Norðurland

Þátttakan ásættanleg en niðurstaðan vonbrigði
Tveir þriðju hlutar þeirra sem tóku þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar kusu með því að þar rísi þriggja til fjögurra hæða hús. Rúmur fjórðungur bæjarbúa tók þátt í kosningunni. Forseti bæjarstjórar segir þátttökuna ásættanlega.
01.06.2021 - 12:59
Mikill meirihluti kaus með 3-4 hæða húsum á Oddeyri
Flestir greiddu atkvæði með gildandi aðalskipulagi í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar sem lauk á miðnætti. 67% þeirra sem tóku þátt kusu með gildandi skipulagi sem gerir ráð fyrir hús á reitnum geti verið 3-4 hæðir.
01.06.2021 - 09:58
Rúmlega 20% Akureyringa búnir að kjósa í íbúakosningu
Rúmlega 20% Akureyringa hafa nú tekið þátt í ráðgefandi íbúakosningu um aðalskipulag Oddeyrar. Lokað verður fyrir könnunina á miðnætti.
31.05.2021 - 13:05
Gauti hafnar þriðja sætinu
Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, ætlar ekki að taka þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Gauti sóttist eftir því að leiða listann en lenti í þriðja sæti í prófkjöri sem fram fór í gær.
Boða framkvæmdir og gjaldtöku við Hveri í Mývatnssveit
Framkvæmdir fyrir tæpar 200 milljónir króna eru áformaðar við hverasvæðið austan Námafjalls í Mývatnssveit. Félagið Sannir landvættir hyggst endurnýja þar bílastæði, gönguleiðir og útsýnispalla og hefja þar gjaldtöku í kjölfarið.
30.05.2021 - 07:00
Vilja banna silungsveiðar í net í Skjálfandaflóa
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur brugðist hart við áformum Fiskistofu um að banna netaveiði á göngusilungi í sjó í Skjálfandaflóa. Þrjú veiðifélög á vatnasvæði Laxár í Aðaldal hafa farið fram á að netaveiði verði bönnuð þar sem lax veiðist einnig í þessi net.
28.05.2021 - 14:36
Vökvar skraufþurr túnin til að koma sprettu af stað
Bóndi í Skagafirði hefur gripið til þess ráðs að vökva hjá sér túnin til að koma af stað einhverri sprettu. Hann segir að túnin séu að skrælna, áburðurinn liggi á þeim og engin rigning sé í kortunum.
Beinin í Vopnafirði voru af skipverja á Erlingi
Mannabein sem rak á land í Vopnafirði og fundust fyrsta apríl síðastliðinn eru af skipverja sem féll fyrir borð á fiskiskipinu Erlingi KE-140 í maí í fyrra. Skipið var á leið til hafnar í Vopnafirði þegar í ljós kom að eins skipverjanna var saknað. Hans var leitað í sjö daga en án árangurs.
27.05.2021 - 17:13
Sjónvarpsfrétt
Akureyrarkirkja krefur ósakhæfan mann um skaðabætur
Akureyrarkirkja hefur höfðað dómsmál á hendur manni sem vann skemmdarverk á kirkjunni árið 2017 og fer fram á tæpa 21 milljón í skaðabætur. Saksóknari lét málið niður falla á sínum tíma þar sem skemmdarvargurinn var talinn ósakhæfur.
26.05.2021 - 20:42
Óvissustig á Norðausturlandi vegna hættu á gróðureldum
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna hættu á gróðureldum á Norðurlandi eystra, í samráði við lögreglu- og slökkviliðsstjóra í fjórðungnum.
26.05.2021 - 16:08
Bólusetning forgangshópa langt komin á Norðurlandi
Um 2.100 skammtar af bóluefni bárust til Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í dag. Um 1.700 skammtar af Pfizer og tæplega 400 skammtar af AstraZeneca.
Hitinn í tæp 20 stig á Norðurlandi
Nú er nærri 20 stiga hiti í Eyjafirði og tæpar 19 gráður á Sauðárkróki. Mikil umskipti hafa orðið í veðrinu eftir kulda síðustu vikur.
26.05.2021 - 13:35
Sinubruni við Lundeyri á Akureyri
Slökkvilið Akureyrar var kallað út upp úr ellefu vegna sinubruna við Lundeyri í norðanverðu Holtahverfi.
26.05.2021 - 11:40
Viðtal
Störf í sveitarstjórn verði skilvirk og fjölskylduvæn
Lagt er til að níu manna sveitarstjórn verði í sameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps. Formaður sameiningarnefndar segir mikilvægt að tryggja að störf sveitarstjórnarfulltrúa séu bæði skilvirk og fjölskylduvæn.
Myndskeið
Erfiðar aðstæður við byggingu Kröflulínu 3
Framkvæmdir við Kröflulínu 3, sem nú eru hafnar aftur eftir veturinn, fara að miklu leyti fram við erfiðar veðuraðstæður á Möðrudalsöræfum. Mikið álag er á erlendum verkamönnum við framkvæmdirnar. Þá hefur faraldurinn sett strik í reikninginn hjá erlendum verktaka við línuna.
25.05.2021 - 14:43
Ráðherrar opnuðu TextíLab á Blönduósi
Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextíLab, var opnuð í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi á dögunum. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.
25.05.2021 - 10:29
Landinn
Tímahylki með frásögnum og upplifunum af lífinu í covid
Krakkarnir á Svalbarðsströnd eru að vinna að tímalínu um pestir í gegnum aldirnar en líka tímahylki svo hægt verði að fræðast um lífið í covid í framtíðinni. Þau ætla til dæmis að setja myndir, frásagnir og grímur í hylkið sem verður ekki opnað fyrr en eftir heila öld. Fyrst verður þó sett upp sýning í Safnasafninu í haust.
23.05.2021 - 20:00
Mjög þurrt fyrir norðan og sinan eins og púðurtunna
Slökkviliðsstjóri í Austur-Húnavatnssýslu segir slökkviliðið ekki hafa búnað til að bregðast við miklum gróðureldum. Hann segir sinuna á svæðinu vera eins og hálfgerða púðurtunnu og hefur áhyggjur af því að erlendir ferðamenn séu ekki meðvitaðir um hættuna.
22.05.2021 - 14:39
Aka börnum hundruð kílómetra á íþróttaæfingar
Sveitarstjórn Húnaþings vestra skorar á stjórnvöld að koma á fót sjóði sem styrkir minni sveitarfélög á landsbyggðinni til uppbyggingar íþróttamannvirkja. Sveitarstjórnarfulltrúi segir ótækt að það þurfi að keyra börn mörg hundruð kílómetra á æfingar.
20.05.2021 - 16:19
Jaðarsvöllur kemur vel undan vetri þrátt fyrir kuldatíð
Golfvöllurinn á Akureyri kemur vel undan vetri þrátt fyrir kalt vor á Norðurlandi. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbs Akureyrar segir mikla vinnu síðustu vikur skila iðagrænum flötum.
20.05.2021 - 14:45
Viðtal
„Höfum dregist aftur úr miðað við önnur sveitarfélög“
Forráðamenn Þórs og KA á Akureyri segja félögin hafa dregist verulega aftur úr félögum á höfuðborgarsvæðinu þegar kemur að aðstöðumálum. Framkvæmdarstjóri Þórs segir umræðuna viðkvæma og kveðst hafa verið tekinn á teppið fyrir að tjá sig opinberlega um málið í fjölmiðlum.
19.05.2021 - 14:40
Bjartsýnn á samþykki í öllum sveitarfélögum
Lagt er til að níu fulltrúar skipi sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi í Austur-Húnavatnssýslu. Sveitarstjórinn í Blönduósbæ segir að undirtektir íbúa séu betri en nokkru sinni fyrr. Kosið verður um sameiningu fimmta júní.
Myndskeið
Frjósöm ær á Ingjaldsstöðum bar sex heilbrigðum lömbum
Kind á bænum á Ingjaldsstöðum í Þingeyjarsveit kom eigendum sínum heldur betur á óvart á dögunum þegar hún bar sex lömbum. Öll lömbin lifðu og eru hin sprækustu. Mjög sjaldgæft er að kindur verði sexlembdar.
Sjónvarpsfrétt
Vilja breyta lánasamningum til að létta á skuldabyrði
Til greina kemur að ríkið breyti hluta af lánum til Vaðlaheiðarganga í hlutafé. Viðræður Vaðlaheiðarganga og ríkisins vegna fjárhagslegrar endurskipulagningar ganganna standa nú yfir.
Vilja að Gæslan setji upp björgunarmiðstöð á Siglufirði
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur falið bæjarstjóra að hefja viðræður við dómsmálaráðherra og forstjóra Landhelgisgæslunnar um stofnun björgunarmiðstöðvar á Siglufirði. Bæjarstjórinn segir hugmyndina ekki setta til höfuðs hugmyndum þingmanns í kjördæminu.