Norðurland
Skorar á þingmenn að sigla með Sæfara til Grímseyjar
Grímseyingar eru orðnir langþreyttir á ferjunni Sæfara sem siglir milli lands og eyjar. Sjómaður í Grímsey skorar á þingmenn í kjördæminu að koma út í eyju í fimm metra ölduhæð og upplifa aðstæður.
23.05.2022 - 17:12
Bókanir í Skógarböðin langt fram á haust
Í gær voru Skógarböðin við Akureyri opnuð formlega. Aðdragandi opnunarinnar hefur verið langur en fyrst var stefnt á að opna böðin í byrjun árs.
23.05.2022 - 16:00
Meirihlutaviðræður á Akureyri ganga vel
Meirihlutaviðræður D-lista, B-lista, S-lista og M-lista á Akureyri ganga vel að sögn Heimis Arnar Árnasonar, oddvita D-lista. Hann segir þau vilja Ásthildi Sturludóttur áfram sem bæjarstjóra.
23.05.2022 - 15:17
Yfir 600 bátar skráðir til strandveiða
Yfir 600 bátar hafa nú verið skráðir til strandveiða og eru heldur fleiri farnir til veiða en á sama tíma í fyrra. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á þessari vertíð og til dæmis er verð fyrir slægðan ufsa um 100% hærra en í fyrrasumar.
23.05.2022 - 13:41
Vill hvergi annars staðar vera en í sveitinni
Á Syðri-Bægisá í Öxnadal er sauðburður í fullum gangi. Þar er hún Jónína Þórdís Helgadóttir ein þeirra sem stendur vaktina. Hún veigrar sér ekki við að eyða meirihluta dagsins í fjárhúsunum þær vikur sem sauðburðurinn stendur yfir. Það að hún eigi tveggja mánaða barn heima kemur ekki í veg fyrir að hún taki þátt í aðstoða ærnar við að koma afkvæmum sínum í heiminn.
21.05.2022 - 09:00
Töluvert jarðsig við Brimnes í Ólafsfirði
Vegurinn við Brimnes á leið út úr Ólafsfirði í átt að Múlagöngum hefur sigið talsvert síðustu viku. Vegurinn hefur verið girtur af við skemmdirnar og eru vegfarendur beðnir að aka með gát.
20.05.2022 - 17:42
Enginn sveitarstjóri starfandi á Langanesi
Sveitarstjóralaust er á Langanesi en sveitarstjóri Langanesbyggðar verður í leyfi þangað starfstímabil hans rennur út í lok næstu viku. Oddviti meirihlutans segir að staðan verði bráðum auglýst en það ferli taki talsverðan tíma.
20.05.2022 - 14:09
Boðið upp á ókeypis garðlönd í Skagafirði
Íbúum Skagafjarðar standa nú til boða ókeypis garðlönd í Varmahlíð og á Sauðárkróki til eigin ræktunar. Þetta verkefni sveitarfélagsins er talið eiga vel við breytta tíma í sjálfbærni.
20.05.2022 - 13:32
Ráðherra tekur fram fyrir hendur skólanefndar MA
Menntamálaráðherra hefur brugðist við kröfu kennarafélags Menntaskólans á Akureyri og skipað óháða nefnd til að meta hæfi umsækjenda um starf skólameistara MA. Kennarafélagið lýsti yfir vantrausti á störf skólanefndar MA við ráðningarferli skólameistara.
20.05.2022 - 13:13
Allt að helmingshækkun húsnæðis á Akureyri
Fasteignasali á Akureyri segir húsnæðisverð í bænum hafa hækkað um þrjátíu til fimmtíu prósent á síðustu tveimur til þremur árum. Mikill skortur sé á eignum á sölu og um helmingur er seldur á yfirverði.
20.05.2022 - 11:54
Ráðið í flest störf í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Flest fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi eru langt komin með að ráða til sín starfsfólk í sumar. Auknar launakröfur fylgja samkeppni um starfsfólk og víða útlit fyrir hærri launakostnað en áður. Fullbókað er orðið á flestum helstu gististöðum á Norðurlandi.
20.05.2022 - 10:39
Grímseyingar byrjaðir að reisa nýja kirkju
Framkvæmdir við nýja kirkju í Grímsey hófust í dag, aðeins átta mánuðum eftir að kirkjan brann til grunna. Húsfreyja í Grímsey segist vongóð um að fara á jólatónleika í nýrri kirkju strax á þessu ári.
20.05.2022 - 10:25
Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra
Atkvæði í sveitarstjórnarkosningum í Húnaþingi vestra voru endurtalin í gærkvöldi eftir að beiðni þess efnis kom frá fulltrúum N-listans. Við endurtalningu komu upp tvö frávik frá fyrri talningu þar sem áður ógild atkvæði voru talin gild. Breytingin hefur þó ekki áhrif á niðurröðun fulltrúa.
20.05.2022 - 09:23
Hamlet með örlitlu söngleikjaívafi
Í kvöld er frumsýning á Hamlet í uppfærslu útskriftarnemenda Listaháskóla Íslands. Frumsýningin er í Samkomuhúsinu á Akureyri en það er orðin hefð hjá leiklistarnemendum að fara norður með útskriftarsýningarnar sínar.
19.05.2022 - 15:54
Upplýsingamiðstöð opnuð aftur á Akureyri
Upplýsingamiðstöð á Akureyri verður starfrækt á ný sumarið 2022. Þetta staðfestir Þórgnýr Dýrfjörð, forstöðumaður atvinnu- og menningarmála hjá Akureyrarbæ.
19.05.2022 - 15:36
Undirbúa beint flug frá Sviss til Akureyrar
Markaðsstofa Norðurlands á nú í viðræðum við svissneska ferðaskrifstofu sem hyggur á beint flug frá Sviss til Akureyrar. Sjálfbær ferðaþjónusta er eitt af aðalsmerkjum ferðaskrifstofunnar.
19.05.2022 - 14:44
Endurtalning atkvæða í Húnaþingi vestra
Fulltrúar N-lista Nýs afls í Húnaþingi vestra hafa farið fram á endurtalningu atkvæða í sveitarfélaginu. Afar mjótt var á mununum á sjöunda manni inn í sveitarstjórn í kosningunum á laugardaginn en einungis munaði tveimur atkvæðum að N-listinn fengi þriðja mann inn á kostnað B-lista.
19.05.2022 - 13:23
Nýr meirihluti væntanlegur á Akureyri
Fulltrúi Miðflokksins á Akureyri segir að viðræður á milli fjögurra flokka um meirihlutasamstarf gangi vel. Hann gerir ráð fyrir að meirihluti verði kominn fljótlega upp úr helgi.
19.05.2022 - 11:43
Minjasafnið á Akureyri hlaut Íslensku safnaverðlaunin
Minjasafnið á Akureyri hlaut í dag Íslensku safnaverðlaunin 2022, sem afhent voru nú síðdegis. Fimm söfn voru tilnefnd til verðlaunanna í ár.
18.05.2022 - 18:22
Meirihlutaviðræður hafnar í nýjum sveitarfélögum
Á fyrsta sinn var kosið í tveimur nýjum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra á laugardaginn. Í báðum sveitarfélögum eiga B- og D- listar í meirihlutaviðræðum.
18.05.2022 - 15:24
B- og D-listi ræða saman í Húnaþingi vestra
Fulltrúar B og D-lista eru komnir vel á veg í formlegum viðræðum um meirihlutasamstarf í Húnaþingi vestra. D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra bauð ekki fram í kosningunum 2018.
18.05.2022 - 14:25
Segir íhaldsamari sjónarmið hafa náð yfirhöndinni
Kjósendur í nýsameinuðu sveitarfélagi Þingeyjarsveitar og Skútustaðahrepps höfnuðu flokki sitjandi sveitarstjórnarfulltrúa í kosningunum á laugardag. Oddviti flokksins segir að íhaldssamari sjónarmið hafi orðið ofan á.
18.05.2022 - 13:28
„Vonbrigði að þau skyldu svíkja okkur“
Fulltrúi L-listans á Akureyri segir mikil vonbrigði að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafi svikið flokkinn í meirihlutaviðræðum þeirra. Þeir hafi leitað til annarra flokka þrátt fyrir heiðursmannasamkomulag um að gera það ekki.
18.05.2022 - 12:17
Fornleifafundur við kirkjuna í Grímsey
Minjar frá miðöldum fundust nýverið við rannsókn fornleifafræðinga í grunni Miðgarðakirkju í Grímsey.
18.05.2022 - 09:30
Viðræðum slitið á Akureyri
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur slitu í kvöld viðræðum við L-listann um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Formlegar viðræður á milli flokkanna þriggja hafa staðið yfir frá því á sunnudag, daginn eftir sveitarstjórnarkosningarnar. Flokkarnir þrír hlutu samtals sjö menn í bæjarstjórn af þeim ellefu sem þar sitja.
17.05.2022 - 21:35