Norðurþing

Carbon Iceland semur við Siemens Energy um tæknilausnir
Fyrirtækið Carbon Iceland, sem hyggst reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík, hefur undirritað samkomulag við Siemens Energy í Þýskalandi um samstarf og tæknilega útfærslu á föngun koltvísýrings og framleiðslu eldsneytis á Bakka.
20.08.2021 - 18:17
Sjónvarpsfrétt
Erlendir ferðamenn skila sér aftur í hvalaskoðun
Þó aðsókn í hvalaskoðun á Norðurlandi hafi aukist jafnt og þétt undanfarnar vikur, vantar enn talsvert upp á að hún jafnist á við það sem var fyrir faraldurinn. Á Húsavík binda menn vonir við góðar bókanir í ágúst og september.
19.07.2021 - 22:55
Vilja banna silungsveiðar í net í Skjálfandaflóa
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur brugðist hart við áformum Fiskistofu um að banna netaveiði á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa. Þrjú veiðifélög á vatnasvæði Laxár í Aðaldal hafa farið fram á að netaveiði verði bönnuð þar sem lax veiðist einnig í þessi net.
28.05.2021 - 14:36
Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni
Hróður Húsavíkur og Húsvíkinga fer enn vaxandi í kvikmyndaheiminum samkvæmt nýjustu tíðindum af Óskarsverðlaunaævintýri þessa íslenska kaupstaðar, því húsvískur stúlknakór mun syngja í myndbandi sem tekið verður upp á Húsavík og flutt á verðlaunahátíðinni seinna í þessum mánuði.
17.04.2021 - 03:26
Hráefni tekið að berast til PCC á Bakka
Fyrsta flutningaskipið sem kemur til Húsavíkur á vegum PCC í níu mánuði, lagðist að bryggju þar í gærmorgun. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á Bakka á næstu vikum.
31.03.2021 - 15:01
Vonast til að framleiðsla hefjist aftur í næsta mánuði
Forstjóri kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík vonast til að framleiðsla þar hefjist á ný fyrir í lok næsta mánaðar. Þó séu enn margir lausir endar. Um 140 manns verði þá við störf - eða álíka margt og var áður en verksmiðjunni var lokað í fyrrasumar.
18.03.2021 - 13:47
Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni
Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót.
23.02.2021 - 10:20
PCC auglýsir eftir starfsfólki á ný
Auglýst hefur verið eftir fólki til starfa í verksmiðju PCC á Bakka fyrir áætlaða endurræsingu verksmiðjunnar. Um 50 manns starfa þar í dag við ýmsar endurbætur.
02.02.2021 - 15:24
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Mesta hættan við Jökulsá á Fjöllum liðin hjá
Litlu munaði að krapi og jakahröngl færi á brúna yfir Jökulsá á Fjöllum í mikilli flóðbylgju í ánni í gær. Ekki er talin hætta á frekari flóðum þar í bili. Þjóðvegi eitt yfir Jökulsá var lokað aftur til öryggis í kvöld.
27.01.2021 - 20:11
Myndskeið
230 ára gömul hefð rofin á gamlárskvöld
Engar áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu og óvíst er með flugeldasýningar björgunarsveita. Ekki þykir forsvaranlegt að hvetja til mannsöfnuðar við brennur. Þar með er rofin aldagömul hefð. Brennur á gamlárskvöld hafa tíðkast hér á landi í um tvö hundruð og þrjátíu ár. Fyrsta áramótabrennan var í Reykjavík.
Lofthreinsiver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf
Fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík og fanga þar koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 140 milljarðar króna og það á að skapa þrjú til fimm hundruð störf.
30.10.2020 - 13:15
Sveitarstjóri Norðurþings lækkar launin vegna COVID-19
Byggðarráð Norðurþings samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Kristjáns Þórs Magnússonar, sveitarstjóra, um að laun hans yrði lækkuð um 6 prósent frá 1. janúar á næsta ári. Með því sparar sveitarfélagið 1,3 milljónir. Þá var einnig samþykkt að seinka launahækkunum æðstu stjórnenda til 1. júlí en með því sparast 2,7 milljónir.
Landinn
Fjölþættar náttúrurannsóknir á Raufarhöfn
„Melrakkasléttan, sem er okkar rannsóknarsvæði, hún er skilgreind sem heimskautasvæði og sem slík er hún kannski aðgengilegasta heimskautasvæði Íslands,“ segir Hrönn G. Guðmundsdóttir, forstöðumaður rannsóknarstöðvarinnar Rifs á Raufarhöfn.
13.10.2020 - 15:15
Hafa áhyggjur af flugi til og frá Húsavík
Sveitarstjórinn í Norðurþingi telur að framtíðarskipan flugs til og frá Húsavík sé í óvissu. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
09.10.2020 - 12:49
Myndskeið
Vilja auka fjölbreytni í atvinnulífinu í Norðurþingi
Sveitarstjórinn í Norðurþingi segir að nauðsynlegt sé að auka fjölbreytni í atvinnulífí í sveitarfélaginu til að bregðast við alvarlegu atvinnuástandi. Hrun í ferðaþjónustu og vandi stóriðjunnar eru höfuðástæður þess að um 140 manns eru nú án atvinnu í Norðurþingi.
22.09.2020 - 10:58
Ætla að vinna verðmætar afurðir úr stórþara
Ef áform frumkvöðla á Norðausturlandi ganga eftir, hefst þar vinnsla á stórþara til lyfjagerðar á næstu mánuðum. Verkefnið kostar um tvo og hálfan milljarð, en áætlað er að það skapi um 90 störf á Húsavík innan fimm ára.
21.09.2020 - 12:45
Myndskeið
Alvarleg staða í atvinnumálum í Norðurþingi
Alvarleg staða er í atvinnumálum í Norðurþingi og atvinnuleysið það mesta á öllu Norðausturlandi. Heimamenn kalla eftir aðkomu Vinnumálastofnunar og formaður stéttarfélagsins Framsýnar segir félagið að kikna undan álagi.
18.09.2020 - 20:18
Forstjóri PCC rólegur yfir mögulegum tollum
Forstjóri PCC segir óþarft að fara á taugum vegna bandarískra innflutningstolla á íslenskan kísilmálm. Tollarnir séu tillaga og ekki hafi verið ákveðið hvort þeir komi til framkvæmda. Utanríkisráðuneytið hefur komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við bandaríska viðskiptaráðuneytið.
17.09.2020 - 14:44
48% innflutningstollar á íslenskan kísilmálm
Allt að 48% innflutningstollar verða mögulega lagðir á íslenskan kísilmálm í Bandaríkjunum. Rannsóknarnefnd bandaríska viðskiptaráðuneytisins skoðaði undirverðlagningu á innfluttum kísilmálmi á Bandaríkjamarkaði í sumar.
16.09.2020 - 10:04
Annar snarpur skjálfti fyrir norðan
Annar skjálfti varð á Norðurlandi um klukkan fimm í dag. Fyrstu mælingar Veðurstofunnar benda til þess að hann hafi verið 4 að stærð. Upptök hans er sögð hafa verið 6,9 km suðaustur af Flatey. Fyrr í dag varð snarpur skjálfti af stærðinni 4,6.
15.09.2020 - 17:20
„Leið mjög illa og hélt ég þyrfti að leita skjóls“
Kristján Þór Magnússon, sveitastjóri Norðurþings, segist hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem varð skömmu fyrir þrjú í dag og reyndist vera 4,6 að stærð. Hann var staddur út í búð að kaupa sér jógúrt þegar skjálftinn varð. „Þetta er mesti skjálfti sem ég hef fundið hérna.“
15.09.2020 - 15:25
Snarpur skjálfti fannst vel á Akureyri og Húsavík
Mjög snarpur jarðskjálfti varð laust fyrir klukkan þrjú en hann fannst vel á Akureyri og Húsavík. Skjálftinn var 4,6 að stærð og voru upptök hans um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúar sem höfðu samband við fréttastofu sögðust hafa fundið vel fyrir skjálftanum en hann hefði þó staðið stutt yfir.
15.09.2020 - 15:03
Brýnt að opna starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík
Byggðarráð Norðurþings telur að aukið atvinnuleysi og yfirvofandi uppsagnir auki þörfina fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu. Því skorar byggðarráð á stofnunina að opna starfsstöð á Húsavík.
10.09.2020 - 17:42
Sóttu vélarvana bát utan við Húsavík
Björgunarsveitin Garðar á Húsavík var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun vegna vélarvana báts við Lundeyjarbreka. Engum varð meint af enda voru aðstæður góðar og veður með besta móti.
10.08.2020 - 07:53