Norðurland

„Bókstaflega rigndi inn aðstoðarbeiðnum“
Veðurspá um norðvestanhríð norðan- og vestanlands hefur gengið eftir í dag. Veðrið er nú í hámarki á Vesturlandi og Vestfjörðum, þar sem útköllum björgunarsveita tók að fjölga síðdegis.
28.09.2021 - 18:08
Grófu upp lömb sem fennti í skurðum heima við bæ
Mestallt fé er komið af fjalli á Norðurlandi enda seinni göngum víðast hvar lokið. Bændur þar hafa því meiri áhyggjur af lambfé sem komið er heim á bæi og getur lent þar í hættu. Í Víðidal þurfti að grafa upp nokkur lömb sem fennti í kaf í skurðum heima við bæ.
28.09.2021 - 15:07
Kirkjan í Grímsey var tryggð fyrir tæpar 30 milljónir
Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann til kaldra kola í síðustu viku var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna.
28.09.2021 - 14:18
Útvarpsumfjöllun
Veðrið á enn eftir að versna - eldingu sló niður
Aftakaveður er á norðvestanverðu landinu þar sem appelsínugul veðurviðvörun er í gildi. Rúta fauk út af í Hrútafirði, vegir eru víða lokaðir og rafmagnslaust var um tíma á Húsavík. Foráttuhvasst verður vestanlands í dag, en illviðrið ætti að ganga niður þegar líður á kvöldið.
28.09.2021 - 12:42
Vetrarveður á Akureyri — Strætó hættur að ganga
Strætisvagnar Akureyrar hafa gert hlé á akstri í dag á meðan verið er að hreinsa götur bæjarins. Töluvert hefur snjóað í bænum í morgun.
28.09.2021 - 10:01
Bein lýsing
Óvissustig almannavarna vegna óveðurs
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við lögreglustjórana á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum. Aftakaveður verður á Vestfjörðum, þar sem appelsínugul veðurviðvörun verður í gildi frá því fyrir hádegi og langt fram á kvöld.
28.09.2021 - 09:20
Óvissustigi lýst yfir vegna óveðurs
Vegna slæmrar veðurspár á morgun þriðjudaginn 28. september lýsir Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Vesturlandi og á Vestfjörðum, yfir óvissustigi almannavarna í þessum umdæmum.
27.09.2021 - 17:46
Skógræktin og PCC á Bakka undirrita samning
Skógræktin hefur gert samning við PCC á Bakka um sölu á trjábolum sem notaðir verða til brennslu fyrir framleiðsluna. Kynningarfulltrúi Skógræktarinnar segir að samningurinn hafi bæði hagræn og umhverfisleg áhrif.
27.09.2021 - 16:25
Vantar fólk í sláturtíð — „Við látum þetta ganga“
Enn hefur ekki tekist að fullmanna sláturhús Norðlenska á Húsavík þrátt fyrir að nokkrar vikur séu frá því sláturtíð hófst. Starfsmannastjóri segir að mönnunarhallærið skapi aukið álag og að enn vanti að minnsta kosti fimm starfsmenn.
27.09.2021 - 15:35
Sjónvarpsviðtal
Eðlilegt að gerð verði krafa um ráðherrastól
Ingibjörg Ólöf Isaksen er ein af nýju þingmönnum Alþingis. Hún leiddi lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi en þar var aukning fylgis mest á landinu. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn rúm 14% atkvæða en 25,6% í kosningunum nú.
Viðtal
Ótrygg raforka á Norðvesturlandi tefur uppbyggingu
Ótrygg raforka á Norðurlandi vestra stendur aukinni fjárfestingu og atvinnuþróun þar fyrir þrifum. Framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga í landshlutanum segir að löng bið eftir raforku hafi fælt fjárfesta frá verkefnum sem farin voru af stað.
27.09.2021 - 14:43
Bíll í sjóinn á Ísafirði og foktjón í Bolungarvík
Bíll fór í sjóinn á Ísafirði í morgun í krapa og hálku. Ökumanninn sakaði ekki. Björgunarsveit var kölluð út í Bolungarvík en þar fuku þakplötur og lausamunir fóru af stað. Norðan áhlaup gengur nú yfir vestanvert landið og mjög hvasst hefur verið á Vestfjörðum í morgun.
20 manns fluttir á Laugarbakka eftir að rúta fór út af
Rúta með 20 manns innanborðs lenti út af vegi rétt við afleggjarann að Hvammstanga um hádegið í dag. Engin slys urðu á farþegum sem fluttir voru á Hótel Laugarbakka á meðan unnið er að því að losa rútuna. Leiðinda veður er á svæðinu.
27.09.2021 - 13:42
Stefna á að kjósa um sameiningu strax í janúar
Mikill meirihluti kjósenda í sveitarfélaginu Húnavatnshreppi vill að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Þetta er niðurstaðan í skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins sem fór fram samhliða þingkosningum. Oddviti sveitarstjórnar Húnavatnshrepps vonar að hægt verði að kjósa um sameiningu í sérstökum kosningum í janúar.
Landinn
Sárt að kveðja eyjarnar sínar
„Það var grátið og bölvað og ekki allt börn sem grétu,“ segir Hermann Ragnarsson fyrrum íbúi í Flatey á Skjálfanda þegar hann lýsir því þegar Flateyingar ákváðu að flytja allir í land haustið 1967.
27.09.2021 - 11:27
Landinn
Hélt að hann flytti síðastur úr Grímsey
„Auðvitað er þetta rosalega erfitt. Ég er viss um að ég eigi eftir að brotna einhverntímann saman yfir þessu,“ segir Sigurður Bjarnason Grímseyingur sem er nú að pakka saman eigum sínum og flytja upp á land. „Þetta er bara orðið ágætt, ég er orðinn fullorðinn og það er bara gaman að breyta til,“ segir hann.
26.09.2021 - 18:16
Vilja sameiningarviðræður við Blönduósbæ
Mikill meirihluti kjósenda í sveitarfélaginu Húnavatnshreppi vill að hreppurinn fari í sameiningarviðræður við Blönduósbæ. Þetta er niðurstaðan í skoðanakönnun á vegum sveitarfélagsins sem fór fram samhliða þingkosningum. Tæp 65 prósent sögðu já, en 33 prósent sögðu nei.
Kjörkassinn frá Grímsey aldrei borist jafn snemma
Einn af stóru óvissuþáttunum hjá kjörstjórn Akureyrarbæjar hefur jafnan verið hvenær kjörkassinn frá Grímsey kemst í land. Formaður kjörstjórnar var því fegin þegar hún fékk kassann í fangið um klukkan 16 dag.
25.09.2021 - 17:25
Utankjörfundaratkvæði aldrei verið fleiri
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra telur að um fimmtungur kosningabærra manna skili utankjörfundaratkvæði í umdæminu. Hann segir faraldurinn aðalástæðu þessarar miklu ásóknar í að greiða utankjörfundar. 
Landinn
Fræða ferðamennina um lífríki hafsins
„Við finnum fyrir auknum áhuga hjá ferðamönnum. Margir vilja staldra lengur við og nota tímann til þess að fræðast,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu og einn af stofnendum Ocean Missions, sjálfseignarstofnunar sem helgar sig því að rannsaka lífríki hafsins og stuðla að verndun þess.
24.09.2021 - 12:35
Landinn
Skoða hvernig gróðurauðlindin breytist
Hópar sérfræðinga hafa síðustu þrjú sumur ferðast um landið og unnið að mælingum og korlagningu á gróðurfari. Þetta er langtímaverkefni en með því að vakta sömu reitina og heimsækja þá reglulega verður til gagnagrunnur sem nýtist á ýmsan hátt.
24.09.2021 - 10:09
Sjónvarpsfrétt
Veiddi sama laxinn í sama hylnum þrjú ár í röð
Hvaða líkur eru á að sami maður veiði sama laxinn í sama hylnum þrjú ár í röð? Því getur laxveiðimaður á Akureyri væntanlega svarað. Honum þótti kunnugleg hrygnan sem hann fékk í veiðiferð á dögunum, enda kom í ljós að hann hafði veitt þennan sama fisk tvö undanfarin sumur.
24.09.2021 - 09:08
Eina leiðin er að bora jarðgöng
Ástand og lega Siglufjarðarvegar veldur því að vegfarendur upplifa sig óörugga og eru vegakaflar oft ófærir. Bæjarstjóri Fjallabyggðar segir að jarðgöng séu eina lausnin en þau séu þó ekki á dagskrá stjórnvalda.
Leggur til víðtækan niðurskurð í Skaga- og Húnahólfi
Halldór Runólfsson, fyrr­verandi yfirdýralæknir og skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, leggur til í grein sem hann ritar í Bændablaðinu, að ráðist verði í niðurskurð á sauðfé á öllum bæjum sem eru með sauðfé í Húna- og Skagahólfi.
23.09.2021 - 18:21
Ætti að stytta bið eftir geðheilbrigðisþjónustu barna
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri hefur fengið 13 milljóna króna fjármagn frá heilbrigðisráðuneytinu til að efla tímabundið þjónustuna. Um er að ræða átaksverkefni ráðuneytisins við að stytta bið barna og unglinga eftir greiningu og meðferð.