Norðurland

Töluvert magn E. coli-gerla í neysluvatni á Hofsósi
Íbúar á Hofsósi eru hvattir til að sjóða neysluvatn eftir að talsvert af E.coli bakteríu mældist í neysluvatni. Bilun kom upp í geislatæki vatnsveitunnar og standa viðgerðir yfir.
29.09.2022 - 13:56
Sjónvarpsfrétt
Horfði upp á milljónir fjúka út í veður og vind
Kornbændur í Eyjafirði horfðu upp á milljónir króna hreinlega fjúka út í veður og vind í óveðrinu á sunnudaginn. Bóndi sem tapaði helmingi uppskerunnar segir bagalegt að ekkert tryggingakerfi sé fyrir kornbændur hér á landi.
29.09.2022 - 13:42
Öllu flugi beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar
Öllu flugi hefur verið beint frá Keflavíkurfluvelli til annarra flugvalla á landinu og erlendis vegna komu flutningavélar á vegum UPS, sem var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna þegar sprengjuhótun barst. Var vélinni þá beint til Keflavíkur þar sem hún lenti á tólfta tímanum í kvöld. Keflavíkurflugvöllur er lokaður fyrir allri flugumferð um óákveðinn tíma vegna þessa.
Aukin verðbólga og háir vextir helstu óvinirnir
Rúmlega eins milljarðs halli varð á rekstri Akureyrarbæjar fyrstu sex mánuði ársins. Þetta er heldur betri afkoma en áætlað var og bæjarstjórinn segir að afkoman væri enn betri ef verðbólga hefði ekki aukist með tilheyrandi kostnaði.
Landinn
Skoraði á fimmtugan föður sinn í tugþraut
Þegar Finnur Friðriksson, íslenskufræðingur og dósent við Háskólann á Akureyri, orðaði það við fjöldskyldu sína að sig langaði að finna sér skemmtilega áskorun í tilefni af fimmtugsafmæli sínu sá sonur hans sér leik á borði.
28.09.2022 - 11:37
Maðurinn fundinn heill á húfi
Maðurinn sem leitað var að í nótt á Eyjafjarðarsvæðinu, er fundinn heill á húfi.
Maðurinn sem leitað var að er fundinn
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir manni í gærkvöld en síðast var vitað um ferðir hans um hádegisbil í gær. Í tilkynningu frá lögreglu í morgun segir að hann sé fundinn heill á húfi.
Segir nauðsynlegt að bæta sjóvarnir í Húsavíkurhöfn
Nauðsynlegt er að gera breytingar á innsiglingunni í Húsavíkurhöfn til að stöðva sjógang inn í höfnina. Forseti bæjarstjórnar segir hafnarmynnið eins og stórfljót við ákveðnar aðstæður. Þar urðu skemmdir á flotbryggjum og bátum um helgina.
27.09.2022 - 14:16
Appelsínugul viðvörun áfram fyrir Austur- og Suðurland
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í nótt þar sem verður norðvestan stormur eða rok og eins fyrir Suðausturland frá því í fyrramálið og fram undir miðjan dag.
Myndskeið
Flæddi um götur og inn í hús eftir sjógang á Akureyri
Töluvert vatnstjón  varð á Akureyri í dag eftir að sjór gekk á land á Oddeyri. Vatnshæðin náði upp að hnjám þar sem dýpst var og kom vatn einnig upp úr niðurföllum.
25.09.2022 - 16:19
Fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás á Akureyri
Karlmaður var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku sjúkrahússins á Akureyri eftir að hann varð fyrir líkamsárás í nótt. Hallgrímur Gíslason, varðstjóri lögreglunnar á Akureyri, segir að tilkynning hafi borist um árás fyrir utan skemmtistað í miðbænum um klukkan hálf þrjú í nótt. Maðurinn var sleginn í höfuðið með glerglasi og skarst eitthvað við það að sögn Hallgríms. 
Vilja miklar tilfærslur á aflaheimildum til strandveiða
Þingsályktunartillaga sem lögð var fram á Alþingi í gær felur í sér miklar tilfærslur á aflaheimildum til hins svokallaða félagslega hluta fiskveiðistjórnunarkerfisins. Tilgangurinn er fyrst og fremst að efla strandveiðar og festa þær enn frekar í sessi.
23.09.2022 - 15:20
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er miklu meira en bara kirkja“
Stórum áfanga var fagnað í Grímsey í vikunni, þegar fyrsta athöfnin í nýrri kirkju fór fram, ári eftir að Miðgarðakirkja brann. Sóknarpresturinn var orðlaus þegar hann sá nýju kirkjuna.
23.09.2022 - 10:54
Hjólið vel nothæft allan ársins hring á Íslandi
Ráðstefnan Breyttar ferðavenjur fór fram í Menningarhúsinu Hofi í gær í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni. Skipulagsfulltrúi Akureyrbæjar segir kröfu fólks um aðskilda göngu- og hjólastíga sífellt aukast, sérstaklega með rafvæðingu síðustu ára.
Eldur slökktur í geymsluskúr við Gránufélagsgötu
Slökkvilið Akureyrar var kallað að geymsluskúr við Gránufélagsgötu á fimmta tímanum í nótt. Skúrinn var alelda þegar slökkviliðið kom að og lagði mikinn reyk frá brennandi húsinu.
22.09.2022 - 06:11
Segir opinberu fjármagni til menningarstofnana misskipt
Þungur rekstur blasir við í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og framkvæmdastjórinn segir ljóst að síðasta ár verði gert upp með tapi. Hún gagnrýnir ójafna skiptingu á fjármunum sem menningarstofnanir fá úr ríkissjóði.
21.09.2022 - 13:56
Viðtal
„Við erum fórnarlömb í þessu máli og þær eru gerendur“
Forystumenn í Flokki fólksins á Akureyri segjast vera fórnarlömb í þeirri stöðu sem upp er komin í flokknum. Þeir segja alla forystuna hafa grínast með kynferðislega áreitni kosningastjórans.
20.09.2022 - 17:35
Hitinn yfir 20 stig fyrir austan
Hitinn fór yfir 20 stig á veðurstöðvum á Austurlandi í dag. Þá var víða mjög hlýtt fyrir norðan.
20.09.2022 - 17:18
Dregur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey
Það dregur jafnt og þétt úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey. Yfir 21.000 skjálftar hafa mælst síðan hrinan hófst 8. september, sá stærsti 4.9 að stærð.
Sögur af landi
Stefndi alltaf heim á Silfrastaði
„Það var aldrei efi í mínum huga að ég ætlaði að enda hér,“ segir Hrefna Jóhannesdóttir um jörðina Silfrastaði í Skagafirði. Þar stundar hún skógarbúskap ásamt Johan Holst eiginmanni sínum. Þau hjónin kynntust í skógfræðinámi í Noregi.
20.09.2022 - 14:30
Þrengsli á varavöllum auka losun frá flugi til Íslands
Lítil flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum valda því að flugfélög þurfa stundum að nota velli í öðrum löndum sem varavelli fyrir flug til Íslands. Yfirflugstjóri hjá Icelandair segir að fyrir vikið þurfi vélarnar að bera mun meira eldsneyti sem eykur bæði kostnað og losun frá flugi.
20.09.2022 - 11:42
Flogið milli Akureyrar og Keflavíkur næsta vor
Icelandair hyggst hefja beint flug á milli Akureyrar og Keflavíkur í vor. Frá þessu greindi Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Flogið verður snemma á morgnana frá Akureyri til Keflavíkur, til móts við brottfarir til Evrópu og komur frá Norður-Ameríku. Flesta daga vikunnar verður einnig flogið seinni partinn.
20.09.2022 - 09:21
„Guðfaðirinn“ kallar konurnar þrjár svikakvendi
Hjörleifur Hallgríms, sem hefur verið kallaður guðfaðir framboðs Flokks fólksins á Akureyri, segist íhuga að stefna þremur konum í flokknum fyrir meiðyrði. Konurnar blésu til blaðamannafundar með stuttum fyrirvara í gær þar sem ein þeirra sagði Hjörleif hafa sóst eftir að eiga kvöldstund með henni og látið þau orð falla að hann legði ekki hendur á konur nema í rúminu.
20.09.2022 - 07:50
Boðuðu forstjóra Icelandair á fund um innanlandsflugið
Forstjóri Icelandair hefur verið boðaður á fund á Akureyri í dag í til að ræða ítrekaðar truflanir í innanlandsflugi félagsins. Fulltrúi sveitarfélaga á Norðausturlandi segir að traust íbúanna til flugfélagsins hafi beðið mikinn hnekki.
19.09.2022 - 13:51
Sér­sveitin kölluð út á Akureyri vegna barna með hníf
Sérsveit ríkislögreglustjóra var ræst út aðfaranótt laugardags á Akureyri vegna hnífaburðar unglinga við grunnskóla í bænum. Tveir ólögráða einstaklingar gistu fangageymslur vegna málsins.