Norður Ameríka

Kína vonast eftir betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Wang Yi, utanríkisráðherra Kína, hvetur Joe Biden Bandaríkjaforseta og ríkisstjórn hans að hverfa aftur til fyrri siða í samskiptum stórveldanna tveggja, eftir stormasöm ár í valdatíð Donalds Trumps.
Hálf milljón manna dáin úr COVID-19 í Bandaríkjunum
Heimsfaraldur kórónaveirunnar hefur nú kostað hálfa milljón Bandaríkjamanna lífið, samkvæmt gögnum tölfræðivefsins Worldometer. Eilitlu færri, eða rétt tæplega 499.000 hafa látist úr COVID-19 samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland, sem einnig heldur úti vef um tölfræði heimsfaraldursins.
22.02.2021 - 03:03
Boeing-777 vélar kyrrsettar vegna atviksins í Denver
Bandaríska flugfélagið United Airlines ætlar að kyrrsetja allar 24 Boeing-777 farþegaþotur sínar, sem útbúnar eru samskonar hreyflum og vélin sem nauðlenda þurfti í Denver í gær. Japönsk flugmálayfirvöld tilkynntu í gær tímabundið flugbann véla með slíka hreyfla.
22.02.2021 - 01:50
Myndskeið
Klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu bóluefni
Víða hefur komist upp um fólk nýlega sem svindlar sér fram fyrir forgangshópa í bólusetningaröðinni. Í flestum tilfellum eru það ráðamenn sem eiga sökina en þó ekki alltaf. Tvær konur Flórída klæddu sig upp sem gamlar konur og fengu fyrri sprautuna en voru nappaðar þegar þær ætluðu að fá þá seinni.
Viðtal
Jákvæðar og neikvæðar hliðar á útilokunarmenningu
Aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að svokölluð útilokunarmenning þar sem hópur fólks vekur athygli á ummælum eða hegðun sem þykir brjóta gegn samfélagslegum gildum færist í aukana. Rannsóknir á þessu fyrirbæri séu stutt á veg komnar og misjafnt hvort fræðimenn telji það jákvætt eða neikvætt.
Þrír látnir í skotárás í Louisiana
Þrír eru látnir og tveir særðir eftir skotárás í skotvopnabúð í Louisiana í Bandaríkjunum í gær. Árásarmaðurinn skaut tvo til bana í búðinni í bænum Metairie, skammt norðvestur af New Orleans.
21.02.2021 - 06:35
Myndskeið
Brak úr Boeing-þotu féll í byggð
Íbúar einbýlishúss í bænum Broomfield, skammt frá Denver í Colorado í Bandaríkjunum, mega teljast heppnir eftir að brak úr þotu sem flaug yfir þeim féll í garðinn þeirra.
21.02.2021 - 01:18
95 ára nasista vísað úr Bandaríkjunum
95 ára karlmaður var sendur frá Bandaríkjunum fyrr í þessum mánuði fyrir að hafa verið fangavörður í fangabúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Samkvæmt rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins vann hann í Neuengamme fangabúðunum árið 1945.
Nærri sextíu látin í Texas og Biden hækkar neyðarstig
Joe Biden forseti Bandaríkjanna ætlar að lýsa yfir allsherjar neyðarástandi í Texas þar sem miklar og óvenjulegar vetrarhörkur hafa herjar á íbúa síðustu daga. Nærri 60 eru látin og fjöldi fólks er enn án rafmagns og drykkjarvatns.
20.02.2021 - 12:35
Bandaríkin formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á ný
Bandaríki Norður-Ameríku gerðust í dag formlega aðili að Parísarsamkomulaginu á nýjaleik, 30 dögum eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, gaf út tilskipun þess efnis. John Kerry, sérlegur erindreki Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum, tók af þessu tilefni þátt í fjarfundi með Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og sendiherrum nokkurra ríkja í tengslum við öryggisráðstefnuna í München.
Biden ekki að fara að bjóða Rússum í G7-hópinn á ný
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, ætlar ekki að beita sér sérstaklega fyrir því að Rússum verði boðin þátttaka í samstarfi nokkurra helstu iðnríkja heims á ný, þannig að G7-hópurinn verði aftur G8. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi fréttamönnum frá þessu um borð í forsetaflugvélinni í kvöld. Ákvörðun um að bjóða Rússum aftur að borðinu verði eingöngu tekin í samráði allra aðildarríkja.
20.02.2021 - 00:52
Þúsundir heimila enn án rafmagns
Tekist hefur að koma rafmagni á víðast hvar í Texas, en yfir 300.000 heimili eru þó enn rafmagnslaus.
19.02.2021 - 09:32
Cruz í kröppum dansi eftir sólarferð á fimbulvetri
Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður Repúblikana fyrir Texasríki, fékk óblíðar móttökur þegar hann sneri heim úr stuttu fríi sem styttist enn eftir að af því fréttist. Mestu vetrarhörkur í manna minnum hafa dunið yfir Texasbúa síðustu daga með hríðarbyl og frosthörkum sem hafa kostað allt að 37 mannslíf. Í útvarpsviðtali fyrr í vikunni hvatti Cruz kjósendur sína til að halda sig heima. Sjálfur brá hann sér hins vegar í sólarferð til mexíkósku strandborgarinnar Cancún með konu sinni og dætrum,
19.02.2021 - 04:27
Bandaríkin verða með í Covax
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, staðfestir á morgun að Bandaríkin taki þátt í alþjóðlegu bólusetningarátaki gegn COVID-19, Covax. Hann heiti fjórum milljörðum bandaríkjadala í átakið.
19.02.2021 - 00:02
Dolly Parton segir ótímabært að reisa af sér styttu
Bandaríska stórstjarnan Dolly Parton segir þingmönnum í Tennessee að það sé engan vegin tímabært að reisa af henni styttu við þinghús ríkisins. Þúsundir undirskrifta hafa borist þinginu um að setja upp styttu af Parton í stað hershöfðingja úr röðum suðurríkjahersins í bandarísku borgarastyrjöldinni.
18.02.2021 - 22:09
Geimjeppinn lentur heilu og höldnu á Mars
Geimjeppinn Perseverance lenti á Mars laust fyrir klukkan níu í kvöld. Jeppinn er þegar bíunn að senda frá sér fyrstu myndirnar frá Mars, svarthvítar myndir úr Jezero-gígnum. 
18.02.2021 - 21:30
Heimsglugginn
Barist um fisk, flugvelli og námur á Grænlandi
Boðað hefur verið til þingkosninga á Grænlandi þó að kjörtímabilið renni ekki út fyrr en eftir rúmt ár. Síðast var kosið á vormánuðum 2018. Aðalmál kosningabaráttunnar verða líklega ný fiskveiðilöggjöf, bygging þriggja alþjóðaflugvalla og námuvinnsla.
Milljónir enn án rafmagns í Texas
Milljónir manna voru enn án hita og rafmagns í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöld eða 2,7 milljónir manna. Ekki er búist við að ástandið skáni mikið fyrr en eftir helgi því spáð er áfram miklum kulda í ríkinu næstu daga.
18.02.2021 - 08:33
Þriðjungur bandarískra hermanna afþakkar bólusetningu
Bandarískir hermenn eru ekki sannfærðir um gagnsemi og öryggi bólusetninga, samkvæmt upplýsingum hershöfðingjans Jeffs Taliafferro, sem sat fyrir svörum hjá þingnefnd í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í gær. Þar upplýsti hann að þriðjungur liðsmanna bandaríska hersins hyggist afþakka bólusetningu gegn COVID-19, þrátt fyrir mikinn fjölda smita í hernum, en tveir af hverjum þremur ætli að láta bólusetja sig.
Bandaríkin boða milljarðagreiðslur í sjóði WHO
Bandaríkjastjórn hyggst leggja um 200 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 26 milljarða króna, til reksturs Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, WHO, innan skamms. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti þetta á fjarfundi með Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í nótt.
Þingmaður höfðar mál gegn Trump
Bandarískur þingmaður, Bennie Thompson, hefur höfðað mál á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, lögmanni hans og tvennum öfgasamtökum fyrir samsæri um að ráðast inn í þinghúsið í Washington í síðasta mánuði.
Fyrstu prófanir á bóluefni gegn zika-veirunni lofa góðu
Fyrsta bóluefnið sem þróað hefur verið gegn zika-veirunni lofar góðu. Fyrstu prófanir á efninu, sem þróað var í Bandaríkjunum, benda til allt að 80 prósenta virkni.
17.02.2021 - 06:30
Hvetur Repúblikana til að snúast gegn Mitch McConnell
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hvatti í gær öldungadeildarþingmenn Repúblikana til að velja sér annan leiðtoga en Mitch McConnell, sem farið hefur fyrir flokki þeirra í öldungadeildinni um margra ára skeið. McConnell greiddi atkvæði gegn sakfellingu Trumps í nýafstöðnum réttarhöldum þingsins en gagnrýndi forsetann fyrrverandi engu að síður harðlega fyrir hans þátt í árásinni á þinghúsið í janúar.
Gengi bitcoin yfir 50 þúsund dollara
Gengi rafmyntarinnar bitcoins fór í fyrsta sinn yfir fimmtíu þúsund dollara í dag. Upp úr hálf eitt stóð gengið í 50.547,70 dollurum. Það hafði þá hækkað um 4,4 prósent frá því í gær. Hækkunin frá því um áramót nemur hátt í 75 prósentum.
16.02.2021 - 17:19
Myndskeið
Vetrarveður í stærstum hluta Bandaríkjanna
Víðtækur vetrarstormur hefur nú áhrif á nær helming íbúa Bandaríkjanna, þá sérstaklega í suðurríkjum landsins. Ríkisstjórinn Greg Abbott lýsti yfir hamfaraástandi í Texas, þar sem milljónir manna eru án rafmagns vegna vetrarveðursins. 
16.02.2021 - 04:11