Norðurland

Þrumur og eldingar frá hádegi fram á nótt
Vonskuveður er víða um land. Appelsínugular og gular viðvaranir eru í gildi um nær allt landið, þó ekki á Austurlandi og Austfjörðum. Gengið hefur á með heilmiklum éljahryðjum og þeim hafa fylgt þónokkrar eldingar á vestanverðu landinu, nú síðast yfir höfuðborgarsvæðinu á tólfta tímanum og yfir Skeiðarársandi laust fyrir miðnætti. Páll Ágúst Þórarinsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segist hafa talið 20 eldingar á eða við landið vestanvert og austur á Skeiðarársand síðan um hádegið.
26.11.2020 - 23:53
Tveir milljarðar í framkvæmdir við flugstöð og flughlað
Við uppfærslu á gildandi samgönguáætlun er gert ráð fyrir tveimur milljörðum króna svo hægt verði að bjóða út framkvæmdir við nýja flugstöð og flughlað á Akureyrarflugvelli. Hönnun þessara verkþátta lýkur á fyrstu mánuðum næsta árs.
Skipstjórnarmenn hjá Samherja segjast án málsvara
Sautján skipstjórnarmenn hjá Samherja gagnrýna Félag skipstjórnarmanna fyrir að hafa staðið að kæru á hendur skipstjóra Júlíusar Geirmundssonar. Með því hafi félagið dæmt sig úr leik í umræðunni. Þeir segja skipstjórnarmenn nú vera án málsvara.
26.11.2020 - 14:24
Rannsaka uppruna svifryks á götum Akureyrar
Hjá Akureyrarbæ hófst nýlega verkefni þar sem kanna á uppruna og efnasamsetningu svifryks á götum bæjarins. Markmiðið er að finna bestu aðferðir til að útrýma svifryki.
26.11.2020 - 13:56
Myndskeið
Endurheimtu mótorhjól undan stiga eftir 50 ára bið
Mótorhjól sem steypt var inni undir stiga á Akureyri á áttunda áratugnum kom í ljós á ný í dag. Hjólið, sem dúsað hefur undir stiganum í tæp fimmtíu ár, var það fyrsta í eigu Heiðars Jóhannssonar, en hann lést í mótorhjólaslysi árið 2006. Það fær nú sinn stað á Mótorhjólasafni Íslands.
25.11.2020 - 19:43
Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra
Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring. Virkum smitum í fjórðungnum fer fækkandi - enn eru þó 22 í einangrun og 19 sóttkví.
Mikið tekjufall hjá Menningarhúsinu Hofi
Allt að sjötíu prósent af viðburðum í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri hafa fallið niður vegna faraldursins. Öllum stærstu jólatónleikum hefur verið aflýst, en minni tónleikar verða í desember sem jafnframt verður streymt á netinu.
25.11.2020 - 14:55
Landinn
Markaði smáframleiðenda ekið um Norðurland vestra
Bíll smáframleiðenda á Norðurlandi vestra brunar af stað í Fljót. „Ég er með vörur frá 19 smáframleiðendum í bílnum og ég ætla að bjóða Fljótamönnum og nærsveitungum að koma og líta á vörurnar og versla, ef þeir vilja. Við erum með allt frá kjöti yfir í mjólkurvörur og grænmeti og svo erum við með garn,“ segir Auðbjörg Ósk Guðjónsdóttir, bílstjóri.
25.11.2020 - 14:30
Fjórir handteknir vegna fíkniefnaframleiðslu á Akureyri
Fjórir voru handteknir vegna framleiðslu fíkniefna í fjölbýlishúsi á Akureyri á mánudagskvöld. Lagt var hald á 14 kannabisplöntur ásamt ætluðum fíkniefnum og framleiðslutækjum og tólum.
25.11.2020 - 11:23
Myndskeið
Vilja dómsúrskurð til að hreinsa lóð bílapartasölu
Svalbarðsstrandarhreppur hefur farið fram á dómsúrskurð til að hefja hreinsun með valdboði á lóð bílapartasölunnar Auto við Svalbarðsströnd. Eigandi fyrirtækisins segir engar líkur á að til þess komi. Hreinsun sé langt komin.
24.11.2020 - 19:56
Viðtal
„Fullt af úrgangi sem við sjáum aldrei“
Svokölluð nýtnivika stendur nú yfir hjá Akureyrarbæ og fjöldi rafrænna viðburða framundan hjá bænum. Verkefnið er samevrópskt átak sem er ætlað að vekja fólk til vitundar um nauðsyn þess að draga úr úrgangi og sóun, endurvinna og nýta betur, eins og fram kemur á vefsíðu Akureyrarbæjar.
24.11.2020 - 16:45
Norlandair semur um aukið flug til Grænlands
Norlandair hefur skrifað undir samning við grænlensku heimastjórnina um flug frá Íslandi til Scoresbysunds tvisvar í viku. Flogið verður bæði frá Akureyri og Reykjavík. Samningurinn er til 6 ára og er framlengjanlegur um fjögur ár.
24.11.2020 - 13:57
Myndskeið
Segir lukkuna hafa komið í veg fyrir fleiri dauðsföll
Slökkviliðsstjórinn á Akureyri segir lukkuna hafa komið í veg fyrir að manntjón varð ekki í fleiri en einu af þeim fjórum gömlu húsum sem brunnið hafa á Akureyri á rúmu ári. Hann segir mikilvægt að fólk fái aðstoð frá ríkinu við að laga gömul hús.
23.11.2020 - 19:55
Eitt nýtt smit á Norðurlandi eystra
Eitt nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðasta sólarhring og var hinn smitaði í sóttkví. Virkum smitum í fjórðungnum hefur fækkað úr 40 í 25 frá því á föstudag.
23.11.2020 - 17:25
Slökkvilið kallað út á Ak­ur­eyri
Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í mann­lausa íbúð í Ham­arstíg um klukkan hálf þrjú í dag vegna reyks. Kom í ljós að pott­ur hafði gleymst á elda­vél.
23.11.2020 - 16:44
Ökumaður bílsins sem brann með réttarstöðu sakbornings
Ökumaður fólksbíls sem hafnaði utan vegar og varð alelda við bæinn Ytri-Bægisá í Öxnadal hefur réttarstöðu sakbornings. Þá bendir margt til þess að bílnum hafi verið ekið yfir löglegum hámarkshraða. Þetta staðfestir Bergur Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
23.11.2020 - 12:57
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.
Viðtal
Kennir nemendum á Tröllaskaga frá London
„Að geta kennt heilum bekk á Ólafsfirði frá London er svoldið kúl,“ segir Katrín Ýr Óskarsdóttir tónlistarmaður sem býr og starfar í London. Þaðan kennir hún skapandi tónlist við Menntaskólann á Tröllaskaga. Í kennslunni tengir hún nemendur við sitt tengslanet í Bretlandi og hvetur þau til að fara út fyrir þægindarammann.
22.11.2020 - 14:00
Snjóflóð féll í Ólafsfjarðarmúla
Talsvert stórt snjóflóð hefur fallið í nótt eða í morgun rétt norðan við bæinn Karlsá í Ólafsfjarðarmúla. Flóðið stoppaði rétt ofan við veginn. Talsvert hefur snjóað til fjalla á þessum slóðum.
22.11.2020 - 13:45
Myndskeið
Segja mikilvægt að öll börn í heiminum fái sama rétt
„Það er sumt sem fullorðið fólk fattar ekki en börn geta fattað," segir níu ára nemandi í Giljaskóla á Akureyri. Skólinn fékk í dag viðurkenningu sem Réttindaskóli UNICEF. Þá fékk Guðmundur Fylkisson, lögreglumaður, viðurkenningu Barnaheilla.
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar tugi milljóna
Verkmenntaskólann á Akureyri vantar 40 milljónir króna á þessu ári og 60 á því næsta til að vera rekstrarhæfur. Skólameistari segir að margþættar ástæður séu fyrir hallanum. Ríkið hækkaði húsaleigu skólans um 157% á einu bretti á síðasta ári.
20.11.2020 - 13:31
Viðtal
Horfði á eftir ævistarfinu þegar öllu fé var lógað
Bóndi í Skagafirði horfði á eftir ævistarfinu í dag þegar lokið var við að lóga tæplega 900 kindum og geitum á bænum. Hann segir bætur ekki standa undir kostnaði við að endurreisa búið og kallar eftir svörum frá landbúnaðarráðherra um næstu skref.
19.11.2020 - 20:16
Ræða við sóttvarnayfirvöld um opnun skíðasvæða
Forstöðumenn skíðasvæða eiga nú í viðræðum við sóttvarnayfirvöld um leiðir til að geta opnað skíðabrekkurnar um og eftir næstu mánaðamót. Nægur snjór verður brátt í brekkunum en miðað við núverandi reglur er bannað að hleypa fólki í lyfturnar.
19.11.2020 - 12:49
Tröllaskagahólf orðið sýkt sóttvarnarhólf
Í kjölfar riðusmita í Skagafirði undanfarið hefur Matvælastofnun skilgreint Tröllaskagahólf sem sýkt svæði. Hólfið hefur verið riðulaust fram til þessa. Riða má ekki greinast þar í 20 ár svo að það teljist riðufrítt.