Norður Ameríka

Harðar reglur um komu fólks frá Indlandi víða um heim
Bandaríkin bættust í gær í hóp þeirra ríkja sem lagt hafa svo gott sem blátt bann við komu fólks frá Indlandi vegna mikillar útbreiðslu COVID-19 þar í landi að undanförnu. Í Ástralíu eiga ferðalangar sem snúa aftur frá Indlandi fangelsisvist yfir höfði sér.
01.05.2021 - 04:51
Öllum framkvæmdum við landamæramúrinn hætt
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur stöðvað endanlega fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu landamæramúrs á mörkum Bandaríkjanna og Mexíkós, og mun það fé sem ætlað var til framkvæmdanna renna aftur til Bandaríkjahers. Samkvæmt fjölmiðlum vestra nemur fjárhæðin um 14 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði um 1.750 milljarða íslenskra króna.
01.05.2021 - 01:20
Hundrað milljónir fullbólusettar í Bandaríkjunum
Búið er að bólusetja hundrað milljónir Bandaríkjamanna að fullu gegn COVID-19. Stjórnandi aðgerða segir að þeir geti loksins varpað öndinni léttar eftir erfitt ár.
Hyggjast banna mentólsígarettur í Bandaríkjunum
Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggst banna sölu vindla og sígaretta með mentólbragði. Stofnunin sendi frá sér tilkynningu þessa efnis í gær. Verði bannið að veruleika tekur það til ríflega þriðjungs allra seldra vindlinga í Bandaríkjunum.
30.04.2021 - 03:43
Biden í embætti í 100 daga - róttækari en búist var við
Á morgun verða hundrað dagar liðnir frá því að Joe Biden tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Þessi hundrað dagar hafa verið býsna viðburðarríkir og einkennst meðal annars af því að draga til baka fjölda ákvarðana sem forveri hans, Donald Trump tók.
28.04.2021 - 13:30
Falla frá tilmælum um almenna grímunotkun utandyra
Fullbólusett fólk getur nú óhikað gengið um grímulaust utan dyra í Bandaríkjunum, nema á fjöldasamkomum - þar er enn mælst til þess að allir beri grímur. Þetta tilkynntu hvort tveggja bandarísk heilbrigðisyfirvöld og Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gær.
Kalla sendiráðsfólk frá Kabúl af öryggisástæðum
Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur gefið fyrirmæli um að starfsfólk sem ekki sinnir brýnustu kjarnastarfsemi í bandaríska sendiráðinu í Kabúl skuli yfirgefa Afganistan. Ástæðan er sögð aukin hætta á árásum og hryðjuverkjum í aðdraganda brottflutnings bandarísks herafla frá landinu.
28.04.2021 - 00:51
60 milljónir bóluefnaskammta fluttir frá Bandaríkjunum
Bandaríkjamenn ætla að flytja út allt að 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca gegn Covid 19, þegar þeir verða tilbúnir. Meira en helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna hefur nú fengið bóluefni.
Myndskeið
Bjóða Indverjum aðstoð
Neyðarástand vegna kórónuveirufaraldursins á Indlandi er að sliga heilbrigðiskerfi landsins. Skortur er á súrefni, sjúkrarými, skimunarprófum og lyfjum. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að ESB sé reiðubúið að koma til hjálpar og leiðtogar einstakra ríkja hafa tekið í sama streng.
25.04.2021 - 16:47
Lífstíðardómur fyrir sprengjuárás í New York
Maður sem sprengdi rörasprengju í neðanjarðarlestarstöð í New York árið 2017 var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag. Fréttastofa BBC greinir frá. Dómarinn Richard Sullivan sagði árásina villimannslega og ógeðfellda.
23.04.2021 - 01:11
Jákvæðar horfur í viðræðum í Vín
Bandaríkjastjórn hefur fært stjórnvöldum í Íran lista yfir þær viðskiptaþvinganir sem ríkið er tilbúið að aflétta við endurkomuna inn í kjarnorkusáttmála stórveldanna við Íran. AFP fréttastofan hefur þetta eftir hátt settum manni í Bandaríkjastjórn. 
22.04.2021 - 02:08
Dómsmálaráðuneytið rannsakar lögregluna í Minneapolis
Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, greindi frá því í dag að dómsmálaráðuneytið hefði hafið rannsókn á starfsháttum lögreglunnar í Minneapolis. Kveikjan að rannsókninni er morðið á George Floyd í fyrrasumar en henni er ætlað að varpa ljósi á það hvort starfshættir lögreglu séu samkvæmt lögum og standist stjórnarskrá.
21.04.2021 - 14:43
Útvarpsfrétt
„Verjandi Chauvins mun áfrýja“
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, efast um að sakfelling Dereks Chauvin fyrir morðið á George Floyd sé merki um allsherjarbreytingu. Chauvin var sakfelldur í öllum þremur ákæruatriðum seint í gær. Margrét segir að málinu verði áfrýjað.
Myndskeið
Lögreglumaður skaut sextán ára stúlku til bana
Lögreglumaður í Columbus í Ohio í Bandaríkjunum skaut sextán ára stúlku til bana í borginni í gær eftir að hún hafði veist að tveimur öðrum með hnífi. Lögreglumaðurinn var sendur í leyfi frá störfum á meðan rannsókn málsins stendur.
21.04.2021 - 10:01
Biden: Kynþáttamisrétti svartur blettur á þjóðarsálinni
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hvatti þjóð sína til að sýna samstöðu eftir dóminn gegn lögreglumanninum Derek Chauvin fyrir morðið á George Floyd í gærkvöld.
Bandaríski tónsmiðurinn Jim Steinman látinn
Tónskáldið og upptökustjórinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Fréttastofa BBC hefur eftir Bill, bróður hans, að dánarorsökin væri nýrnabilun.
21.04.2021 - 03:53
Málflutningi lokið vegna drápsins á George Floyd
Vitnaleiðslum og málflutningi er lokið í réttarhöldunum yfir fyrrverandi lögreglumanninum Derek Chauvin, sem ákærður er fyrir drápið á blökkumanninum George Floyd í maí í fyrra og kviðdómendur hafa nú verið fluttir í einangrun til að ráða ráðum sínum án utanaðkomandi áreitis. Fjölmennt lögreglu- og þjóðvarðlið er í viðbragðsstöðu í Minneapolis, þar sem búist er við hörðum mótmælum og að líkindum óeirðum verði Chauvin sýknaður.
Greta Thunberg gefur 15 milljónir til Covax
Sænski aðgerðasinninn Greta Thunberg ætlar að gefa andvirði ríflega 15 milljóna króna til Covax samstarfsins. Hún segir alþjóðasamfélagið, ríkisstjórnir og bóluefnaframleiðendur verða að spýta í lófana.
19.04.2021 - 16:57
Útvarpsfrétt
Lítil þyrla náði flugi á Mars
Í fyrsta sinn hefur vísindafólki tekist að koma tæki á flug á annarri plánetu. Þyrlan Ingenuity náði að taka á loft, fljúga og lenda aftur á Mars fyrr í dag.
19.04.2021 - 15:43
Þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna fullbólusettur
Um helmingur fullorðinna Bandaríkjamanna hefur verið bólusettur með fyrri skammti bóluefnis gegn COVID-19, samkvæmt upplýsingum bandarískra heilbrigðisyfirvalda. Það þýðir að um 130 milljónir manna, 18 ára og eldri, hafa fengið fyrri skammt bóluefnis þar í landi. Af þeim hafa 82 milljónir, eða um þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna, fengið seinni skammtinn líka og teljast þar með full bólusettar.
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.
NASA valdi Space X til samstarfs um mannaða tunglferð
Bandaríska geimferðastofnunin NASA stefnir að mannaðri tunglferð árið 2024 og hefur valið fyrirtæki milljarðamæringsins Elons Musks, Space X, til að byggja flaugina sem nota á í leiðangrinum.
17.04.2021 - 04:24
Biden heldur sig við flóttamannakvóta Trumps
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, undirritaði á föstudag tilskipun þess efnis að hleypa skuli að hámarki 15.000 flóttamönnum til Bandaríkjanna á þessu fjárlagaári, og hróflar þar með ekki við ákvörðun forvera síns um þetta mál þrátt fyrir fyrirheit um annað.
Múte B. Egede nýr formaður landsstjórnar Grænlands
Múte B. Egede verður formaður landsstjórnar Grænlands eða forsætisráðherra. Tilkynnt var í Nuuk í kvöld að ný stjórn hefði verið mynduð. Inuit Ataqatigiit eða IA, sem er lengst til vinstri í grænlenskum stjórnmálum, og miðjuflokkurinn Naleraq mynda nýju stjórnina, sem hefur nauman meirihluta á þingi, 16 af 31 sæti. Hægriflokkurinn Atassut ætlar að styðja stjórnina en tekur ekki sæti í henni.
16.04.2021 - 21:53
Móðir árásarmanns hafði varað við honum
Árásarmaðurinn sem varð átta að bana í Indianapolis í gær var nítján ára piltur sem lögregla yfirheyrði í fyrra eftir ábendingu frá móður hans. Þá var byssa í hans eigu gerð upptæk. Móðir piltsins sagði fyrir ári að hún óttaðist um son sinn, að hann myndi reyna að gera eitthvað svo að lögregla yrði honum að bana.
16.04.2021 - 21:39