Norðurland

Myndskeið
Endalausar frostnætur og lambær enn á fullri gjöf
Lítil sem engin spretta hefur verið í kuldatíð á Norður- og Austurlandi síðustu vikur og gróður er um þremur vikum seinna á ferðinni en venjulega. Skepnur sem jafnan eru komnar á beit eru enn á fullri gjöf og lítið bólar á korni sem sáð var í apríl.
„Viljum fá að vera með í þessari heildaruppbyggingu"
Verkefnisstjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands segir að breytingar sem gerðar hafa verið á markaðssetningu Akureyrarflugvallar séu úr takti við yfirlýsingar stjórnvalda um að efla millilandaflug á landsbyggðinni. Hann óttast að tækifærum eigi eftir að fækka.
17.05.2021 - 16:10
Ekkert smit í Skagafirði í gær — Takmörkunum aflétt
Hertum sóttvarnaaðgerðum í Skagafirði og Akrahreppi var aflétt á miðnætti. Fjórir greindust með veiruna þar um helgina, allir í sóttkví. Alls er nú tuttugu og einn í einangrun í sveitarfélaginu en ekki er vitað til þess að nokkur þeirra sé alvarlega veikur. Ekkert smit greindist á svæðinu í gær.
17.05.2021 - 11:58
Aðgerðastjórn Skagafjarðar fundar um COVID-stöðuna
Tvö COVID-smit greindust í gær og voru viðkomandi í sóttkví. Aðgerðastjórn í Skagafirði, þar sem strangari samkomutakmarkanir eru, fundar síðar í dag og segist sveitarstjórinn þokkalega bjartsýnn á að hægt verði að rýmkar reglurnar í næstu viku. 
Óvissustigi lýst yfir á Norðurlandi vestra
Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Norðurlandi vestra vegna hættu á gróðureldum. Hættustig er í gildi fyrir stóran hluta Suðurlands og Vesturlands af sömu ástæðu. Lítið hefur rignt á þessum slóðum undanfarna daga og lítil úrkoma í kortunum.
12.05.2021 - 17:40
Landinn
Heimsfaraldur með heljartök á leikfélagi
„Ég var að horfa á sjónvarpsþáttinn Veröld sem var og þar var meðal annars verið að fjalla um óskalög sjómanna, þannig fékk ég þessa hugmynd að taka vinsæl dægurlög, sjómannalög, og semja í kringum þau verk," segir Pétur Guðjónsson leikstjóri og höfundur. Úr þessari hugmynd hans varð leikritið „Á frívaktinni“ sem til stóð að frumsýna um síðustu helgi hjá leikfélagi Sauðárkróks.
12.05.2021 - 17:02
Undirrituðu nýjan menningarsamning á Akureyri
Mennta- og menningarmálaráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu í dag nýjan menningarsamning milli Akureyrarbæjar og ríkisins. Samningurinn tryggir bænum 230 milljónir króna árlega næstu þrjú ár.
Landinn
Tónlist eftir átján borholur og eina virkjun
„Ég skynja tónlistina sem listform og ég hef ekki áhuga á því að skipa henni bás í klassískt form. Ég hef meiri áhuga á að hlusta á það sem fyrir er og þá einkum í náttúrunni sem í reynd er músík,“ segir Konrad Korabiewski, listamaður. Konrad býr á Seyðisfirði en sækir efnivið fyrir verk, sem hann vinnur nú að, í Kröfluvirkjun og borholur hennar.
12.05.2021 - 08:35
Eitt nýtt smit í Skagafirði - níu í einangrun
Níu er í einangrun á Sauðárkróki og nærri 400 í sóttkví. Eitt nýtt smit greindist þar í gærkvöld sem tengist starfsmanni grunnskólans. Sá var í sóttkví. Enginn af þeim sem smitast hefur í Skagafirði er mikið veikur.
Sjónvarpsfrétt
Íbúðarhús ungra hjóna á Dalvík rifið vegna myglu
Íbúðarhús var rifið á Dalvík í gær. Mygla greindist í húsinu fljótlega eftir að ung hjón keyptu það fyrir rúmu ári. Þau fluttu aldrei inn og standa uppi nánast bótalaus.
10.05.2021 - 22:39
Sjónvarpsfrétt
„Þetta er eins og að fá á sig mark í uppbótatíma“
Vonir standa til þess að búið sé að ná utan um hópsmit sem kom upp á Sauðárkróki um helgina. Deildarstjóri heilsugæslunnar, sem sjálf er í sóttkví, segir hópsýkinguna mikið sjokk fyrir samfélagið.
Landinn
Krakkar setja saman lítið orgel sem virkar
„Við erum að setja saman lítið pípuorgel, kemur í litlum bitum, svolítið eins og legó eða trékubbar, púslum því saman í hljóðfæri sem virkar,“ segir Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju.
10.05.2021 - 12:03
Sjö smit og fleiri í sóttkví
Sjöunda kórónuveirusmitið hefur greinst við skimun í sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi. Þetta staðfesti Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi Vestra, við fréttastofu á tólfta tímanum í kvöld.
09.05.2021 - 23:53
Viðtal
Grípa til harðra aðgerða gegn COVID-19 í Skagafirði
Tilslakanir sem taka áttu gildi á öllu landinu á morgun frestast um eina viku í Skagafirði og Akrahreppi, samkvæmt ákvörðun sóttvarnalæknis. Þetta er vegna sex COVID-19 smita sem greinst hafa í sveitarfélaginu. Á þriðja hundrað eru í sóttkví og um 400 sýni voru tekin í dag til að meta útbreiðslu faraldursins. Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ákvað á fundi sínum í dag að grípa til harðra aðgerða.
09.05.2021 - 18:05
Tvö smit greindust í gær - annað utan sóttkvíar
Tvö COVID-19 smit greindust innanlands í gær, annar þeirra sem smituðust var ekki í sóttkví. Miklar sýnatökur voru í Skagafirði í gær vegna fjögurra staðfestra COVID-19 smita í fyrradag. Tvö sýnanna reyndust jákvæð og að auki er verið að rannsaka tvö sýni betur. Ekkert smit greindist á landamærunum þrátt fyrir að í gær kæmu hingað mun fleiri flugfarþegar en venja hefur verið til síðustu mánuði.
09.05.2021 - 10:58
Sýningum frestað og íþróttaæfingar liggja niðri
Um 160 íbúar í Skagafirði fóru í sýnatöku í dag og 76 eru komnir í sóttkví eftir að fjögur COVID-19 smit voru staðfest í sveitarfélaginu. Búið er að fresta leiksýningu og kvikmyndasýningu, slá af íþróttaæfingar og loka skíðasvæðinu, segir Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn og varaformaður byggðaráðs.
Fjögur smit í Skagafirði og fjöldi í sóttkví
Fjórir hafa greinst með COVID-19 í Skagafirði og nokkur fjöldi fólks er kominn í sóttkví meðan verið er að rekja smitið og bíða eftir niðurstöðum úr sýnatökum. Smitið uppgötvaðist í sýnatöku vegna einkenna og síðan var fleira fólk sent í sýnatöku.
Undirbúa bólusetningu fyrir alla Grímseyinga
Til stendur að fljúga til Grímseyjar og bólusetja alla íbúa þar í einu. Það er bæði tímafrekt og dýrt fyrir Grímseyinga að fara til Akureyrar í bólusetningu.
07.05.2021 - 12:49
Sáttafundur deiluaðila í Kjarnaskógi gekk vel
Sáttafundur var haldinn í deilu hagsmunahópa um útivistarsvæðið í Kjarnaskógi á Akureyri í vikunni. Hlið, sem setja á upp á svæðinu, hafa valdið deilum milli þeirra nýta svæðið. Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga sagðist í viðtali við fréttastofu fyrr í vikunni óttast að hliðin gætu valdið slysum. Hann ætlar þó að una niðurstöðu bæjarins.
07.05.2021 - 11:08
Vilja ekki bankaþjónustu í gegnum „einhvern sjálfsala“
Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti opnunardagur útibús Arion banka á staðnum. Sveitarstjórinn segir að margir hyggist hætta viðskiptum við bankann, Blönduósbær þar á meðal.
06.05.2021 - 17:55
Segir bæjarfulltrúann villa viljandi um fyrir fólki
Gunnar Gíslason, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, segir Hildu Jönu Gísladóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingar, fara með rangt mál í Facebook-færslu um samþykkt varðandi fjölbýlishúsalóð við Tónatröð.
06.05.2021 - 10:52
Leggja háspennustreng um bæjarlandið á Akureyri
Hafnar eru framkvæmdir við lengsta 220 kílóvolta háspennustreng sem lagður hefur verið í jörðu hér á landi. Strengurinn er hluti Hólasandslínu og liggur að hluta í gegnum bæjarlandið á Akureyri.
06.05.2021 - 09:07
Hefja tilraunir við að koma lifandi bolfisk að landi
Unnið er að breytingum á Oddeyrinni, einu skipa Samherja, með það fyrir augum að skipið geti flutt lifandi bolfisk að landi en þeirri aðferð hefur ekki verið beitt við togveiðar hér við land áður.
05.05.2021 - 18:06
Viðtal
Lætur strandveiðidraum rætast og tekur strákinn með
Stefán B. Sigurðsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, ætlar að láta gamlan draum rætast og hefja strandveiðar í sumar. Hann hefur fest kaup á bát og ráðið son sinn, sem er námsmaður í Svíþjóð, sem háseta. Stefán var gestur á Morgunvaktinni á Rás 1 í morgun.
05.05.2021 - 14:54
Bæjarstjórn Akureyrar klofnaði í afstöðu til háhýsa
Meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar samþykkti í gærkvöld að úthluta verktakafyrirtæki í bænum fjölbýlishúsalóð við Tónatröð. Málið er afar umdeilt og bærstjórn klofnaði í afstöðu sinni. Formaður skipulagsráðs segir ekkert óeðlilegt við vinnslu málsins.
05.05.2021 - 12:32