Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Þegar mamman verður mjó reddast allt

11.12.2015 - 11:47
Mynd: solveig / solveig
Ég þarf að passa vel upp á mig, bæði þegar kemur að hreyfingu, hvað ég borða og ég þarf líka að passa að sofa vel sagði Sólveig Sigurðardóttir lífstílsráðgjafi í Sunnudagssögum Rásar 2. Sólveig er með ms sjúkdóminn en nær að halda sér gangandi með því að lifa eins heilbrigðum lífstíl og mögulegt er.

Sólveig hefur lifað ævintýraríku lífi, búið og starfað í útlöndum en í dag starfar hún sem lífstílsráðgjafi þar sem hjún hjálpar fólki að njóta þess að lifa lífinu lifandi.  Ég hef verið í megrun nánast allt mitt líf en nú sé ég að það er ekki leiðin til að ná árangri.  Það þarf að taka heildrænt á þessum málum annars er maður fastur í sama farinu.  

hrafnhih's picture
Hrafnhildur Halldórsdóttir
dagskrárgerðarmaður