Ranglega var sagt í fréttum í gærkvöld að þakið hefði svipst af húsinu og lent í heilu lagi í garði í grenndinni. Hið rétta er að hluti þaksins losnaði og fauk í veðurhamnum í Vestmannaeyjum í gær. Allt er á tjá og tundri í herberginu hvers þak hvarf að hluta. Hluti innbúsins hefur verið færður til í húsinu. Þó er ljóst að miklar skemmdir hafa orðið þarna, vatnstjón til viðbótar foktjóni.
Á myndbandinu sem fylgir fréttinni, og Sighvatur Jónsson fréttaritari tók, má sjá hvernig umhorfs er í herberginu.