Norðurland

Myndskeið
Húsvíkingar að rifna úr stolti þrátt fyrir enga styttu
Engin Óskarsverðlaunastytta kemur til Íslands þetta árið. Margir höfðu gert sér vonir um að lagið Húsavík í flutningi sænsku söngkonunnar Molly Sandén og stúlknakórs úr Borgarhólsskóla hlyti styttuna eftirsóttu.
26.04.2021 - 17:30
Enginn úr áhöfn Þórsness með Covid-19
Öll sýni sem tekin voru úr skipverjum í áhöfn Þórsness SH í morgun reyndust neikvæð. Áhöfnin hefur verið í sóttkví um borð við bryggju á Þórshöfn frá því í morgun.
26.04.2021 - 16:55
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
17 manna áhöfn í sóttkví um borð
Sautján manna áhöfn fiskiskipsins Þórsness SH 109, sem dregið var með bilaða vél til Þórshafnar í nótt, er í sóttkví meðan gengið er úr skugga um að mennirnir séu smitaðir af Covid-19. Skipstjórinn tilkynnt Landhelgisgæslunni um veikindi hjá fimm skipverjum áður en skipið var tekið í tog.
26.04.2021 - 12:52
Tvö ný hús fyrir heimilislausa tilbúin á Akureyri
Tvö ný smáhýsi fyrir heimilislaust fólk hafa verið tekin í notkun á Akureyri og áætlað að byggja fleiri á sama svæði. Formaður velferðarráðs bæjarins telur að loks hafi náðst sátt um hvar hús af þessu tagi skuli vera á Akureyri.
26.04.2021 - 09:26
Mikli ásókn í íbúðalóðir í Dalvíkurbyggð
Tuttugu nýjum íbúðalóðum var úthlutað í Dalvíkurbyggð nýlega og þar er nú meiri ásókn í lóðir en mörg undanfarin ár. Bæjarstjórinn segist finna fyrir áhuga fólks á Akureyri að flytja til Dalvíkur.
25.04.2021 - 19:50
Norðlendingar fá 4.000 skammta af bóluefni í næstu viku
Heilbrigðisstofnun Norðurlands fær fjögur þúsund skammta af bóluefni í byrjun næstu viku. Ætlunin er að fara langt með að klára að bólusetja alla sem eru fæddir 1961 eða fyrr. Bólusett verður með efnum frá Pfizer og Astra Zeneca.
23.04.2021 - 14:30
Þingmaður og bæjarfulltrúi berjast um efsta sætið
Tvö berjast um efsta sætið í forvali Vinstri grænna í norðvesturkjördæmi sem hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður flokksins í kjördæminu, vill leiða listann áfram en Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sækist einnig eftir efsta sætinu. Alls eru átta i framboði.
Myndskeið
Vilja fulltrúa af landsbyggð í allar opinberar nefndir
Sveitarstjórnarfólk á norðausturhorninu vill að tekin verði upp sú regla að í öllum nefndum og ráðum á vegum ríkisins sitji ákveðið hlutfall fulltrúa af landsbyggðinni. Taka þurfi ákvarðanir á breiðari grunni en nú er gert.
Átta sækja um embætti lögreglustjóra á Norðvesturlandi
Átta umsóknir bárust til dómsmálaráðuneytis um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar í lok mars.
21.04.2021 - 18:12
„Við stefnum ekki á taprekstur, það er alveg klárt“
Teitur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Heilsuverndar sem tekur brátt við rekstri hjúkrunarheimila á Akureyri segir að engin kúvending verði í rekstrinum. Hann segir fyrirtækið hafa ákveðnar hugmyndir um hvernig bæta megi reksturinn. Þær hugmyndir verði kynntar síðar. Akureyrarbær sagði sig frá rekstrinum vegna margra ára taps.
21.04.2021 - 15:49
Viðtal
„Mín skoðun er að Akureyri eigi ekki að vera bílabær“
Guðmundur Haukur Sigurðarson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri, segir að Akureyri þurfi ekki að vera sá mikli bílabær sem hann er. Þjónusta sé í flestum tilfellum innan seilingar og í göngufæri. Hann telur mikilvægt að virðing sé borin fyrir fjölbreyttum samgöngum.
21.04.2021 - 14:35
Myndskeið
Sérstakt að spila við bólusetningu
Um sex þúsund manns fengu fyrstu sprautu af bóluefni frá Pfizer í dag. Í Laugardalshöll fékk fólk að hlýða á strengjaleik.
Andrésarleikunum frestað, flýtt aftur og nú aflýst
Ákveðið hefur verið að aflýsa Andrésar andar leikunum árið 2021. Hátt í eitt þúsund keppendur voru skráðir til leiks. Almannavarnir og sóttvarnalæknir lögðust gegn áformunum í ljósi þeirrar stöðu sem nú er uppi varðandi farsóttina í samfélaginu.
20.04.2021 - 19:23
Fögnuðu tíuþúsundasta gestinum með flugeldum og gjöfum
Tíuþúsundasti gestur skíðasvæðisins í Tindastóli, skíðasvæði Skagfirðinga var hylltur um helgina. Var viðkomandi leystur út með gjöfum auk þess sem staðarhaldarar sprengdu flugelda við tilefnið.
Húsvíkingar vígðu rauðan dregil í anda Hollywood
Segja má að sannkallað Óskars-æði hafi nú gripið um sig á Húsavík. Seint í gærkvöldi lauk tökum á myndbandi við lagið Husavik – My Home Town úr myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem tilnefnt til Óskarsverðlauna. Þá var rauður dregill vígður í bænum í dag við hátíðlega athöfn.
19.04.2021 - 13:53
Ræsa einn ofn PCC á Bakka í vikunni
Stefnt er að því að hefja uppkeyrslu á einum af ofnum kísilvers PCC á Bakka við Húsavík á morgun. Tíu mánuðir eru síðan tilkynnt var um tímabundna lokun á verksmiðjunni og áttatíu manns var sagt upp störfum.
19.04.2021 - 12:43
Loka deild í leikskóla á Húsavík vegna mögulegs smits
Ein deild í leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík er lokuð í dag á meðan beðið er eftir niðurstöðu úr sýnatöku sem barn á deildinni fer í dag. Fólk sem var gestkomandi á heimili barnsins í síðustu viku greindist með veiruna um helgina.
19.04.2021 - 11:00
Ingibjörg efst hjá Framsókn í norðausturkjördæmi
Ingibjörg Ólöf Isaksen, bæjarfulltrúi á Akureyri og framkvæmdastjóri Læknastofu Akureyrar, varð efst í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður varð önnur og Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og varaþingmaður varð í þriðja sæti.
Spegillinn
Kröflueldar – fyrir þá sem þurfa að rifja upp
Jarðvísindamenn vísa oft til Kröfluelda þegar kvika fer á kreik. Samkvæmt afar óformlegri könnun Spegilsins meðal fólks á fimmtugsaldri og niður úr er greinilegt að fáir vita mikið um þessar margívitnuðu jarðhræringar. Það eru rúm 45 ár frá því að fyrst gaus við Kröflu, 20. desember 1975, og síðasta gosinu þar lauk 18. september 1984. Páll Einarsson jarðeðlisfræðiprófessor segir að Kröflueldar hafi verið allsherjar lexía í mismunandi atburðarás sem tengist kviku og spennu á flekaskilum.
Húsvískur stúlknakór syngur á Óskarsverðlaunahátíðinni
Hróður Húsavíkur og Húsvíkinga fer enn vaxandi í kvikmyndaheiminum samkvæmt nýjustu tíðindum af Óskarsverðlaunaævintýri þessa íslenska kaupstaðar, því húsvískur stúlknakór mun syngja í myndbandi sem tekið verður upp á Húsavík og flutt á verðlaunahátíðinni seinna í þessum mánuði.
17.04.2021 - 03:26
Krefjast upplýsinga og aðgerða vegna mengunar á Hofsósi
Byggðarráð Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir seinagang við rannsókn á bensínmengun á Hofósi. Brátt eru liðin tvö ár frá því mikill bensínleki uppgötvaðist úr birgðatanki N1 á Hofsósi.
Rukkað fyrir bílastæði á Akureyri í lok sumars
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að tekin verði upp gjaldskylda á bílastæðum í miðbæ Akureyrar. Stefnt er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi í lok sumars.
16.04.2021 - 10:14
Rafskúta togaði tíu ára gamalt barn út á umferðargötu
Lögreglan á Norðurlandi eystra biðlar til foreldra og forráðarmanna barna um að brýna fyrir þeim að leigja ekki rafskútur. Tilefnið er að fyrr í dag mátti minnstu muna að tíu ára gamalt barna á slíku tæki yrði fyrir bíl.
15.04.2021 - 22:09
Heilsuvernd tekur við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar
Bæjarstjórinn á Akureyri gleðst yfir því að samningar um rekstur Öldrunarheimila Akureyrar séu nú loks í höfn. Heilsuvernd tekur við rekstrinum um næstu mánaðamót.