Norðurland

Talsvert af loðnu norðan við land en veiðist ekki í nót
Sex uppsjávarskip eru þessa dagana að fylgjast með loðnu norður af landinu. Töluvert hefur sést af loðnu en hún stendur djúpt og veiðist því ekki í nót.
30.11.2021 - 14:55
Sveitarstjórn Skagafjarðar gagnrýnir Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun hefur sent frá sér fyrirmæli um úrbætur vegna bensínmengunar á Hofsósi. Sveitarstjóri Skagafjarðar segir það valda vonbrigðum að ekki hafi verið tekið tillit til athugasemda sveitarfélagsins.
30.11.2021 - 12:34
„Svæðisborgin“ Akureyri í nýjum stjórnarsáttmála
Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar kemur fram að mótuð verði stefna um að skilgreina frekar svæðisbundið hlutverk Akureyrar sem stærsta þéttbýliskjarnans á landsbyggðinni. Formaður Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra segir þetta viðurkenningu stjórnvalda á að byggja upp annað borgarsvæði á Íslandi.
Sjónvarpsfrétt
Fá lánað í staðinn fyrir að kaupa
Nýtnivika stóð yfir dagana 21. - 29. nóvember en markmið hennar er að vekja athygli á óþarfa neyslu og aukinni nýtni. Aðstandendur átaksins vilja benda á að hægt er að fá lánað, gera við og endurnýta. Enginn missir sé af neinu þó ekki sé verið að stökkva á tilboðsvörur.
Sjónvarpsfrétt
Jólatréslýðræði á Húsavík
Á Húsavík ríkir svokallað jólatréslýðræði því þar kjósa íbúar bæjarins ár hvert um hvaða tré verður jólatré bæjarins. Kveikt var á trénu að viðstöddum börnum úr skólum bæjarins.
29.11.2021 - 09:00
Sjónvarpsfrétt
Safna fyrir betri Vatnsnesvegi
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur sett af stað hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg. Sveitarstjóri segir óásættanlegt að vegurinn sé ekki á samgönguáætlun fyrr en á árunum 2030 til 2034 og því hafi verið ákveðið að fara þessa leið.
Allt frá staðfestingu talningar til nýrra kosninga
Fulltrúar í kjörbréfanefnd skiluðu af sér fjórum álitum og tillögum um hvernig ætti að bregðast við stöðunni vegna talningar atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Flokks fólksins vilja samþykkja kjörbréf allra þingmanna á grundvelli annarrar talningar og ljúka þar með málinu. Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna skila sitt hvoru álitinu og samhljóða tillögum um uppkosningu í Norðvestri. Píratinn í nefndinni vill kjósa á landinu öllu.
25.11.2021 - 15:45
Uglan Þröstur öll að braggast — „Skellti sér í hjóltúr“
Branduglan Þröstur sem varð fyrir bíl í Hörgársveit í síðasta mánuði er öll að braggast. Hún borðar vel og sjónin er öll að koma til en talið var líklegt að hún hefði misst sjónina í slysinu. Vinur Þrastar sýnir reglulega frá bataferlinu á Facebook og síðast í gær fóru þeir félagar í hjólaferð.
25.11.2021 - 15:15
Akureyrarbær vill opinbera rannsókn á barnaheimilinu
Bæjarráð Akureyrarbæjar vill að fram fari ítarleg, opinber rannsókn á rekstri barnaheimilisins á Hjalteyri og aðbúnaði barna sem þar voru vistuð. Bærinn kom ekki að rekstri heimilisins en barnaverndaryfirvöld sveitarfélagsins sendu á sínum tíma börn þangað til lengri eða skemmri dvalar.
25.11.2021 - 15:01
Sjónvarpsfrétt
Býður fram lista fyrir hönd katta — „Alvara með þessu“
Nýtt stjórnmálaafl, Kattaframboðið, var kynnt á Akureyri í síðustu viku. Með framboðinu er hugmyndin að kettir bjóði sig fram í bæjarstjórn Akureyrar og mjálmi í burt bæjarfulltrúa sem vilja banna lausagöngu katta.
25.11.2021 - 14:04
Bjóða þrjá milljarða í húsnæði hjúkrunarheimilanna
Félagið Heilsuvernd ehf., sem tók við rekstri hjúkrunarheimilanna á Akureyri fyrr á árinu, vill kaupa fasteignirnar þar sem heimilin eru rekin. Byggingarnar eru í eigu Akureyrarbæjar og ríkisins. Tilboð fyrirtækisins hljóðar upp á þrjá milljarða og rennur út á morgun.
25.11.2021 - 13:36
Krefjast aðgerða á Hofsósi innan tveggja vikna
Umhverfisstofnun krefst þess að olíufélagið N1 fari í úrbætur vegna leka frá bensíngeymi félagsins á afgreiðslustöð þess á Hofsósi. Í fyrirmælum sem stofnunin gaf út segir að grafa þurfi skurði og setja niður loftunarrör innan tveggja vikna.
25.11.2021 - 13:16
Norðan hríð í nótt og varasamt ferðaveður
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna norðan hríðar sem gengur yfir stóran hluta landsins í nótt og í fyrramálið.
23.11.2021 - 22:02
Hestamenn á Akureyri ósáttir — „Til háborinnar skammar“
Hesthúseigendur í Breiðholti ofan Akureyrar eru afar ósáttir við það hvernig götur hverfisins hafa fengið að drabbast niður og skemmast. Eigandi hesthúss í hverfinu segir göturnar í hverfinu til háborinnar skammar.
23.11.2021 - 15:36
Mun dýrara fyrir marga smáframleiðendur að senda vörur
Smáframleiðendur til sveita eru uggandi eftir að Pósturinn stórhækkaði gjaldskrá á pakkasendingum til og frá dreifbýli. Framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla segir hækkun á gjaldskrá Póstsins í dreifbýli koma illa við félagsmenn. Pakki sem áður kostaði þúsund krónur að senda kostar nú 1600 krónur. Það muni um slíkt fyrir jólin þegar senda þurfi marga litla pakka.
23.11.2021 - 12:20
Loðnan ekki farin að mynda almennilegar torfur
Loðna hefur enn ekki fundist sem heitið getur. Fram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að Bjarni Ólafsson AK hafi í gær orðið var við loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg. Hún hafi hins vegar staðið djúpt og sé ekki farin að mynda almennilegar torfur. Sem stendur sé ekki hægt að veiða hana í nót en beita mætti trolli. Þau séu hins vegar bönnuð á þessum slóðum.
23.11.2021 - 11:44
Viðvaranir vegna norðanhríðar og hvassviðris
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á mest öllu landinu vegna norðanhvassviðris í kvöld, nótt og fram á morgun. Það blæs hressilega og snjóar að auki. Því má búast við skafrenningi, lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Þar sem veðrið gengur yfir verður ýmist varasamt ferðaveður eða ekkert ferðaveður.
23.11.2021 - 08:13
„Grunnforsenda ef við ætlum að dreifa ferðamönnum”
Markaðsstofa Norðurlands telur óásættanlegt að vetrarþjónustu á vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé eins ábótavant og raun beri vitni. Framkvæmdastjóri Markaðsstofunnar segir að lokanir hafi mikil áhrif á markaðsstarf.
Hópsmit á Dalvík og í Grundarfirði hefur víðtæk áhrif
Hópsmit sem komið hafa upp á Dalvík og í Grundarfirði síðustu daga hafa mikil áhrif á samfélagið. Skólar, íþróttamannvirki og sundlaugar eru lokuð á báðum stöðum. Von er á miklum fjölda í sýnatöku á Dalvík í dag.
22.11.2021 - 13:07
Dalvíkurbyggð skellt í lás eftir smit í grunnskólanum
Grunnskóla, tónlistarskóla, menningarhúsi og íþróttamiðstöð Dalvíkur hefur verið lokað eftir að rúmlega tuttugu smit greindust í bænum. Búið er að skima tæplega 400 manns og eru íbúar hvattir til að halda sig til hlés á meðan verið er að ná utan um smitið.
19.11.2021 - 12:09
Úrslit kosninga ráðast á fimmtudag
Næstkomandi fimmtudag ræðst hvort ráðist verður í uppkosningu vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi eða hvort niðurstöður endurtalningarinnar fái að standa. Þann dag kýs Alþingi um niðurstöður kjörbréfanefndar sem kosin verður strax eftir þingsetningu á þriðjudaginn kemur.
Eru að fást við hópsýkingu á Dalvík
Allir starfsmenn og nemendur í Dalvíkurskóla verða sendir í PCR próf og er skólinn og tónlistarskólinn lokaðir á meðan niðurstöðu er beðið. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn og 15 nemendur hafa greinst með smit. Fjórir bekkir í skólanum eru í sóttkví.
18.11.2021 - 21:39
Dalvíkurskóli lokaður fram að helgi vegna smita
Vegna kórónuveirusmita hefur verið ákveðið að loka grunnskólanum á Dalvík fram að helgi. Íris Hauksdóttir, þjónustu- og upplýsingafulltrúi Dalvíkurbyggðar, segir í samtali við fréttastofu að kennarar hafi greinst smitaðir á heimaprófi í gær auk eins nemanda. Þegar nemandinn greindist var ákvörðun tekin um lokun fram að helgi.
18.11.2021 - 15:55
Lýsa málsatvikum á sautján blaðsíðum
Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa birti í gær drög að ítarlegri málsatvikalýsingu á framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. Þar er farið yfir það á sautján blaðsíðum hvernig staðið var að talningu og endurtalningu atkvæða og hvaða upplýsingar hafa komið fram í störfum nefndarinnar.
18.11.2021 - 10:36
Sjónvarpsfrétt
Býður bæjarfulltrúum á Akureyri í pottinn í Glerárlaug
Til stendur að skera niður í rekstri Akureyrarbæjar um nokkur hundruð milljónir. Ein af þeim tillögum sem ræddar hafa verið í bæjarstjórn er að loka annarri sundlaug bæjarins almenningi. Fastagestur skorar á bæjarfulltrúa að kynna sér starfsemi laugarinnar.
17.11.2021 - 10:11