Norðurland

Sjónvarpsfrétt
Umbrotin vekja upp minningar frá Kröflueldum
Umbrotin sem nú standa yfir á Reykjanesskaga eru talin líkjast mjög upphafi Kröfluelda. Sá tími er Mývetningum enn í fersku minni nú tæpum fjörutíu árum eftir að þar gaus síðast.
Riðan á Vatnshóli mikið áfall
Talsmaður sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu segir það mikið áfall að riða hafi nú greinst á bæ í sýslunni. Bærinn er í Vatnsneshólfi þar sem riða er þekkt, en næsta varnarhólf er riðufrítt. Ristahlið á varnargirðingu milli hólfanna var fjarlægt í haust.
03.03.2021 - 11:13
Riðuveiki á bæ í Húnaþingi vestra
Riðuveiki hefur greinst í kind á bænum Vatnshóli í Húnaþingi vestra. Á bænum eru ríflega 920 fjár. Riða greindist síðast á Vatnshóli árið 1999.
Sjónvarpsfrétt
„Okkur þykir bara öllum svo vænt um bæinn okkar“
Skiptar skoðanir eru meðal Akureyringa um fimm fjölbýlishús sem verktaki hyggst reisa ofan við elsta hverfi Akureyrar, Innbæinn. Bæjarfulltrúi segir sterkar skoðanir fólks til marks um væntumþykju í garð bæjarins.
01.03.2021 - 21:36
Jarðskjálfti norður af Grímsey
Jarðskjálfti varð um sextán kílómetra norðnorðaustur af Grímsey þegar klukkuna vantaði sjö mínútur í átta í kvöld. Skjálftinn mældist 3,3 að stærð. Þrír eftirskjálftar voru staðsettir á mælum Veðurstofunnar. Þeir voru mun minni, á bilinu einn til tveir að stærð.
01.03.2021 - 21:23
Mikil verðhækkun á minkaskinnum
Sjötíu og níu prósenta hækkun varð á verði fyrir minkaskinn á uppboði sem nú er nýlokið í Kaupmannahöfn. Talsmaður íslenskra loðdýrabænda segir þetta gefa minkabændum vind í seglin, enda sé mikil eftirspurn eftir skinnum.
01.03.2021 - 12:35
Tveimur veitingastöðum lokað á Akureyri
Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði í gærkvöld tveimur veitingahúsum á Akureyri. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis og hinu var lokað vegna brots á sóttvarnarlögum.
Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla
Óvissustigi var lýst yfir í Ólafsfjarðarmúla rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Fyrr í dag varaði Vegagerðin við því að snjóflóðahætta væri mögulega í Ólafsfjarðarmúla næsta sólarhringinn.
25.02.2021 - 23:00
Fiskibát rak í átt að landi þegar vélin bilaði
Fiskibátur varð aflvana á Þistilfirði, um eina sjómílu norður af Langanesi á fjórða tímanum í dag, og tók að reka í átt að landi. Skipverji á bátnum óskaði eftir aðstoð og voru þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskip frá Raufarhöfn og björgunarbátur frá Þórshöfn kölluð út auk þess sem nálæg skip voru upplýst um vandann. Börkur NK var næstur bátnum, en þó í tíu sjómílna fjarlægð, og hélt af stað til aðstoðar.
25.02.2021 - 18:51
Viðtal
Fékk nektarmyndir af dóttur sinni inn um lúguna
Tinna Ingólfsdóttir var aðeins 13 ára þegar hún var beitt stafrænu kynferðisofbeldi. Hún sendi manni sem hún treysti nektarmynd af sér sem fór í mikla dreifingu á netinu. Í Kastljósi í kvöld segir Inga Vala sögu Tinnu sem lést aðeins 22 ára að aldri.
Myndskeið
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
Hrafndís Bára vill fyrsta sæti á lista Pírata
Hrafndís Bára Einarsdóttir gefur kost á sér í fyrsta sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar. Hún skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu þingkosningum og var kosningastjóri Pírata í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri 2018.
Prentmet Oddi kaupir þrotabú Ásprents
Prentsmiðjan Prentmet Oddi hefur fest kaup á eignum úr þrotabúi Ásprents sem tekið var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðarins. Búið er að ráða sex starfsmenn í fullt starf en alls störfuðu 20 manns hjá Ásprent.
24.02.2021 - 13:45
Ræða sameiningu Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar
Óformlegar viðræður eru að hefjast um mögulega sameiningu Langanesbyggðar og Svalbarðshrepps. Oddviti Svalbarðshrepps segir sveitarfélögin eiga það margt sameiginlegt að auðvelt ætti að vera að taka skrefið til fulls.
Fjórir hnúfubakar í fyrstu hvalaskoðunarferðinni
Norðursigling fór í sína fyrstu hvalaskoðunarferð á þessu ári um síðustu helgi. Tuttugu manna hópur sá meðal annars fjóra hnúfubaka í ferðinni. Daglegar hvalaskoðunarferðir fyrirtækisins hefjast um mánaðarmót.
23.02.2021 - 10:20
Fagna því að sjá fram á nýja flugstöð á Akureyri
Talsmenn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fagna því að sjá nú fram á nýja flugstöð, ásamt flughlaði á Akureyrarflugvelli, sem ákveðið er að taka í notkun vorið 2023. Framkvæmdir við byggingu flugstöðvar verða boðnar út í vor.
Sjónvarpsfrétt
„Heilmikið í bígerð og heilmikið sem er að ljúka“
Langanesbyggð stefnir á að framkvæma og fjárfesta í innviðum fyrir hundruð milljóna króna á næstu árum. Meðal verkefna eru dýpkun hafnarinnar á Þórshöfn og endurbætur á íþróttahúsi sem og viðgerð á hafnargarði á Bakkafirði.
22.02.2021 - 13:18
Myndskeið
Saur makað á veggi og glugga leikskóla á Akureyri
Farið var ofan í ruslagám þar sem voru bleyjur og því sem í þeim var, var makað á rúður og veggi leikskólans Holtakots á Akureyri í gærkvöld. Snjólaug Brjánsdóttir, leikskólastjóri, segist sorgmædd.
22.02.2021 - 11:36
Bæjarráð Akureyrar gagnrýnir hækkun ferjufargjalda
Bæjarráð Akureyrar mótmælir boðaðri hækkun fargjalda og farmgjalda í ferjuna Sæfara, sem sér um fólks- og vöruflutninga milli Dalvíkur, Hríseyjar og Grímseyjar. Áformað er að hækka fargjöldin um 12 próent í maí, og farmgjöldin um 14 prósent.
20.02.2021 - 07:31
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
Akureyrarbær semur um kaup á nýju stólalyftunni
Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur ákveðið að ganga til samninga um kaup á nýju stólalyftunni í Hlíðarfjalli af Vinum Hlíðarfjalls. Talsmaður félagsins segir að lyftan sé tilbúin til afhendingar.
18.02.2021 - 17:51
Myndband
Heimsóttu bændur í stað búða á öskudaginn
Öskudegi var fagnað víða um land í dag þrátt fyrir takmarkanir. Í Hörgársveit í Eyjafirði var öllum börnum smalað í rútu og ekið milli bæja í stað þess að heimsækja verslanir á Akureyri.
17.02.2021 - 20:26
Eftirlit í Hlíðarfjalli eftir ábendingar um drykkjuskap
Lögreglan hefur verið með sérstakt eftirlit við Hlíðarfjall undanfarnar tvær helgar eftir að borist hafa ábendingar um áfengisnotkun í fjallinu. Voru samtals 300 bílar stoppaðir og ástand ökumanna kannað. Enginn þeirra reyndist vera undir áhrifum.
17.02.2021 - 17:00
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.