Norðurland

Ekki sjálfgefið að komast í sumarfrí
Á Húsavík er nú haldin um helgina sumarhátíð fyrir fötluð börn og fjölskyldur þeirra. Þar koma saman fjölskyldur af öllu landinu og gera sér glaðan dag.
18.06.2021 - 12:20
Myndband
Dýrara eldsneyti étur upp flugstyrk til Egilsstaða
Flugfélög geta fengið styrki til að hefja áætlunarflug til Akureyrar eða Egilsstaða en nær allur styrkurinn færi í að greiða hærra verð fyrir eldsneyti þar en í Keflavík. Þeir sem markaðssetja Egilsstaðaflugvöll gagnrýna að í hvítbók um byggðamál sé ekkert að finna um flutningsjöfnun á flugolíu.
18.06.2021 - 09:37
Fjórar konur vinna saman í rafmagni
Hjá fyrirtæki á Akureyri starfa fjórar konur við raf- og rafeindavirkjun. Þó konum hafi fjölgað talsvert í karllægum iðngreinum síðustu ár má það þó enn teljast óvenjulegt.
17.06.2021 - 18:25
Sjónvarpsfrétt
Fé kemst seinna í úthaga
Síðustu daga hefur verið mikil kuldatíð á Norðurlandi. Bændur í sveitum norðaustanlands hafa fæstir getað sleppt fé sínu á fjöll og verða að hafa það á beit í heimahaga.
17.06.2021 - 00:00
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Segir nýja flugstöð hafa mjög hvetjandi áhrif
Ákvörðun um að byggja nýja flugstöð á Akureyrarflugvelli hefur mjög hvetjandi áhrif á markaðssetningu og möguleika á beinu flugi þangað frá útlöndum. Verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir faraldurinn þó enn hafa þar mikil áhrif.
16.06.2021 - 12:45
Talmeinafræðingar telja lausn Sjúkratrygginga ómögulega
Deila talmeinafræðinga og Sjúkratrygginga Íslands er enn í hnút og óvíst hvort yfir 60 börn missa talmeinafræðinga sína á Akureyri vegna kröfu um tveggja ára starfsreynslu. Talmeinafræðingar telja að lausn sem Sjúkratryggingar bjóða séu þvingunaraðgerðir.
Fyrsta skóflustungan að fyrstu Krónuverslun Norðurlands
Tekin hefur verið fyrsta skóflustungan að nýrri verslun Krónunnar við Tryggvabraut á Akureyri og fara framkvæmdir strax af stað. Gert er ráð fyrir að verslunin verði opnuð haustið 2022.
16.06.2021 - 09:00
Fyrri bólusetningu brátt lokið á Norðurlandi
Í dag fékk Heilbrigðisstofnun Norðurlands stærstu bóluefnasendingu sem þangað hefur komið í einu, eða 6.500 skammta. Áætlað er að fyrri bólusetningu á Norðurlandi ljúki í næstu eða þarnæstu viku.
Breyting á ferðaþjónustunni til framtíðar
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, tók skóflustungu að nýrri 1100 fermetra nýbyggingu sem byggð verður við núverandi flugstöð á Akureyri. Auk nýrrar flugstöðvar verður flughlaðið stækkað þannig að flugvöllurinn verður betur í stakk búinn til að taka á móti auknum fjölda ferðamanna.
Félag Ratcliffes fjárfestir fyrir 4 milljarða
Six Rivers Conservation Project kynnti í dag fyrirætlanir um byggingu fjögurra nýrra og vel búinna veiðihúsa við ár verkefnisins á Norðausturlandi. Meðal bakhjarla félagsins er kaupsýslumaðurinn Jim Ratcliffe sem undanfarin ár hefur verið atkvæðamikill í jarðarkaupum á Norð-Austurlandi.
Kaldasta júnínótt á Akureyri í 40 ár
Tæplega eins stigs frost var á Akureyri í nótt en þar hefur ekki orðið kaldara svo seint í júní frá því árið 1978 - eða í 43 ár.
15.06.2021 - 12:24
Mannabein fundust í fjörunni í Húnavatnssýslu
„Við teljum þetta vera handlegg en eigum eftir að fá það staðfest,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra. Ábúandi á Skaga í Húnavatnssýslu fann í gærkvöld eitthvað sem talið er vera mannabein. Stefán segir að þau verði send suður til kennslanefndar ríkislögreglustjóra til að fá það staðfest.
15.06.2021 - 10:00
Orkuskipti hefjast í Grímsey
Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að tvær vindmyllur verði reistar í Grímsey í sumar. Þetta er tilraunaverkefni sem er fyrsta skref í átt til þess að Grímseyingar noti eingöngu rafmagn frá grænum orkugjöfum. Í Grímsey kemur öll orka frá díselrafstöðum. Lengi hefur verið rætt um hvernig hægt sé að finna umhverfisvænni leiðir sem einnig væru fjárhagslega hagstæðari, en olíubrennslan er mjög kostnaðarsöm.
15.06.2021 - 09:48
Sjónvarpsfrétt
Viðbúið að einhver afföll verði af lambfé í svona kulda
Bóndi í Mývatnssveit segir alltaf viðbúið að afföll verði af lambfé þegar kólnar jafn snögglega og í gær. Það versta virðist þó gengið yfir og ekki er óttast að hretið hafi haft mikil áhrif á fuglalíf.
14.06.2021 - 20:49
Lausn í sjónmáli fyrir talmeinafræðinga en fé skortir
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vill leysa vanda talmeinafræðinga á Akureyri með því að gera samning við fyrirtækið þeirra í stað einstaka talmeinafræðinga. Að óbreyttu þyrftu þeir að hætta að sinna rúmlega 60 börnum vegna þess að þá skortir tveggja ára starfsreynslu.
14.06.2021 - 12:09
Tveir borgarísjakar á reki í Hornvík
Tveir borgarísjakar eru á reki í Hornvík á Hornströndum. Landhelgisgæslan fékk tilkynningu um ísjakana skömmu eftir miðnætti, en það var skipstjóri farþegabátsins Ingólfs sem fyrstur varð þeirra var.
13.06.2021 - 10:36
Strætó hættur að keyra að Laugum í Reykjadal
Nemendur í Framhaldsskólanum á Laugum í Reykjadal þurfa að ganga um þriggja kílómetra leið vilji þeir taka strætó til Húsavíkur eða Akureyrar eftir að hætt var að keyra inn að Laugum. Framhaldsskólinn er heimavistarskóli og því fara nemendurnir oft heim til sín í frí og nota margir til þess þjónustu Strætó.
12.06.2021 - 06:45
Námsmenn fá sumarstörf
Þrátt fyrir neikvæð áhrif heimsfaraldsins á atvinnulífið hefur námsmönnum gengið vel að finna sumarstörf í sveitarfélögunum fyrir norðan. Vinnumálastofnun hóf atvinnuátak í sumarstörfum fyrir námsmenn í fyrrasumar og stendur fyrir sams konar átaki í ár. Þörfin fyrir það virðist þó ekki vera eins aðkallandi og gert var ráð fyrir.
11.06.2021 - 13:07
Fjöldi barna missir talmeinafræðing vegna reynslukröfu
Yfir 60 börn, sem hafa fengið þjónustu hjá tveimur talmeinafræðingum á Akureyri, þurfa að fara aftur á biðlista vegna þess að talmeinafræðingarnir mega ekki sinna þeim áfram. Þeir hafi lokið námi og þurfa að ná sér í tveggja ára starfsreynslu áður en reglur sjúkratrygginga gera þeim kleift að starfa áfram á stofunni.
Harður árekstur á Siglufjarðarvegi
Harður árekstur tveggja bifreiða varð við Kýrholt á Siglufjarðarvegi í dag. Ökumenn voru einir í bifreiðunum og voru þeir báðir fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ljóst er að umferðartafir verða á Siglufjarðarvegi á meðan rannsókn á tildrögum slyssins fer fram.
Miklar endurbætur á Silfrastaðakirkju
Miklar endurbætur eru nú hafnar á Silfrastaðakirkju í Skagafirði, sem er bæði sigin og illa farin af fúa. Áætlað er að viðgerðin taki fimm ár og kosti fimmtíu milljónir króna.
Gagnrýna drög að nýjum reglum um öryggi í jarðgöngum
Fjallabyggð gerir alvarlegar athugasemdir við drög að nýrri reglugerð um öryggismál í jarðgöngum sem er í vinnslu hjá samgönguráðuneyti. Það sé ekki boðlegt að gerðar séu mismiklar öryggiskröfur eftir aldri jarðganga og þá sé hvergi minnst á farsímasamband í göngum.
Akureyri verði menningarhöfuðborg Evrópu
Á hverju ári útnefnir Evrópusambandið tvær borgir eða bæi í Evrópu sem menningarhöfuðborg Evrópu. Menningarfélag Akureyrar telur að Akureyri eigi fullt erindi til að bera þessa nafnbót og hvetja bæjaryfirvöld til að stefna að því árið 2030.
09.06.2021 - 11:30
Rafmagn komið á alstaðar nema í Kelduhverfi
Á Norðausturlandi er rafmagn komið aftur á alstaðar nema í Kelduhverfi og hluta Öxarfjarðar. Vonast er til að það komist fljótlega á þann hluta Öxarfjarðar sem út af stendur, en lengra er í að straumur komist á Kelduhverfið. Þangað þarf að flytja ljósavél og mun það taka einhverjar klukkustundir, samkvæmt upplýsingum frá svæðisvakt Rarik á Norðausturlandi.
09.06.2021 - 03:40