Norðurland

Viðtal
Bjargaði meðvitundarlausum starfsmanni á Old Trafford
Gunnar Rúnar Ólafsson, varaslökkviliðsstjóri á Akureyri, gleymir seint skoðunarferð á fótboltavöllinn Old Trafford í Manchester í byrjun mánaðarins. Þar bjargaði hann manni í andnauð sem féll meðvitundarlaus niður á leikvanginum.
21.10.2021 - 13:54
Lagt til að fækka landsbyggðarprestum um tíu
Lagt verður til á komandi kirkjuþingi að fækka prestum kirkjunnar um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma verður stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu. Dregið verður nokkuð úr sérþjónustu presta.
20.10.2021 - 13:28
Hárgreiðslufólk fagnar — „Þetta var svona Vúhú! móment“
Meðal breytinga á sóttvarnareglum sem taka gildi á miðnætti er afnám grímuskyldu. Því fagna vafalítið margir en fáir líklega jafn mikið og hárgreiðslufólk sem hefur þurft að bera grímu við störf sín nær linnulaust frá því að faraldur hófst.
19.10.2021 - 16:01
Miklar breytingar framundan við Torfunefsbryggju
Hafnaryfirvöld á Akureyri leituðu ekki langt yfir skammt þegar efni í uppfyllingu við Torfunefsbryggju var sótt um 200 metra í næsta húsgrunn. Þar eru hafnar framkvæmdir sem standa munu næstu misserin og kosta um 600 milljónir króna.
18.10.2021 - 17:37
Lögreglan á Akureyri lýsir eftir vitnum að slagsmálum
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir vitnum að meintri líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri um helgina. Hún hefur nú undir höndum með upptöku af meintri árás sem sýnir mann á sextugsaldri lenda í átökum við fjóra menn.
Tímahylkinu lokað
Nemendur á Svalbarðseyri hafa nú pakkað í tímahylki verkum sem þau unnu á tímum faraldursins og tengjast upplifun þeirra á honum. Tilgangurinn er að halda utan um upplifun barnanna fyrir sagnfræðinga framtíðarinnar.
17.10.2021 - 15:05
Kyndilberar ungmennafélagsandans sæmdir gullmerki
Hjónin Gunnhildur Hinriksdóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson ásamt Jóhönnu S. Kristjánsdóttur voru sæmd gullmerki Ungmennafélags Íslands á sambandsþingi UMFÍ í gær.
17.10.2021 - 13:14
Tesla hefur opnað hraðhleðslustöð á Akureyri
Við Norðurtorg á Akureyri hefur verið tekin í notkun Tesla-hraðhleðslustöð þar sem hægt er að hlaða allt að átta bíla í einu. Stöðvarnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir langferðir og breyti því miklu fyrir rafbílaeigendur á ferð um þjóðveginn.
16.10.2021 - 18:12
Sjónvarpsfrétt
Eurovison-safnið opnað á Húsavík í kvöld
Safn sem tileinkað er Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var opnað á Húsavík í kvöld með pompi og prakt. Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri, segir að undirbúningurinn hafi tekið um eitt ár og að þetta sé sennilegasta skemmtilegasta verkefni sem hann hafi tekið þátt í enda sé alltaf mikil gleði í kringum Eurovision.
15.10.2021 - 22:14
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Íbúar á Hlíð aftur í sóttkví vegna smits
Viðbragðsáætlun á Víðihlíð, sem er hluti af hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri, var virkjuð í gærkvöld eftir að kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni í gær.
15.10.2021 - 07:05
Sjónvarpsfrétt
Segir vel mögulegt að útrýma riðu á tíu árum
Sauðfjárbóndi sem rannsakað hefur riðu ásamt hópi sérfræðinga segir vel mögulegt að útrýma sjúkdómnum hér á landi á tíu árum. Ráðunautur í sauðfjárrækt segir ræktunarstarf vopn sem nýta mætti betur í baráttunni gegn riðu.
14.10.2021 - 13:07
Peningafölsun til rannsóknar á Norðurlandi vestra
Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur til rannsóknar peningafölsunarmál eftir að tilkynnt var um falsaðan seðil í verslun í umdæminu. Þó málið virðist ekki vera umfangsmikið tekur lögreglan slíkum fölsunum alltaf af fullri alvöru.
Landinn
Bjuggu til safn úr gamla dótinu sínu
„Ég myndi ekki segja að við séum safnarar. Við erum frekar svona geymarar. Við geymum hluti,“ segir Guðfinna Sverrisdóttir ferðaþjónustubóndi í Einishúsum í Reykjadal sem hefur ásamt Eini Viðari Björnssyni, eiginmanni sínum, sett upp safn með persónulegum munum úr eigu fjölskyldunnar.
14.10.2021 - 07:50
Hreinsun á Hofsósi gæti tekið um 2 ár
Verkís hefur skilað inn úrbótaáætlun vegna olíumengunar frá bensínstöð N1 á Hofsósi. Þar eru lagðar til umtalsverðar aðgerðir og er gert ráð fyrir að hreinsunarstarf taki allt að tvö ár.
13.10.2021 - 13:34
Nýtt rannsóknasetur á sviði umhverfisvísinda við Mývatn
Hafinn er undirbúningur að stofnun rannsóknaseturs í Mývatnssveit á vegum Háskóla Íslands og menningar- og náttúrusetursins í Svartárkoti. Háskólarektor segir þetta góða viðbót við rannsóknasetur Háskólans víða um landið.
Íbúar á Hlíð í öðru sæti í alþjóðlegri hjólreiðakeppni
Íbúar á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri lentu í 2. sæti í alþjóðlegri hjólreiðakeppni sem haldin var í september. Vistmenn voru mjög metnaðarfullir og sumir hjóluðu oft á dag.
13.10.2021 - 08:58
Rannsaka þarf skriðuhættu við ellefu þéttbýlisstaði
Hópur vísindamanna á Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands telur nauðsynlegt að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum. Nefnir hópurinn sérstaklega ellefu þéttbýlisstaði sem kanna þarf með tilliti til hættu á aurskriðum. Þar á meðal eru Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri og Neskaupstaður.
13.10.2021 - 06:33
Landinn
Heilsubót úr innyflum
Í matarsmiðju BioPol á Skagaströnd standa þrjár konur og saga niður frosna kindalifur. Þetta er hráefni sem er kannski ekki aðlaðandi þegar þarna er komið sögu en þetta á eftir að enda sem fæðubótarefni af fínara tagi.
12.10.2021 - 14:50
Heyskapur í október
Í Grýtubakkahreppi við Eyjafjörð er enn verið að heyja. Venjulega er heyskap lokið í september og heyrir það til algjörra undantekninga að bændur standi í heyskap um miðjan október.
12.10.2021 - 13:05
Íþrótta- og félagsstarf aftur í gang á Akureyri
Ekki er lengur talin þörf á að takmarka æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf barna og unglinga á grunnskólaaldri á Akureyri. Þetta er niðurstaðan eftir fund aðgerðarstjórnar Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra með fulltrúum landlæknis og rakningateymisins.
Óvissustigi aflétt í Útkinn
Ríkislögreglustjóri, í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra hefur aflétt óvissustigi í Útkinn í Þingeyjarsveit. Í tilkynningu frá Almannavörnum segir að ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands telji ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu. Góð veðurspá er næstu daga.
11.10.2021 - 14:26
Húsnæðisskortur tefur uppbyggingu á Skagaströnd
Húsnæðisskortur stendur íbúaþróun og atvinnuuppbyggingu á Skagaströnd fyrir þrifum. Mikil ásókn er þar í íbúðarhúsnæði, en ekkert laust. Sveitarfélagið hefur meðal annars fellt niður gjöld af byggingalóðum til að liðka fyrir.
Sjónvarpsfrétt
„Bara malbika þetta, punktur"
„Maður fær þá tilfinningu að maður skipti ekki jafn miklu máli og aðrir,“ segir kona sem þarf að keyra um Vatnsnesveg á hverjum degi. Vegurinn hefur hríðversnað undanfarin ár.
Viðgerðum við Þverá lýkur ekki á næstunni
Viðgerðum á Eyjafjarðarbraut eystri, sem varð fyrir skemmdum í vatnavöxtunum í sumar, er enn ekki lokið og mun líklegast ekki ljúka fyrr en næsta vor. Þangað til þarf að notast við gamla einbreiða brú sem ekki er fær stærri flutninga- og vörubílum.
11.10.2021 - 09:11