Norðurland

Fjórtán þúsund jarðskjálftar fyrir norðan
Jarðskjálfti, 3,9 að stærð, varð fyrir 40 mínútum úti fyrir mynni Eyjafjarðar og fannst hann víða á Norðurlandi. Fjórtán þúsund skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst þar 19. júní. 
19.07.2020 - 17:56
Yfir 80 eftirskjálftar
Yfir áttatíu eftirskjálftar hafa greinst við minni Eyjafjarðar eftir stóran skjálfta klukkan rétt rúmlega þrjú í nótt. Upphaflega var talið að skjálftinn hefði verið 4,7 að stærð en frekari rannsóknir leiddu í ljós að hann var 4,4. Skjálftinn varð tíu kílómetra norðnorðvestur af Gjögurtá við minni Eyjafjarðar.
19.07.2020 - 12:03
Talsverð rigning eða hvassviðri fyrir austan
Útlit er fyrir talsverða rigningu á Austurlandi fram undir hádegi og með henni aukið afrennsli og vatnavexti í ám og lækjum sem eykur líkur á skriðuföllum og grjóthruni úr hlíðum. Á Suðausturlandi er útlit fyrir strekkingsvind eða allhvassa norðvestanátt til hádegis og fram á seinni part dags á Austfjörðum. Vindur getur farið yfir 25 metra á sekúndu sums staðar og verið hættulegur bílum sem taka á sig mikinn vind. Gular viðvaranir eru í gildi á öllum þessum stöðum.
19.07.2020 - 07:58
Flæddi í Stjórnsýsluhúsið og yfir göngustíg á Húsavík
Vatn flæddi í kjallara stjórnsýsluhússins á Húsavík í dag og í fleiri kjallara vegna úrkomu. Dýpt vatnsins í stjórnsýslukjallarans var eitt fet, segir slökkviliðsstjórinn. Slökkviliðið hefur nýlokið við að losa úr grindum í Búðará til að varna því að áin flæddi yfir bakkana. Hún hefur þegar flætt yfir göngustíg.
18.07.2020 - 16:15
Biður fólk að fara varlega vegna veðurs
Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að enn sé hætta á grjóthruni úr fjallshlíðum þar sem mikið hefur rignt og biður fólk að fara varlega. Farið er að draga úr rigningu en áfram er útlit fyrir mikið regn víða á Norðurlandi. Hugsanlega þarf að framlengja gular viðvaranir vegna hvassviðris á suðaustanverðu landinu.
18.07.2020 - 12:53
Vara fólk við því að aka um Siglufjarðarveg
Vegagerðin ræður fólki eindregið frá því að aka um Siglufjarðarveg. Þar hefur verið gríðarleg úrkoma og veldur hún skriðuhættu. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstöð Vegagerðarinnar er jarðvegur víða ótraustur á Vestfjörðum og Norðurlandi vegna rigningar og vatnavaxa, einkum í fjallshlíðum. Er fólki því ráðið frá því að vera þar á ferð meðan jörð er að afvatna sig. Slökkviliðið hefur dælt vatni úr fráveitukerfi Siglufjarðar í morgun í miklum vatnavöxtum.
18.07.2020 - 11:11
Myndskeið
Óttast að skriður falli á Siglufirði og Ólafsfirði
Miklir vatnavextir eru í norðan rigningarveðri á Norðurlandi og viðbragðssveitir hafa í nægu að snúast. Vel er fylgst með holræsakerfinu á Siglufirði og óttast er að skriður geti fallið á Tröllaskaga.
17.07.2020 - 20:05
Viðbragðssveitir í startholunum vegna vatnavaxta
Viðbragðssveitir víða á Norður- og Vesturlandi eru í startholunum vegna vatnavaxta. Vegurinn upp á Bolafjall við Bolungarvík er lokaður eftir aurskriðu í gærkvöld. Þá varð minniháttar grjóthrun á Siglufjarðarvegi snemma í morgun.
17.07.2020 - 12:05
Viðtal
Ansi haustlegt og vont veður miðað við árstíma
Það fer ekki að draga úr rigningu fyrr en seinni part dags á morgun og leiðindaveður verður fram á sunnudag, segir Arnór Tumi Jóhannsson veðurfræðingur. Vindur fer vel yfir 30 metra á sekúndu í hviðum þar sem veður er verst, á Vestfjörðum og norðvestanverðu landinu. Arnór Tumi segir að þar sé mikið votviðri og ekkert ferðaveður.
17.07.2020 - 08:21
Fimm þúsund króna sekt við lausagöngu katta á Húsavík
Misjafnar reglur gilda um lausagöngu katta í þéttbýli hér á landi. Í Norðurþingi hefur lausaganga verið bönnuð í nokkur ár. Umhverfisstjóri sveitarfélagsins segir bannið hafa gefist vel.
16.07.2020 - 15:15
Jarðskjálfti af stærð 3,0 við mynni Eyjafjarðar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,0 mældist kl. 14:39, skammt norð-norðvestur af Gjögurtá. Margir smærri skjálftar mælast enn á Tjörnesbrotabeltinu.
Rafmagn með vind- og sólarorku í Grímsey
Ef hugmyndir starfshóps um orkuskipti í Grímsey ganga eftir verður allt rafmagn þar framleitt með vind- og sólarorku. Nú fá Grímseyingar rafmagn til lýsingar og húshitunar frá dísilrafstöð.
16.07.2020 - 13:25
Vilja ólmir taka upp kvikmyndatónlist á Akureyri
Framleiðendur Netflix-sjónvarpsþátta og Hollywood-kvikmynda flykkjast norður á Akureyri til að taka upp kvikmyndatónlist í samstarfi við SinfoniaNord-verkefnið. Síðan tónskáldin Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Atli Örvarsson fóru af stað með verkefnið árið 2014 hefur SinfoniaNord komið að gerð um þrjátíu slíkra verkefna. „Þegar að þú stenst „testið“ hjá þessum háu herrum í þessum bransa, þá getur allt gerst.“
16.07.2020 - 12:20
Úrhelli spáð og hætta á grjóthruni og skriðuföllum
Spáð er úrhelli á norðanverðum Vestfjörðum og Ströndum í kvöld og á morgun og gæti sólarhringsúrkoman náð á annað hundrað millimetra. Hætta er á grjótrhuni og skriðuföllum í svona mikilli rigningu, segir veðurfræðingur
16.07.2020 - 12:13
Snúið að manna sláturtíð vegna faraldursins
Þrátt fyrir aukið atvinnuleysi gengur nú verr að manna sláturtíð en síðustu ár. Forsvarsmenn sláturhúsa segja það býsna snúið að fá erlent fólk til starfa á tímum COVID.
16.07.2020 - 12:10
Myndskeið
Ungfrú Ragnheiður komin á nýjan bíl
Ungfrú Ragnheiður, skaðaminnkandi úrræði fyrir þá sem nota vímuefni í æð á Akureyri, tók nýverið nýjan bíl í notkun og fjölgaði vöktum. Hópstjórar segja tilkomu bílsins breyta miklu, og að aðsókn hafi aukist síðan verkefnið hófst.
15.07.2020 - 22:05
Myndskeið
Þreytt á lausagöngu katta á Akureyri
Endurskoða á reglur um lausagöngu katta á Akureyri. Kona, sem staðið hefur í stríði við kött í hverfinu í rúmt ár, kom heim úr ferðalagi í vikunni og hennar beið heldur ógeðfelld gjöf.
15.07.2020 - 19:50
Feikna úrkoma framundan
Seinni partinn í dag mun rigna mikið á vesturhelmingi landsins. Gul viðvörun er í gildi á miðhálendinu síðdegis og í kvöld. Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur, greindi frá þessu í hádegisfréttum.
15.07.2020 - 12:56
Myndskeið
Tekist á um lokun fangelsisins á Akureyri
Lokun fangelsisins á Akureyri hefur mætt mikilli andstöðu meðal bæjaryfirvalda á AKureyri, innan lögreglunnar og meðal fangavarða. Dómsmálaráðherra átti fund með yfirvöldum á Akureyri í dag. Lögregluembættið verður mögulega styrkt til að taka við verkefnum fangavarða.
Sjá ekki fram á heyskap fyrr en í september
Margir bændur á Norður- og Austurlandi, sem plægðu tugi hektara í vor þar sem tún voru kalin, sjá ekki fram á heyskap fyrr en í lok ágúst eða í september. Heyskortur blasir við þeim sem ekki eiga fyrningar frá síðasta ári.
14.07.2020 - 13:50
Flutningabíll gjörónýtur eftir veltu í Víðidal
Vöruflutningabíll með tengivagn fór út af þjóðvegi 1 skammt frá brúnni yfir Víðidalsá, rétt austan við Víðihlíð, á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn valt en tengivagninn hélst á hjólunum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi skrámaðist bílstjórinn nokkuð í slysinu en meiddist ekki alvarlega og var hlúð að honum á staðnum. Bíllinn, sem var á leið frá Akureyri til Reykjavíkur, er hins vegar gjörónýtur.
14.07.2020 - 00:57
Kemur alls ekki til greina að hætta við flutning
Félagsmálaráðherra segir ekki koma til greina að hætta við flutning brunavarnasviðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þrátt fyrir aðvaranir um að flutningurinn veiki starfsemina.
Sigla með brunarústir úr Hrísey
Hreinsunarstarfi í Hrísey lauk í dag eftir bruna sem varð þar í lok maí. Brak úr fiskverkuninni var flutt í land á pramma til urðunar. Óvissa ríkir í atvinnumálum í Hrísey þrátt fyrir mikla aðsókn ferðamanna í sumar.
13.07.2020 - 19:23
Lög­reglu­fé­lög mót­mæla lokun fangelsisins
Stjórnir Lögreglufélags Eyjafjarðar og Lögreglufélags Þingeyinga mótmæla fyrirhugaðri lokun Fangelsisins á Akureyri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félögunum.
Svart útlit í minkarækt eftir hrun á skinnamörkuðum
Hrun varð í sölu minkaskinna í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru og talsmaður íslenskra minkabænda segir útlitið afar svart. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að styrkja greinina um 80 milljónir króna á þessu ári.
13.07.2020 - 13:22