Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Tillagan afturkölluð einróma

Mynd með færslu
 Mynd: Anna Kristín Pálsdóttir - RÚV
Borgarstjórn samþykkti með atkvæðum allra fimmtán borgarfulltrúa að fella úr gildi samþykkt borgarstjórnar frá í síðustu viku þar sem ákveðið var að sniðganga vörur frá Ísrael meðan á hernámi Palestínu stæði. Rúmlega fjögurra klukkustundar löngum borgarstjórnarfundi lauk á tíunda tímanum.

Borgarstjórnarfundurinn hófst klukkan fimm og var afturköllun samþykktarinnar frá í síðustu viku eina málið á dagskrá. Borgarfulltrúum lá margt á hjarta og stóð umræðan yfir til klukkan rúmlega níu í kvöld. Þá hófst atkvæðagreiðslan og var samþykkt með öllum fimmtán atkvæðum að draga tillöguna til baka.

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna, mælti fyrir bókun Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina. Í bókuninni segir að tillagan sé samþykkt til að lágmarka skaðann af ákvörðun borgarstjórnar í síðustu viku. Flokkarnir tveir hafna því alfarið að áfram verði haldið með málið og leitað ráðgjafar utanríkisráðuneytis og annarra aðila um næstu skref. Þeir segja jafnframt að málið hafi valdið tjóni og ekki síður það hversu lengi hafi dregist að meirihlutinn brygðist við þeirri stöðu sem kom upp.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV