Norðurland

Tækifæri liggja í framtíð Grímseyjar
Nýr verkefnisstjóri byggðaþróunarverkefnis í Grímsey segir mikil tækifæri liggja í framtíð eyjarinnar. Áskoranir séu þó nokkrar en lausnir liggi í frumlegri og skapandi hugsun og því að festast ekki í úreldum hugmyndum um mennta- og atvinnumál.
11.10.2021 - 08:54
Sjónvarpsfrétt
Telur að um 40 skriður hafi fallið í Útkinn
Alls féllu um fjörutíu skriður í Útkinn í Þingeyjarsveit í vatnsveðrinu þar um síðustu helgi. Þá féllu stórar skriður langt norður fyrir byggðina. Viðbúnaðarstig í Kinninni hefur nú verið fært niður á óvissustig.
Hættustigi aflétt í Útkinn og vegurinn opnaður
Ríkislögreglustjóri hefur ákveðið í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra að færa viðbúnaðarstigið í Útkinn úr hættustigi niður á óvissustig. Góð veðurspá er svæðinu næstu daga.
08.10.2021 - 14:36
Sjónvarpsfrétt
Höggva sig í gegnum 85 ára gamlan skóg í Eyjafirði
Margir af reyndustu skógarhöggsmönnum landsins ryðja þessa dagana leið í gegnum 85 ára gamlan skóg í Vaðlareit handan Akureyrar. Þar á meðal annars að leggja nýjan göngu- og hjólreiðastíg. Um 130 tonn af timbri falla til við skógarhöggið.
08.10.2021 - 14:14
Tjúttað og tvistað á fyrsta kráarkvöldinu í tvö ár
Hlátrasköllin ómuðu um alla ganga hjúkrunarheimilisins Hlíðar á Akureyri í gærkvöld þegar fyrsta kráarkvöldið var haldið eftir faraldurinn. Göróttar veigar flæddu um húsið á meðan heimilisfólkið söng og dansaði.
08.10.2021 - 14:03
Hafa rannsakað hoppu­kastala­slysið í 99 daga
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á hoppukastalaslysi á Akureyri stendur enn yfir, rúmum þremur mánuðum eftir að slysið varð. Eitt barn, sex ára, slasaðist mikið og var sent á gjörgæsludeild Landspítalans með fjöláverka.
Þakplötur fjúka í norðanhvelli á Siglufirði
Norðaustan hvassviðri er nú á Tröllaskaga. Þakplötur og þakpappi er að fjúka af tveimur húsum.Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Strákum eru að reyna að hemja lausamuni.
07.10.2021 - 19:41
Minni úrkomu að vænta en enn hættustig í Út-Kinn
Enn er hættustig í gildi í Út-Kinn vegna úrkomu og aurskriðna og vegurinn þangað er lokaður fyrir almennri umferð. Íbúum er þó heimilt að dvelja á heimilum sínum en þeir hvattir til að fara um vegina í björtu.
07.10.2021 - 15:22
„Það verður enginn á svæðinu ef það er snjóflóðahætta“
Óvissu um opnun skíðasvæðisins á Siglufirði hefur verið eytt eftir að Veðurstofan veitti undanþágu til að starfrækja svæðið áfram á snjóflóðahættusvæði. Forstöðumaður segir að svæðið verði kannað alla morgna og ekki opnað ef snjóflóðahætta er til staðar.
07.10.2021 - 13:37
Börn send aftur í sóttkví eftir einn dag í skólanum
Nemendur 4. bekkjar í Brekkuskóla á Akureyri, sem mættu í skólann í gær eftir sóttkví, þurfa að fara aftur í sóttkví næstu sjö daga eftir að kennari í skólanum greindist smitaður. Starfsmaðurinn var í smitgát og einkennalaus.
07.10.2021 - 13:09
Mörg hundruð manns í röð eftir sýnatöku á Akureyri
Hundruð standa nú í röð eftir að komast í sýnatöku á Akureyri. Hópsýking kom upp á svæðinu fyrir rúmri viku og ljóst að margir þurfa að láta taka sýni næstu daga.
07.10.2021 - 11:26
Mismikill vilji til sameiningar
Sveitarfélagið Skagaströnd og Skagabyggð ákváðu að framkvæma skoðanakönnun til þess að kanna hug íbúa til þess að taka upp formlegar viðræður um sameiningu og kjósa síðan um sameiningu sveitarfélaganna. Niðurstöður könnunarinnar liggja nú fyrir.
07.10.2021 - 08:17
Sjónvarpsfrétt
Mikið uppbyggingarstarf framundan í Köldukinn
Mikil uppgræðsla bíður ábúenda á Björgum í Köldukinn eftir skriðuföllin þar fyrr í vikunni. Bændur segja þó gott að komast aftur heim. Verktakar voru í allan dag að hreinsa aur af vegum í Útkinn og gera við ljósleiðara sem fór í sundur.
Ískirkja á reki rétt undan ströndum Melrakkasléttu
Stærðarinnar borgarísjaki er nú um skammt undan ströndum Melrakkasléttu, við Hraunhafnartanga. Vísindamenn hjá Rannsóknarstöðinni Rif birtu myndir af ísjakanum, sem minnir helst á kirkju.
06.10.2021 - 14:24
Kynna nýtt hverfi fyrir rúmlega 2.000 íbúa á Akureyri
Akureyrarbær kynnti í dag drög að deiliskipulagi fyrir nýtt íbúðahverfi í bænum. Áætlað er að á svæðinu geti risið allt að 970 íbúðir á næstu árum fyrir 1.900-2.300 íbúa.
06.10.2021 - 13:29
Íbúafundir um mögulega sameiningu
Í kvöld verða haldnir íbúafundir í Langanesbyggð og Svalbarðshreppi um mögulega sameiningu sveitarfélaganna. Sameining ætti að vera auðveld rekstrarlega séð en taka þarf tillit til annarra þátta.
06.10.2021 - 12:03
Tjón á höfnum fyrir norðan hleypur á milljónum
Tjón varð á að minnsta kosti þremur höfnum á Norðurlandi eftir óveðrið sem gekk yfir í síðustu viku. Mikil ágjöf var yfir varnargarða með þeim afleiðingum að grjót spýttist upp og skemmdi meðal annars viðlegukanta, olíutanka og skúra.
06.10.2021 - 11:54
Tjón í Ólafsfirði fellur undir Náttúruhamfaratryggingar
Náttúruhamfaratryggingar Íslands hafa metið að vatnstjón, sem varð í allnokkrum húsum í Ólafsfirði um helgina, falli undir reglugerð tryggingasjóðsins. Það er metið út frá því að talið er að meginorsök vatnstjónsins sé vegna flóðsins í læknum sem gengur í gegnum bæinn.
Landinn
Nýr sveppur búinn að nema land
„Við höldum að þetta sél Lactarius fennoscandicus sem er sveppur sem hefur ekki fundist hér á landi áður,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem fékk forvitnilegan svepp í pósti á dögunum.
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
Rýmingu aflétt í Út-Kinn
Rýmingu hefur verið aflétt í allri Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu og fólk á ellefu bæjum má því snúa aftur heim. Rýmingu var aflétt af syðri hluta Kinnar í dag og á stöðufundi almannavarna, sem lauk á sjöunda tímanum, var ákveðið að aflétta einnig rýmingu í Út-Kinn.
05.10.2021 - 19:18
„Sjálfum finnst mér svona djúpt í árinni tekið“
Fræðslustjóri Akureyrarbæjar segir rakningarteymið ganga lengra á Akureyri en reglur um sóttkví segja til um. Um 80 eru nú í einangrun og tæplega þúsund manns í sóttkví á Akureyri, að stærstum hluta börn á grunnskólaaldri.
05.10.2021 - 17:10
Rýmingu aflétt að hluta
Á fundi Almannavarna var ákveðið að aflétta rýmingu á syðra svæði rýmingarinnar í Kinn, frá og með Ófeigsstöðum og Rangá í norðri að Hrafnsstöðum í suðri. Enn hefur rýmingu ekki verið aflétt í Útkinn.
05.10.2021 - 15:16
Fleiri íbúar fara úr Útkinn
Rýming er enn í gildi í Þingeyjarsveit en gulri veðurviðvörun vegna úrkomu hefur verið aflétt. Íbúar sem ekki var gert að rýma heimili sín upplifa sig óörugga og hafa sumir sjálfir ákveðið að fara af bæjum sínum.
05.10.2021 - 13:08
223 í sóttkví á Húsavík og 990 á Akureyri
Covid smitum hefur fjölgað hratt á Akureyri og í nágrenni síðustu daga. 990 manns eru í sóttkví á Akureyri og 223 á Húsavík. Alls eru 78 í einangrun á Akureyri en fimm á Húsavík. Staðan hefur talsverð áhrif á samfélagið, að því er segir í færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra á Facebook.