemendur og starfsfólk sem urðu útsett fyrir smiti hafa verið send í sóttkví, samkvæmt fyrirmælum smitrakningarteymis almannavarna.
Engin fiskfræðileg rök til að banna veiðar með dragnót
Sjávarútvegsráðuneytið hefur hafnað beiðni byggðarráðs Norðurþings um að veiðar með dragnót verði bannaðar í Skjálfanda innan línu sem nemur við norðurenda Flateyjar í Tjörnestorfu. Fimm skip stunduðu veiðar með dragnót á Skjálfandaflóa í samtals 151 dag og segir ráðuneytið að það geti vart talist mikil sókn á það svæði.
30.09.2021 - 16:15
Carbon Iceland semur við Siemens Energy um tæknilausnir
Fyrirtækið Carbon Iceland, sem hyggst reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík, hefur undirritað samkomulag við Siemens Energy í Þýskalandi um samstarf og tæknilega útfærslu á föngun koltvísýrings og framleiðslu eldsneytis á Bakka.
20.08.2021 - 18:17
Sjónvarpsfrétt
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Vilja banna silungsveiðar í net í Skjálfandaflóa
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur brugðist hart við áformum Fiskistofu um að banna netaveiði á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa. Þrjú veiðifélög á vatnasvæði Laxár í Aðaldal hafa farið fram á að netaveiði verði bönnuð þar sem lax veiðist einnig í þessi net.
28.05.2021 - 14:36
Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni
Hróður Húsavíkur og Húsvíkinga fer enn vaxandi í kvikmyndaheiminum samkvæmt nýjustu tíðindum af Óskarsverðlaunaævintýri þessa íslenska kaupstaðar, því húsvískur stúlknakór mun syngja í myndbandi sem tekið verður upp á Húsavík og flutt á verðlaunahátíðinni seinna í þessum mánuði.
17.04.2021 - 03:26
Hráefni tekið að berast til PCC á Bakka
Fyrsta flutningaskipið sem kemur til Húsavíkur á vegum PCC í níu mánuði, lagðist að bryggju þar í gærmorgun. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á Bakka á næstu vikum.
31.03.2021 - 15:01
Vonast til að framleiðsla hefjist aftur í næsta mánuði
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík vonast til að framleiðsla þar hefjist á ný fyrir í lok næsta mánaðar. Þó séu enn margir lausir endar. Um 140 manns verði þá við störf - eða álíka margt og var áður en verksmiðjunni var lokað í fyrrasumar.
18.03.2021 - 13:47
Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni
Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót.
23.02.2021 - 10:20
PCC auglýsir eftir starfsfólki á ný
Auglýst hefur verið eftir fólki til starfa í verksmiðju PCC á Bakka fyrir áætlaða endurræsingu verksmiðjunnar. Um 50 manns starfa þar í dag við ýmsar endurbætur.
02.02.2021 - 15:24
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Lofthreinsiver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf
Fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík og fanga þar koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 140 milljarðar króna og það á að skapa þrjú til fimm hundruð störf.
30.10.2020 - 13:15
Sveitarstjóri Norðurþings lækkar launin vegna COVID-19
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra, um að laun hans yrði lækkuð um 6 prósent frá 1. janúar á næsta ári. Með því sparar sveitarfélagið 1,3 milljónir. Þá var einnig samþykkt að seinka launahækkunum æðstu stjórnenda til 1. júlí en með því sparast 2,7 milljónir.
Landinn
Fjölþættar náttúrurannsóknir á Raufarhöfn
„Melrakkasléttan, sem er okkar rannsóknarsvæði, hún er skilgreind sem heimskautasvæði og sem slík er hún kannski aðgengilegasta heimskautasvæði Íslands,“ segir Hrönn G. Guðmundsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn.
13.10.2020 - 15:15
Hafa áhyggjur af flugi til og frá Húsavík
Sveitarstjórinn í Norðurþingi telur að framtíðarskipan flugs til og frá Húsavík sé í óvissu. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
09.10.2020 - 12:49
Myndskeið
Vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Norðurþingi
Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí í sveitarfélaginu til að bregðast við alvarlegu atvinnuástandi. Hrun í ferðaþjónustu og vandi stóriðjunnar eru höfuðástæður þess að um 140 manns eru nú án atvinnu í Norðurþingi.
22.09.2020 - 10:58
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45