Norður Ameríka

Segir ákveðinn heiður að hafa flest tilfelli
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir það ákveðinn heiður að langflest tilfelli COVID-19 séu í Bandaríkjunum. Hann segir það sýna góðan árangur í sýnatöku yfirvalda. 
20.05.2020 - 06:22
Áfram lokuð landamæri við Bandaríkin
Lokun landamæra Bandaríkjanna að Kanada og Mexíkó verður fram haldið til 22. júní hið minnsta. Heimavarnarráðuneytið greindi frá þessu í gærkvöld. Aðeins þeir sem nauðsynlega þurfa að komast yfir landamærin fá að fara. Landamærin hafa verið lokuð í tvo mánuði, síðan 20. mars. Lokunin er endurskoðuð á 30 daga fresti. 
20.05.2020 - 03:46
Barnapúður úr búðarhillum í Norður-Ameríku
Lyfjafyrirtækið Johnson & Johnson tilkynnti í gær að sölu á barnapúðri fyrirtækisins verði hætt í Bandaríkjunum og Kanada. AFP fréttastofan greinir frá. Sala á púðrinu hefur farið minnkandi, bæði vegna breytts neyslumynsturs og vegna ásakana um að efni í púðrinu sé krabbameinsvaldandi. 
20.05.2020 - 02:09
Trump hótar að hætta fjárveitingum til WHO endanlega
Donald Trump Bandaríkjaforseti, hótar því að stöðva endanlegar allar greiðslur ríkisins til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunnar, WHO. Í bréfi hans til forstjóra stofnunarinnar fer hann fram á þó nokkrar breytingar, ella hætti fjárveitingar.
Heimskviður
Velgengni Jordans og dans á línu réttindabaráttunnar
Þáttaröðinni um Michael Jordan og Chicago Bulls, The Last Dance, sem hefur verið sú langvinsælasta síðustu fimm vikurnar, lauk í gærkvöld. En hvað gerði Michael Jordan að stærstu stjörnu bandaríska körfuboltans og íþrótta um allan heim, og hvað hefði breyst ef Jordan hefði nýtt þau völd og áhrif sem í þessu fólust til að bæta heiminn, og styðja til dæmis við réttindabaráttu svartra af krafti, sama krafti og gerði hann að þeim langbesta á vellinum, í stað þess að sitja á hliðarlínunni.
18.05.2020 - 10:34
Heimskviður
Tvískinnungur Demókrata og Biden (ekki) í bobba
Joe gamli Biden gæti vel orðið næsti forseti Bandaríkjanna. Þessi 78 ára silfurrefur sem hefur verið í fimmtíu ár í pólitík. Sleepy Joe Biden eins og sitjandi forseti kallar hann, þessi viðkunnalegi gamli kall sem brosir svo fallega. Já, það ætti ekki að koma á óvart, verði hann kjörinn næsta haust. Hann er jú allt sem Donald Trump er ekki; hann er jafnréttissinni, býður útlendinga velkomna, var varaforseti hins vinsæla Baracks Obama og ber virðingu fyrir konum.
17.05.2020 - 07:30
Demókratar rannsaka brottrekstur Trump á embættismanni
Demókrataflokkurinn í Bandaríkjunum rannsakar nú uppsögn Donald Trumps Bandaríkjaforseta á hátt settum embættismanni. Þeir telja brottreksturinn hafa verið af pólitískum ástæðum, þar sem embættismaðurinn, eftirlitsmaðurinn Steve Linick í utanríkisráðuneytinu, hafði verið að rannsaka Mike Pompeo, utanríkisráðherra.
17.05.2020 - 00:48
Heimskviður
Ný heimsmynd rís á tímum kórónaveirunnar
Bandaríkin eru hnignandi veldi og Kína rísandi í nýrri heimsmynd sem er að verða til á tímum kórónaveirunnar. Þetta segir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem segir ennfremur að erfitt sé að sjá fyrir hvaða áhrif veiran hefur en að hún ætti að ýta undir meiri alþjóðahyggju.
16.05.2020 - 09:00
Trump rekur aftur háttsettan embættismann
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið Steve Linick, eftirlitsmann í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Linick hóf nýverið rannsókn á Mike Pompeo utanríkisráðherra.
16.05.2020 - 05:36
Umtalsverður samdráttur í bandarísku efnahagslífi
Verulegur efnahagssamdráttur varð í Bandaríkjunum í apríl. Vísitala iðnaðarframleiðslu hefur aldrei fallið jafn mikið á einum mánuði frá því að hún varð til fyrir rúmlega einni öld.
15.05.2020 - 15:59
Milljónir missa vinnuna í Bandaríkjunum
Tæplega þrjár milljónir Bandaríkjamanna bættust við á atvinnuleysisskrána í síðustu viku. Það eru um það bil tvö hundruð þúsundum færri en í vikunni þar á undan. Samkvæmt gögnum atvinnumálaráðuneytis landsins hafa 36,5 milljónir landsmanna misst vinnuna frá því að COVID-19 farsóttin braust út vestanhafs um miðjan mars. Atvinnuleysið í apríl mældist 14,7 prósent.
14.05.2020 - 14:18
Frakkar gagnrýna lyfjafyrirtæki
Franska ríkisstjórnin gagnrýnir lyfjarisann Sanofi vegna yfirlýsinga hans um að Bandaríkin fái fyrstu skammta af nýju bóluefni gegn COVID-19 sem fyrirtækið er að vinna að.
14.05.2020 - 08:10
70 Mexíkanar létust eftir neyslu á heimabrugguðu áfengi
Minnst sjötíu Mexíkanar hafa látið lífið vegna neyslu á heimabrugguðu áfengi síðustu tvær vikur. Áfengissala var þar víða bönnuð í apríl til þess að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins.
14.05.2020 - 07:06
Verksmiðja Tesla í Kaliforníu ræst á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Alamedasýslu í Kaliforníu hafa heimilað að starfsemi hefjist að nýju í bílasmiðju Tesla í Fremont. Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að hefja setja framleiðsluferlið í gang, hvað sem liði afstöðu yfirvalda. Jafnframt hótaði hann að fara með starfsemina úr Alamedasýslu ef leyfi fengist ekki.
13.05.2020 - 13:52
Pompeo kominn til Ísrael til að ræða landtökubyggðir
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísrael til þess að ræða öryggismál og fyrirætlanir Ísraels um innlimun landtökubyggða á Vesturbakkanum.
13.05.2020 - 04:48
Myndskeið
Anthony Fauci varar við tilslökunum of fljótt
Anthony Fauci, helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í vörnum gegn kórónuveirufarsóttinni, varar við því að útgöngubanni og öðrum viðbúnaði verði aflétt of fljótt. Slíkt geti haft í för með sér þjáningar og dauða fjölda fólks.
12.05.2020 - 17:55
Tesla aftur í gang í trássi við yfirvöld
Elon Musk, stofnandi og framkvæmdastjóri Tesla, tilkynnti á Twitter í gær að hann ætli að fara gegn skipunum heilbrigðisyfirvalda í norðanverðri Kaliforníu og hefja starfsemi að nýju í verksmiðjum fyrirtækisins. Hann kveðst sjálfur ætla að vera á framleiðslulínunni ásamt öðrum starfsmönnum. Ef yfirvöld ákveði að grípa inn í þá vilji hann að enginn annar en hann sjálfur verði handtekinn.
12.05.2020 - 05:49
Trump hefur ekki áhyggjur af útbreiðslu í Hvíta húsinu
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kveðst ekki hafa áhyggjur af útbreiðslu kórónuveirunnar innan Hvíta hússins þrátt fyrir að tveir starfsmenn hafi greinst með veiruna. Trump segist halda ákveðinni samskiptafjarlægð við varaforsetann Mike Pence á næstunni, en talskona hans greindist með veiruna í síðustu viku. Áður hafði einn þjóna Trumps greinst með veiruna.
12.05.2020 - 02:09
Vill að dómsmálaráðuneytið rannsaki morðrannsókn
Ríkissaksóknari í Georgíuríki Bandaríkjanna bað dómsmálaráðuneytið um að rannsaka meðhöndlun yfirvalda á morðinu á þeldökkum manni í ríkinu í febrúar. Ahmaud Arbery, hálfþrítugur karlmaður sem var úti að skokka í íbúðahverfi í bænum Brunswick var skotinn til bana 23. febrúar. Tveir hvítir karlmenn voru handteknir vegna málsins og ákærðir í síðustu viku.
11.05.2020 - 06:40
Pence ætlar ekki í sóttkví
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst ekki ætla í sóttkví þrátt fyrir að talskona hans hafi greinst með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 fyrir helgi. Talsmaður hans, Devin O'Malley, segir varaforsetann ætla að mæta til vinnu í Hvíta húsinu í dag, þar sem veiran hefur hingað til ekki greinst í honum.
11.05.2020 - 03:30
Spegillinn
80 ár frá hernámi Íslands
Í dag eru 80 ár frá því að breskur her steig á land í Reykjavík. Fáir atburðir hafa haft jafn miklar og skjótar breytingar í för með sér í sögu landsins. Landið hafði verið fátækt og einangrað. Í einu vetfangi var Íslandi kippt inn í hringiðu alþjóðastjórnmála segir Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Óttast að sjúkdómur sem herjar á börn tengist COVID-19
Þrjú börn í New York ríki hafa látið lífið vegna bólguvaldandi sjúkdóms sem talið er að mögulega megi rekja til kórónuveirufaraldursins. Ríkisstjórinn Andrew Cuomo greindi frá þessu á blaðamannafundi í gær. Cuomo sagði einkennin svipa til eiturlosts og kawasaki-veikinnar.
10.05.2020 - 06:53
Segir viðbrögð Trumps skipulagslaust stórslys
Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, fór hörðum orðum um stjórn Donalds Trumps, eftirmanns síns, á viðbrögðum við COVID-19 faraldrinum. Hann sagði viðbrögðin hafa verið algjörlega skipulagslaust stórslys. Þetta sagði Obama á fjarfundi með fyrrverandi undirmönnum sínum þegar hann hvatti þá til að styðja Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sinn, í forsetakosningunum í haust. Fjölmiðlar komust yfir upptöku af samtalinu.
09.05.2020 - 19:57
Fjölmiðlafulltrúi Pence greinist með COVID-19
Katie Miller, fjölmiðlafulltrúi Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, hefur verið greind með COVID-19 veikina. Hún er eiginkona Stephen Miller, ráðgjafa og ræðuritara Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Miller var viðstödd bænastund sem haldin var utandyra í gær. Meðal þátttakenda voru eiginkonur bæði Trumps og Pence. Kayleigh McEnany, fjölmiðlafulltrúi Trumps, sagði enga hættu á að Trump myndi sýkjast, né væri þetta til marks um að veikin kynni að breiðast út í Hvíta húsinu.
08.05.2020 - 21:34
Enn fjölgar atvinnulausum í Bandaríkjunum
Umsóknum um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum fækkaði nokkuð í síðustu viku frá vikunum þar á undan. Þær voru eigi að síður 3,2 milljónir. Það þýðir að alls hafa 33,5 milljónir Bandaríkjamanna skráð sig atvinnulausa frá því um miðjan mars þegar COVID-19 farsóttin skall á af fullum þunga þar í landi.
07.05.2020 - 15:04