Norðurland

Vilja fara í gagngerar endurbætur frekar en bútasaum
Lundarskóli á Akureyri verður hugsanlega endurnýjaður í heild sinni í stað þess að laga skemmdir vegna myglu. Starfsfólk hefur lengi kvartað undan loftgæðum í skólanum og var hluta hans lokað fyrir páska eftir að mygla fannst í húsnæðinu.
31.05.2020 - 12:43
Rannsókn lokið á vettvangi bruna
Rannsókn er lokið á vettvangi bruna í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Að sögn lögreglu er ekki hægt að segja til um orsök eldsvoðans. Rannsókn málsins sé enn á frumstigi.
29.05.2020 - 17:36
Rannsókn hafin á eldsupptökum í Hrísey
Í morgun hófst rannsókn á eldsupptökum í húsnæði Hrísey Seafood sem brann í gær. Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og lögreglan á Akureyri vinna að rannsókninni.
29.05.2020 - 12:59
Enginn í fangelsi á Akureyri í sumar
Enginn fangi afplánar refsivist í fangelsinu á Akureyri í sumar. Ekki er til fjármagn til að ráða afleysingarfólk til starfa á Akureyri. Fangar hafa verið fluttir í önnur fangelsi.
28.05.2020 - 17:10
Skagfirðingar vilja hefja koltrefjaframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði.
Viðtal
Maður svaf í frystihúsinu þegar eldurinn kviknaði
Einn maður gisti í frystihúsinu sem kviknaði í í Hrísey í nótt. Var hann nývaknaður þegar eldurinn kom upp og tókst að koma sér út og hringja í Neyðarlínuna. Frystihúsið, sem er stærsti vinnustaðurinn í eynni, gjöreyðilagðist í brunanum.
28.05.2020 - 12:29
Viðtal og myndskeið
„Það er bara allt brunnið“
Heimamenn í Hrísey sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða við eldinn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Mestu aðgerðum er lokið á vettvangi og búið er að slökkva eldinn.
28.05.2020 - 10:12
Myndskeið
Virðast vera að ná tökum á eldinum í Hrísey
Slökkviliðsmenn frá Akureyri, Dalvík og heimamenn í Hrísey virðast vera að ná tökum á eldinum sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt. Eldurinn kom upp í starfsmannaaðstöðu, en frystihúsið virðist gjörónýtt. Heimamenn sáu fljótt að þeir myndu ekki ráða sjálfir við eldinn.
28.05.2020 - 09:47
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Myndskeið
Lagfæringar á sjóvörnum kosta um 300 milljónir
Það kostar allt að 300 milljónir að gera við sjóvarnargarða á Sauðárkróki sem skemmdust í óveðrinu í desember. Hækka þarf garðana töluvert til að þeir standist breytt veðurfar og sjólag.
Eldsvoði í Hrísey
Bruninn mikið áfall fyrir íbúa
Bruninn sem kom upp í frystihúsi Hrísey Seafood í nótt er mikið áfall fyrir íbúa í Hrísey, segir Linda María Ásgeirsdóttir sem býr þar. Mikinn svartan reyk leggur yfir alla eyjuna og rýma gæti þurft íbúðarhús.
28.05.2020 - 08:38
Berjast við mikinn eld í verksmiðjuhúsnæði í Hrísey
Slökkviliðið á Akureyri ásamt slökkviliðsmönnum í Hrísey berjast nú við mikinn eld í gamalli verksmiðju. Slökkviliðsmaður sem fréttastofa náði tali af sagði von á „fullt af mönnum frá landi og dælum,“ til að aðstoða við slökkvistarfið. Reynt væri að verja það sem hægt væri að verja og slökkviliðinu væri nú að takast að halda í við eldinn. Eldsmatur væri talsverður.
28.05.2020 - 06:21
Samstarf við HA um eflingu norðurslóðlastarfs
Háskólanum á Akureyri verður falið að auka þekkingu háskólasamfélagsins á Íslandi í málefnum norðurslóða, samkvæmt þjónustusamningi sem undirritaður var þar í morgun. Utanríkisráðuneytið veitir 50 milljónir króna til verkefnisins næstu tvö árin.
Fimm vilja verða lögreglustjóri á Norðurlandi eystra
Fimm umsóknir bárust dómsmálaráðuneytinu um stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi eystra. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri í Vestmannaeyjum er meðal umsækjenda um stöðuna.
27.05.2020 - 15:58
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Myndskeið
Íhugar að moka yfir náttúrulaug vegna yfirgangs
Landeiganda í Skagafirði ofbýður hvernig Íslendingar ganga um Fossalaug. Honum er skapi næst að moka yfir hana, yfirgangurinn sé það mikill.
Næturgestir enn til vandræða í sjóböðunum á Hauganesi
Eigandi sjóbaða við Sandvíkurfjöru á Hauganesi þarf að búa svo um hnútana að ekki verði hægt að baða sig þar í heitum pottum á nóttunni. Þá hefur hann kært til lögreglu þjófnað úr peningakassa við pottana. RÚV fjallaði um slæma umgengni þarna í fyrrasumar.
26.05.2020 - 17:02
Látinn eftir eldsvoða
67 ára gamall karlmaður sem lenti í eldsvoða á Akureyri á þriðjudagskvöld er látinn. Hann andaðist á gjörgæsludeild Landspítala seinnipart dags í gær.
21.05.2020 - 11:45
Slökkvilið kallað aftur að húsinu í Hafnarstræti
Slökkvilið Akureyrar var kallað aftur að húsi við Hafnarstræti 37 á Akureyri í morgun þegar reyks varð vart í húsinu. Húsið eyðilagðist í eldi í fyrrakvöld og þá var manni bjargað út úr logandi húsinu. Hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Um klukkan tíu í morgun varð vart við eld á ný í húsinu. Slökkvilið Akureyrar fór á vettvang og vann að því að slökkva eldinn um klukkan tuttugu mínútur yfir tíu.
21.05.2020 - 10:25
Gleði og sorg í sögum berklasjúklinga
Berklar voru þjóðarmein í upphafi 20. aldar. Árið 1927 var berklahæli reist að Kristnesi í Eyjafirði. Hælið varð örlagavaldur í lífi fólks, griðarstaður og heimili, en einnig afplánun og endastöð. Frásagnir fólksins sem dvaldist þar lifna nú við í útvarpsþætti.
21.05.2020 - 09:43
Rannsókn á eldsupptökum lokið
Rannsókn tæknideildar lögreglu á eldsupptökum brunans við Hafnarstræti á Akureyri er lokið. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við fréttastofu en segir jafnframt að ekki sé unnt að greina frá niðurstöðu rannsóknarinnar að svo stöddu. Á þriðja tímanum í dag fór teymi frá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Mannvirkjastofnun norður til að aðstoða við rannsóknina.
21.05.2020 - 00:00
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
Fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
Maðurinn sem slasaðist í eldsvoða á Akureyri í gær var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur í gærkvöld. Eldur uppgötvaðist í einu af elstu húsum bæjarins upp úr klukkan sjö í gærkvöld. Nágranni varð þá var við reyk.
20.05.2020 - 06:53
Myndskeið og viðtal
Bruninn á Akureyri: „Þetta leit strax illa út“
Eitt elsta íbúðarhús Akureyrar er sennilega ónýtt eftir mikinn eldsvoða í kvöld og verður líklega rifið. Ólafur Stefánsson, slökkviliðsstjóri, segir að þetta hafi litið strax illa út. Reykkafarar fundu rænulausan mann á miðhæð hússins og var hann fluttur alvarlega slasaður á bráðadeild Sjúkrahússins á Akureyri.
19.05.2020 - 21:34
Lækkun bygginga á Oddeyri breytir engu
Hverfisráð Oddeyrar leggst gegn áformum um byggingar á Gránufélagsreit á Oddeyri á Akureyri, þrátt fyrir að hámarkshæð húsa hafi verið lækkuð úr ellefu hæðum í átta. Núgildandi skipulag, sem leyfir allt að fjögurra hæða hús, sé vænlegri kostur.
19.05.2020 - 13:55