Norður Ameríka

Biden mælist með 17 prósentustiga forskot á Trump
Skoðanakönnun sem breska blaðið Guardian og rannsóknarfyrirtækið Opinium gerðu meðal bandarískra kjósenda á dögunum bendir til þess að Joe Biden hafi stóraukið forskot sitt á Donald Trump á síðustu dögum og vikum. Samkvæmt henni munar nú allt að 17 prósentustigum á fylgi forsetaframbjóðendanna. Um 57 prósent þeirra sem afstöðu tóku sögðust ætla að kjósa Biden, en 40 prósent ætla að merkja við Trump á kjörseðlinum.
Ríflega tíu milljónir búnar að kjósa
Ríflega tíu milljónir manna hafa þegar greitt atkvæði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram í gögnum sem U.S. Elections Project hefur safnað saman og telja sérfræðingar þar á bæ þetta vera vísbendingu um að kjörsókn verði mikil.
Trump greinst neikvæður tvo daga í röð
Tvo daga í röð hefur hraðgreiningarpróf sýnt neikvæða niðurstöðu í COVID-19 sýnatöku hjá Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Sean Conley, læknir forsetans, greindi frá þessu í minnisblaði sem gert var opinbert í gær. Hann bætti því við að samkvæmt niðurstöðum prófana beri Trump ekki lengur smit.
Tekist á í málflutningi um skipun dómara
Varaforsetaefni Demókrata sagði á þingi í dag að það skipti Repúblíkana meira máli að skipa hæstaréttardómara í Bandaríkjunum sem fyrst en hjálpa almenningi í heimsfaraldri. Fjöldi manns mótmælti við þinghúsið þegar öldungadeildin hóf málflutning vegna skipunar Amy Coney Barrett í hæstarétt. 
Nóbelsverðlaunin í hagfræði til Bandaríkjanna
Bandarísku hagfræðingarnir Paul Milgrom og Robert Wilson hlutu í dag Nóbelsverðlaunin í hagfræði fyrir uppgötvanir sínar og þróun á uppboðskenningunni. Fyrir þeirra tilstuðlan er unnt að halda uppboð á vörum og þjónustu sem ella væri erfitt að koma í verð, svo sem útvarpstíðnum.
Fauci ósáttur við auglýsingu Repúblikana
Anthony Fauci, yfirmaður ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, er ósáttur við sjónvarpsauglýsingu Repúblikanaflokksins þar sem hann segir orð sín tekin úr samhengi. Hann sendi frá sér yfirlýsingu eftir að hafa séð auglýsinguna, þar sem hann segist aldrei hafa veitt frambjóðanda opinberlega stuðning fyrir kosningar í þau tæpu fimmtíu ár sem hann hefur unnið hjá hinu opinbera. 
Viðtal
„Auðvitað á fólk að vera með grímur“
Grímur eru einföld leið til að stöðva útbreiðslu faraldursins og óskiljanlegt að þær séu ekki skylda víðar, segir Erna Milunka Kojic íslenskur smitsjúkdómalæknir í New York. Þar er grímuskylda bundin í lög og önnur bylgja faraldursins hefur enn ekki risið.
11.10.2020 - 20:36
Útvarpsfrétt
„Við missum sjö hundruð til þúsund á degi hverjum“
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að það síðasta sem þurfi nú sé forseti sem eykur enn á vandamálið. Læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta staðfestir í minnisblaði að forsetinn sé ekki lengur smitandi.
Heimskviður
Fátt breytt eftir eitt mesta mótmælasumar sögunnar
Hvað situr eftir að loknu sögulegu mótmælasumri í Bandaríkjunum og Evrópu? Talið er að um tuttugu milljónir hafi tekið þátt í mótmælum Black Lives Matter-hreyfingarinnar, en vinsældir hennar í Bandaríkjunum hafa dalað síðustu mánuði. Eitt af markmiðunum náðist, að vekja athygli á kerfisbundnu ofbeldi og órettlæti sem beinist gegn þeim sem eru dökkir á hörund. Heleen Debeuckelaere, ein stofnenda Black Speaks Back-samtakanna í Belgíu, segir að þess utan hafi lítið áunnist í mótmælum sumarsins.
11.10.2020 - 08:06
Læknir segir Trump ekki lengur smitbera
Sean Conley, læknir Donald Trumps staðhæfir í minnisblaði að forsetinn smiti ekki lengur út frá sér. Conley vísar í viðmið ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Hann segir að í gær hafi verið liðnir tíu dagar frá því forsetinn fann fyrst fyrir einkennum, og hann sé búinn að vera hitalaus í meira en sólarhring.
11.10.2020 - 01:34
Myndskeið
Segir málflutning Trumps ýta undir áform um að ræna sér
Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, segir málflutning Bandaríkjaforseta hafa kynt undir áformum öfgahópa um að ræna henni. Hópur manna var nýverið ákærður fyrir að leggja á ráðin um að ræna Whitmer og sjálf telur hún telur forsetann í raun samsekan í málinu.
10.10.2020 - 19:52
Mega ekki takmarka fjölda atkvæðakassa
Dómari í Texas felldi í gær úr gildi ákvörðun Greg Abbotts, ríkisstjóra í Texas, um að takmarka mjög fjölda staða þar sem fólk getur skilað inn atkvæðaseðlum fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði.
Ákærðir á grundvelli hryðjuverkalaga
Sex menn sem eru grunaðir um samsæri um að ræna ríkisstjóra Michigan voru í gær ákærðir á grundvelli hryðjuverka- og vopnalaga. Beðið er framsals á þeim sjöunda frá Suður-Karólínu að sögn Reuters fréttastofunnar.
10.10.2020 - 07:40
Delta kominn til Louisiana
Fellibylurinn Delta náði landi í Louisiana í gærkvöld með tilheyrandi hávaðaroki og stórhættulegum áhlaðanda, að sögn Fellibyljamiðstöðvar Bandaríkjanna, NHC. Delta varð tíundi fellibylurinn sem kemur á land í Bandaríkjunum þetta árið, og hafa þeir aldrei verið fleiri síðan mælingar hófust, hefur AFP fréttastofan eftir veðurfræðingum.
10.10.2020 - 07:08
Kappræðum forsetaframbjóðendanna formlega aflýst
Nefndin sem sér um kappræður forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum staðfesti í gærkvöld að ekkert verði að kappræðunum sem fara áttu fram 15. október. Næst mætast þeir Donald Trump og Joe Biden því í sjónvarpssal 22. október, þegar innan við tvær vikur verða til kosninga.
Trump stefnir á kosningafund á morgun
Aðeins örfáum klukkustundum eftir að læknir forsetans Donald Trump sagði líkur á að hann gæti tekið þátt í opinberum mannamótum á morgun tjáði Trump von sína um að halda kosningafund með stuðningsmönnum annað kvöld. Trump var í viðtali í þætti Sean Hannity á Fox fréttastöðinni í gær þar sem hann sagðist ætla að reyna að halda fund annað kvöld ef tími gefst til að skipuleggja hann.
Vilja rannsaka geðræna heilsu forsetans
Demókratar á Bandaríkjaþingi lögðu í gær til að skipuð verði rannsóknarnefnd um hvort geðræn heilsa Donald Trump sé nógu góð til að hann geti gegnt embætti áfram. Nancy Pelosi, þingforseti, greindi blaðamönnum frá því í gær að nefndin vinni samkvæmt 25. viðauka stjórnarskrárinnar um að varaforsetinn taki við embætti ef forsetinn er ekki hæfur um að gegna embættisstörfum.
09.10.2020 - 03:59
Heilsa forsetans setur kappræður úr skorðum
Veikindi Bandaríkjaforseta hafa sett undirbúning kappræðna fyrir forsetakosningarnar 3. nóvember úr skorðum. Eftir að Donald Trump hafnaði því að taka þátt í kappræðum í gegnum fjarfundabúnað í næstu viku ákvað kappræðunefndin að aflýsa þeim. Næstu kappræður verða því haldnar 22. október næstkomandi.
Biðja kjósendur að fella Trump-stjórnina
Stjórnvöld í Bandaríkjunum fá falleinkunn í leiðara nýjasta tölublaðs læknatímaritsins The New England Journal of Medicine fyrir viðbrögð sín við kórónuveirufaraldrinum. Þau hirði ekki um rök vísindamanna en hlusti frekar á óupplýsta áhrifavalda og loddara þegar taka eigi ákvarðanir í heilbrigðismálum. Blaðið ræður lesendum frá því að veita núverandi stjórnvöldum brautargengi í kosningunum í næsta mánuði.
Varaforsetaefni takast á
Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson fjölluðu um kappræður varaforsetaefna stóru flokkanna í Bandaríkjunum. Þær eru venjulega ekki það sem vekur mesta athygli fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum en þegar forsetaefnin eru bæði á áttræðisaldri, Trump er 74 ára og Joe Biden 77 ára og heilsa forsetans nokkuð spurningamerki, hljóta kjósendur eðlilega að hafa áhuga á þeim sem yrðu mögulega eftirmenn þeirra. Hingað til hafa þessar umræður ekki haft afgerandi áhrif á kosningabaráttuna.
Trump ætlar ekki að taka þátt í rafrænum kappræðum
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar ekki að taka þátt í kappræðum sem fyrirhugaðar voru 15. október. Hann greindi frá þessu í viðtali við Fox sjónvarpsstöðina í dag. Ástæðan er sú að skipuleggjendurnir ákváðu að þær skyldu fara fram rafrænt. Forsetinn hefði veikst af COVID-19 og því væri vissast út frá heilsufarssjónarmiði að frambjóðendurnir hittist ekki.
Trump vill hermenn heim fyrir jól
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að bandarískir hermenn í Afganistan verði komnir heim fyrir jól. Þetta sagði hann í færslu á Twitter í gærkvöld.
Bandaríkin loka á íranskar vefsíður
Bandarísk yfirvöld komust yfir og lokuðu á 92 íranskar vefsíður. Fjórar þeirra voru settar upp sem bandarískar fréttasíður, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þeim var öllum stýrt af íranska byltingarvarðliðinu eða samstarfsmönnum þess. Þær áttu að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjanna jafnt í innan- og utanríkismálum.
Tilþrifalitlar kappræður varaforsetaefnanna
Kamala Harris hóf kappræður varaforsetaefnanna í Bandaríkjunum í nótt með þeim orðum að bandaríska þjóðin hafi orðið vitni að mesta klúðri nokkurrar bandarískrar stjórnar í sögunni. Þar vísaði hún í aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins sem hefur orðið rúmlega 210 þúsund Bandaríkjamönnum að bana. Hún sagði núverandi stjórn hafa fyrirgert rétti sínum til endurkjörs með frammistöðu sinni.
Lögreglumaðurinn Chauvin laus gegn tryggingagjaldi
Lögreglumaðurinn Derek Chauvin, sem varð George Floyd að bana í Minnesota í maí, er laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingagjaldi. Lögregluembættið í Hennepin-sýslu greindi frá þessu. Að sögn AFP fréttastofunnar var tryggingagjaldið ein milljón bandaríkjadala, jafnvirði um 140 milljón króna.