Norður Ameríka

Vill fá nemendalista heimavistarskólanna birta
Rosanne Casimir, höfðingi kanadísku frumbyggjaþjóðarinnar Tk'emlups te Secwepemc, kallar eftir því að skrár fyrir nemendur heimavistarskóla fyrir frumbyggja verði opnaðar. Aðeins þannig verði hægt að bera kennsl á börnin sem liggja í ómerktum gröfum á lóðum skólanna, hefur Guardian eftir henni.
16.07.2021 - 06:37
Yfir 70 gróðureldar á vesturströnd Norður-Ameríku
Fjórða hitabylgjan á fimm vikum er yfirvofandi í vestanverðum Bandaríkjunum og Kanada um helgina. Hitinn á eftir að gera slökkviliðsmönnum erfitt um vik, sem þegar eru að berjast við yfir sjötíu gróður- og skógarelda víða.
16.07.2021 - 04:21
Standa saman gegn Rússum og Kínverjum
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í gærkvöld að ríkin standi saman gegn yfirgangi Rússa. Biden sagði blaðamönnum að hann hafi lýst áhyggjum sínum vegna Nord Stream 2 gasleiðslunnar sem liggur frá Rússlandi til Þýskalands. Þau Merkel voru þó sammála um að Rússar fái ekki að nota orku sem vopn í deilum við önnur ríki, að sögn BBC.
16.07.2021 - 01:33
Milwaukee jafnaði metin eftir spennandi leik
Milwaukee Bucks náði að kreista fram 109-103 sigur á heimavelli gegn Phoenix Suns á lokamínútum leiks þeirra í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar með jafnaði Milwaukee metin í úrslitaeinvíginu, og hafa bæði lið unnið tvo leiki. 
15.07.2021 - 03:48
Sameinuðu þjóðirnar rannsaka rasisma í Bandaríkjunum
Bandaríkjastjórn bauð í gær nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna að rannsaka rasismsa í Bandaríkjunum. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti nýverið tilskipun um að rannsaka óhóflega valdbeitingu og önnur brot á réttindum fólks af afrískum uppruna á heimsvísu.
15.07.2021 - 03:20
Fimm látnir eftir að byggingakrani hrundi
Fimm eru látnir eftir að byggingakrani hrundi á framkvæmdasvæði í borginni Kelowna í Bresku Kólumbíu í Kanada í gær. Fjórir hinna látnu voru verkamenn á framkvæmdasvæðinu, en sá fimmti vann á skrifstofu við hlið framkvæmdasvæðisins. Efri hluti kranans féll ofan á skrifstofubygginguna, sem og dvalarheimili aldraðra. 
14.07.2021 - 06:30
Íranir handteknir í Bandaríkjunum fyrir ætlað mannrán
Fjórir Íranir voru í gær ákærðir í Bandaríkjunum fyrir að skipuleggja rán á blaðamanni í New York. Einn hinna ákærðu er hátt settur í írönsku leyniþjónustunni, og hinir þrír eru undirmenn hans, segir í yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þeir eru allir búsettir í Íran. Einn til viðbótar er svo sakaður um að hafa fjármagnað aðgerðina. Sá er búsettur í Kaliforníu.
14.07.2021 - 05:15
Frakkar sekta Google um 500 milljónir evra
Samkeppnisyfirvöld í Frakklandi sektuðu í dag bandaríska tölvurisann Google um 500 milljónir evra fyrir að láta undir höfuð leggjast að taka af alvöru þátt í samningaviðræðum við fjölmiðlafyrirtæki í landinu vegna deilna um höfundarrétt. Forsvarsmenn fyrirtækisins vísa ásökunum á bug.
The Crown og The Mandalorian með flestar tilnefningar
Nýjasta syrpa Netflix í þáttaröðinni The Crown og Star Wars-röðin The Mandalorian frá streymisveitunni Disney+ fá flestar tilnefningar til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna í ár, 24 hvor. Þar á eftir kemur þáttaröðin WandaVision frá Disney+ með 23.
13.07.2021 - 16:34
Demókratar yfirgefa Texas til að tefja ný kosningalög
Þingmenn Demókrata á ríkisþingi Texas freista þess að hindra samþykkt umdeildrar kosningalöggjafar með því að yfirgefa ríkið áður en greidd verða atkvæði um hana. Repúblikanar eru með meirihluta á ríkisþingi Texas og hafa lagt fram breytingar á kosningalöggjöfinni, sem þeir segja til þess ætlaða að auka öryggi kosninga og draga úr hættu á kosningasvikum. Demókratar segja löggjöfina hins vegar til þess eins gerða að torvelda fólki að kjósa og grafa þannig undan kosningaréttinum og lýðræðinu.
13.07.2021 - 02:16
Hvetur Evrópuríki til eyðslu
Janet Yellen fjármálaráðherra Bandaríkjanna hvetur ríki Evrópusambandsins til að halda ekki að sér höndum í ríkisútgjöldum heldur gefa í til að örva hagkerfi álfunnar.
12.07.2021 - 13:37
Yfir 300 skógar- og gróðureldar loga í Bresku Kólumbíu
Neyðarástandi vegna gróðurelda hefur verið lýst yfir á stórum svæðum í Bresku Kólumbíu í Kanada. Þar kviknuðu minnst 77 nýir gróður- og skógareldar um helgina og alls loga þar ríflega 300 slíkir eldar.
12.07.2021 - 06:58
Fágæt mótmæli gegn stjórnvöldum á Kúbu
Sá fáheyrði atburður varð á Kúbu í dag að þúsundir söfnuðust þar saman til að mótmæla ríkisstjórn landsins, hrópandi slagorð á borð við „Niður með einræðisstjórnina!" og „Við viljum frelsi!" Efnahagsástandið á Kúbu hefur ekki verið bágbornara í 30 ár eða svo, þar ríkir vöru-, orku- og lyfjaskortur og kórónaveirufaraldurinn gerir illt verra.
Mannskæðir eldar í Bandaríkjunum
Tveir slökkviliðsmenn í Arizona fórust þegar flugvél þeirra hrapaði þar sem þeir voru í könnunarflugi yfir skógareldi. Mikil og hættuleg hitabylgja er nú í vesturríkjum Bandaríkjanna og hitinn vex enn.
11.07.2021 - 18:38
86 lík fundin í Surfside
86 lík hafa nú verið grafin upp úr rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami í Flórída hinn 24. júní síðastliðinn. Bandaríska fréttastöðin CNN greinir frá þessu. Húsið, Champlain Towers South, var tólf hæða hátt, byggt snemma á níunda áratug síðustu aldar.
11.07.2021 - 05:34
Hitabylgja ýtir undir skógarelda og heftir slökkvistarf
Stórhættuleg hitabylgja geisar í Vestur- og Suðvesturríkjum Bandaríkjanna og magnar upp mikla gróðurelda sem þar brenna víða. Hitinn gerir hvort tveggja í senn að ýta undir eldana og torvelda slökkvistörf. Hundruð slökkviliðsmanna berjast við gróður- og skógarelda í norðanverðri Kaliforníu og víðar.
11.07.2021 - 02:38
Þriðjungur Bandaríkjamanna óbólusettur
Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa áhyggjur af því að hægar gangi að bólusetja gegn COVID-19 eftir því sem fleiri hafa verið bólusettir. Markmiðið var að 70 prósent þjóðarinnar hefðu fengið að minnsta kosti fyrri sprautuna á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí, en það náðist ekki.
Varað við skæðri hitabylgju í Bandaríkjunum
Ríflega 31 milljón Bandaríkjamanna býr sig nú undir all svakalega hitabylgju sem spáð er að baka muni vestur- og suðvesturríki landsins um helgina. Yfirvöld vara við því að hitamet geti fallið víða í Kaliforníu og Nevada og segja jafnvel hitametið í Las Vegas í Nevada í hættu. Það hljóðar upp á 47,2 gráður á Celsíus. Þá gæti hitametið í Dauðadalnum - og þar með á Jörðinni - jafnvel fallið líka.
Kúbverska COVID-bóluefnið Abdala fær neyðarleyfi
Kórónaveirusmitum fjölgar hratt á Kúbu og hefur fjöldi sólarhringssmita tvöfaldast í eyríkinu á örfáum dögum. Nýtt sólarhringsmet var slegið þar í gær, sama dag og yfirvöld tilkynntu að neyðarleyfi hefði verið veitt fyrir dreifingu og notkun bóluefnisins Abdala, sem þróað var og framleitt á Kúbu. Abdala er fyrsta COVID-19 bóluefnið framleitt er í Rómönsku Ameríku sem fær slíkt leyfi.
78 lík hafa fundist í rústum Champlain-turnsins í Miami
78 lík hafa fundist í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami í Flórída. Borgaryfirvöld greindu frá því að fjórtán lík hefðu verið grafin upp úr rústunum í dag. Danielle Levine Cava, borgarstjóri Miami-Dade sagði þetta yfirþyrmandi og afar sorglegar fréttir, sem hefðu djúpstæð áhrif á alla íbúa borgarinnar.
10.07.2021 - 01:35
Átta erlendra málaliða leitað á Haítí
Leit stendur yfir á Haítí að átta kólumbískum málaliðum, sem grunaðir eru um að hafa tekið þátt í að myrða Jovenel Moïse, forseta landsins, fyrr í þessari viku. Sautján eru í haldi og þrír féllu í skotbardaga við lögregluna.
09.07.2021 - 15:57
Flórída
Öll von úti um að finna fólk á lífi í rústunum
Leit að eftirlifendum í rústum fjölbýlishússins sem hrundi í bænum Surfside í Miami-Dade í Flórída fyrir tveimur vikum hefur verið hætt og héðan í frá miða störf leitarfólks einungis að því að endurheimta lík sem grafin eru undir brakinu. Daniella Lavine Cava, borgarstjóri Miami-Dade, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gærkvöld. Hún sagði þetta hafa verið afar þungbæra ákvörðun en mat sérfræðinga væri að öll von sé nú úti um að finna fólk á lífi.
08.07.2021 - 03:09
Forseti Haítís ráðinn af dögum
Jovenel Moïse, forseti Haítís, var myrtur á heimili sínu í nótt. Forsetafrúin særðist í árásinni og var flutt á sjúkrahús. Claude Joseph forsætisráðherra kveðst hafa tekið stjórn landsins í sínar hendur.
07.07.2021 - 10:37
Mannskæður fellibylur nálgast Flórída
Fellibylurinn Elsa nálgast vesturströnd Flórídaskagans og reikna veðurfræðingar bandarísku fellibyljamiðstöðvarinnar með því að hann gangi norðaustur yfir skagann með morgninum og feti sig svo norður með austurströndinni. Elsa er fyrsti fellibylur þessa fellibyljatímabils á vestanverðu Atlantshafi. Hann náði fellibylsstyrk á leið sinni yfir Karíbahafið á dögunum, breyttist í hitabeltisstorm þegar hann gekk yfir Kúbu en hefur nú aftur náð fellibylsstyrk.
07.07.2021 - 04:44
Sjónvarpsfrétt
Vonar að Íslendingar komist til Bandaríkjanna í sumar
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vonar að Íslendingar geti ferðast aftur til Bandaríkjanna fyrir lok sumars, en það hefur þó ekki verið staðfest. Fjöldi þeirra sem greinast með COVID-19 hefur fimmfaldast á milli vikna í Katalóníu og gripið hefur verið til hertra takmarkana.
06.07.2021 - 19:59