Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Dýrmæt erfðaauðlind

21.12.2015 - 15:04
Mynd: Wikimedia commons / Wikimedia commons
Ítarlegar rannsóknir hafa leitt í ljós að íslenskt forustufé hefur eiginleika sem eru óþekktir í öllum öðrum sauðfjárstofnum í heiminum, og líta beri á forustuféð sem sérstakt búfjárkyn. Talið er einstakt að jafn lítið kyn hafi haldið sérkennum sínum jafnlengi en forustufé er talið hafa verið til á Íslandi frá landnámsöld.

Greint er frá niðurstöðum rannsóknanna í forsíðugrein nýjasta tölublaðs af Náttúrufræðingnum, riti Hins íslenska náttúrufræðifélags og Náttúruminjasafns Íslands.

Aðalhöfundur greinarinnar er Jón Viðar Jónmundsson búfjár og kynbótafræðingur. Jón Viðar segir það af og frá að það séu þjóðsögur einberar að forustufé leiði sauðfjárhjarðir heim í öruggt skjól í aðdraganda óveðurs. Frásagnir um það heyrist á hverju ári. Hann segir sjálfsagt að skilgreina forustufé sem sérstakt sauðfjárkyn. Það sé mjög frábrugðið venulegu íslensku sauðfé, það sé háfættara, kvikara, kjör og fituminna og undantekningalítið mislitt. Jón Viðar telur ekki að hætta sé á að blöndun við venjulegt fé verði til þess að eiginleikarnir glatist. Þar sé ávekni bænda fyrir að þakka, en þeir gæti þess vel að stofnarnir blandist sem minnst saman. Niðurstaðan sé verðmætasta erfðaauðlind í íslensku búfé og hann telur góða möguleika á að forustufé glti orðið verðmætt útflutningsvara með réttri markaðssetningu.

 

 

 

jongk's picture
Jón Guðni Kristjánsson
Fréttastofa RÚV