Norðurland

X22 - Norðurþing
Fyrirtæki lagi sig að samfélaginu en ekki öfugt
Það skiptir miklu máli hvers konar fyrirtæki koma til starfa í Norðurþingi segja íbúar sveitarfélagsins í aðdraganda kosninga. Fyrirtækin þurfi að aðlagast samfélaginu en ekki öfugt.
Sjónvarpsfrétt
Helsta verkefni tjaldsvæða er að tryggja rafmagn
Tjaldsvæðið að Hömrum við Akureyri er eitt stærsta tjaldsvæði landsins og í sífelldum vexti. Forstöðumaður Hamra segir að stærsta verkefnið fyrir komandi sumar sé að tryggja gestum aðgang að rafmagnstenglum. 
10.05.2022 - 10:58
Barnamenningarhátíð á Norðurlandi vestra fyrsta sinn
Barnamenningarhátíðin Skúnaskrall er nú haldin er í fyrsta sinn víðs vegar á Norðurlandi vestra. Námskeið, vinnustofur og listviðburðir eru á dagskrá hátíðarinnar sem stendur fram í miðjan maí.
09.05.2022 - 15:15
Byrja að byggja í Grímsey þó enn vanti tugi milljóna
Nokkra tugi milljóna vantar til að fjármagna kirkjubyggingu í Grímsey. Skóflustunga var tekin í gær að nýrri kirkju sem reist verður á grunni þeirrar gömlu sem brann á síðasta ári. Söfnun stendur enn yfir.
09.05.2022 - 11:44
X22 - Fjallabyggð
Samgöngumálin ofarlega í huga íbúa Fjallabyggðar
Samgöngumál eru íbúum í Fjallabyggð sérstaklega hugleikin í aðdraganda kosninga enda falla reglulega snjóflóð og grjótskriður á vegina. Sveitarstjórnarfulltrúar mættu einnig huga meira að húsnæðismálum að mati heimafólks.
Lögreglan ekki vanhæf til að rannsaka fréttamenn
Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans séu ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.
Einn slasaður eftir snjóflóð á Akureyri
Snjóflóð féll á svæðinu fyrir ofan skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri um klukkan eitt í dag. Einn skíðamaður lenti í flóðinu, hann grófst ekki undir en er slasaður. Ekki er vitað um líðan mannsins að svo stöddu.
06.05.2022 - 15:19
Vissu ekki að læknirinn væri ákærður fyrir ofbeldi
Læknirinn, sem ákærður var fyrir að beita konu sína og þrjú börn ofbeldi, hefur lokið störfum hjá Heil­brigðis­stofn­un Norður­lands. Forstjóri HSN segist hafa lesið um ákæruna í fjölmiðlum og ekki vitað um málið þegar maðurinn var ráðinn.
06.05.2022 - 10:08
X22 - Skagafjörður
Skagfirðingar velta fyrir sér framtíð landbúnaðar
Framtíð landbúnaðar er Skagfirðingum hugleikin fyrir komandi kosningar. Einnig þurfi að standa vörð um þá þjónustu sem þegar er til staðar. Ýmis opinber þjónusta hefur verið skert þar á síðustu árum.
Hæfileikabúnt á Norðurlandi stíga á svið í Hofi
Fiðringur, hæfileikakeppni ungmenna á Akureyri og nágrenni, fer fram í fyrsta skipti í Hofi í kvöld. Keppnin verður í beinni útsendingu á RÚV tvö í kvöld.
05.05.2022 - 15:08
Innlent · Norðurland · Mannlíf · Dans · Tónlist · Akureyri
Viðvaranir vegna snjókomu og hvassviðris
Þrátt fyrir að maí sé genginn í garð og sumarið komið að margra mati, þá er fylgir veðrið ekki alltaf almanakinu.
05.05.2022 - 11:41
Rúmlega fimm þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Nú þegar innan við tíu dagar eru í sveitarstjórnarkosningar hafa rúmlega fimm þúsund manns kosið utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina heldur meiri en fyrir fjórum árum.
Sjónvarpsfrétt
Matvæli nýtt sem annars færu í ruslið
Til hvers að henda matvælum í fullkomnu lagi ef einhver annar getur nýtt þau, spyr talsmaður samfélagsverkefnis á Akureyri sem nýverið var hleypt af stokkunum. Það snýst um að sporna gegn matarsóun og á sama tíma aðstoða þá sem vantar mat. 
05.05.2022 - 08:51
„Við upplifðum að við værum í mikilli hættu“
Siglfirðingur átti fótum sínum fjör að launa þegar grjót féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla í gær. Hún segir leiðina hættulega og löngu tímabært að hætta smávægilegum lagfæringum og byggja ný göng og leggja nýjan veg.
04.05.2022 - 14:24
„Myndi vilja sjá Akureyrarbæ gera eitthvað í þessu“
Þeir sem reka verslanir og veitingastaði í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri segja dapurlegt að engin upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sé rekin í bænum. Rúmlega 50 þúsund ferðamenn komu í húsið í leit að upplýsingum árið 2019.
04.05.2022 - 11:54
Tjaldgestir á Akureyri fengu heldur kuldalegar móttökur
Gestir á tjaldstæðinu að Hömrum á Akureyri fengu heldur óblíðar móttökur frá móðir náttúru í morgun þar sem snjóað hafði nokkuð hressilega í nótt. Framkvæmdarstjóri á tjaldstæðinu segir að stöku sinnum þurfi að aðstoða illa búið fólk en gestir næturinnar hafi staðið af sér veðrið.
03.05.2022 - 14:56
Kattarframboðið mælist inni en óvissan mikil á Akureyri
Rúmlega 30 prósent svarenda í nýrri könnun Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri hafa ekki gert upp hug sinn fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Snorri Ásmundsson, listamaður tæki sæti í bæjarsjórn í umboði kattarins Reykjavík, gangi könnunin eftir.
03.05.2022 - 14:13
Opna Skógarböðin í maí — „Alveg eins og mig dreymdi um“
Nýjasti áfangastaður ferðamanna við Akureyri, Skógarböðin, verða tekin í gagnið á næstu dögum. Eigandinn segir útkomuna jafnvel betri en hann þorði að láta sig dreyma um.
03.05.2022 - 11:33
Snjóhvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið
Hvít jörð blasti við Akureyringum í morgunsárið. Snjórinn ætti þó að hafa stutta viðkomu en hitinn er nú kominn yfir frostmark og spáð hita og rigningu þegar líða tekur á daginn.
03.05.2022 - 08:25
Sjónvarpsfrétt
Stanslaus viðvera í fjárhúsunum
Sauðfjárbændur landsins eru nú vaktir og sofnir yfir sauðburði en venjan er að hann standi frá lokum apríl fram í júní. Stanslaus viðvera er í fjárhúsunum og þykir sumum bændum nóg um.
02.05.2022 - 19:20
Sviðsettu stórt flugslys við flugvöllinn á Þórshöfn
Um áttatíu manns tóku þátt í flugslysaæfingu á flugvellinum á Þórshöfn um helgina. Verkefnisstjóri segir æfinguna skerpa á viðbragði allra vegna stórslysa á svæðinu.
02.05.2022 - 15:57
Sjónvarpsfrétt
Frá Mariupol til Akureyrar — „Tek bara einn dag í einu”
Ungur Úkraínumaður, sem kom frá Mariupol til Akureyrar til að spila fótbolta með KA, segist taka einn dag í einu. Húsið hans og allar eigur voru lagðar í rúst skömmu eftir að hann kom til landsins.
02.05.2022 - 13:39
Aflið á Akureyri verið starfrækt í 20 ár
Tuttugu ár eru síðan samtökin Aflið voru stofnuð á Akureyri. Aðsóknin hefur aukist ár frá ári og segir forstöðumaður samtakanna að umræður um ofbeldi í samfélaginu ýti við þolendum til að leita sér aðstoðar.
02.05.2022 - 12:49
Sjónvarpsfrétt
Tvíburar smíðuðu bíl — „Brjálumst bara annað slagið“
Tvíburar frá Grímsey sem smíðuðu tæplega 200 hestafla bíl frá grunni stálu senunni á sýningu lokaverkefna vélstjóranema við Verkmenntskólann á Akureyri í vikunni. Margra ára vinna og allt of mikið af peningum liggja að baki tryllitækinu.
02.05.2022 - 10:32