Norðurland

Ný aðalskipulagsbreyting lækkar háhýsin á Oddeyrinni
Skipulagsráð Akureyrar hefur kynnt nýja tillögu að aðalskipulagsbreytingu á Oddeyrinni. Fyrri tillaga leyfði allt að fimm 6-11 hæða fjölbýlishús. Ný tillaga lækkar leyfða hámarkshæð niður í um átta hæðir.
06.05.2020 - 14:41
„Mikilvægt að sýna líka sóknarhug“
Akureyrarbær ætlar að verja 40 milljónum í að efla ferðaþjónustu og menningarstarfsemi fyrir sumarið vegna faraldursins. Formaður stjórnar Akureyrarstofu segir óvissuna mikla en einmitt þess vegna sé mikilvægt að sýna sóknarhug.
06.05.2020 - 13:53
Gjörbreytt aðstaða með nýju siglingahúsi Nökkva
Vonast er til að nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri verði tilbúið haustið 2021. 230 milljónir króna fara í framkvæmdina sem mun gjörbreyta aðstöðu félagsmanna.
05.05.2020 - 15:26
Sveitarfélög segja sig frá rekstri öldrunarheimila
Akureyrarbær ætlar ekki að framlengja samning um rekstur öldrunarheimila við Sjúkratryggingar Íslands. Framkvæmdastjóri segir þónokkur sveitarfélög í svipuðum hugleiðingum. Kröfur til hjúkrunarheimila aukist en dregið sé úr fjárveitingum.
Aðeins þrisvar mælst meiri sól á Akureyri en nú í apríl
Nýliðinn aprílmánuður var óvenju sólríkur á Akureyri. Sólskinsstundir þar mældust 177, rúmlega 47 stundum fleiri en í meðalári, og aðeins þrisvar hafa þær mælst fleiri í höfuðstað Norðurlands í apríl. Sólskinsstundir í Reykjavík voru hins vegar 123, eða 17 stundum færri en í meðalári. 
05.05.2020 - 12:00
Allt lauslegt fauk og Akureyringar ekki viðbúnir
Aðgerðastjórn lögreglunnar á Norðurlandi eystra var virkjuð í gær vegna hvassviðris sem gekk yfir svæðið. Engin slys urðu á fólki en nokkuð tjón vegna foks.
05.05.2020 - 09:05
Þurftu aðstoð niður af Fjarðarheiði
Fólk sem lagði af stað frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar í kvöld átti í mestu vandræðum með að komast heim vegna ófærðar. Nærri minnisvarðanum við Neðri-Staf á Fjarðarheiði komust bílar ekki leiðar sinnar vegna snjós sem safnaðist í skafl og lokaði veginum.
04.05.2020 - 23:38
Björgunarsveitir kallaðar út
Björgunarsveitarfólk var kallað út til aðstoðar vegfarendum í vanda á Fjarðarheiði rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt hjálparbeiðnni voru hátt í tíu bílar fastir og komust ekki leiðar sinnar vegna vonds veðurs og snjókomu. Björgunarsveitarmenn voru fljótir á vettvang og fundu sjö bíla fasta á Fjarðarheiði, nærri Neðri-Staf ofan við Seyðisfjörð.
04.05.2020 - 22:08
Akureyrarbær framlengir ekki samning um öldrunarheimili
Samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Akureyrarbæjar um þjónustu Öldrunarheimila Akureyrar verður ekki framlengdur. Óskað er eftir viðræðum um framtíðarrekstur innan mánaðar.
Gert að greiða milljón vegna graðhesta sem sluppu
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til að greiða Hörgársveit rúma eina milljón vegna kostnaðar við að fanga tvo graðhesta og fleiri hross sem voru komin yfir á aðra jörð. Sveitarfélagið keypti graðhestana síðar á nauðungaruppboði og lét lóga þeim í sláturhúsi þegar beiðnum um að sækja hestana var ekki svarað.
04.05.2020 - 14:42
Hlíðarfjall varð af helmingi áætlaðra tekna
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli varð af helmingi tekna vetursins vegna kórónuveirunnar. Forstöðumaður segir ekkert annað í stöðunni en að líta björtum augum til næsta veturs. Ný skíðalyfta verður kláruð í sumar.
04.05.2020 - 11:38
Fluttur á slysadeild eftir árekstur í Eyjafjarðarsveit
Ökumaður mótorhjóls var fluttur á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur við sendibíl nærri Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit í hádeginu.
03.05.2020 - 16:00
Myndband
Ætla að skipta um sál í bragganum á Bakkafirði
Ónýtt braggaskrifli á Bakkafirði hefur verið íbúum til ama en það gæti breyst ef draumur ungrar fjölskyldu rætist. Þau keyptu braggann á eina krónu, ætla að gera þar listamannaíbúð og laða hugmyndaríkt fólk á staðinn.
03.05.2020 - 09:08
Tvær fiskvinnslur á Bakkafirði - fólk vantar til starfa
Grásleppusjómenn eru sumir að klára vertíðina og bátarnir koma drekkhlaðnir til Bakkafjarðar. Þar hefur fiskast vel og aflinn fer til vinnslu í nýrri fiskvinnslu Bjargsins í húsnæði sem Toppfiskur átti áður. Þar hefur verið sett upp hrognavinnslulína en söltuð grásleppuhrognin þykja herramannsmatur.
30.04.2020 - 19:47
Halla Bergþóra nýr lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu
Halla Bergþóra Björnsdóttir hefur verið skipuð lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu frá 11. maí. Hún var valin úr hópi þriggja umsækjenda til að gegna starfinu. Halla Bergþóra var metin hæfust umsækjenda af hæfnisnefnd.
30.04.2020 - 18:18
Vilja að Vegagerðin komi að brunavörnum í jarðgöngum
Fjallabyggð vill að Vegagerðin taki þátt í kostnaði við brunvarnir í jarðgöngum í sveitarfélaginu. Bæjarstjórinn kvartar yfir áhugaleysi Vegagerðarinnar og undirstrikar að ekkert sveitarfélag hafi jafn mörg jarðgöng innan sinna marka. 
30.04.2020 - 12:53
Söngelskir Skagfirðingar gera tónlistarmyndband
Skagfirðingar tóku höndum saman og gerðu tónlistarmyndband. Tónlistarmaður óskaði eftir þátttakendum á Facebook og viðbröðin létu ekki á sér standa.
29.04.2020 - 16:32
Fjallabyggð snýst hugur- leigir út lóð og ketilbjöllur
Bæjarráð Fjallabyggðar hefur snúist hugur eftir að hafa hafnað beiðni frá íbúa í sveitarfélaginu um að fá að tæki og tól úr líkamsræktaraðstöðu sveitarfélagsins. Íbúum stendur nú til boða að leigja handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði.
29.04.2020 - 10:28
Menntaskólinn á Tröllaskaga vel undirbúinn undir COVID
Eftir að skellt var í lás í framhaldsskólum hefur reynt á bæði kennara og nemendur að finna lausnir. Í Menntaskólanum á Tröllaskaga varð breytingin þó ekki ýkja mikil.
28.04.2020 - 18:14
Brot Múlabergs talin meiriháttar
Skuttogarinn Múlaberg SI 22 var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti við gullkarfaveiðar á Reykjaneshrygg í febrúar. Sviptingin tók gildi 21. apríl.
28.04.2020 - 14:43
Síðdegisútvarpið
„Að vera í Hofi er eins og að lifa James Bond-mynd“
Akureyri er bær kvikmyndatónlistar og Sinfóníuhljómsveit Akureyrar er kvikmyndahljómsveit Íslands, að sögn Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar framkvæmdastjóra. Sveitin hefur í nægu að snúast í heimsfaraldri við að leika tónlist fyrir stærstu framleiðslurisa heims.
Fyrstu viðbrögð við aðgerðarpakkanum ánægja
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir svo virðast sem stjórnvöld hafi hlustað á óskir ferðaþjónustunnar. Fyrstu viðbrögð við nýkynntum aðgerðarpakka sé ánægja. Hún óttast að ferlið gangi of hægt fyrir sig og segir fyrirtæki kalla eftir því að fá að nýta starfsfólk í hlutabótaleiðinni.
Múlaberg svipt veiðileyfi vegna brottkasts
Skuttogarinn Múlaberg frá Siglufirði var sviptur veiðileyfi í tvær vikur eftir að háseti um borð var staðinn að brottkasti. Skipstjórinn fullyrðir að þetta hafi aðeins verið nokkrir fiskar.
28.04.2020 - 12:30
Undirgöng ekki raunhæf við Hörgárbraut
Lagðar hafa verið til úrbætur vegna umferðaröryggis á Hörgárbraut á Akureyri. Ekki er talið raunhæfur kostur að gera undirgöng eða göngubrú. Fimm aðgerðir koma til kastanna á þessu ári.
28.04.2020 - 10:49
Myndskeið
Lentu eins hreyfils flugvél á Kerlingu
Lítilli eins hreyfils flugvél var lent á Kerlingu, hæsta fjalli Norðurlands í gær. Flugstjórinn segir aðstæður til lendingar á fjallinu hafa verið eins og best verður á kosið.
28.04.2020 - 09:26