Norður Ameríka

Bandaríkjamenn mega áfram hala niður TikTok
Alríkisdómari í Washington kom í gærkvöld í veg fyrir að Bandaríkjastjórn geti lagt bann á að bandarískir notendur hlaði niður myndbandsappinu TikTok. Bannið átti að taka gildi á miðnætti að bandarískum austurstrandartíma, eða klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 
28.09.2020 - 04:58
Trump greiddi 750 dali í tekjuskatt 2016
Donald Trump greiddi aðeins 750 bandaríkjadali í tekjuskatt árið 2016, þegar hann var kjörinn forseti. Það er jafnvirði um 105 þúsund króna. Þetta kemur fram á vef New York Times í dag, samkvæmt skattskýrslum forsetans sem spanna síðustu tuttugu ár. Síðustu fimmtán árin fram að forsetakosningunum greiddi Trump engan tekjuskatt tíu þeirra, þar sem fjárhagur hans var skráður í tapi þau ár. 
Lífshættuleg örvera í neysluvatni í Texas
Umhverfisstofnun í Texas varar borgarbúa í Lake Jackson við því að nota neysluvatn borgarinnar vegna hættulegra örvera sem hafa fundist í því. Viðvörunin náði yfir stærra svæði á föstudag, en á nú aðeins við Lake Jackson. Í vatninu leynast amöbur, sem geta étið  sig inn í heilann.
27.09.2020 - 03:28
Fjölskylda Taylor vill málsgögn ákærudómstóls
Fjölskylda Breonna Taylor krefst þess að bandarísk yfirvöld birti endurrit ákvörðunar ákærudómstóls um að sækja lögreglumenn ekki til saka fyrir að hafa orðið henni að bana.  Taylor var drepin af lögreglumönnum á heimili sínu í Louisville í Kentucky í mars. 
26.09.2020 - 06:13
Hin íhaldssama Barrett í sæti Ginsburg
Amy Coney Barrett verður að öllum líkindum tilnefnd í sæti Ruth Bader Ginsburg í hæstarétti Bandaríkjanna samkvæmt heimildum fjölmiðla vestanhafs. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að ljóstra upp um tilnefninguna á morgun.
25.09.2020 - 23:36
Áfram mótmælt í Louisville
Annað kvöldið í röð flykktist fólk á götur Louisville og annarra borga í Bandaríkjunum til þess að mótmæla því að enginn þurfi að svara til saka fyrir morðið á Breonna Taylor í mars. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum á heimili sínu.
25.09.2020 - 06:44
Alríkisfangi tekinn af lífi í Indiana
Fertugur Bandaríkjamaður var tekinn af lífi í fangelsi í Indiana í gær. Hann var sjöundi fanginn til að vera tekinn af lífi í alríkisfangelsi síðustu þrjá mánuði. AFP fréttastofan greinir frá. Lögmenn Christopher Andre Vialva reyndu að fá dauðadómnum hnekkt þar sem hann hafi ekki verið með andlegan þroska fullorðins manns þegar hann framdi glæp sinn.
25.09.2020 - 05:50
Samstarf við Bandaríkin um söfnun danskra persónugagna
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna byggði með leyniþjónustu danska hersins gagnaver á Amager sérstaklega utan um njósnakerfi sem safnaði upplýsingum um danska ríkisborgara. Bandaríkjamennirnir höfðu aðgang að upplýsingunum sem þar söfnuðust.
24.09.2020 - 22:06
Eric Trump skikkaður í yfirheyrslu
Eric Trump, syni Bandaríkjaforseta, er gert að bera vitni hjá embætti ríkissaksóknara í New York fyrir 7. október næstkomandi. Dómari í New York hafnaði jafnframt beiðni Trump um að fresta yfirheyrslunni þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. 
24.09.2020 - 07:05
Trump: Verðum að sjá hvað gerist eftir kosningar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar enn að staðfesta hvort hann hann sé reiðubúinn að tryggja friðsöm valdaskipti ef Joe Biden verður kjörinn forseti í nóvember. „Við verðum að sjá hvað gerist," var svar forsetans við spurningu blaðamanns á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. 
Bílaframleiðendur lögsækja Bandaríkjastjórn
Bílaframleiðendurnir Tesla, Volvo, Ford og Mercedes Benz höfðuðu mál gegn Bandaríkjastjórn vegna innflutningstolla á varahlutum frá Kína. Guardian greinir frá þessu. 25% tollur leggst á innflutning varahluta í bíla frá Kína.
24.09.2020 - 04:27
Viðskipti Hunter Biden sögð vandræðaleg
Ekki er að sjá að Joe Biden hafi beitt óeðlilegum áhrifum í varaforsetatíð sinni samkvæmt nýútkominni rannsóknarskýrslu Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings. Viðskiptatengsl sonar hans í Úkraínu voru þó vandræðaleg á meðan Biden var í embætti. Hann fékk ítrekaðar viðvaranir um viðskipti sonar síns, Hunter Biden, en greip ekki til neinna aðgerða. 
24.09.2020 - 02:10
Covid 19: Trump vill draga Kína til ábyrgðar
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til friðar milli stórvelda á allherjarþingi stofnunarinnar í dag. Ásakanir gengu á milli forseta Bandaríkjanna og Kína á fundinum þar sem Donald Trump hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að draga Kína til ábyrgðar fyrir þátt þeirra í útbreiðslu Covid 19 faraldursins.
22.09.2020 - 22:16
NASA áformar tunglferðir á ný
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA áformar að senda mannað geimfar til tungslins eftir fjögur ár og verður það í fyrsta skipti síðan geimfarar Appollo-17 stigu fæti á tunglið fyrir fjörutíu og átta árum.
22.09.2020 - 10:55
Enn loga eldar í vestanverðum Bandaríkjunum
Ekkert lát er á gróðureldunum í Kaliforníu, en þar loga miklir eldar á að minnsta kosti tuttugu og fimm stöðum og eru sumir þeirra einhverjir hinir mestu sem sögur fara af á þessum slóðum.
22.09.2020 - 10:18
Spegillinn
Bandarískur Brexit-áhugi
Það kom á óvart þegar Joe Biden forsetaframbjóðandi demókrata í bandarísku forsetakosningunum tísti um að Bretar ættu ekki að brjóta írska friðarsamkomulagið frá 1998. Gott dæmi um áhuga bandarískra stjórnmála á írskum málefnum þar sem írskir innflytjendur hafa lengi verið áhrifamiklir í bandarískum stjórnmálum.
Gögn gefa til kynna umfangsmikið peningaþvætti
Verð á hlutabréfum í mörgum af stærstu bönkum heims hefur lækkað verulega í morgun eftir að farið var að birta upplýsingar úr gögnum sem lekið var frá efnahagsbrotadeild bandaríska fjálmálaráðuneytisins. Þau gefa til kynna að umfangsmikið peningaþvætti hafi viðgengist um árabil í gegnum marga banka að því er virðist með vitneskju hátt settra starfsmanna.
21.09.2020 - 11:35
Biden biðlar til þingmanna Repúblikana
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hvatti þingmenn í dag til að koma í veg fyrir að nýr hæstaréttardómari yrði skipaður fyrir kosningar. Hann sagðist enga von bera til þess að forsetinn eða leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni myndu ekki reyna að beita valdi sínu.
Tveir þingmenn Repúblikana vilja bíða með skipun dómara
Lisa Murkowski, öldungardeildarþingmaður Repúblikana frá Alaska, lýsti því yfir í dag að hún sé andvíg því að greiða atkvæði um staðfestingu nýs hæstaréttardómara þegar svo skammt er til forsetakosninga. Donald Trump Bandaríkjaforseti vill tilnefna arftaka Ruth Bader Ginsburg sem fyrst. Bæði Trump og Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeildinni, vilja staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. McConnell kom í veg fyrir skipun hæstaréttardómara fyrir síðustu kosningar.
Dómari setur lögbann á áform Trumps gegn WeChat
Dómari í Kaliforníu setti í dag lögbann á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka á niðurhal efnis í WeChat samskiptaforritinu, innan við sólahring áður en tilskipun stjórnvalda átti að taka gildi. Bandaríkjastjórn hugðist stöðva starfsemi hvort tveggja WeChat og TikTok í Bandaríkjunum nema breytingar yrðu á rekstrinum. Stjórnvöld sögðu að samfélagsmiðlarnir tveir ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Dómarinn í Kaliforníu sagði hins vegar að bann við niðurhali ógnaði tjáningarfrelsi notenda.
20.09.2020 - 15:43
Kláruðu nafnalista fellibylja í annað sinn í sögunni
Veðurfræðingar eru nú teknir til við að nefna fellibyli eftir stöfum gríska stafrófsins. Alla jafna fá fellibylir heiti eftir fyrirfram ákveðnum nafnalista Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar með einu nafni fyrir hvern staf í stafrófinu frá A upp í W. Nú hefur það gerst í aðeins annað skipti í sögunni að nöfnin á þeim lista hafa ekki dugað fyrir alla þá fellibyli sem safna í sig krafti og berja á náttúru, mann- og dýralífi.
18.09.2020 - 22:46
Hvað ef Trump neitar að fara úr embætti?
Forsetaframboð Joe Biden safnar nú að sér liði lögfræðinga vegna þeirrar lagaflækju sem gæti orðið að loknum kosningunum í nóvember. Allt stefnir í að kosningaúrslitin verði ekki ljós á kosninganótt, vegna sögulegs fjölda póstatkvæða sökum kórónuveirufaraldursins. Þá getur sú staða komið upp að Donald Trump neiti að yfirgefa Hvíta húsið verði kosningaúrslitin honum í óhag.
Fyrrverandi fyrirsæta sakar Trump um kynferðisofbeldi
Amy Dorris, fyrrverandi fyrirsæta, sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi gegn sér árið 1997. Hún segir Trump hafa þuklað á henni og kysst hana í viðhafnarstúku á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í New York. Í viðtali við Guardian segist hún hafa beðið hann um að hætta og komist hvergi.
Virt vísindarit tekur stöðu með Biden
„Gögnin og vísindin sýna að Donald Trump hefur skaðað Bandaríkin og bandarísku þjóðina - því hann hafnar sönnunargögnum og vísindum," segir í leiðara nýjasta tölublaðs bandaríska vísindaritsins Scientific American. Ritið tekur í fyrsta sinn í 175 ára sögu þess afstöðu í bandarísku forsetakosningunum, og styður Joe Biden opinberlega.
Fullorðnir Bandaríkjamenn vita lítið um helförina
Nærri tveir af hverjum þremur Bandaríkjamönnum á aldrinum 18 til 39 ára vita ekki að sex milljónir gyðinga voru drepnir í helför nasista. Fleiri en einn af hverjum tíu telja gyðinga hafa valdið helförinni. 
16.09.2020 - 14:54