Norðurþing

Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Lofthreinsiver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf
Fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík og fanga þar koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 140 milljarðar króna og það á að skapa þrjú til fimm hundruð störf.
30.10.2020 - 13:15
Sveitarstjóri Norðurþings lækkar launin vegna COVID-19
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra, um að laun hans yrði lækkuð um 6 prósent frá 1. janúar á næsta ári. Með því sparar sveitarfélagið 1,3 milljónir. Þá var einnig samþykkt að seinka launahækkunum æðstu stjórnenda til 1. júlí en með því sparast 2,7 milljónir.
Landinn
Fjölþættar náttúrurannsóknir á Raufarhöfn
„Melrakkasléttan, sem er okkar rannsóknarsvæði, hún er skilgreind sem heimskautasvæði og sem slík er hún kannski aðgengilegasta heimskautasvæði Íslands,“ segir Hrönn G. Guðmundsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn.
13.10.2020 - 15:15
Hafa áhyggjur af flugi til og frá Húsavík
Sveitarstjórinn í Norðurþingi telur að framtíðarskipan flugs til og frá Húsavík sé í óvissu. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
09.10.2020 - 12:49
Myndskeið
Vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Norðurþingi
Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí í sveitarfélaginu til að bregðast við alvarlegu atvinnuástandi. Hrun í ferðaþjónustu og vandi stóriðjunnar eru höfuðástæður þess að um 140 manns eru nú án atvinnu í Norðurþingi.
22.09.2020 - 10:58
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
Forstjóri PCC rólegur yfir mögulegum tollum
Forstjóri PCC segir óþarft að fara á taugum vegna bandarískra innflutningstolla á íslenskan kísilmálm. Tollarnir séu tillaga og ekki hafi verið ákveðið hvort þeir komi til framkvæmda. Utanríkisráðuneytið hefur komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við bandaríska viðskiptaráðuneytið.
17.09.2020 - 14:44
48% innflutningstollar á íslenskan kísilmálm
Allt að 48% innflutningstollar verða mögulega lagðir á íslenskan kísilmálm í Bandaríkjunum. Rannsóknarnefnd bandaríska viðskiptaráðuneytisins skoðaði undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði í sumar.
16.09.2020 - 10:04
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan
Annar skjálfti varð á Norðurlandi um klukkan fimm í dag. Fyrstu mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hann hafi verið 4 að stærð. Upptök hans er sögð hafa verið 6,9 km suðaustur af Flatey. Fyrr í dag varð snarpur skjálfti af stærðinni 4,6.
15.09.2020 - 17:20
„Leið mjög illa og hélt ég þyrfti að leita skjóls“
Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri Norðurþings, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem varð skömmu fyrir þrjú í dag og reyndist vera 4,6 að stærð. Hann var staddur út í búð að kaupa sér jógúrt þegar skjálftinn varð. „Þetta er mesti skjálfti sem ég hef fundið hérna.“
15.09.2020 - 15:25
Snarpur skjálfti fannst vel á Akureyri og Húsavík
Mjög snarpur jarðskjálfti varð laust fyrir klukkan þrjú en hann fannst vel á Akureyri og Húsavík. Skjálftinn var 4,6 að stærð og voru upptök hans um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúar sem höfðu samband við fréttastofu sögðust hafa fundið vel fyrir skjálftanum en hann hefði þó staðið stutt yfir.
15.09.2020 - 15:03
Brýnt að opna starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík
Byggðarráð Norðurþings telur að aukið atvinnuleysi og yfirvofandi uppsagnir auki þörfina fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu. Því skorar byggðarráð á stofnunina að opna starfsstöð á Húsavík.
10.09.2020 - 17:42
Sóttu vélarvana bát utan við Húsavík
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka. Engum varð meint af enda voru aðstæður góðar og veður með besta móti.
10.08.2020 - 07:53
Stöðva vegaframkvæmdir í Vesturdal
Vegaframkvæmdir um Vesturdal hafa verið stöðvaðar í bili. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, kærðu framkvæmdirnar í síðustu viku. Ekki er vitað hvenær framkvæmdir hefjast á ný.
30.07.2020 - 14:44
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Fimm þúsund króna sekt við lausagöngu katta á Húsavík
Misjafnar reglur gilda um lausagöngu katta í þéttbýli hér á landi. Í Norðurþingi hefur lausaganga verið bönnuð í nokkur ár. Umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir bannið hafa gefist vel.
16.07.2020 - 15:15
Jafnast á við að fá dráttarvél með framdrifi
Bændur líkja tilkomu nýs erfðaefnis í nautgriparækt við þá byltingu þegar dráttarvélar buðust með framdrifi. Innflutningur á erfðaefni sé framfaraskref fyrir grein sem sé vænlegur kostur fyrir ungt fólk sem vill hefja búskap.
28.06.2020 - 20:06
Huga að öðrum atvinnutækifærum fyrir starfsfólk PCC
Afkoma tuga fjölskyldna í Norðurþingi er í óvissu eftir uppsagnir hjá kísilverksmiðju PCC í gær. Þegar er farið að huga að öðrum atvinnutækifærum. Ráðherra byggðamála segir að meta þurfi afleiðingarnar sem stöðvun verksmiðjunnar hafi í sveitarfélaginu.
26.06.2020 - 22:45
„Þungt högg fyrir samfélagið og sveitarfélagið allt“
Sveitarstjóri Norðurþings segir uppsagnirnar hjá PCC þungt högg fyrir samfélagið. Slökkt verður á báðum ofnum kísilverksmiðjunnar á Bakka og stærstum hluta starfsfólks sagt upp. Stefnt er á að hefja framleiðslu á ný þegar betur árar á markaði.
25.06.2020 - 19:21
Myndskeið
Þrefalt fleiri nemar starfa í Þingeyjasýslum í sumar
Um tuttugu háskólanemar starfa hjá Þekkingarneti Þingeyinga í sumar. Þekkingarnetið tók málin í sínar hendur, þegar efnahagsaðgerðir vegna COVID-19 voru kynntar í vor, og fjölgaði störfum.
Myndskeið
Sjófær sumarbústaður í smíðum á Húsavík
Sumarbústaður hefur vakið athygli vegfarenda á Húsavík enda stendur hann í slipp við höfnina. Verið er að leggja lokahönd á bústaðinn sem getur hýst stóra fjölskyldu og siglt á milli staða.
12.06.2020 - 00:11
Ætluðu ekki að greina frá 700 milljóna niðurfærslu
Það þarf að auka gagnsæi um starfsemi lífeyrisjóðanna til muna hér á landi, að sögn stjórnarmanns í Frjálsa lífeyrissjóðnum. Sjóðurinn ætlaði ekki að greina frá því í ársreikningi að hann hefði samþykkt að lækka virði hlutabréfa sinna um hundruð milljóna í kísilveri PCC á Bakka.
10.06.2020 - 12:09
Vilja dreifa gori og blóði til uppgræðslu við Húsavík
Norðlenska hefur óskað eftir því að dreifa úrgangi frá sláturtíð á landsvæði hjá Norðurþingi. Um 500 tonn af blóði og gori duga til uppgræðslu á 15 hektara lands. Skipulagsráð leggst ekki gegn hugmyndinni og leitar umsagnar hjá Matvælastofnun.
06.05.2020 - 15:35