Norður Ameríka

Fjölmargar kínverskar herþotur í taívanskri lofthelgi
Varnarmálaráðuneyti Taívans segir kínverska flugherinn hafa sent stórar sveitir herþotna langt inn í taívanska lofthelgi tvo daga í röð. Í yfirlýsingu ráðuneytisins er fullyrt að átta kínverskar sprengjuþotur sem hannaðar eru til að bera kjarnavopn, fjórar orrustuþotur og ein kafbátaleitarvél hafi flogið inn í lofthelgina á laugardag. Á sunnudag voru það svo tólf kínverskar orrustuþotur, tvær kafbátaleitarvélar og ein njósnavél sem rufu lofthelgina.
25.01.2021 - 03:49
Mexíkóforseti með COVID-19
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó, tilkynnti í dag að hann hefði greinst með COVID-19. Einkennin væri þó væg enn sem komið er, skrifaði forsetinn, sem sagði frá veikindunum á samfélagsmiðlum. „Því miður þarf ég að greina ykkur frá því að ég er smitaður af COVID-19. Einkennin eru væg en læknismeðferð er þegar hafin,“ skrifaði forsetinn, „og eins og alltaf, þá er ég bjartsýnn.“
Biden framlengir ferðabann til Bandaríkjanna
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hyggst framlengja bann við ferðum annarra en bandarískra ríkisborgara til Bandaríkjanna frá Brasilíu, Bretlandi og öllum eða flestum Schengen-ríkjum. Þá tekur bannið líka til farþega frá Suður-Afríku og allra þeirra sem nýlega hafa verið í Suður-Afríku, jafnvel þótt þau ferðist frá ríkjum sem ekki eru á bannlistanum. Markmiðið er að stemma stigu við útbreiðslu nýrra og að líkindum meira smitandi afbrigða af COVID-19.
25.01.2021 - 00:41
Yfir 25 milljónir COVID-19 smita í Bandaríkjunum
Yfir 25 milljónir manna hafa nú greinst með COVID-19 í Bandaríkjunum samkvæmt samantekt New York Times. Bandaríkjaforseti býst allt eins við því að farsóttin leggi fleiri en 600.000 Bandaríkjamenn í valinn áður en yfir lýkur.
24.01.2021 - 06:34
Maduro boðar betri tíð í samskiptum við Bandaríkin
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, fagnar nýjum húsbónda í Hvíta húsinu í Washington og segist reiðubúinn að „snúa við blaðinu" í samskiptunum við Bandaríkjastjórn, sem einkenndust af mikilli spennu og fjandsemi á báða bóga í fjögurra ára valdatíð Donalds Trumps.
Biden hyggst tvöfalda lágmarkslaun hjá hinu opinbera
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagðist í gær vilja tvöfalda lágmarkslaun í landinu og ríflega það; hækka þau úr 7.25 Bandaríkjadölum á klukkustund í 15, eða úr 935 krónum í 1.935. Fyrsta skrefið í þessa átt verður tilskipun um að enginn starfsmaður hins opinbera fái lægri laun en 15 dali á tímann.
23.01.2021 - 08:01
Réttarhöldum yfir Trump frestað um tvær vikur
Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump, sem fulltrúadeildin samþykkti að kæra til embættismissis á dögunum, hefjast þriðjudaginn 9. febrúar. Chuck Schumer, þingmaður Demókrata og forseti öldungadeildarinnar, tilkynnti þetta í gær eftir að samkomulag náðist við Repúblikana um tilhögun mála.
Á annað hundrað þjóðvarðliða með COVID-19
Minnst 150 þeirra þjóðvarðliða sem sáu um öryggisgæsluna við innsetningarathöfn Joes Bidens og Kamölu Harris í Washington á miðvikudag hafa greinst með COVID-19. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir ónefndum heimildarmanni innan stjórnsýslunnar.
23.01.2021 - 02:32
Austin fyrsti þeldökki varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
Loyd Austin skrifaði nafn sitt í sögubækurnar í dag, en hann er fyrsti þeldökki maðurinn sem tekur sæti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti tilnefningu Joe Biden á Austin sem varnarmálaráðherra í dag.
22.01.2021 - 22:14
Réttarhöld yfir Trump hefjast á næstu dögum
Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings á næstunni. Meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni samþykkti á dögum að ákæra hann fyrir að hafa hvatt stuðningsmenn sína til að ráðast á þinghúsið í Washington. 
22.01.2021 - 16:04
Biden vill framlengja START-samninginn við Rússa
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, lagði í gær til að START-samningurinn hinn nýrri milli Bandaríkjanna og Rússlands yrði framlengdur um fimm ár. Yfirlýst markmið er að koma í veg fyrir áframhaldandi  kjarnorkuvopnakapphlaup. Aðeins eru nokkrir dagar þar til þessi síðasti, gildandi samningur stórveldanna um takmörkun á útbreiðslu kjarnavopna rennur út.
Avril Haines verður yfir leyniþjónustunni
Avril Haines varð fyrst nýrra lykilmanna í bandaríska stjórnkerfinu til að hljóta blessun öldungadeildar þingsins. Hún verður yfirmaður bandarísku leyniþjónustustofnananna.
21.01.2021 - 13:41
Heimsglugginn
Byrjaði á ósannindum og endaði á lygi
Daginn eftir að Donald Trump lét af embætti Bandaríkjaforseta ræddu Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson skrautlegan feril hans í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1. Áheyrendur fengu að heyra nokkur valin hljóðdæmi frá forsetatíð Trumps. Segja má að hann hafi byrjað á ósannindum um mannfjölda við embættistöku og endað á lygi um að hann hefði unnið forsetakosningarnar í nóvember.
Kínverjar óska Biden til hamingju
Stjórnvöld í Kína sendu í morgun Joe Biden, nýjum forseta Bandaríkjanna, hamingjuóskir og kváðust vonast til að samskipti ríkjanna bötnuðu með hann við stjórnvölinn.
Fámenn mótmæli og að mestu friðsamleg
Víða var efnt til mótmæla vestanhafs um og eftir valdaskiptin í Washington í gær. Þau voru þó að mestu friðsamleg og fámenn.
Mexíkóar fagna tilskipun Bidens um landamæramúrinn
Stjórnvöld í Mexíkó fagna tilskipunum Joes Bidens, forseta Bandaríkjanna, um umbætur í innflytjendamálum og að hætta skuli öllum framkvæmdum við að reisa múr á landamærum ríkjanna.
Bandaríkin
Fleiri fallið í farsóttinni en seinni heimsstyrjöldinni
COVID-19 hefur nú kostað fleiri Bandaríkjamenn lífið en heimstyrjöldin síðari, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland. Samkvæmt opinberum gögnum féllu 405.399 Bandaríkjamenn í heimstyrjöldinni, ýmist í stríðsátökum eða af öðrum orsökum sem rekja má til ófriðarins. Á miðvikudagskvöld fór fjöldi dauðsfalla sem rekja má til COVID-19 í Bandaríkjunum í 405.400.
21.01.2021 - 01:17
Bidens bíður að byggja brýr
Forseti Íslands segir Bidens Bandaríkjaforseta bíða að brúa bil og byggja brýr. Trump fyrrverandi forseti sé einn sá umdeildasti í sögu Bandaríkjanna og arfleifð hans markist af því.
20.01.2021 - 22:00
Viðtal
Samskipti við Bandaríkin byggja ekki á einstaklingum
Samskipti Íslands og Bandaríkjanna byggja ekki á einstaklingum og eiga sér djúpar rætur segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Hann segir samstarf og samskipiti ríkjanna hafa stóraukist á síðustu árum.
20.01.2021 - 19:59
Myndskeið
Joe Biden er orðinn 46. forseti Bandaríkjanna
„Þetta er dagur Bandaríkjanna. Þetta er dagur lýðræðisins,” sagði Joe Biden í ræðu sinni eftir að hafa svarið embættiseið í embætti forseta Bandaríkjanna. Hann þakkaði viðstöddum og allri bandarísku þjóðinni.
20.01.2021 - 17:28
Myndskeið
Lady Gaga söng þjóðsönginn og skartaði friðardúfu
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna í dag. Hann verður 46. forseti Bandaríkjanna. Innsetningarathöfnin er mjög formföst og meðal fastra liða á dagskránni er flutningur þjóðsöngs Bandaríkjanna.
20.01.2021 - 17:03
Myndskeið
Donald Trump kveður Hvíta húsið
Donald Trump er farinn úr Hvíta húsinu í síðasta sinn sem forseti Bandaríkjanna. Hann flaug fyrir stundu með þyrlu til Andrews herflugvallarins í Maryland þaðan sem hann og Melania, eiginkona hans, fljúga til Flórída í stað þess að vera viðstödd þegar Joe Biden og Kamala Harris sverja embættiseið.
20.01.2021 - 13:44
epa08951999 President-elect Joe Biden (L) and Dr. Jill Biden (C) with Vice President-elect Kamala Harris (R) arrive at the East Front of the US Capitol for his inauguration ceremony to be the 46th President of the United States in Washington, DC, USA, 20 January 2021. Biden won the 03 November 2020 election to become the 46th President of the United States of America.  EPA-EFE/JIM LO SCALZO / POOL
Í BEINNI
Öll helstu tíðindin: Biden og Harris sett í embætti
Joe Biden sver embættiseið forseta Bandaríkjanna í dag. Athöfnin er söguleg fyrir margra hluta sakir. Formleg athöfb hefst í höfuðborginni Washington klukkan 15:30 að íslenskum tíma. Við greinum frá atburðum dagsins í öllum miðlum RÚV. Við flytjum ykkur fréttir hér á vefnum í allan dag og fram á kvöld. Bein útsending hefst í sjónvarpinu á RÚV 2 klukkan 15:30.
Breytingar boðaðar á fyrsta degi
Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna hyggst strax í dag undirrita fyrirskipanir um breytingar á stefnu Bandaríkjanna að lokinni embættistöku í Washington.
Beint frá innsetningarathöfn Biden og Harris
Þau Joe Biden og Kamala Harris taka við embættum forseta og varaforseta Bandaríkjanna í dag. Sýnt verður beint frá innsetningarathöfninni á RÚV2 og ruv.is.
20.01.2021 - 10:26