Sýrlenskri fjölskyldu synjað um meðferð

17.10.2015 - 19:45
Mynd: RÚV / RÚV
Sýrlenskri fjölskyldu, sem kom hingað fyrir þremur mánuðum, hefur verið synjað um efnislega meðferð á hælisumsókn sinni, þar sem hún er með hæli í Grikklandi. Innanríkisráðherra hefur sagt að ekki sé öruggt að senda hælisleitendur þangað.

Wael Aliyadah og Feryal Aldahash komu til Íslands fyrir þremur mánuðum með dætur sínar Jouli og Jönu. Þau sögðu sögu sína í Kastljósi í haust. Í gær fengu þau svar frá Útlendingastofnun um að hælisumsókn þeirra fengi ekki efnislega meðferð.

Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Þau segjast hins vegar aldrei hafa ætlað sér að sækja um hæli þar, heldur hafi þau neyðst til þess til að komast hjá því að vera hneppt í varðhald. Foreldrarnir óttast að þurfa að búa á götunni og verða viðskila við börn sín ef fjölskyldan þarf að fara aftur til Grikklands. Hér að ofan má horfa á viðtal sem tekið var við þau í dag.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi