Norður Ameríka

Kveikur
Hafði áhyggjur af kosningasvikum
Michele Ballarin hafði strax, nokkrum dögum eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember 2020, áhyggjur af kosningaóreiðu og afleiðingum þess ef efasemdir kæmu upp um réttmæti kosningaúrslitanna. Hún lýsti þessari skoðun sinni í viðtali við Kveik.
22.06.2021 - 07:00
Refsiðgerðir hertar gegn Hvíta-Rússlandi
Sjö hvítrússneskir embættismenn voru í dag settir á svartan lista Evrópusambandsins og Bretlands fyrir að hafa átt þátt í að farþegaþota Ryanair var í síðasta mánuði þvinguð til að lenda í Minsk. Þeirra á meðal eru varnarmála- og samgönguráðherra landsins. Bandaríkin og Kanada hertu einnig refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi.
Ballarin ýtti undir „Italygate“ samsæriskenninguna
Athafnakonan Michele Roosevelt Edwards, áður Michele Ballarin, sem hugðist endurreisa flugfélagið WOW Air, er ein af þeim sem sögð er af Washington Post hafa á undanförnum mánuðum gert samsæriskenningunni „Italygate“ hátt undir höfði. Samsæriskenningin er sögð hafa náð alla leið á borð fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.
Þrjú börn særðust í skotárás í afmælisveislu
Þrjú börn og einn fullorðinn særðust í skotárás í Toronto í Kanada í gærkvöld. Árásin var gerð þar sem verið var að halda upp á eins árs afmæli barns utandyra. Börnin sem særðust voru eins árs, fimm ára og ellefu ára. Eitt barnið er sagt í lífshættu og annað með alvarleg sár. Eins árs barnið særðist lítillega. 23 ára karlmaður særðist einnig í árásinni.
20.06.2021 - 09:07
19. júní gerður að frídegi í Bandaríkjunum
Bandaríkjaforseti, Joe Biden, samþykkti í gær að gera 19. júní að opinberum frídegi í Bandaríkjunum. Dagsetningin, sem er kölluð Juneteenth, er ekki úr lausu lofti gripin því 19. júní árið 1865 voru þrælar í Galveston í Texas loksins frelsaðir.
Sjónvarpsfrétt
Fjölmiðlafár og „góður tónn“ í Genf í dag
Þriggja klukkustunda leiðtogafundi forseta Bandaríkjanna og Rússlands lauk á fjórða tímanum í dag. Pútín taldi fundinn hafa verið uppbyggilegan og Biden sagði gagnlegt að hittast augliti til auglitis.
16.06.2021 - 19:54
Myndskeið
„Alltaf betra að hittast augliti til auglitis“
Leiðtogafundur forseta Bandaríkjanna og Rússlands er hafin í Genf í Sviss. Joe Biden og Vladimír Pútin hafa báðir sagt að samskipti ríkjanna séu verri nú en síðustu áratugi. Þeir ræddust stuttlega við fyrir framan fjölmiðla í byrjun fundar.
16.06.2021 - 12:58
Myndskeið
Mikill viðbúnaður í Genf vegna leiðtogafundar
Gríðarlegar öryggisráðstafanir eru í Genf í Sviss vegna fundar forseta Rússlands og Bandaríkjanna á morgun. Flugbann er yfir borginni og bakkar Genfarvatns hafa verið girtir af.
15.06.2021 - 17:30
Kína verður ekki hunsað
Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO, segir að bandalagið þurfi að takast saman á við áhrif af uppgangi Kína en leggur áherslu á að Kína sé ekki andstæðingur bandalagsins. Leiðtogar 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ráða nú ráðum sínum í höfuðstöðvum NATO í Brussel. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er á leiðtogafundinum ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Hann segir að bandalagið standi nú á ákveðnum tímamótum.
Varanleg útlegð Trumps sögð óásættanleg
Eftirlitsnefnd Facebook beinir því til samfélagsmiðilsins að yfirfara stefnu sína og endurskoða þá ákvörðun að útiloka Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, frá samfélagsmiðlinum ótímabundið.
Loftslagsbreytingar efstar á baugi G-7 á lokadegi
G-7 ríkin hyggjast leggja nýjar línur í loftslagsaðgerðum á lokadegi þriggja daga ráðstefnu sinnar í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem leiðtogar sjö stærstu iðnríkja heimsins mætast augliti til auglitis í vel á annað ár.
13.06.2021 - 06:10
Milljónum Janssen-skammta fargað
Bandaríska lyfjastofnunin hefur fyrirskipað að milljónum skammta af bóluefni Janssen skuli fargað.
12.06.2021 - 09:37
Hvalur gleypti veiðimann en tókst þó ekki að éta hann
Bandaríski humarveiðimaðurinn Michael Packard þakkar sínum sæla fyrir að ekki fór verr þegar hann lenti bókstaflega í kjafti hvals í gærmorgun og slapp með skrekkinn. Packard áætlar að hann hafi verið um hálfa mínútu í kjafti hvalsins áður en honum var spýtt út og bjargað af félaga sínum.
12.06.2021 - 07:55
Samband Rússlands og Bandaríkjanna með versta móti
Rússlandsforseti segir samband Rússlands og Bandaríkjanna ekki hafa verið verra en nú um árabil. Hann fer á fund Bandaríkjaforseta í Genf í Sviss í næstu viku.
12.06.2021 - 06:34
Ríkisstjóri Texas boðar byggingu landamæramúrs
Ríkisstjóri Texas, Repúblikaninn Greg Abbott, fullyrti á fimmtudag að Texasríki muni láta reisa múr á landamærum Texas og Mexíkós. Abbott fór ekki út í nánari útlistanir en sagði frekari upplýsingar væntanlegar innan skamms. Frá þessu er greint á vef bandaríska blaðsins The Texas Tribune. Þar segir að tilkynning ríkisstjórans sé nýjasta útspilið í viðvarandi reipdrætti Abbots og ríkisstjórnar Demókratans Joes Bidens.
12.06.2021 - 04:53
Bandaríkin auka hernaðaraðstoð við Úkraínu
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að Bandaríkjastjórn ætli að veita Úkraínu frekari hernaðaraðstoð, sem metin er á um 150 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 18 milljarða króna. Þetta bætist ofan á 15 milljarða hernaðaraðstoð, sem Bandaríkjastjórn ákvað að veita Úkraínu í mars. Í pakkanum sem kynntur var í gær eru meðal annars radarkerfi, drónar og fullkominn fjarskiptabúnaður.
12.06.2021 - 03:23
Tekist á um bólusetningarskyldu í skemmtiferðaskipum
Nokkrar stórútgerðir skemmtiferðaskipa, með bækistöðvar í Bandaríkjunum, iða í skinninu eftir að fá að hefja siglingar frá Flórídaströndum að nýju, nú þegar heimsfaraldur kórónaveirunnar er á hröðu undanhaldi vestanhafs. Siglingar eiga að hefjast í júlí og bókanir ganga vel - en þó er einn hængur á: Ríkisstjórinn í Flórída, Ron DeSantis, bannar skipafélögunum að gera bólusetningu gegn COVID-19 að skilyrði fyrir því að fólk fái að fara í siglingu með þeim, eins og til stóð.
G7-ríkin hyggjast gefa minnst milljarð bóluefnaskammta
Sjö af stærstu iðnveldum heims, sem saman mynda G7-ríkjahópinn, munu samanlagt gefa minnst einn milljarð bóluefnaskammta til dreifingar í efnaminni ríkjum jarðarkringlunnar áður en næsta ár er úti. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-ráðstefnunnar í ár, lýsti þessu yfir í gær, fimmtudag.
Fyrsta úlfagotið í 80 ár
Yfirvöld í Colorado hafa greint frá fyrsta goti af gráum ylfingum í ein 80 ár. Þetta þykir marka þáttaskil í baráttu ríkisins við að koma tegundinni á legg en hún stendur höllum fæti víða um Bandaríkin.
10.06.2021 - 22:51
„Pylsustríð“ Breta og ESB
Deila Breta og ESB um framkvæmd Brexit-samkomulagsins á Norður-Írlandi er komin í harðan hnút. Fundur í Lundúnum í gær var árangurslaus, Frost lávarður, samningamaður Breta, sagði engan árangur hafa orðið en viðræðum hefði ekki verið slitið. Maros Sefcovic, fulltrúi ESB, sagði að þolinmæði sambandsins gagnvart Bretum væri orðin ansi lítil. Þetta var rætt í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Ýmsum þykja deilurnar minna á uppskáldað pylsustríð í gamanþáttaröðinni Yes minister, Já, ráðherra.
10.06.2021 - 09:42
Bandaríkin sögð gefa 500 milljónir bóluefnaskammta
Bandaríkin hyggjast kaupa 500 milljónir bóluefnaskammta gegn COVID-19, og gefa til efnaminni landa vítt og breitt um heiminn. Þetta er fullyrt í Washington Post og New York Times, sem hafa eftir ónafngreindum heimildarmönnum að Joe Biden ætli að tilkynna þetta formlega á ráðstefnu G7-ríkjanna sem hefst í Bretlandi á morgun.
Bandarískir auðmenn greiða vinnukonuskatta
Nokkrir af auðugustu mönnum Bandaríkjanna borga mun lægra hlutfall í tekjuskatt en flestir samlandar þeirra. Þetta sýna gögn frá bandaríska skattinum sem þarlendir rannsóknarblaðamenn hafa komist yfir. 
09.06.2021 - 12:10
Bjóða bólusettum ókeypis kannabisvefju
Yfirvöld í einstökum ríkjum Bandaríkjanna hafa gripið til margvíslegra ráða til að fá fólk til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Eitt slíkt ráð er að bjóða fólki ókeypis jónu, eða kannabisvindling, gegn bólusetningu. Yfirvöld í Washingtonríki kynntu þetta ráð til sögunnar á mánudag.
09.06.2021 - 06:46
Tónleikahald hefst á ný í New York
Tónleikahald er að hefjast að nýju í New York eftir að hafa legið í láginni frá því að COVID-19 faraldurinn blossaði upp í Bandaríkjunum í mars í fyrra. Tilkynnt var í dag að rokksveitin Foo Fighters yrði með tónleika í Madison Square Garden 20. júní. Einungis þeim áhorfendum verður hleypt inn sem geta sannað að þeir hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni.
08.06.2021 - 16:48
Endurheimtu rúmlega helming lausnargjalds
Bandaríska dómsmálaráðuneytið kveðst hafa endurheimt rúmlega helming lausnargjaldsins sem eldsneytisflutningafyrirtækið Colonial Pipeline greiddi tölvuglæpahópnum Darkside í síðasta mánuði. Gagnagíslaárás Darkside olli umfangsmikilli lokun á eldsneytisdreifingakerfi fyrirtækisins.