Norður Ameríka

Myndskeið
William Shatner fór í stutta geimferð
Kanadíski leikarinn William Shatner fór í dag í stutta geimferð með geimflaug fyrirtækisins Blue Origin. För leikarans þykir merkilegt fyrir að minnsta kosti tvennt. Hann lék árum saman skipstjórann James T. Kirk á geimskipinu USS Enterprise í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Jafnframt er Shatner elstur alla sem hafa farið út í geiminn. Hann varð níræður í mars síðastliðnum. Förin tók einungis ellefu mínútur. Leikarinn táraðist þegar hann kom til jarðar og sagði reynsluna hafa verið ótrúlega.
13.10.2021 - 16:09
Kennsl borin á líkamsleifarnar sem fundust í Illulissat
Kennsl hafa verið borin á líkamsleifar sem fundust á sorpbrennslustöðinni í grænlenska bænum Illulissat á dögunum. Jan Lambertsen, sem stjórnað hefur rannsókn málsins, segir hinn látna 24 ára gamlan heimamann, Fullvíst þykir að hann hafi verið myrtur.
13.10.2021 - 05:12
Opna fyrir umferð bólusettra frá Kanada og Mexíkó
Opnað verður fyrir umferð fullbólusetts fólks til Bandaríkjanna frá Kanada og Mexíkó í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur Reutersfréttastofan eftir háttsettum en ónafngreindum aðilum innan bandarísku stjórnsýslunnar. Þar með lýkur langri og sögulegri lokun landamæranna sem gripið var til í mars 2020, í því skyni að draga úr útbreiðslu heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
Myrti tvo og svipti sig lífi á pósthúsi í Memphis
Starfsmaður bandarísku póstþjónustunnar skaut í gær tvo samstarfsmenn sína til bana á pósthúsi í Memphis í Tennessee-ríki og svipti sjálfan sig lífi skömmu síðar. Frá þessu er greint í tilkynningu yfirvalda.
Hundsa bann ríkisstjóra Texas við skyldubólusetningu
Stjórnendur bandarísku flugfélaganna American Airlines og Southwest Airlines lýstu því yfir í gær, þriðjudag, að starfsfólk félaganna yrði áfram skyldað til að láta bólusetja sig gegn COVID-19. Þetta er í samræmi við tilskipun Bandaríkjaforseta en á skjön við lög Texasríkis.
Dularfullur hvellur í norðaustanverðum Bandaríkjunum
Íbúar í New Hampshire og Massachusetts í Bandaríkjunum velta fyrir sér hvað olli stóreflis hvelli sem þeir heyrðu á sunnudagsmorgun. Einhverjir lýstu látunum sem sprengingu og nokkrir fundu fyrir talsverðum hristingi.
12.10.2021 - 06:29
Flugvél hrapaði í íbúðahverfi í Kaliforníu
Minnst tveir eru látnir eftir að tveggja hreyfla Cessna flugvél hrapaði í íbúðahverfi í sunnanverði Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Annar hinna látnu var sendibílstjóri að sögn fréttastofu CNN. Viðbragðsaðilar á vettvangi leituðu í húsum sem gjöreyðilögðust eða skemmdust við hrapið.
12.10.2021 - 02:05
Þrír fá Nóbelsverðlaunin í hagfræði
Þrír prófessorar við bandaríska háskóla skipta með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár. David Card, prófessor við Berkleyháskóla í Kaliforníu, fær helming verðlaunafjárins fyrir vinnumarkaðsrannsóknir. Hinn helminginn fá Joshua Angrist og Guido Imbens fyrir aðferðir sínar við að mæla orsök og afleiðingu.
Hætta rannsókn á máli Andrésar prins
Lundúnalögreglan ákvað í gær að hætta rannsókn sinni á máli hinnar bandarísku Virginia Giuffre gegn Andrési prins. Lögreglumenn tóku þessa ákvörðun eftir að þeir fóru yfir gögn málsins.
Ætluðu að selja kjarnorkuleyndarmál til útlanda
Bandarísk hjón voru handtekin í gær fyrir að ætla að selja upplýsingar um kjarnorkuknúin herskip til erlendra ríkja. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tilkynningu frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
10.10.2021 - 23:56
Sjónvarpsfrétt
Afríkulönd sitja uppi með fatasóun Vesturlanda
Notaðar flíkur Vesturlandabúa enda oftar en ekki í ríkjum Afríku þegar þær eru dottnar úr tísku. Sístækkandi hlutfall er af svo lélegum gæðum að fötin eru ónýt eða skemmd þegar þau berast og safnast upp í heilu fjöllin á ruslahaugum sem ógna umhverfinu.
10.10.2021 - 19:53
Feður dæmdir fyrir að koma börnum sínum í fína skóla
Fyrstu dómarnir í málum ríkra foreldra sem greiddu mútur til að koma börnum sínum í fína háskóla í Bandaríkjunum féllu í gær. Kviðdómur í Boston sagði bæði fyrrverandi spilavítisstjórnandann Gamal Aziz og fjárfestingafélagseigandann John Wilson seka um mútugreiðslur og sviksemi.
09.10.2021 - 08:18
Umdeild lög um þungunarrof í Texas aftur í gildi
Ströng lög Texasríkis tóku aftur gildi í gærkvöld eftir að áfrýjunardómstóll samþykkti beiðni ríkisins um að lögin verði í gildi á meðan áfrýjunin er tekin til greina. Örfáir dagar eru síðan alríkisdómari í Texas sagði lögin andstæð stjórnarskránni, eftir að bandaríska dómsmálaráðuneytið fór í mál við Texasríki.
Biden leyfir þingnefnd að sjá gögn Trump
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar ekki að verða við beiðni forvera síns um að halda skjölum leyndum frá þingnefnd sem rannsakar árásina á bandaríska þinghúsið 6. janúar. Donald Trump bar fyrir sig friðhelgi forsetaembættisins, en lagaleg óvissa er um hvort slíkt eigi við fyrrverandi forseta. Biden hafnaði því að beita friðhelginni fyrir hönd Trumps.
Gripu hundruð hælisleitenda í Mexíkó
Her og þjóðvarðlið í Mexíkó handtók í gærkvöld á sjöunda hundrað hælisleitendur sem hugðust komast yfir landamærin til Bandaríkjanna. Meira en helmingurinn er á barnsaldri.
Texasríki áfrýjar úrskurði um þungunarrofslög
Texasríki ætlar að áfrýja úrskurði alríkisdómara í ríkinu þar sem ný og ströng lög um þungunarrof voru stöðvuð tímabundið. Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, tilkynnti í gær að ríkið ætli að áfrýja málið fyrir áfrýjunardómstól sem er til húsa í New Orleans. Þar eru íhaldssamir dómarar að sögn Al Jazeera.
Leggur til frávísun vegna formgalla í máli Ronaldo
Dómari í Nevada í Bandaríkjunum tók í gær málstað verjanda portúgalska knattspyrnumannsins Cristiano Ronaldo. Dómarinn segir lögmann Kathryn Mayorga, sem sakar Ronaldo um nauðgun í Las Vegas árið 2009, nýta stolin gögn máli sínu til stuðnings. Þar sé meðal annars að finna samskipti Ronaldo við lögfræðing sinn, sem hefðu átt að vera með öllu leynileg. 
Spennan vex á milli Bandaríkjanna og Kína
Bandarískur kjarnorkuknúinn kafbátur skemmdist þegar hann rakst í óþekktan hlut í Suður-Kínahafi um síðustu helgi. AFP fréttastofan greinir frá. Enginn skipverja slasaðist lífshættulega að sögn fréttaveitu bandaríska sjóhersins, en rúmur tugur þeirra meiddist nokkuð eða lítið. Báturinn var í kafi á alþjóðlegu hafsvæði að sögn sjóhersins.
08.10.2021 - 01:16
Vilja að 5-11 ára börn verði bólusett
Bandaríski lyfjarisinn Pfizer óskaði í dag eftir því við Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, að gefið verði út bráðabirgðaleyfi fyrir því að bóluefni þess og BioNTech gegn kórónuveirunni verði gefið börnum á aldrinum fimm til ellefu ára.
Þungunarrofslög í Texas stöðvuð tímabundið
Dómari við alríkisdómstól í Austin í Texasríki Bandaríkjanna stöðvaði í gærkvöld tímabundið ný og hörð lög um þungunarrof í Texas. Fréttastofa Reuters greinir fyrst frá þessu. Dómarinn Robert Pitman féllst á málflutning Bandaríkjastjórnar, sem sótti málið eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna heimilaði lögin.
Skotárás í skóla í Texas
Að minnsta kosti tveir særðust í skotárás í framhaldsskóla í borginni Arlington í Texas í dag. Skólanum var lokað í skyndi þegar skothvellir kváðu við og nemendum og starfsliði skipað að loka að sér. Í beinum sjónvarpsútsendingum frá skólanum mátti sjá lögreglumenn með alvæpni á skólalóðinni og slökkviliðs- og sjúkrabíla þar fyrir utan. Þá tilkynnti lögreglan að verið væri að útbúa áætlun um hvernig forráðamenn nemendanna gætu náð í þá.
06.10.2021 - 16:21
Zuckerberg vísar ásökunum á bug
Mark Zuckerberg, stofnandi og framkvæmdastjóri Facebook, vísar ásökunum um að samfélagsmiðillinn ali á sundrung, skaði börn og að bönd verði að vera sett á hann algjörlega á bug. Þá segir hann ásakanir um að fyrirtækið setji hagnað ofar öryggi notenda ósannar. 
06.10.2021 - 04:20
Bandaríkin birta fjölda kjarnaodda í vopnabúrinu
3.750 virkir og óvirkir kjarnaoddar voru í vopnabúri Bandaríkjahers í septemberlok í fyrra, samkvæmt skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem slík skýrsla er gefin út, en stjórn Donalds Trumps greindi aldrei frá stöðu kjarnaodda í forsetatíð sinni.
06.10.2021 - 02:56
Sjónvarpsfrétt
Hvað kom fyrir Facebook í gær?
Facebook-uppljóstrarinn Frances Haugen gaf skýrslu fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Hún kallar eftir skýrara regluverki og forseti Bandaríkjanna virðist vera henni sammála. Ekki náðist samband við neina miðla Facebook í margar klukkustundir í gær.
05.10.2021 - 20:11
Telur mikilvægt að þingið setji reglur um Facebook
Facebook-uppljóstrarinn Frances Haugen bar vitni fyrir þingnefnd bandaríska þingsins í dag. Þar sagði hún samfélagsmiðilinn ala á sundrungu, skaða börn, veikja lýðræðið og að mikilvægt væri að setja reglur yfir hann.
05.10.2021 - 18:22