Norðurland

Bjarkey tekur annað sætið í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, ætlar að taka annað sætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hún sagðist í gær ætla að hugsa sína stöðu eftir að ljóst var að Óli Halldórsson varð í efsta sæti í forvali VG.
Sjónvarpsfrétt
„Þetta má ekki hverfa fyrir pastaréttum og lassagne“
Í dag er síðasti dagur fyrir lönguföstu og þá gildir að borða vel af saltkjöti og baunum. Kokkur á Akureyri segir mikilvægt að gamlar hefðir verði ekki látnar víkja fyrir pasta og lasagna.
16.02.2021 - 21:10
Óli Halldórsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, hafnaði í öðru sæti.
Nær uppselt í Hlíðarfjall næstu tvær vikur
Nær allir aðgöngumiðar að skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar á tímabilinu 18. til 28. febrúar eru að seljast upp. Þessi mikla eftirspurn er til komin vegna vetrarleyfa í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu í þessari viku og þeirri næstu. Forstöðumaður skíðasvæðisins segir að síminn hafi hreinlega ekki stoppað.
15.02.2021 - 14:37
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á bílastæði við Dalsgerði á Akureyri um klukkan 11. Lögregla og slökkvilið var fljót á staðinn og náði að slökkva eldinn hratt og örugglega.
15.02.2021 - 11:43
Rafmagnslaust á tíu sveitabæjum og ekki hægt að mjólka
Rafmagnslaust er á um sveitabæjum í Fitjárdal í Húnaþingi vestra. Bændur geta ekki mjólkað og það getur skaðað skepnurnar. Bóndinn í Ytri-Valdarási segist verða að geta mjólkað fyrir hádegi svo að kýrnar fái ekki júgurbólgu.
15.02.2021 - 09:11
Snjóflóð féll á Siglufjarðarveg
Siglufjarðarvegur er lokaður frá Ketilási að Siglufirði vegna snjóflóðahættu. Snjóflóð féll milli Strákaganga og Siglufjarðar. Óvissustig er í gildi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu.
14.02.2021 - 10:22
„Meiriháttar að vera búnir að koma þessu í gang“
Skíðasvæðið í Skarðsdal á Siglufirði var opnað í dag, rúmum þremur vikum eftir að stórt snjóflóð olli þar tjóni upp á tugi milljóna. Umsjónarmaður svæðisins segir ekkert að óttast.
12.02.2021 - 19:37
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.
Björgólfur hættir sem forstjóri
Björgólfur Jóhannsson hefur látið af starfi forstjóra Samherja sem hann hefur gegnt frá því í nóvember 2019. Hann hefur tekið við formennsku í hlítingarnefnd Samherja sem hefur yfirumsjón með regluvörslu og stjórnarháttum innan samstæðu Samherja.
12.02.2021 - 14:13
Ekið á gangandi vegfaranda
Ekið var á gangandi vegfaranda á Glerárgötu, við Grænugötu, á Akureyri um klukkan eitt í dag. Vegfarandinn var fluttur á Sjúkrahús Akureyrar en ekki er ljóst hvort að hann hafi slasast alvarlega.
12.02.2021 - 13:28
Mótmæla lokun Arion banka á Blönduósi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á útibúi Arion banka á Blönduósi. Sveitarstjórn ætlar að endurskoða viðskipti sín við bankann.
12.02.2021 - 10:19
Gefa umræðum um Einbúavirkjun meiri tíma
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti í dag að vísa tillögum að deiliskipulagi Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti til endurskoðunar aðalskipulags sem nú stendur yfir. Arnór Benónýsson, oddviti Þingeyjarsveitar, segir sveitarstjórn vilja gefa málinu meiri tíma og dýpka umræðuna. 
11.02.2021 - 18:04
Ráðherra fundar með meintum þolendum
Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra hyggst hitta meinta þolendur af meðferðarheimilinu Laugalandi áður en hann tekur ákvörðun um hvort farið verður í opinbera rannsókn á meintu harðræði á heimilinu.
Sjá sóknarfæri í sameiningu sveitarfélaganna
Nýsköpun, fræðsla, umhverfi og stjórnsýsla eru meðal umræðuefna á íbúafundum þessa dagana í Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppi. Þar á að láta reyna á hvort samvinna sveitarfélaganna verði sterkari við sameiningu.
Opna skíðasvæðið þremur vikum eftir snjóflóðin
Þrátt fyrir tug milljóna tjón á skíðasvæðinu á Siglufirði eftir snjóflóð er stefnt að því að opna svæðið aftur á morgun. Til stóð að opna svæðið í dag að því varð ekki vegna veðurs.
10.02.2021 - 15:14
Viðtal
„Þetta er aðför að starfsréttindum okkar fólks“
Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara, telur að breytt reglugerð um endurgreiðslu á kostnaði sjúkraþjálfara vinni gegn nýliðun í greininni og leiði til verri þjónustu á landsbyggðinni. Samkvæmt nýrri reglugerð þurfa nýútskrifaðir sjúkraþjálfara að vinna í tvö ár eftir útskrift til að fá samþykkta greiðsluþátttöku frá ríkinu.
Vilja myndavélar í þorpið — „Hér voru þjófar á ferð“
Byggðarráð Norðurþings hefur falið sveitarstjóra að ræða við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra um uppsetningu og rekstur eftirlitsmyndavéla á Raufarhöfn. Hugmyndin kom til umræðu eftir að þjófar létu greipar sópa í þorpinu sumarið 2019.
10.02.2021 - 11:53
Myndskeið
Útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hrossin
Sérgreinadýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir að útiganga yfir veturinn sé ekki slæm fyrir hross ef rétt er að málum staðið. Það sé stöðugt verkefni að fylgjast með velferð hrossa, en þar hafi hún ekki mestar áhyggjur af útigangi.
09.02.2021 - 22:38
Eyjamenn ánægðastir með búsetuskilyrði sín
Vestmannaeyjar, Akureyri og Eyjafjörður koma best út hvað varðar búsetuskilyrði, hamingju og viðhorfi til síns sveitarfélags. Verst koma Dalir og Sunnanverðir Vestfirðir út. Þetta segja niðurstöður skoðanakönnunar sem var gerð af landshlutasamtökum sveitarfélaga og Byggðastofnun. Þetta er í fyrsta skipti sem könnun sem þessi nær til landsins alls en hér eftir á að endurtaka hana á tveggja til þriggja ára fresti.
Opið án takmarkana um Jökulsárbrú
Eftir samráðsfund, Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, Vegagerðarinnar og Veðurstofu Íslands hefur verið tekin ákvörðun um að opna Þjóðveg 1 um Jökulsárbrú án takmarkana. Hingað til hefur umferð um svæðið aðeins verið heimiluð yfir daginn.
08.02.2021 - 14:12
„Miðað við fjöldann um helgina gekk þetta bara vel“
Þrátt fyrir mikinn fjölda gesta á Akureyri um liðna helgi gengu hlutirnir að sögn lögreglu stóráfallalaust. Gerðar voru athugsamedir við grímunotkun á tveimur veitingastöðum og farið var í þrjú hávaðaútköll.
08.02.2021 - 13:32
Mikill fúi í Húsavíkurkirkju
Kirkjuvörður í Húsavíkurkirkju segir gera þurfi við kirkjuna fyrir tugi milljóna króna. Mikill fúi hefur komið í ljós og kirkjuvörðurinn segir að skemmdirnar geti orðið varanlegar ef ekki verður gripið inn í.
08.02.2021 - 11:33
Hættan á öðru krapaflóði minnkar — „Allt á réttri leið“
Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað töluvert síðustu daga. Líklegt þykir að áin sé hægt og rólega að éta sig í gegnum krapaflóðið, segir Gunnar Sigurðsson, hópstjóri vatnamælikerfa hjá Veðurstofunni.
08.02.2021 - 11:19
Stöðvaður á 154 km. hraða í vetrarfærðinni
Lögreglan á Norðurlandi eystra stöðvaði ökumann sem ók eftir Ólafsfjarðarvegi um helgina á 154 km/klst. Ökumaðurinn var sviptur ökuleyfinu og sektaður um 210.000 krónur.