Norður Ameríka

Bóluefni AstraZeneca með 62-90 prósenta virkni
Bóluefni við kórónuveirunni, sem vísindamenn við Oxfordháskóla hafa unnið að í samvinnu við AstraZeneca lyfjafyrirtækið, gefur að meðaltali sjötíu prósenta virkni gegn veirunni. Bóluefnið er eitt þeirra sem Ísland fær.
Sigur Joes Bidens í Georgíu staðfestur
Kjörstjórn í Georgíu í Bandaríkjunum hefur staðfest eftir endurtalningu atkvæða að Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, hafði betur en Donald Trump í forsetakosningum í ríkinu. Munurinn á fylgi þeirra var þó enn minni en áður hafði verið tilkynnt. Kæru Repúblikana vegna talningar í Arizona hefur verið vísað frá.
Skólum lokað á ný í New York
Allir ríkisskólar í New York-borg eru lokaðir frá og með deginum í dag til að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar. Um það bil þrjú prósent þeirra sem skimuð voru fyrir veirunni undanfarna viku reyndust vera smituð. Þar með segir Bill de Blasio borgarstjóri að grípa þurfi til örþrifaráða til að hægja á útbreiðslunni.
19.11.2020 - 13:53
Æviminningar Obama seljast vel
Það stefnir í að nýútkomin bók Baracks Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, verði söluhæsta æviminningabók bandarísks forseta til þessa. Þetta hefur fréttastofan AP eftir bókaforlaginu Penguin Random House sem gefur hana út.
19.11.2020 - 08:22
Bandaríkin: Stjórnvald getur skipað aðra kjörmenn
Ríkisstjórar eða ríkisþing geta upp á sitt einsdæmi ákveðið að skipa aðra kjörmenn en kosningaúrslit segja til um, segir stjórnmálafræðingur. Ólíklegt sé þó að það gerist. Þá sé Trump með nýlegum brottrekstrum að reyna að draga úr hömlum embættismannakerfisins.
Boeing MAX þoturnar mega fljúga á ný
Loftferðaeftirlit Bandaríkjanna heimilaði í dag að Boeing 737 MAX þotum yrði flogið með farþega að nýju. Tuttugu mánuðir eru frá því að þær voru kyrrsettar eftir tvö mannskæð flugslys. Framleiðandinn hefur orðið fyrir miklum álitshnekki.
18.11.2020 - 17:39
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.
Bótakröfur frá hátt í 100.000 misnotuðum ungskátum
Nær 95.000 þolendur kynferðisofbeldis í bandarísku ungskátahreyfingunni, Boy Scouts of America, höfðu látið vita af sér þegar frestur til að leggja fram bótakröfu á hendur hreyfingunni var að renna út í gærkvöld. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir Paul Moses, lögmanni skátahreyfingarinnar, sem sagði um 95.000 kröfur þegar hafa borist og útilokaði ekki að þær yrðu 100.000 áður en yfir lyki.
17.11.2020 - 04:16
Fréttaskýring
Hvert komumst við og hvað gerum við svo?
Þau sem ráða hér lögum og reglum hvetja okkur Íslendinga að ferðast ekki til áhættusvæða að óþörfu. Skilgreind áhættusvæði: Heimurinn allur. Handan við hornið er jólahátíðin 2020, sem verður sennilega lengi höfð í minnum okkar flestra. En samkomutakmarkanir, grímuskylda, boð og bönn eru ekki bundin við Ísland, heldur gilda sóttvarnarreglur í öllum þeim löndum sem Íslendingar hafa sótt heim yfir hátíðarnar. Þeim skal fylgja, ef maður á annað borð kemst inn í landið.
16.11.2020 - 17:53
Lögmenn Trumps falla frá aðal kæruefninu í Pennsylvaníu
Lögfræðingateymi Donalds Trumps, Bandaríkjaforseta, féll í gær frá meginkröfu sinni í dómsmáli sem það höfðaði vegna forsetakosninganna í Pennsylvaníu. Talið er að breytingin geri endanlega út um alla möguleika Trumps til að snúa úrslitunum í ríkinu sér í vil.
Bandaríkin
Milljón smit á tæpri viku
Staðfestum smitum í Bandaríkjunum fjölgaði um ríflega milljón á aðeins sex dögum, og eru þau nú orðin fleiri en 11 milljónir frá upphafi faraldursins. Frumbyggjar, blökkumenn og fólk af suður-amerískum uppruna, óháð litarhafti, fer mun verr út úr faraldrinum en hvítir Bandaríkjamenn. 
16.11.2020 - 04:48
Geimskot Resilience-flaugar SpaceX gekk að óskum
SpaceX geimflauginni Dragon Resilience var skotið á loft frá Canaveralhöfða á Flórídaskaga skömmu fyrir klukkan hálf eitt í nótt að íslenskum tíma. Gekk geimskotið að óskum. Fjórir geimfarar eru um borð, þrír Bandaríkjamenn á vegum bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, og einn Japani, og er ferð þeirra heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
Trump játar ekki ósigur
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt í dag áfram að skrifa færslur á Twitter um úrslit forsetakosninganna. Fjölmiðlar víða um heim gripu eina færslu hans í morgun á lofti og skildu á þá leið að forsetinn væri í fyrsta sinn að viðurkenna ósigur í forsetakosningunum. Nokkrum mínútum síðar skrifaði hann, að hluta með hástöfum, að hann játaði ekkert slíkt.
COVID-19 tilfelli nálgast 11 milljónir í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmitum heldur áfram að fjölga í Bandaríkjunum, þar sem yfir 180.000 manns greindust með COVID-19 á föstudag og nær 160.000 í gær, samkvæmt samantekt New York Times. Nær 11 milljónir manna hafa nú greinst með veiruna vestra.
15.11.2020 - 08:04
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Farsóttin geisar æ heitar í Bandaríkjunum
Nýjum kórónaveirusmitum heldur áfram að fjölga hratt í Bandaríkjunum, þar sem yfir 180.000 manns greindust með COVID-19 í gær, samkvæmt samantekt New York Times. 1.389 dóu af völdum sjúkdómsins í gær og rúmlega 68.500 voru á sjúkrahúsi af sömu sökum. Í frétt New York Times segir að meðalfjöldi sólarhringssmita hafi verið um 141.000 á dag síðustu vikuna, 76 prósentum fleiri en fyrir tveimur vikum.
15.11.2020 - 02:47
Ganga til stuðnings Trump
Nokkur fjöldi fólks hefur komið saman í dag í Washingtonborg til að styðja við bakið á Donald Trump Bandaríkjaforseta sem enn hefur ekki viðurkennt ósigur í forsetakosningum 3. nóvember. Hann segir hjartnæmt að sjá stuðninginn.
Ætla að hraða heimför bandarísks herliðs
Nýskipaður varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Christopher Miller, tilkynnti í dag að brotthvarfi bandaríska hersins yrði hraðað frá Afganistan og Miðausturlöndum. Tímabært sé fyrir herliðið að snúa aftur heim.
14.11.2020 - 16:44
Í vexti í 49 af 50 ríkjum
Ekkert lát virðist ætla að verða á aukningu COVID-19 smita í Bandaríkjunum sem fjölgar í öllum ríkjum þess nema einu. Ríkisstjórar nokkurra ríkja hafa tilkynnt um hertar sóttvarnaraðgerðir og sömuleiðis hefur borgarstjóri New York ákveðið að þar skuli börum loka klukkan 10 að kvöldi.
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
Trump með fyrstu vísun í kosningaúrslitin
Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt fréttamannafund í rósagarðinum við Hvíta húsið í kvöld þar sem hann fór yfir stöðu mála í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn í landinu. Nærri 170 þúsund ný smit hafa greinst þar í dag og er það þriðji dagurinn í röð þar sem þau hafa aldrei verið fleiri.
Niðurstaða forsetakosninganna: Biden fær 306 kjörmenn
Tíu dögum eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hafa fjölmiðlar þar í landi lýst sigurvegara í síðustu tveimur ríkjunum þar sem enn ríkti óvissa um hvor færi með sigur af hólmi. Joe Biden er lýstur sigurvegari í Georgíu en Donald Trump í Norður Karólínu.
130 lífverðir forsetans í sóttkví og einangrun
Að minnsta kosti 130 leyniþjónustumenn sem gættu öryggis Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á fundum fyrir forsetakosningarnar á dögunum eru ýmist smitaðir af kórónuveirunni og í einangrun eða í sóttkví. Að sögn Washington Post smitaðist hluti þeirra við störf og aðrir umgengust smitaða starfsfélaga sína. 
13.11.2020 - 17:45
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.