Norðurland

Óttast að snjóflóðahætta skaði ímynd Skarðsdals
Skíðaborg, skíðafélag Siglufjarðar, hefur áhyggjur af þeirri óvissu sem virðist ríkja um verklok framkvæmda á skíðasvæðinu í Skarðsdal, sér í lagi þar sem vá af snjóflóðahættu standi enn óbreytt. Skíðafélagið telur slíkar aðstæður skaði ímynd skíðasvæðisins sem komi niður á þróun fjölda gesta og uppbyggingastefnu félagsins „sökum þess að foreldrar telji börn sín ekki örugg á svæðinu.“ Hætta sé á brotthvarfi úr íþróttinni vegna bágborinna aðstæðna.
13.10.2020 - 23:37
Sjúklingar og starfsfólk Kristness í sóttkví eftir smit
Starfsmaður á Kristnesspítala í Eyjafirði hefur greinst með kórónuveiruna og vegna þess þurfa 13 sjúklingar og 10 starfsmenn að fara í sóttkví.
13.10.2020 - 21:09
Sex smit tengd sömu sundlaug í Eyjafjarðarsveit
Átta hafa nú verið greindir með virkt COVID-19 smit í Eyjafjarðarsveit. Þá eru fjórtán íbúar í sveitinni komnir í sóttkví. Sex tilfelli má rekja til hóps sem hittist í sundi í síðustu viku.
13.10.2020 - 16:28
Myndband
Eldur í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Svalbarðsströnd á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var innan um fleiri bíla en bílapartasala er rekin á lóðinni þar sem eldurinn kom upp. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn svo hann náði ekki að berast í nærliggjandi bíla og hluti. Bíllinn er ónýtur, eins og sjá má á myndum sem fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
13.10.2020 - 15:27
Stöðva dreifingu á mjólk vegna yfirfulls haughúss
Matvælastofnun hefur stöðvað dreifingu mjólkur frá bæ í Hörgársveit þar sem hollustuhættir voru ófullnægjandi. Haughús var yfirfullt svo rann úr því út á heimreiðina. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur mjólkurframleiðslu verið hætt á bænum.
13.10.2020 - 12:33
Námslota á Akureyri þrátt fyrir sóttvarnartilmæli
Háskólinn á Akureyri hefur hafnað beiðni hjúkrunarfæðinema í fjarnámi um að sleppa við verklegt nám við skólann vegna kórónuveirufaraldursins. Rúmlega tuttugu nemendur af höfuðborgarsvæðinu þurfa því að meta hvort þeir fara til Akureryrar, þvert á tilmæli sóttvarnaryfirvalda.
Þróa nýtt og einfaldara leiðakerfi strætó á Akureyri
Akureyrarbær vinnur nú að þróun á nýju leiðakerfi fyrir Strætisvagna Akureyrar. Horft til þess að einfalda kerfið og auka tíðni með styttri ferðum og beinni leiðum. Tillögur að nýju kerfi verða kynntar á næstu vikum.
12.10.2020 - 15:51
Nökkvi fær nýtt hús við Höpfnersbryggju eftir 6 ára bið
Framkvæmdir við nýtt hús fyrir siglingaklúbbinn Nökkva á Akureyri eru hafnar. Reiknað er með að húsið verði tilbúið haustið 2021 en kostnaður við bygginguna er um 230 milljónir króna. Rúm sex ár eru síðan bærinn samdi við félagið um uppbyggingu við Höpfnersbryggju.
12.10.2020 - 15:09
Vilja sértækan byggðakvóta fyrir Kópasker
Byggðastofnun getur ekki orðið við ósk byggðarráðs Norðurþings um að sértækum byggðakvóta verði úthlutað til Kópaskers. Mikilvægt þykir að auka aflaheimildir á Kópaskeri, en almennur byggðakvóti þar fari minnkandi.
12.10.2020 - 11:57
Nýtt áfangaheimili tekið í notkun á Akureyri
Nýtt áfangaheimili verður tekið í notkun á Akureyri í dag. Íbúarnir fá aðstoð við að koma sér út í samfélagið á nýjan leik. Á heimilinu eru 12 herbergi en það er rekið án opinberra styrkja.
12.10.2020 - 11:30
Myndskeið
Eldur í mannlausum bíl á Akureyri
Eldur kviknaði í mannlausum bíl á Akureyri á tíunda tímanum í kvöld. Bíllinn var á bílastæði fyrir utan fjölbýlishús. Slökkvilið kom fljótt á staðinn og gekk greiðlega að slökkva eldinn. Bíllinn er þó mikið skemmdur, eða jafnvel ónýtur, eins og sjá má á myndum sem Óðinn Svan Óðinsson, fréttamaður RÚV, náði á vettvangi.
11.10.2020 - 23:08
Enn hætta á skriðum í Eyjafirði
Enn er talin hætta þar sem skriða féll í Hleiðargarðsfjalli ofan við Gilsá í Eyjafirði í byrjun vikunnar. Lögreglan á Norðurlandi eystra, sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Náttúrufræðistofnun munu áfram vakta svæðið.
09.10.2020 - 15:58
Ítreka að ferðast aðeins í brýnni nauðsyn
Aðgerðarstjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ítrekar að fólk takmarki ferðalög eins og kostur er. Að íbúar svæðisins fari ekki til höfuðborgarinnar né annara svæða þar sem þau geti verið útsett fyrir smiti. Þá eru höfuðborgarbúar beðnir að halda sig heima.
09.10.2020 - 15:54
Skrifstofa Eyjafjarðarsveitar lokuð vegna smits
Starfsmaður á skrifstofu Eyjafjarðarsveitar er smitaður af kórónuveirunni. Skrifstofan verður lokuð næstu daga þar til rakningarteymi hefur lokið vinnu sinni.
09.10.2020 - 15:10
Viðtal
„Ekkert eðlilegt að vera eins og riðuveik rolla"
Níu af hverjum tíu sjómönnum hafa fundið fyrir sjóveiki og sjóriðu. Þá segist tæpur helmingur þeirra glíma við mígreni eða spennuhöfuðverk. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri. Sjómaður til þrjátíu ára segir vandamálið falið.
09.10.2020 - 15:04
Stjórnsýsla sameinaðs sveitarfélags verði á Skagaströnd
Fulltrúar Sveitarfélagsins Skagastrandar, í nefnd um sameningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu, telja að stjórnsýslan eigi að vera á Skagaströnd komi til sameiningar. Sameiningarnefndin hefur lagt til að hafnar verði formlegar sameiningarviðræður.
09.10.2020 - 14:10
Viðtal
„Enginn elskar COVID. Nema COVID elskar COVID" 
Börn sem mættu meira í leikskólann í fyrstu bylgju COVID höfðu minni áhyggjur af ástandinu en þau börn sem voru aðallega heima. Þetta kemur fram í óformlegri könnun sem Ingi Jóhann Friðjónsson, leikskólakennari gerði meðal elstu barna leikskólans Lundarsels á Akureyri.
09.10.2020 - 14:07
Hafa áhyggjur af flugi til og frá Húsavík
Sveitarstjórinn í Norðurþingi telur að framtíðarskipan flugs til og frá Húsavík sé í óvissu. Flugfélagið Ernir hefur flogið til Hafnar í Hornafirði, Bíldudals, Gjögurs og Húsavíkur en í sumar voru allar flugleiðirnar boðnar út nema leiðin til Húsavíkur.
09.10.2020 - 12:49
Aðalheiður hjólaði 832 kílómetra á 20 dögum
Aðalheiður Einarsdóttir, 96 ára íbúi á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri afrekaði það að hjóla 832 kílómetra á 20 dögum. Aðalheiður er hluti af liði Hlíðar í alþjóðlegri hjólakeppni eldri borgara, Road Worlds for Seniors.
09.10.2020 - 10:28
Gunnlaugur reyndi að losa sig við nýju kettlingana
„Við höfðum saknað hans svo mikið,“ segir Freyja Amble Gísladóttir, eigandi kattarins Gunnlaugs sem skilaði sér heim í gær eftir fjögurra mánaða ferðalag. Eftir þriggja mánaða leit gáfust eigendurnir upp og fengu sér kettlinga sem Gunnlaugi fannst óþörf viðbót og í gær reyndi hann að taka málin í sínar loppur.
09.10.2020 - 10:10
Glæpaalda á Siglufirði - innbrot í skóla og bíl stolið
Lögreglan á Siglufirði hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga. Innbrot í bíla og hús hafa verið tilkynnt fjórar síðustu nætur. Í gærkvöldi var maður handtekinn grunaður um innbrot í nokkur hús í bænum.
09.10.2020 - 09:43
Myndskeið
Enn vatnsrennsli úr aurskriðunni og grannt fylgst með
Enn er töluvert vatnsrennsli úr aurskriðunni sem féll úr Hleiðargarðsfjalli í Eyjafirði á þriðjudag. Vatn og aur hefur hefur flætt yfir Eyjafjarðarbraut sem er lokuð við bæinn Nes.
08.10.2020 - 13:12
Siglfirðingar uggandi yfir innbrotum
Ekki hefur tekist að hafa hendur í hári innbrotsþjófs sem farið hefur inn í hús á Siglufirði síðustu daga. Íbúi sem sá einhvern reyna að fara inn í bíla í nótt segir bæjarbúa uggandi.
Dekkjahöllinni á Akureyri lokað vegna smits
Starfsmaður Dekkjahallarinnar á Akureyri greindist með Covid-19 í gærkvöld. Meðan unnið er að smitrakningu hefur verkstæðinu verið lokað.
08.10.2020 - 09:43
Landinn 10 ára
Sem betur fer ekki algengt að systkini séu í hjólastól
„Það var mikið komið til okkar á eftir og spjallað við okkur og svona, fólk tók eftir þessu. Stoppaði mann úti á götu. Þetta var eitthvað sem vakti eftirtekt hjá fólki. Sem betur fer ekki algengt að systkini séu í hjólastólum,“ segir Bergur Þorri Benjamínsson. 
07.10.2020 - 15:30