Norðurland

Myndskeið
Dómkvaddur matsmaður meti mengunartjón á Hofsósi
Eigendur veitingastaðar á Hofsósi hafa óskað eftir því að dómkvaddur matsmaður meti tjón sem þau hafa orðið fyrir vegna olíumengunar frá bensínstöð N1. Staðurinn hefur verið lokaður í átta mánuði og þau vilja kanna hvort grundvöllur sé fyrir dómsmáli.
30.09.2020 - 20:26
Birkir Blær fagnar útgáfu sinnar fyrstu plötu
„Maður verður bara að vera patient, því allt svona líður hjá,“ segir Birkir Blær, tvítugur tónlistarmaður frá Akureyri sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu. Platan ber titilinn Patient og fjallar um erfiða hluti sem fólk tekst á við í lífinu. Birkir Blær fagnar útgáfunni með tónleikum á Græna hattinum á Akureyri.
30.09.2020 - 18:11
Skerða snjómokstursþjónustu á Akureyri til að spara
Akureyrarbær stefnir á að spara allt að fimmtíu milljónir króna með skertri þjónustu við snjómokstur í vetur. Formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs segir heimsfaraldurinn hafa sýnt að ekki sé nauðsynlegt fyrir alla að komast leiðar sinnar klukkan átta alla morgna.
30.09.2020 - 16:41
Dæmdar bætur vegna umferðarslyss á Hörgárbraut
Karlmaður á Akureyri og tryggingafélagið Vörður voru í gær dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra til að greiða konu tvær milljónir króna í miskabætur vegna umferðarslyss sem varð 2017. Stefndu voru einnig dæmd til að greiða málskostnað.
30.09.2020 - 14:33
Starfsfólk Lundarskóla í skimun í dag
Um 50 starfsmenn í Lundarskóla á Akureyri fara í skimun í dag en starfsmaður þar greindist með kórónuveiruna um helgina. Ekkert skólastarf hefur verið hjá 1.-6. bekk í vikunni. Greinist enginn með COVID-19 verður hægt að hefja skólastarf aftur í fyrramálið.
30.09.2020 - 13:37
Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Myndskeið
Umdeild lóð skammt frá nýja íbúðarhverfinu á Akureyri
Umgengni á rúmlega 50 þúsund fermetra lóð steypustöðvar á Akureyri hefur stöðvað afgreiðslu á starfsleyfi fyrirtækisins. Heilbrigðisfulltrúi segir svæðið lengi hafa verið til vandræða.
30.09.2020 - 10:06
Ræða möguleika á frekara samstarfi eða sameiningu
Sveitarfélög við Eyjafjörð ræða um þessar mundir saman um hvaða möguleikar felist í frekara samstarfi eða sameiningu. Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps segir afar mikilvægt að koma fram sem sterk heild. Gott samtal skipti miklu máli hvort sem það leiði til sameiningar eða ekki.
Myndskeið
Ófremdarástand vegna fjölgunar villiminks
Veiðimaður í Skagafirði segir áhyggjuefni hversu mikið villimink hafi fjölgað. Stjórnvöld og sveitarfélög þurfi að auka fjárveitingar svo hægt sé að halda honum í skefjum.
Viðtal
„Vonuðum að hann væri frekar dauður en særður“
Fjárhundurinn Tímon fannst um helgina í gjótu á Melrakkasléttu. Það þykir kraftaverki líkast að hvutti hafi fundist heill á húfi en hann sat fastur í gjótunni í tíu daga. Eigandi Tímons segir erfitt að lýsa augnablikinu þegar hann fannst.
29.09.2020 - 12:52
Krabbameinsfélag Akureyrar í erfiðleikum
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis leitar nú leiða til þess að tryggja áframhaldandi rekstur þjónustumiðstöðvar en félagið á í miklum rekstrarerfiðleikum vegna áhrifa af heimsfaraldrinum. Ef fer sem horfir mun rekstrarfé félagsins klárast í febrúar.
Aukin bleikjuveiði fram undan í Mývatni
Líklegt er að aukin silungsveiði verði leyfð í Mývatni á næsta ári en bleikjustofninn í vatninu hefur náð sér allvel á strik eftir margra ára verndaraðgerðir. Formaður Veiðifélags Mývatns segir þó að veiðin verði aldrei sú sama og áður eftir svo langt hlé á alvöru veiðum.
28.09.2020 - 13:48
Jarðhiti í Bárðarbungu sífellt að aukast
Snarpur jarðskjálfti í Bárðarbungu um helgina er ekki endilega fyrirboði frekari atburða þar, að sögn jarðeðlisfræðings. Stórir skjálftar fylgi kvikusöfnun í eldstöðinni. Jarðhiti er sífellt að aukast á þessu svæði og eitt af því vísindamenn fylgjast með er hvort aukin hætta er á hlaupi í Jökulsá á Fjöllum.
28.09.2020 - 13:29
Smit í Lundarskóla á Akureyri
Starfsmaður Lundarskóla á Akureyri hefur greinst með kórónuveiruna. Skólinn verður lokaður til 1.október þar sem kennarar skólans fara í sóttkví á meðan unnið er að smitrakningu.
26.09.2020 - 14:23
Venst seint og illa að finna fyrir jarðskjálfta
Þrír jarðskjálftar yfir fjórum að stærð urðu í nótt um tólf kílómetrum norðaustur af Grímsey. Grímseyingar segjast orðnir þreyttir á mikilli sjálftavirkni undanfarna mánuði.
26.09.2020 - 12:29
Snarpir skjálftar nærri Grímsey í nótt
Tveir jarðskjálftar yfir fjórum að stærð urðu um tólf kílómetrum norðaustur af Grímsey í nótt. Laust fyrir klukkan þrjú mældist skjálfti af stærðinni 4,3. Skömmu síðar varð eftiskjálfti af stærðinni 3,4 á sama stað. Um klukkan hálf fjögur varð svo skjálfti sem mældist 4,2 að stærð á svipuðum slóðum, og um tveimur mínútum síðar fylgdi skjálfti af stærðinni 4,3.
26.09.2020 - 04:16
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 við Grímsey
Jarðskjálfti af stærðinni 3,7 varð 12,5 kílómetra norðaustur af Grímsey um hálf tólf leytið í dag. Rúmlega 1.500 jarðskjálftar voru staðsettir í sjálfvirki jarðskjálftakerfi Veðurstofunnar í síðustu viku, þeir stærstu voru austur á Skjálfanda þar sem tveir skjálfta upp á 4,6 og 4 mældust. Þeir fundust víða á Norðurlandi.
25.09.2020 - 12:26
Vonast eftir COVID-hundum til Íslands
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vonast til að fá sérþjálfaða COVID-leitarhunda til landsins gefi þeir góða raun erlendis. Lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti Orðið að liði í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. COVID-leitarhundar tóku til starfa á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi í gær.
24.09.2020 - 13:30
Samið um stuðning vegna hruns í ferðaþjónustu
Í gær var undirritaður fyrsti samninguirnn um stuðning ríkisins við sveitarfélög vegna hruns í ferðaþjónustu. Fimm samningar til viðbótar verða undirritaðir á næstu dögum og vikum.
24.09.2020 - 11:36
Vetrarfærð á fjallvegum og víða kuldalegt
Ofankoma hefur sett veg sitt á vegi víða um land, sérstaklega fjallvegi. Þar er víða vetrarfærð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Gular viðvaranir vegna norðanhríðar og snjókomu verða í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi fram eftir morgni. Á Akureyri er kuldalegt um að litast eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni og var tekin í morgun.
24.09.2020 - 08:39
Él norðanlands
Útlit er fyrir norðanátt, tíu til fimmtán metra á sekúndu, en hvassara verður í vindstrengjum suðaustanlands. Él verður norðanlands en yfirleitt léttskýjað sunnan- og vestanlands. Hiti verður frá frostmarki að sjö stigum. Gular viðvaranir vegna norðanhríðar og snjókomu eru í gildi fram eftir morgni á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi.
24.09.2020 - 06:33
Gular viðvaranir í nótt vegna snjókomu og skafrennings
Gul viðvörun tók gildi á Norðurlandi eystra klukkan 22 í kvöld og er í gildi til klukkan tíu í fyrramálið. Spáð er norðanátt, 10-15 metrum á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi og lélegu skyggni. Hætt er við að færð spillist á fjallvegum.
23.09.2020 - 23:47
Aðalmeðferð í „örsláturmálinu“
Í dag var í Héraðsdómi Norðurlands vestra aðalmeðferð í máli gegn Sveini Margeirssyni þar sem hann er ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra kærði Svein fyrir sölu og dreifingu á fersku lambakjöti, haustið 2018, af gripum sem slátrað hafi verið utan löggilts sláturhúss.
23.09.2020 - 18:20
Hótelinu á Deplum lokað - staðan metin eftir áramót
Lúxushótelinu Deplar Farm í Fljótum hefur verið lokað og stærstum hluta starfsfólksins sagt upp. Framkvæmdastjórinn segir vonbrigði að fá ekki leyfi til að taka á móti ferðamönnum sem gætu dvalið í sóttkví á Deplum.
23.09.2020 - 15:12
Verðstríð á eldsneyti á Akureyri
Svo virðist sem verðstríð um eldsneyti sé skollið á Akureyri. Þrjár eldsneytisstöðvar hafa nú lækkað verðið verulega og til samræmis við það sem viðgengst á eldsneytisstöðvum sem eru í nálægð við Costco í Garðabæ. Lækkun á verði kemur í kjölfar tilkynningar Atlantsolíu á mánudag.
23.09.2020 - 14:34