Norður Ameríka

Sakar Pompeo um ólíðandi ósannindi
Framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar segir utanríkisráðherra Bandaríkjanna fara með ósannindi og ólíðandi fleipur um sig og sína persónu og heitir því að láta þetta ekki trufla störf sín í þágu alþjóðasamfélagsins.
Kínverjar loka ræðisskrifstofu Bandaríkjanna í Chengdu
Kínversk stjórnvöld tilkynntu í morgunsárið að ræðisskrifstofa Bandaríkjanna í borginni Chengdu í Suðvestur-Kína hefði verið svipt starfsleyfi og yrði gert að loka innan skamms. Er þetta svar Kínverja við fyrirmælum Bandaríkjastjórnar um lokun á kínversku ræðisskrifstofunni í Houston í Texas fyrr í vikunni.
24.07.2020 - 04:40
Rúmar fjórar milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út um Bandaríkin með ógnarhraða og hefur staðfestum smittilfellum fjölgað úr þremur í ríflega fjórar milljónir á síðustu fimmtán dögum.
24.07.2020 - 03:10
Aflýsti flokksþingi Repúblikana í Flórída
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, aflýsti í gær fyrirhuguðu flokksþingi Repúblikana í Jacksonville í Flórída, þar sem ætlunin var að útnefna hann formlega sem forsetaefni flokksins. Forsetinn greindi frá þessu á fréttamannafundi í Hvíta húsinu og sagði þetta ekki rétta tímann fyrir „stórt og fjölmenn þing." Vísaði hann þar til kórónaveirufaraldursins sem geisar enn af miklum þunga í Bandaríkjunum og óvíða heitar en í Flórída.
Myndskeið
Óvenjuleg staða sem mörgum þykir ógnvekjandi
Spenna eykst stöðugt í borginni Portland í Bandaríkjunum þar sem mótmælendur takast á við lögreglusveitir sem Bandaríkjaforseti sendi þangað í óþökk yfirvalda á svæðinu. Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir að þetta virðist hluti af því að búa til frásögn sem nýtist forsetanum í kosningabaráttu fyrir kosningarnar í haust.
23.07.2020 - 20:12
Morgunvaktin
Blæs nýju lífi í kosningabaráttuna
Bandarísk og evrópsk stjórnmál voru til umræðu í Heimsglugganum á Morgunvaktinni, en tímamótasamkomulag um bjargráðasjóð ESB jafngildir ríkisútgjöldum Íslands í meira en heila öld.
Borgarstjóri fékk yfir sig táragas
Ted Wheeler, borgarstjóri í Portland í Oregon, fékk yfir sig táragas þegar hann kom til að ræða við mótmælendur sem safnast höfðu saman í borginni til að mótmæla lögregluofbeldi og ákvörðun Bandaríkjaforseta að senda öryggissveitarmenn frá alríkisstofnunum til fleiri borga landsins.
23.07.2020 - 09:54
Trump sendir alríkislögreglu til Chicago og Kansas City
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, tilkynnti í gær að hann hefði þegar sent sveitir alríkislögreglumanna til Kansasborgar í Missouri og hygðist líka senda slíkar sveitir til Chicago og Albequerque. Þeim er ætlað að aðstoða lögreglulið borganna við að takast á við öldu manndrápa og annarra ofbeldisverka, þar sem skotvopn koma mjög við sögu. Forsetinn greindi frá þessu á blaðamannafundi og sagðist með þessu vilja „gera löggæsluna öflugri, en ekki veikari.“
Útilokar ekki lokun fleiri kínverskra ræðisskrifstofa
Bandaríkjaforseti útilokar ekki lokun fleiri kínverskra sendiskrifstofa í Bandaríkjunum og formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar segir skrifstofuna í Houston hafa verið miðstöð kínverskrar njósnastarfsemi í landinu.
23.07.2020 - 02:35
Bandaríkjamenn tryggja kaup á bóluefni
Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að greiða næstum því tvo milljarða dollara fyrir 100 milljónir skammta af bóluefni við COVID-19 sem er í þróun hjá þýska fyrirtækinu BioNTech og bandaríska lyfjarisanum Pfizer.
22.07.2020 - 14:08
Öflugur skjálfti við Alaska
Jarðskjálfti af stærðinni 7,8 varð undan Alaskaskaga laust eftir klukkan sex í morgun að íslenskum tíma. Fjöldi eftirskjálfta hefur mælst, sá stærsti 5,7.
22.07.2020 - 12:11
Kína gert að loka skrifstofum í Houston
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað að skrifstofu ræðismanns Kína í Houston í Texas verði lokað. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun og sagði stjórnvöld í Peking fordæma þessa ákvörðun stjórnvalda í Washington. 
22.07.2020 - 11:52
Dauðsföllum fjölgar á ný vestanhafs
Fleiri en eitt þúsund dóu úr COVID-19 í Bandaríkjunum í gær, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan snemma í júní. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar Reuters. 
22.07.2020 - 08:40
Trump snýr við blaðinu og hvetur til grímunotkunar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hvetur nú landa sína til að bera andlitsgrímu þegar þeir geta ekki haldið þeirri samskiptafjarlægð sem mælt er með. Þetta kom fram í máli forsetans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þeim fyrsta sem forsetinn hefur haldið um framvindu kórónaveirufaraldursins síðan í apríl.
22.07.2020 - 00:43
Útvarp
„Síðustu viku hefur Trump notað borgina okkar sem svið“
Bandaríska alríkislögreglan er sögð keyra um götur í Portland og grípa mótmælendur af götunni í ómerktum bílum. Saksóknari Oregon-ríkis hefur kært bandarísk stjórnvöld fyrir að ólöglegar handtökur.
19.07.2020 - 12:26
Minntust látins þingmanns með mynd af öðrum manni
Fjöldi fólks heiðraði minningu bandaríska þingmannsins John Lewis í gær með færslum á samfélagsmiðlum eftir að tilkynnt var um andlát hans. Tveir þingmenn Repúblikana lentu þó í nokkrum vandræðum þegar þeir hugðust birta mynd af sér við hlið þingmannsins. Fyrir mistök birtu þeir mynd af sér við hlið annars þeldökks þingmanns Demókrata, Elijah Cummings sem lést í fyrra.
19.07.2020 - 10:53
Frjálslyndasti dómarinn með krabbamein
Ruth Bader Ginsburg, dómari við hæstarétt Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að hún væri í lyfjameðferð vegna krabbameins. Við skimun hefðu komið í ljós meinvörp í lifur. Hún er orðin 87 ára og þykir frjálslyndust dómaranna níu í réttinum.
Biden með 15 prósentustiga forskot á Trump
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, nýtur stuðnings meirihluta landsmanna í embætti forseta. Samkvæmt skoðanakönnun Quinnipiac háskólans í Connecticut meðal skráðra kjósenda styðja 52 prósent hann sem næsta forseta landsins. Fylgið við Donald Trump mælist 37 prósent.
Hvetur til samstöðu gegn COVID-19
Anthony Fauci, sem verið hefur sérfræðingur Bandaríkjastjórnar í smitsjúkdómum, sagði í gærkvöld að tilraunir ráðamanna í Washington til að gera lítið úr honum væru undarlegar.
16.07.2020 - 08:26
Fangi tekinn af lífi í Indiana
Fangi á fimmtugsaldri var tekinn af lífi í dag í Terre Haute fangelsinu í Indiana í Bandaríkjunum. Sautján ár eru síðan fangi sem dæmdur var til dauða fyrir alríkisdómstól var síðast líflátinn í landinu. Til stendur að taka tvo fanga til viðbótar af lífi í þessari viku.
14.07.2020 - 17:40
Íspinninn Eskimo verður O'Payo
Danska fyrirtækið Hansens Flødeis tilkynnti í dag að rjómaíspinninn Eskimo sem það hefur framleitt áratugum saman heiti héðan í frá O'Payo. Á vef fyrirtækisins segir að þetta sé ákveðið að vel athuguðu máli. Eskimo eða eskimói sé orðið vandræðaorð, minni á niðurlægjandi meðferð og ójöfnuð sem minnihlutahópar og frumbyggjar hafi verið beittir.
14.07.2020 - 17:17
Tugþúsunda saknað í Mexíkó
Fleiri en 73.000 eru á lista yfir fólk sem saknað er í Mexíkó, en talið er að langflestir þeirra séu fórnarlömb í stríði glæpahópa í landinu.
14.07.2020 - 08:42
Rúmlega 59.000 ný smit í Bandaríkjunum
Rúmlega 59.200 kórónuveirusmit voru greind í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn, samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans í Baltimoreborg í Maryland, og 411 dauðsföll af völdum COVID-19. Smitunum fjölgar því enn nánast jafn hratt og síðustu daga, og nálgast staðfest tilfelli 3.4 milljónir.
14.07.2020 - 04:52
Aftur skellt í lás í Kaliforníu
Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, fyrirskipaði í kvöld að öllum innahúss veitingastöðum, börum, kvikmyndahúsum og söfnum í ríkinu yrði lokað aftur vegna áframhaldandi útbreiðslu kórónuveirunnar. Daglega greinast nú að meðaltali um átta þúsund tilfelli af Covid 19 í Kaliforníu, en það er um helmingi fleiri tilfelli en fyrir mánuði síðan.
13.07.2020 - 21:22
17 ríki stefna Trump vegna regla um erlenda námsmenn
Sautján ríki Bandaríkjanna hafa stefnt ríkisstjórn Donalds Trump til að koma í veg fyrir að nýjar reglur um landvistarleyfi erlendra námsmanna nái fram að ganga. Nýju reglurnar hafa meðal annars áhrif á íslenska námsmenn í Bandaríkjunum.
13.07.2020 - 16:43