Norður Ameríka

Sex hafa látist af völdum stormsins Isaias
Minnst sex hafa látið lífið á norðausturströnd Bandaríkjanna, þar sem hitabeltisstormurinn Isaias geisar nú af ógnarkrafti. Stormurinn skall á austurströndinni í gær og hefur valdið þar miklu tjóni. Tvö létust þegar hvirfilbylur þeytti húsbíl langar leiðir, ein kona dó þegar flóð hrifsaði bílinn sem hún ók og tré sem stormurinn felldi hafa orðið þremur að fjörtjóni.
05.08.2020 - 06:24
Dregur í land með að fresta kosningum
Donald Trump Bandaríkjaforseta virðist hafa snúist hugur um að réttast væri að fresta kosningunum sem boðaðar hafa verið 3. nóvember.Hugmyndin hefur mætt eindreginni andstöðu.
31.07.2020 - 09:06
Dæmalaus efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi nam 32,9 prósentum. Hann hefur ekki orðið meiri frá því að skráning hófst árið 1947. Ástandið var þó lítið eitt betra en hagfræðingar höfðu reiknað með.
30.07.2020 - 16:22
Trump vill fresta kosningum í haust
Donald Trump Bandaríkjaforseti leggur til að kosningum sem fram eiga að fara þriðja nóvember verði frestað. Þetta kemur fram í færslu sem hann birti á Twitter í dag. Þar kemur fram að hann óttist að póstkosning bjóði upp á kosningasvik og ónákvæm úrslit. Því sé best að fresta kosningunum þar til fólk geti greitt atkvæði með gamla laginu.
Dauðsföll orðin 150 þúsund í Bandaríkjunum
Fjöldi látinna af völdum COVID-19 sjúkdómsins fór í dag yfir 150 þúsund í Bandaríkjunum. Hvergi í heiminum eru andlát fleiri af hans völdum.
29.07.2020 - 17:58
Liðsflutningar Bandaríkjahers í Evrópu
Ellefu þúsund og níu hundruð bandarískir hermenn verða fluttir frá herstöðvum í Þýskalandi, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Hluti liðsins verður sendur til Ítalíu og Belgíu. Höfuðstöðvar herliðsins verða fluttar frá Stuttgart til Belgíu.
29.07.2020 - 15:29
Telja mál Gunters „öfgafullt“ dæmi um óstjórn Pompeo
Þingmenn Demókrata i utanríkismálanefnd öldungardeildar Bandaríkjaþings segja mál Jeffrey Ross Gunters, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, vera öfgafullt dæmi um óstjórn Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í skýrslu sem þingmennirnir sendu frá sér í morgun. Pompeo kemur fyrir þingnefndina á fimmtudag vegna fjárlaga næsta árs.
29.07.2020 - 14:01
Indland: Staðfest smit ríflega ein og hálf milljón
Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.
29.07.2020 - 08:28
Popparar vilja að stjórnmálamenn biðji um leyfi
Tónlistarmenn á borð við Mick Jagger, Sheryl Crow, Michael Stipe og Steven Tyler hafa skrifað bréf þar sem þeir krefjast þess að stjórnmálamenn biðji um leyfi áður en þeir noti lagasmíðar þeirra. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað notað lög listamanna í leyfisleysi.
28.07.2020 - 21:41
Verulegur samdráttur hjá McDonalds
Hagnaður bandarísku skyndibitakeðjunnar McDonalds dróst saman um 68 prósent á öðrum ársfjórðungi. Hann nam 483,8 milljónum dollara. Tekjurnar minnkuðu um þrjátíu af hundraði, niður í 3,8 milljarða dollra. Viðskiptin drógust saman á flestum viðskiptasvæðum fyrirtækisins.
28.07.2020 - 14:06
57.000 ný smit í Bandaríkjunum
Rétt rúmlega 57.000 manns greindust með kórónaveirusmit í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 679 dóu úr sjúkdómnum. Þetta kemur fram í gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland, sem fylgist grannt með útbreiðslu og áhrifum farsóttarinnar um heim allan. Staðfest smit í Bandaríkjunum nálgast óðum 4,3 milljónir og dauðsföll eru tæplega 147.600.
28.07.2020 - 04:27
Kappræður Trumps og Bidens fluttar frá Indiana til Ohio
Fyrstu sjónvarpskappræður þeirra Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, og Joes Bidens, frambjóðanda Demókrata, fara fram í Cleveland í Ohio 29. september næstkomandi. Til stóð að þær færu fram í Notre Dame-háskólanum í Indianaríki, en af því verður ekki vegna kórónaveirufaraldursins og varúðarráðstafana sem honum tengjast.
Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps veirusmitaður
Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni, að því er heimildir CNN fréttastofunnar herma. Hann er hæst settur bandarískra embættismanna sem hefur smitast.
27.07.2020 - 13:54
Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
55.000 smit í Bandaríkjunum
Rúmlega 55.000 manns greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og 518 dauðsföll voru rakin til sjúkdómsins. Er þetta í fyrsta sínn í tæpar tvær vikur sem smit eru færri en 60.000. Þá hafa dauðsföll verið rúmlega 1.000 á sólarhring síðustu fjóra daga.
27.07.2020 - 03:04
Sendiherralaust í fimm ár frá árinu 2009
Jeffrey Gunter Ross, bandaríski sendiherrann á Íslandi, er í kastljósi fjölmiðla eftir að CBS greindi frá því í morgun að hann vildi fá vopnaðan lífvörð þar sem hann óttaðist um líf sitt. Það hefur þó ekki gengið þrautarlaust fyrir forseta Bandaríkjanna að skipa sendiherra hér á landi
26.07.2020 - 16:40
Vill fá vopnaðan lífvörð - telur lífi sínu ógnað
Tíst sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, þar sem hann kallaði COVID-19 „Kína-flensuna“, vakti nokkur viðbrögð í vikunni. Sendiherrann, Jeffrey Ross Gunter, hefur raunar vakið athygli víðar af öðrum sökum, meðal annars vegna þess að hann telur lífi sínu ógnað á Íslandi og vill fá vopnaða lífverði. Hann neitaði snúa aftur til Íslands eftir frí í Kaliforníu þar til bandaríski utanríkisráðherrann hringdi í hann og sagði honum að mæta aftur í vinnuna.
26.07.2020 - 12:18
Monica Lewinsky vinnur brandarakeppni á Twitter
Notendur Twitter hafa undanfarna daga verið í samkvæmisleik sem kalla má „fimmaura brandarakeppni“. Þeir mættu þó ofjarl sínum þegar Monica Lewinsky mætti til leiks með skrýtlu um frægt ástarsamband sitt og Bills Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
26.07.2020 - 08:26
Átök milli lögreglu og mótmælenda í Seattle
Borgaryfirvöld í Seattle í Washingtonríki hafa lýst yfir uppreisnarástandi í kjölfar fjölmennra mótmæla í miðborginni. Lögregla greip í gær til til blossasprengja og piparúða til að freista þess að ryðja stórt svæði sem mótmælendur lögðu undir sig og teygði sig yfir margar húsaraðir í Capitol Hill-hverfinu í borginni.
26.07.2020 - 06:39
Rúmlega 16 milljónir hafa greinst með COVID-19
Staðfest kórónaveirusmit í yfirstandandi heimsfaraldri eru orðin rúmlega 16 milljónir talsins, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, nánar tiltekið16 milljónir og 47 þúsund. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 645.000 og hartnær 9,3 milljónir smitaðra hafa meira og minna náð sér af sjúkdómnum.
26.07.2020 - 06:30
Kórónaveiran breiðist enn hratt út í Bandaríkjunum
Rúmlega 68.000 ný kórónaveirusmit greindust í Bandaríkjunum síðasta sólarhringinn og tæplega 1.100 dauðsföll voru rakin til COVID-19 þar í landi á sama tíma. Er þetta tólfti dagurinn í röð þar sem fleiri en 60.000 manns greinast með veiruna og sá fjórði þar sem fleiri en 1.000 manns deyja úr sjúkdómnum sem hún veldur, samkvæmt upplýsingum Johns Hopkins háskólans í Maryland.
26.07.2020 - 02:10
Fellibylurinn Hanna hamast á Texas og Norðaustur-Mexíkó
Fellibylurinn Hanna gekk á land í Texas um klukkan sautján að staðartíma, eða 22 að íslenskum tíma. Hanna er fyrsti stormur þessa fellibyljatímabils vestra og telst fyrsta stigs fellibylur, sem þýðir að meðalvindhraði nær allt að 40 metrum á sekúndu. Mikið úrhelli fylgir Hönnu og varað er við flóðahættu í suðurhluta Texas og Norðaustur-Mexíkó.
25.07.2020 - 23:47
Kínversk vísindakona handtekin í Kaliforníu
Kínversk vísindakona sem bandarísk yfirvöld sökuðu um að hafa logið til um tengsl sín við kínverska herinn þegar hún sótti um landvistarleyfi vestanhafs var handtekin og fangelsuð í Sacramento í Kaliforníu í gær. Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti nýverið ákærur á hendur Juan Tang, 37 ára líffræðingi, og þremur kínverskum vísindamönnum öðrum fyrir að afla sér landvistarleyfis á fölskum forsendum.
Trump vill lækka lyfjaverð með tilskipunum
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, undirritaði í gær fjórar tilskipanir sem ætlað er að stuðla að lægra lyfjaverði í Bandaríkjunum. Við undirritunina sagði hann tilskipanirnar koma til með að „gjörbreyta markaðnum með lyfseðisskyld lyf.“ Trump hefur löngum gagnrýnt það sem hann kallar „stjarnfræðilega hátt verð“ á lyfseðilsskyldum lyfjum.
Myndskeið
Ocasio-Cortez svarar fyrir sig í þrumuræðu á þinginu
Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata fyrir New York, flutti óvænt ræðu á þinginu í gær vegna ummæla Repúblíkananans Ted Yoho. Blaðamaður heyrði til Yoho þar sem hann kallaði Ocasio-Cortez „ógeðslega“ og „helvítis tík“ í samtali við kollega sína.