Norður Ameríka

Heimskviður
Óttast meiri vígbúnað eftir úrsögn afvopnunarsaminga
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur dregið Bandaríkin úr þremur afvopnunarsamningum síðan hann var kosinn forseti - og reyndar fleiri samningum ef út í það er farið. Rússar koma að öllum þessum samningum, en ástæðuna fyrir úrsögninni má aðeins að litlum hluta rekja til þeirra. Trump er þar að hugsa fyrst og fremst um samkeppni við annað stórveldi. En þessi atburðarrás getur líka haft áhrif í alþjóðasamfélaginu.
30.05.2020 - 07:31
Demókratar til liðs við grænlensku landsstjórnina
Ný landsstjórn var mynduð á Grænlandi í dag undir forystu Kims Kielsens, formanns Siumutflokksins. Nunatta Qitornai-flokkurinn á áfram aðild að stjórninni ásamt Siumut, en Demókrataflokkurinn kemur nýr inn. Síðasta stjórn hafði ekki meirihluta á grænlenska þinginu og varði Demókrataflokkurinn hana falli.
29.05.2020 - 16:31
Dæmalaus samdráttur einkaneyslu í Bandaríkjunum
Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 13,6 prósent í apríl. Þetta er mesti samdráttur sem mælst hefur á einum mánuði frá árinu 1959, þegar efnahagsráðuneytið hóf að mæla hana með reglubundnum hætti. Í mars dróst einkaneyslan saman um 6,9 prósent, sem einnig var met.
29.05.2020 - 14:00
Myndskeið
Fréttateymi CNN handtekið í beinni
Fréttamannateymi sjónvarpsstöðvarinnar CNN var handtekið í Minneapolis í gær þar sem fréttamaðurinn Omar Jimenez  var að segja frá óeirðunum þar í beinni útsendingu.
29.05.2020 - 11:14
Twitter snuprar Trump öðru sinni
Samfélagsmiðillinn Twitter varaði í morgun við tísti Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, um óeirðirnar í Minneapolis, sagði hann lofsama ofbeldi og brjóta þannig skilmála miðilsins. Tíst forsetans yrði þó ekki fjarlægt af Twitter.
29.05.2020 - 09:03
Myndskeið
Eldar, gripdeildir og óeirðir í mótmælum í Minneapolis
Mótmælendur kveiktu elda og rændu úr verslunum í Minneapolis í Bandaríkjunum í nótt en þar ríkir mikil reiði vegna dauða George Floyd, sem lést vegna lögregluofbeldis á mánudag.
28.05.2020 - 22:17
Atvinnulausum fjölgaði um 2 milljónir í Bandaríkjunum
Tvær milljónir og eitt hundrað og tuttugu þúsund skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Fjöldi atvinnulausra í landinu er þar með kominn yfir fjörutíu milljónir. Annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar að sögn atvinnumálaráðuneytisins í Washington.
28.05.2020 - 15:54
COVID-19: Yfir 175.000 hafa látist í Evrópu
Yfir 175.000 manns hafa látist af völdum COVID-19 í Evrópu, en ríflega tvær milljónir manna hafa greinst þar með kórónuveirusmit. Þetta kemur fram í samantekt fréttastofunnar AFP sem birt var í morgun.
COVID lagt jafnmarga Bandaríkjamenn og 44 ár af stríði
Jafn margir Bandaríkjamenn hafa látist úr COVID-19 sjúkdómnum og í stríðsrekstri landsins síðustu 44 ár; í Kóreu, Víetnam, Írak og Afganistan. Yfir hundrað þúsund hafa nú látist úr sjúkdómnum og staðfest tilfelli eru 1,7 milljónir, um þrjátíu prósent allra staðfestra smita í heiminum. Hvergi eru dauðsföll jafn mörg og hvergi hafa jafn margir smitast.
28.05.2020 - 08:14
Trump undirbýr tilskipun gegn samfélagsmiðlum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að undirrita tilskipun varðandi samfélagsmiðla á morgun. Embættismenn úr Hvíta húsinu greindu fjölmiðlum frá þessu um borð í forsetaþotunni í dag. Engar frekari upplýsingar voru veittar um hvað felst í tilskipuninni.
28.05.2020 - 00:30
Boeing hefur framleiðslu á 737 max að nýju
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hefur hafið framleiðslu á 737-max vélunum að nýju. Allar vélar af þeirri gerð voru innkallaðar eftir tvö flugslys með skömmu millibili um þarsíðustu áramót þar sem nærri 350 létu lífið.
27.05.2020 - 21:56
Trump hótar að loka samfélagsmiðlum
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar því að setja strangar reglur um samfélagsmiðla eða jafnvel að láta loka þeim. Þetta kemur fram í færslu frá honum á Twitter
27.05.2020 - 12:05
Dráttarbílamafía upprætt í Kanada
Rannsókn kanadísku lögreglunnar á skipulagðri glæpastarfsemi í dráttarbílabransanum leiddi til handtöku tuttugu manna og hundruðum ákæruliða, þeirra á meðal morði. Svo virðist sem glæpasamtök berjist um yfirráðasvæði í Toronto.
27.05.2020 - 04:54
Twitter vísar á staðreyndir við færslu Trump
Donald Trump sakar Twitter um afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum eftir að færsla hans var merkt með vísun í síður til þess að afla sér upplýsinga um staðreyndir málsins. Trump segir Twitter koma í veg fyrir málfrelsi og hann sem forseti ætli ekki að láta það gerast. 
Myndskeið
Fjórir lögreglumenn reknir vegna lögregluofbeldis
Bandaríska alríkislögreglan ætlar að rannsaka dauða manns sem lést við handtöku í Minneapolis í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn, sem er dökkur á hörund, var í annarlegu ástandi og streittist á móti handtöku. Fjórir lögregluþjónar yfirbuguðu hann og handjárnuðu og einn þeirra kraup á hálsi mannsins í nokkrar mínútur, þar til það leið yfir hann. Á blaðamannafundi í kvöld var greint frá því að þeim hefði verið vikið úr starfi.
26.05.2020 - 21:16
Hundrað þúsund látnir í Bandaríkjunum
COVID-19 farsóttin hefur dregið rúmlega eitt hundrað þúsund Bandaríkjamenn til dauða, samkvæmt gögnum Worldometer tölfræðivefjarins. Tilkynnt var um 199 dauðsföll síðastliðinn sólarhring. Rúmlega ein komma sjö milljónir landsmanna hafa smitast af kórónuveirunni. Hátt í 470 þúsund hafa náð sér.
26.05.2020 - 16:56
Rannsaka morð í Georgíu sem hatursglæp
Morðið á Ahmaud Arbery verður mögulega rannsakað sem hatursglæpur. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir lögmanni fjölskyldu Arberys. Arbery var skotinn til bana í febrúar þegar hann var að skokka, óvopnaður, í íbúðahverfi í Brunswick í Georgíuríki Bandaríkjanna. 
26.05.2020 - 05:48
Biden meðal almennings í fyrsta sinn í tíu vikur
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata í Bandaríkjunum, fór út á meðal fólks í gær í fyrsta sinn í yfir tvo mánuði. Hann hefur haldið sig í sóttkví sökum kórónuveirufaraldursins.
Paul Whelan á 18 ára fangelsi yfir höfði sér
Ákæruvaldið í Rússlandi krefst þess að Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan verði dæmdur í átján ára fangelsi fyrir njósnir. Hann var tekinn höndum í Moskvu í desember 2018 sakaður um að hafa komist yfir ríkisleyndarmál. Þar hefur hann setið í varðhaldi síðan.
25.05.2020 - 16:20
Bandaríkin banna ferðalanga frá Brasilíu
Bandarísk yfirvöld tilkynntu í kvöld að þeir sem hafa verið Brasilíu  minnst fjórtán dögum áður en þeir sækja um landvistarleyfi fái ekki að koma til landsins. Bannið á ekki við um bandaríska ríkisborgara.
Bandaríkjaher hleypir af geislavopni
Tilraun bandaríska sjóhersins með nýtt og orkumikið geislavopn heppnaðist vel að sögn flotans. Æfingin var gerð á Kyrrahafi þar sem herskipið USS Portland skaut niður dróna. Yfirlýsing þessa efnis var birt á föstudag, og greint frá því að æfingin hafi verið haldin 16. þessa mánaðar.
24.05.2020 - 05:20
„Óbætanlegur missir“ af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum
New York Times birtir á forsíðu sinni í dag nöfn eitt þúsund fórnarlamba COVID-19 í Bandaríkjunum. Það eru um eitt prósent þeirra sem eru látnir af völdum sjúkdómsins í landinu. Við hlið nafnanna eru birt aldur, heimili og örstutt ágrip um þau látnu.
23.05.2020 - 23:43
Hertz óskar eftir greiðslustöðvun í Norður-Ameríku
Bílaleigan Hertz sótti um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum og Kanada í gær. Áhrif COVID-19 ollu mikilli lækkun á tekjum félagsins og fækkun á bókunum, segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins.
23.05.2020 - 04:52
Fyrsta mannaða geimskotið frá Bandaríkjunum í níu ár
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA sér enga ástæðu til þess að fresta fyrsta mannaða geimskotinu frá Bandaríkjunum í níu ár í næstu viku. Tveir geimfarar verða um borð í Dragon flaug SpaceX sem verður skotið á loft frá Kennedy geimflugstöðinni í Flórída á miðvikudag. 
23.05.2020 - 04:19
Covid-19: Rómanska Ameríka áhyggjuefni
Á föstudag létust 1260 manns af völdum Kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Heildarfjöldi látinna er á kominn upp í tæp 96 þúsund frá því að faraldurinn skall á. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins háskólanum í Baltimore.
23.05.2020 - 02:04