Samkvæmt nýrri könnun Gallup eru 55,5% landsmanna hlynntir því að ríki og kirkja verði aðskilin, 23,9% eru andvígir aðskilnaði, en 21,5% tóku ekki afstöðu. Stuðningur við aðskilnaðinn hefur aukist umtalsvert frá því í september á síðasta ári þegar 50,6% vildu skilja ríki og kirkju að.