Norðurland

Síðdegisútvarpið
Leggja af stað í óráðið tónleikaferðalag
Þær Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, sellóleikari, og Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, orgelleikari, halda af stað í tónleikaferðalag þar sem tónlist kvenna verður í fyrirrúmi. Þær segja að verkum kvenna hafi lengi verið sópað undir teppið. Hugmynd þeirra er að gramsa undir teppinu og draga fram einn og annan fjársjóð sem þar leynist.
Skjálfti upp á 4,6 skammt norður af Eyjafirði
Snarpur jarðskjálfti, 4,6 að stærð, varð skammt norð-norðvestur af Gjögurtá út af Eyjafirði klukkan sautján mínútur í fjögur í nótt. Íbúar við Eyjafjörð og á Tröllaskaga fundu rækilega fyrir skjálftanum, og í Skíðadal fann fólk líka vel fyrir öflugum eftirskjálfta á sömu slóðum tíu mínútum síðar. Sá reyndist 3,7 að stærð. Rúmlega 40 smáskjálftar fylgdu í kjölfar þeirra stóru.
08.08.2020 - 04:12
Myndskeið
Starfsmaður Landsnets gleðst yfir að vera heill heilsu
Starfsmaður Landsnets sem var inni í tengivirkinu á Rangárvöllum þegar skammhlaup varð þar á miðvikudaginn slapp ómeiddur. Hann segist ekki vera reiður þótt mannleg mistök hafi verið gerð, einungis glaður yfir að vera heill.
07.08.2020 - 20:46
Alelda bíll á Akureyri
Það kviknaði í bifreið á Akureyri á þriðja tímanum í dag. Bíllinn var alelda þegar slökkvilið mætti á vettvang skömmu eftir útkall og hafði eldurinn þá læst sig í nærliggjandi bíl.
07.08.2020 - 16:16
Mengunartjón á Hofsósi ekki tilkynnt með réttum hætti
Umfangsmikið mengunartjón sem varð eftir leka úr olíutanki N1 á Hofsósi í vetur var ekki tilkynnt með réttum hætti til Umhverfisstofnunar. Byggðarráð Skagafjarðar krefst aukinna viðbragða frá fyrirtækinu, en vinna við jarðvegsskipti á svæðinu hefur þegar kostað N1 tugi milljóna.
07.08.2020 - 12:20
Tjaldsvæði yfirfull og fólki vísað frá
Fólki hefur verið vísað frá tjaldstæðum á Norðurlandi vegna fjöldatakmarkana, en margir ferðalangar eru á ferð um Norðausturland þar sem veðurspáin fyrir helgina er góð.
07.08.2020 - 12:05
Aðstandendur beðnir um að vera í sóttkví
Heilbrigðisstofnun Norðurlands hefur hert reglur enn frekar vegna heimsókna á hjúkrunar- og sjúkradeildir stofnunarinnar.
07.08.2020 - 08:47
Myndskeið
Óásættanlegt að umferðaröryggi hafi ekki verið bætt
Faðir sjö ára stúlku á Akureyri sem ekið var á á Hörgárbraut í vetur segir að kergja sé í fólki yfir því að umferðaröryggi við götuna hafi ekki verið bætt. Skólarnir fari að byrja og börnin þurfi að vera örugg. Fulltrúi Akureyrarbæjar segir hraðamyndavélar vera í stillingu.
06.08.2020 - 23:02
Segir ljóst að fyrirtæki hafi orðið fyrir miklu tjóni
Starfsemi Mjólkursamsölunnar á Akureyri er enn skert eftir rafmagnsleysið á svæðinu í gær. Norðlendingar furða sig á að Landsnet hafi ekki flokkað atvikið sem alvarlegt.
06.08.2020 - 16:50
Aðstaða til sýnatöku á Akureyri sprungin
Aðstaða heilsugæslunnar á Akureyri til sýnatöku verður færð í stærra og hentugra húsnæði á næstu dögum. Starfandi yfirlæknir heilsugæslunnar segir núverandi aðstöðu algerlega sprungna.
06.08.2020 - 14:28
Óháð úttekt á rafmagnsleysi og starfsmanni heilsast vel
Óháð úttekt er hafin á því hvað olli víðtæku rafmagnsleysi í Eyjafirði og nágrenni í gær þegar skammhlaup varð í tengivirki. Tjón virðist vera óverulegt samkvæmt Landsneti og starfsmaður sem var fluttur á sjúkrahús er kominn heim.
06.08.2020 - 14:23
Tveir lögreglumenn á Norðurlandi eystra í sóttkví
Tveir lögreglumenn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra eru nú í sóttkví eftir að hafa verið nærri smituðum einstaklingi. Nokkrir dagar eru síðan mennirnir voru sendir í sóttkví.
06.08.2020 - 13:05
Opna tívolí á Akureyri undir eftirliti yfirvalda
Heilbrigðisyfirvöld ætla að fylgjast vel með tívolí sem stefnt er að verði opnað á Akureyri í kvöld og verði opið um helgina. Tækin voru flutt inn frá Bretlandi fyrir verslunarmannahelgina, en ekki var hægt að opna þá vegna hertra samkomutakmarkana. Framkvæmdastjórinn segir að sóttvarnir verði tryggðar.
06.08.2020 - 12:05
Enn beðið úrbóta við Hörgárbraut - „mannslíf í húfi"  
Ekkert bólar á úrbótum til að auka umferðaröryggi á Hörgárbraut á Akureyri. Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti fyrr á þessu ári að ráðist yrði í fimm aðgerðir í því augnamiði að lækka umferðarhraða. Íbúi við götuna segir mannslíf í húfi.
06.08.2020 - 11:46
Segir göngin ekki uppfylla öryggiskröfur
Slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð segir að jarðgöng á Tröllaskaga uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur. Klæðningar í Stráka- og Múlagöngum geti brunnið eftir göngunum endilöngum. Starfsmaður Vegagerðarinnar segir endurbætur kostnaðarsamar og ekki á framkvæmdaáætlun.
Viðtal
Vilja fækka bílum með nýju stígakerfi á Akureyri
Tillaga að nýju stígakerfi innan Akureyrarbæjar liggur nú fyrir. Breytingin felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir kerfi göngu- og hjólastíga í bænum. Þar er meðal annars gert ráð fyrir auknum aðskilnaði gangandi og hjólandi umferðar.
05.08.2020 - 15:08
Rafmagnið komið aftur á á Akureyri
Rafmagnið er komið aftur á á Akureyri og unnið ar að því að gera við Dalvíkurlínuna og restina af kerfinu. Ef allt gangi að óskum á rafmagnið að koma á alls staðar innan skamms.
05.08.2020 - 13:35
Einn slasaðist og Eyjafjörður án rafmagns
Skammhlaup varð í tengivirkinu á Rangárvöllum ofan Akureyrar í morgun. Einn var fluttur á sjúkrahús og allur Eyjafjörður er án rafmagns.
05.08.2020 - 11:41
Rafmagnslaust víða á Norðurlandi
Rafmagnslaust er í öllum Eyjafirðinum, Vaðlaheiði og á Akureyri. Rafmagnslaust varð á sjúkrahúsinu á Akureyri. Það er nú keyrt á varafli. Einnig er rafmagnslaust víða í miðbænum.
05.08.2020 - 11:08
Sjúkraþjálfari á Akureyri með COVID - Þrjátíu í sóttkví
Þrjátíu skjólstæðingar hjá sjúkraþjálfunarstöðinni Stíg á Akureyri hafa verið sendir í sóttkví eftir að sjúkraþjálfari á stöðinni greindist með COVID-19. Eigandi stöðvarinnar segir lán í óláni að allir sjúkraþjálfarar stöðvarinnar nema einn hafi verið í sumarleyfi þegar smitið kom upp.
04.08.2020 - 11:32
Myndskeið
Þórsarar fá Steinnes frá Akureyrarbæ
Akureyrarbær hefur afhent íþróttafélaginu Þór húsið Steinnes til afnota. Húsið stendur inni á íþróttasvæði félagsins og hefur verið þrætuepli um árabil.
03.08.2020 - 22:11
Tveir í einangrun og tæp 5% allra í sóttkví á Akureyri
Tveir eru í einangrun og þrjátíu og fimm eru í sóttkví á Norðurlandi eystra. Lögreglan á Norðurlandi eystra birti í dag töflu um staðsetningu þeirra eftir póstnúmerum. Þar kemur fram að þeir tveir sem greindust með virkt smit í gær eru búsettir á Akureyri og flestir þeirra sem eru í sóttkví í landshlutanum, eða 28, eru það einnig.
Tjaldsvæði full og veitingastaðir uppbókaðir
Margir eru á faraldsfæti og vísa þurfti fólki frá tjaldsvæðum í dag vegna nýrra fjöldatakmarkana. Veitingahús á Akureyri eru mörg fullbókuð um helgina. Fólk er beðið um að sýna þolinmæði.
31.07.2020 - 19:24
Tjaldsvæðinu á Akureyri skipt í fjögur hólf
Gera þarf ráðstafanir á tjaldsvæðum vegna hertra aðgerða. Víða er hætt að taka á móti nýjum gestum og tjaldstæði laga sig að nýjum reglum. Á Akureyri hafa ýmsar ráðstafanir verið gerðar.
31.07.2020 - 15:31
Súlur Vertical, Króksmóti og Skjaldborg aflýst
Bæjarhátíðum, íþróttamótum og menningarviðburðum um allt land hefur verið aflýst eftir að tilkynnt var um hertar samkomutakmarkanir í morgun. Stjórn Skjaldborgar segist vilja sýna það í verki að við séum öll almannavarnir.