Norðurland

Sjónvarpsfrétt
Aukin bjartsýni í Hrísey
Aukin bjartsýni ríkir nú meðal íbúa Hríseyjar og hefur börnum á skólaaldri fjölgað um næstum helming. Að einhverju leyti hefur möguleikinn á fjarvinnu haft áhrif á fjölgunina að sögn íbúa.
30.07.2021 - 14:13
Einhvers konar ein með ýmsu um helgina
Eins og aðrar hátíðir hefur fjölskylduhátíðin Ein með öllu á Akureyri verið slegin af. Skipuleggjandi hátíðarinnar þakkar fyrir að henni hafi verið aflýst með lengri fyrirvara en í fyrrasumar.
30.07.2021 - 13:22
Íbúafundur staðfestur í Varmahlíð
Íbúafundur verður haldinn í Varmahlíð 5. ágúst. Fundurinn er haldinn í kjölfar auskriðu sem féll á tvö hús í þorpinu 29. júní.
30.07.2021 - 13:16
Laxveiðin sveiflukenndari en áður
Laxveiði virðist ekki vera eins góð á landinu og síðustu ár. Formaður Landssambands veiðimanna segir meiri sveiflur á fjölda laxa í ánum og erfitt sé að spá fyrir um þær.
30.07.2021 - 13:03
Óli verður ekki oddviti VG — Bjarkey færð efst
Óli Halldórsson, sem varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar, mun ekki leiða listann. Lagt er til að þingflokksformaðurinn Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skipi efsta sætið.
Hjóla í gegnum þrenn göng
Yfir 100 hjólreiðamenn munu hjóla í gegnum þrenn göng á Norðurlandi í dag. Þeir verða ræstir frá Siglufirði og hjóla til Akureyrar. Viðburðurinn er hluti af hjólreiðahátíð á Akureyri.
29.07.2021 - 16:28
Fleiri selir en í fyrri talningu
Niðurstöður selatalningarinnar miklu, sem fór fram á Vatnsnesi um helgina, benda til að stofninn sé frekar að stækka en minnka. Framkvæmdastjóri Selasetursins telur líklegt að það sé selveiðibanni að þakka.
28.07.2021 - 13:47
Loksins rigning
Eftir um mánaðar þurrka- og hlýindatíð er farið að rigna á Norður- og Austurlandi. Umsjónarmaður Lystigarðsins á Akureyri segir að nauðsynlegt hafi verið að vökva á hverjum degi frá lokum júní og er himinsæl að geta nú tekið frí frá vökvuninni.
28.07.2021 - 10:10
Barnshafandi konur fara til Reykjavíkur í fósturskimun
Barnshafandi konur á Akureyri sem vilja fara í 12 vikna fósturskimun á sumarleyfistíma þurfa að fara til Reykjavíkur. Forstöðuljósmóðir á Akureyri segir að skimunin sé ekki nauðsynleg og algjörlega val foreldranna.
27.07.2021 - 15:03
Akureyringar beðnir um að koma ekki á Hamra
Um helgina tóku hertar sóttvarnareglur gildi á Akureyri og fela þær meðal annars í sér takmarkanir á gestafjölda á tjaldsvæðum. Akureyrarbær biður bæjarbúa að fara ekki á tjaldsvæðið á Hömrum.
Smit koma seinna fram á landsbyggðinni
Enginn er á sjúkrahúsi á landsbyggðinni vegna Covid 19. Forstjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri segir að yfirleitt séu bylgjurnar seinni af stað utan höfuðborgarsvæðisins.
26.07.2021 - 12:37
Kvikmyndarisar taka upp á Akureyri
Þrír bandarískir risar í kvikmyndaiðnaði hafa fengið Sinfóníuhljómsveit Norðurlands til að spila tónlist við bíómyndir sínar. Upptökur standa nú yfir í Hofi á stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa. 
Allir geta verið vísindamenn í einn dag
Sunnudaginn 25. júlí fer fram talning á selum á Vatnsnesi. Almenningur er hvattur til að skrá sig sem sjálfboðaliða - ganga um fjörur og telja seli. Framkvæmdastjóri selaseturs segir niðurstöðurnar sem fáist gagnast næstu áratugi.
26.07.2021 - 08:48
Gagnaver falli vel að hugmyndum um grænan iðngarð
Á iðnaðarsvæðinu á Bakka gæti risið gagnaver innan árs ef áætlanir fyrirtækisins GreenBlocks ganga eftir. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa sótt um afnot af lóð á Bakka undir starfsemina.
26.07.2021 - 08:43
Metanframleiðsla annar ekki eftirspurn
Forstjóri Norðurorku segir að það sé pólitísk og samfélagsleg spurning hvort vinna eigi meira metangas á Íslandi. Aukin eftirspurn hefur verið eftir gasinu á Akureyri síðustu vikur vegna fjölda ferðamanna þar og hleðslustöðin annar ekki þörfinni.
26.07.2021 - 08:30
Hátíðum aflýst, frestað, flýtt eða breytt um land allt
Þær samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti valda því að fjölmennum viðburðum sem halda átti næstu daga verður ýmis aflýst eða frestað um óákveðinn tíma, en öðrum verður breytt eða þeim jafnvel flýtt. Frá miðnætti í kvöld mega ekki fleiri en 200 koma saman á einum stað. Forsvarsmenn nokkurra fjölmennra samkoma hafa brugðist við þessum tíðindum með ýmsum hætti. Hér að neðan er skautað yfir það helsta.
Sjónvarpsfrétt
Huga þarf vel að dýrum í hitanum
Hitinn á stórum hluta landsins síðustu vikur hefur ekki síður áhrif á dýr en menn. Dýralæknir á Akureyri hefur fengið til sín gæludýr sem hafa veikst í hitanum og hundar hafa brennt sig á heitu malbiki. Hestaeigandi fyrir norðan segir að passa verði að brynna vel.
22.07.2021 - 21:26
Tjaldsvæðið fullt svo vikum skiptir
Í hlýindunum síðustu vikur hafa landsmenn flykkst á tjaldsvæði á Norður- og Austurlandi. Víða hafa tjaldsvæðin fyllst svo vísa hefur þurft gestum frá. Á Hömrum við Akureyri hefur verið fullt meira og minna frá lokum júní.
22.07.2021 - 15:10
Kanna viðhorf til vindorkugarðs
Fyrirhugað er að gera viðhorfskönnun meðal íbúa Norðurþings til að kanna áhuga þeirra á að reistur yrði vindorkugarður á Hólaheiði. Margir íbúar hafa lýst efasemdum um framkvæmdina.
22.07.2021 - 11:20
Hitinn á Norðurlandi eykur vatnsnotkun
Vatnsnotkun á Norðurlandi hefur verið með öðru móti en í venjulegu árferði sökum hárra hitatalna síðustu vikur. Forstjóri Norðurorku segir að kaldavatnsnotkun sé í hámarki í umdæminu í hitunum en heitavatnsnotkun í lágmarki.
22.07.2021 - 09:39
Samruni á kjötmarkaði
Skilyrði fyrir samruna þriggja kjötiðnaðarfyrirtækja á Norðurlandi hafa verið uppfyllt. Fyrirtækin eru Norðlenska, Kjarnafæði og SAH-afurðir (Sölufélag Austur-Húnvetninga).
21.07.2021 - 15:00
Fimm í varðhaldi eftir slagsmál á Akureyri í gærkvöld
Yfirheyrslur eru að hefjast yfir fimm mönnum sem handteknir voru eftir slagsmál í miðbæ Akureyrar í gærkvöld. Einn slasaðist talsvert og gekkst undir aðgerð á SAK.
21.07.2021 - 11:58
Göngugatan er ekki göngugata
Varla er hægt að segja að göngugatan á Akureyri standi undir nafni því stóran hluta ársins er hún opin fyrir akandi umferð. Formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar segir fulla ástæðu til að endurskoða hvort breyta þurfi reglunum að einhverju leyti.
21.07.2021 - 09:17
Myndband
Sex handteknir í slagsmálum á Akureyri
Sex voru handteknir í slagsmálum í miðbæ Akureyrar nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu brotnaði rúða í átökunum, en litlar upplýsingar fást annars að svo stöddu.
20.07.2021 - 21:51
Sjónvarpsfrétt
Yfir 27 stiga hiti á Akureyri og Hallormsstað
Dagurinn í dag var með þeim allra heitustu fyrir austan og norðan í sumar. Hitinn fór mest í rúm tuttugu og sjö stig á Akureyri og í Hallormsstað. Fólk finnur ýmsar leiðir til að kæla sig ýmist í sjónum eða köldu Lagarfljótinu.
20.07.2021 - 19:05