Norðurland

Gestir virtu ekki sóttvarnir og breyta þurfti mótinu
Breyta þurfti skipulagi eins stærsta knattspyrnumóts sumarsins á Akureyri þar sem foreldrar og gestir virtu ekki hólfaskiptingu og sóttvarnir. Eftir á að hyggja segir mótsstjórinn það hafa verið mistök að takmarka ekki fjölda aðstandenda. Um 8000 manns eru á mótinu.
03.07.2020 - 22:25
Níu ný jarðgöng á lista í nýrri samgönguáætlun
Fjarðarheiðargöngum verður flýtt samkvæmt nýrri samgönguáætlun og hefjast framkvæmdir árið 2022. Áratugur gæti liðið þangað til göngin verða tekin í notkun en forseti bæjarstjórnar segir að ákvörðun um flýtingu strax færa heimamönnum von og auka bjartsýni.
03.07.2020 - 16:48
Kvennaathvarf opnað nyrðra í sumarlok
Kvennaathvarf verður opnað á Akureyri í lok sumars. Hingað til hefur ekki verið neitt búsetuúrræði utan Reykjavíkur fyrir konur og börn sem ekki geta búið á heimili sínu vegna ofbeldis. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að lengi hafi staðið til að opna athvarf utan höfuðborgarsvæðisins. Tvær af hverjum tíu konum sem koma í Kvennaathvarfið í Reykjavík koma utan höfuðborgarsvæðisins.
03.07.2020 - 13:11
Myndskeið
Vona að betri jarðtenging hafi góð áhrif á sjúklinga
Nærri 100 metra djúp hola var boruð við Sjúkrahúsið á Akureyri fyrir skömmu til þess að leiða út svokallaða flökkustrauma í rafkerfi hússins. Vonast er til að það hafi góð áhrif á sjúklinga og starfsfólk.
Lögreglustjórinn úr Eyjum tekur við Norðurlandi eystra
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Hún tekur við embættinu 13. júlí. Páley tekur við embættinu af Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem skipuð var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri.
03.07.2020 - 09:37
Dettifossvegur tilbúinn í lok sumars
Í lok sumars verður í fyrsta sinn hægt að aka á bundnu slitlagi frá Dettifossi um Jökulsárgljúfur niður í Öxarfjörð. Þá opnast svokallaður Demantshringur, langþráð hringleið að mörgum helstu náttúruperlum Norðausturlands.
Hreinsunarstarf hafið í Hrísey
Hafin er vinna við að fjarlægja það sem eftir stendur af byggingum Hríseyjar Seafood sem eyðilögðust í eldsvoða fyrir rúmum mánuði. Áætlað er að hreinsunarstarfið taki um 10 daga.
02.07.2020 - 17:02
140 ára færeyskur kútter á Siglufirði
Færeyski kútterinn Westward Ho kom til Siglufjarðar í byrjun vikunnar. Skipið var byggt í Grimsby árið 1884 og er því nærri 140 ára gamalt.
02.07.2020 - 16:48
Myndskeið
Fótboltaveisla á Akureyri um helgina
Búið er að koma fyrir á annað hundrað sprittstöðvum á einu stærsta yngriflokkamóti sumarsins á Akureyri um helgina. Tæplega tvö þúsund drengir taka þátt og mótsstjóri segir snúið að halda fótboltamót á tímum farsóttar.
02.07.2020 - 13:56
Skjálfti að stærð 3,1
Jörð heldur áfram að skjálfa við mynni Eyjafjarðar. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 20 kílómetra norðvestur af Gjögurtá klukkan fimmtán mínútur yfir fjögur. Hann var 3,1 að stærð. Það er stærsti skjálftinn síðustu 48 klukkustundirnar.
02.07.2020 - 06:36
Vesturbrú vígð í dag
Ný brú sem liggur yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Brúin fékk heitið Vesturbrú. Hún leysir af hólmi gamla brú sem þurfti að færa vegna uppsetningar á aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll.
01.07.2020 - 23:43
Stjórnlaus bátur hafnaði upp í fjöru á Þórshöfn
Það óhapp varð á Þórshöfn um hádegisbilið í dag að bátur sem var að leggja frá bryggju fór skyndilega á fulla ferð og hafnaði upp í fjöru. Hann rakst utan í tvo aðra báta í höfninni og skemmdust þeir nokkuð.
01.07.2020 - 17:54
Vara við skriðuföllum austur á Melrakkasléttu
Veðurstofa Íslands og Almannavarnir minna á að óvissustig Almannavarna á Norðausturlandi vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst 19. júni er enn í gildi. Rannsóknir á Húsavíkur-Flateyjar misgenginu benda til að enn sé innistæða fyrir stærri skjálfta allt að stærð sjö á misgenginu.
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlaða á Akureyri
Nýr þjónustukjarni fyrir fatlað fólk var vígður við Klettaborg á Akureyri í dag. Þar verður nýtt heimili sex einstaklinga sem þurfa aðstoð við daglegar athafnir. Aðstaða íbúa og starfsfólks gjörbreytist til hins betra.
01.07.2020 - 16:11
Óttast um vitann á Gjögurtá í jarðskjálftahrinunni
Óttast var að vitinn á Gjögurtá, austan Eyjafjarðar, hefði orðið fyrir skemmdum í stærstu jarðskjálftum hrinunnar sem staðið hefur síðan 20. júní. Við nánari skoðun virðist vitinn hafa sloppið.
01.07.2020 - 15:47
„Þarft að vera sérstök tegund af hálfvita“
Tveir rúmlega tvítugir Grímseyingar keyptu sér nýlega sinn strandveiðibátinn hvor og buðu Úllu Árdal í Sumarlandanum með sér á handfæraveiðar á Grímseyjarsundi.
01.07.2020 - 15:09
Júní betri í ferðaþjónustunni en áætlað var
Þótt mun minni umsvif séu í ferðaþjónustu en undanfarin ár hefur júní verið betri en búist var við. Íslendingar virðast hafa tekið vel þeirri hvatningu að ferðast innanlands. Tekjur eru þó ekki í samræmi við aðsóknina því í flestum tilfellum er fólk að nýta sér tilboð og afslætti á mestallri þjónustu.
01.07.2020 - 13:20
Frekari aðgerða þörf til að treysta byggð í Grímsey
Lægri skattbyrði, aukinn byggðakvóti og hlutverk Grímseyjar varðandi öryggi sjófarenda, eru dæmi um leiðir sem Akureyrarbær vill fara til að treysta byggð í eyjunni. Íbúarnir segja búsetuskilyrði hafa batnað undanfarin ár.
30.06.2020 - 20:50
HA samþykkir allt að 400 fleiri umsóknir
Háskólinn á Akureyri ætlar að fjölga samþykktum umsóknum um nám við skólann úr rúmlega 1.000 í allt að 1.400 fyrir komandi skólaár. Þetta er gert vegna stöðunnar í íslensku samfélagi og ákvörðunar stjórnvalda um að auka fjármagn til háskólanna vegna aukinnar aðsóknar.
Grenjavinnsla seinna en vanalega
Grenjaskyttur eru farnar að ganga á greni. Gotin eru víða 2-3 vikum seinna en vanalega. Það er mikið um gelddýr við Öxarfjörð en frjósemi er óvenju mikil í Þingeyjarsveit.
29.06.2020 - 17:09
Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.
Talningu lokið í Norðvesturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðvesturkjördæmi á sjöunda tímanum í morgun. Þar féllu atkvæði þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut um 92 prósent atkvæða og Guðmundur Franklín Jónsson um átta prósent. Kjörsókn var 69,2 prósent í kjördæminu.
Skjálfti af stærðinni 4 í nótt
Skjálftahrina úti fyrir Norðurlandi heldur áfram. Í nótt varð skjálfti rétt fyrir klukkan fimm af stærðinni 4. Skjálftinn varð  33,4 kílómetra vestsuðvestur af Grímsey.
27.06.2020 - 10:31
Birti kynferðislegar myndir af fyrrverandi á Facebook
Landsréttur sakfelldi karlmann í dag fyrir að birta kynferðislegar myndir af fyrrverandi sambýliskonu sinni á Facebook auk þess að senda henni hótanir og ærumeiðingar í smáskilaboðum. Landsréttur sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra sem hafði sýknað manninn. Hann var nú dæmdur til sex mánaða fangelsisvistar en þar af er helmingur skilorðsbundinn.
26.06.2020 - 22:46
Huga að öðrum atvinnutækifærum fyrir starfsfólk PCC
Afkoma tuga fjölskyldna í Norðurþingi er í óvissu eftir uppsagnir hjá kísilverksmiðju PCC í gær. Þegar er farið að huga að öðrum atvinnutækifærum. Ráðherra byggðamála segir að meta þurfi afleiðingarnar sem stöðvun verksmiðjunnar hafi í sveitarfélaginu.
26.06.2020 - 22:45