Norðurland

Sjónvarpsfrétt
Leiður yfir síendurteknum eignaspjöllum í Kjarnaskógi
Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga hefur ítrekað þurft að skerast í leikinn þegar skemmdarvargar fara um útivistarsvæðið í Kjarnaskógi. Tjón hleypur á hundruðum þúsunda.
12.04.2021 - 20:37
Segir ferðaþjónustuna þurfa áframhaldandi stuðning
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir það draumsýn að ferðaþjónustan geti haldið af stað af krafti eftir covid án þess að fá til þess aukinn stuðning. Það verði átak að fá hjólin til að snúast aftur og mikil samkeppni sé fram undan um ferðamenn.
Píeta samtökin opna á Akureyri í sumar
Píeta samtökin opna útibú á Akureyri í sumar, það fyrsta utan höfuðborgarsvæðisins. Forstöðumaður segir mikla eftirspurn á landsbyggðinni eftir aðstoð vegna sjálfsvígshugsana.
12.04.2021 - 09:30
Reið fram á norðsnjáldra í fjörunni
Fátíð sjón blasti við Stefani Lohmani á Höfða II í Eyjafirði í síðustu viku. Stefani rakst þá á dauðan norðsnjáldra í Bót, nærri bæ hennar sem er skammt sunnan við Grenivík. Norðsnjáldrar eru af ætt svínhvala og halda sig mest djúpt á hafi úti, fjarri landi. Frá því Hafrannsóknastofnun hóf skipulagða skráningu hvalreka árið 1980 er aðeins vitað um níu skipti þar sem norðsnjáldra hefur rekið á land, að þessu skipti meðtöldu.
08.04.2021 - 21:20
Myndskeið
„Höfum hug á að stimpla okkur inn í ferðaþjónustuna“
Heimamenn á Skagaströnd hafa síðustu mánuði undirbúið byggingu baðlóna í þorpinu til að laða þangað fleiri ferðamenn. Áætlaður kostnaður er fimmhundruð milljónir króna. Oddviti sveitarstjórnar segir alla velkomna í bað eftir tvö ár.
Andrésar Andar leikunum frestað fram í miðjan maí
Framkvæmdanefnd Andrésar andar leikanna sem haldnir eru árlega í Hlíðarfjalli, ofan Akureyrar hafa ákveðið að fresta þeim um þrjár vikur vegna faraldursins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum mótsins.
08.04.2021 - 15:04
Óttast tjón á túnum og girðingum í miklum flóðum í Laxá
Bóndinn á Hólmavaði í Aðaldal óttast að tjón verði á girðingum og landi í miklum flóðum sem nú eru í Laxá. Hann hefur ekki séð viðlíka flóð í ánni frá árinu 1979 og tún á stórum hluta jarðarinnar séu á kafi.
08.04.2021 - 13:25
Stærsta heimagerða sprengjan sem notuð hefur verið
Rannsókn á skemmdarverkum sem unnin voru í Ólafsfjarðargöngum í mars, þegar þar var sprengd heimagerð sprengja, er enn í fullum gangi. Sprengjan var sú stærsta sinnar tegundar sem sprengd hefur verið í þessum tilgangi á Íslandi. Refsing við brotinu getur verið allt að sex ára fangelsi.
08.04.2021 - 13:04
Segir íbúakosningu um skipulag á Oddeyri tilgangslausa
Helgi Örn Eyþórsson, verkefnisstjóri hjá SS Byggi segir íbúakosningu sem fyrirhuguð er í næsta mánuði um skipulagsmál á Oddeyri tilgangslausa. Hún snúist um ósjálfbært verkefni. Hann segir útilokað að SS Byggir komi að því að byggja þar fimm hæða hús.
08.04.2021 - 09:13
Laxá í Aðaldal flæðir yfir bakka sína
Miklar krapastíflur eru nú í Laxá í Aðaldal. Hefur áin flætt yfir bakka sína á nokkrum stöðum og yfir tún og girðingar. Flóðið virðist vera í rénun eins og sakir standa. Benedikt Kristjánsson, bóndi á bænum Hólmavaði í Aðaldal, óttast að miklar skemmdir hafi orðið á túnum og á einum stað náði flóðið að gistiskála skammt frá bænum.
07.04.2021 - 23:52
Logi og Hilda Jana í efstu sætum
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, skipar efsta sæti á framboðslista flokksins í Norðausturkjördæmi við þingkosningar í haust. Hildur Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi eystra, skipar annað sæti. Þetta var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í kvöld.
Myndskeið
BSO víkur fyrir nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri
Sextíu og fimm ára gömul leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar þarf að víkja fyrir nýju miðbæjarskipulagi. Bílstjórarnir vilja vera áfram í miðbænum en óvíst er hvað verður um þetta sögufræga hús.
06.04.2021 - 22:30
Miklu færri íbúðir í byggingu á Norðurlandi en í fyrra
Tæplega 40% færri íbúðarhús eru í byggingu á Norðurlandi en á sama tíma í fyrra. Lóðaskorti á Akureyri er einkum um að kenna. Sviðsstjóri skipulagssviðs Akureyrarbæjar vonast til að allt að 300 nýjar lóðir standi til boða í haust.
06.04.2021 - 16:09
Akureyrarstofa vill varðveita vegglistaverk Margeirs
Stjórn Akureyrarstofu hefur lýst yfir áhuga á að varðveita verk eftir listamanninn Margeir Dire á húsvegg í Listagilinu á Akureyri. Safnstjóra Listasafnsins á Akureyri hefur verið falið að ræða við aðstandendur og vini Margeirs auk KEA, sem á húsvegginn, um hugsanlegt samstarf. Margeir, sem ólst upp á Akureyri, lést aðeins 34 ára fyrir tveimur árum.
06.04.2021 - 13:56
Landinn
Lætur hjartað ráða för í marokkóskri matargerð
„Já, af hverju ekki“, sagði Jaouad Hbib þegar Hálfdán Sveinsson, hótelstjóri á Hótel Siglunesi bauð honum vinnu. „Ég er ævintýragjarn,“ segir hann. „Ef mér myndi ekki líka dvölin þá færi hún bara í reynslubankann,“ segir Jaouad, sem hefur eldað marokkóskan mat á veitingastaðnum Siglunesi síðan vorið 2016.
06.04.2021 - 09:32
Spegillinn
Heimastjórnir góð hugmynd sem þarf að fínpússa
Í fyrra varð til nýtt sveitarfélag á Íslandi, Múlaþing. Þar voru sameinuð sveitarfélögin Borgarfjörður eystri, Djúpivogur, Fjótsdalshérað og Seyðisfjörður eftir að íbúar samþykktu fyrirkomulagið í kosningu haustið 2019. Íbúar Múlaþings eru um 5000 og langt er á milli byggðarkjarna og yfir fjallvegi að fara. Til að íbúar á jaðarsvæðum gætu haft áhrif á gang mála í sinni heimabyggð var búin til ný tegund stjórnskipulag, heimastjórnir.
Spegillinn
Íbúa dreymir um samgöngubætur en vilja halda skólum
Í sumar og haust verður kosið um sameiningar í 11 sveitarfélögum. Þetta eru fjögur sveitarfélög á Norðvesturlandi, tvö á Norðausturlandi og fimm á Suðurlandi. Í öllum kosningunum gildir það sama, íbúar í hverju sveitarfélagi þurfa að samþykkja sameiningu svo af henni verði. Ef íbúar á einum stað fella, verður ekki sameinað í hinum sveitarfélögunum á svæðinu.
Stormur næstu tvo daga
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna óveðurs sem gengur yfir landið á morgun og páskadag. Útlit er fyrir suðvestanhvassviðri eða storm á Norðurlandi á morgun. Einkum er útlit fyrir vont veður á Tröllaskaga og í Skagafirði og Eyjafirði. Suðvestanstormi er líka spáð á gosstöðvunum á morgun og verður lokað fyrir umferð að þeim allan daginn.
02.04.2021 - 18:52
Ekið á hjólreiðamann á Bakkafirði
Ekið var á hjólreiðamann á Bakkafirði um hádegisbil í dag. Ökumaður blindaðist af sól og ók aftan á hjólreiðamanninn sem féll við það í götuna og slasaðist. 
Spegillinn
Margir líta nágranna hýru auga
Íbúar ellefu sveitarfélaga greiða í ár atkvæði um að sameinast nágranna sveitarfélögum sínum. Þreifingar eða viðræður í sameiningarátt standa yfir á fimmtíu og einu prósenti landsins - landfræðilega séð. Þar búa um 6% íbúa. Talsverð hreyfing hefur verið í sameiningu sveitarfélaga undanfarin misseri. Tvö ný sveitarfélög hafa orðið til á síðustu árum; Múlaþing á Austurlandi og Suðurnesjabær á Suðurnesjum. Nú eru sveitarfélög landsins 69 og talsverðar líkur á að þeim fækki á næstunni.
Hráefni tekið að berast til PCC á Bakka
Fyrsta flutningaskipið sem kemur til Húsavíkur á vegum PCC í níu mánuði, lagðist að bryggju þar í gærmorgun. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á Bakka á næstu vikum.
31.03.2021 - 15:01
Sjónvarpsfrétt
Sprengingin áminning um eldhættu í Múlagöngum
Sprengingin í Múlagöngum á dögunum er að mati bæjarstjórans í Fjallabyggð áminning um að göngin eru klædd innan með eldfimu efni. Hann undrast að lögregla skyldi ekki tilkynna bæjaryfirvöldum strax um atburðinn.
Landinn
Skyggnst inn í líf saumakonu fyrir hundrað árum
Mánudaginn 28. mars 1921 var sunnangola og bjart, mjög gott veður í Aðaldal. Það vitum við fyrir tilstilli Helgu Sigurjónsdóttur, saumakonu, sem bjó að Miðhvammi í Aðaldal og hélt úti dagbók.
30.03.2021 - 07:30
Ráðið í fullt starf við almannavarnir á Norðausturlandi
Hermann Karlsson, aðalvarðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Norðurlandi eystra, hefur verið ráðinn í fullt starf til að sinna verkefnum við almannavarnir. Ráðningin er tímabundin í fyrstu og er til næstu áramóta.
Væntir þess að yfirtökunni á ÖA ljúki í tæka tíð
Bæjarstjórinn á Akureyri segir allt benda til að samningar um yfirtöku á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar náist í tæka tíð. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að niðurstaða eigi að liggja fyrir innan skamms.