„Er alltaf svona kalt hérna?“

21.09.2015 - 14:31
epa04931613 Canadian singer Justin Bieber poses during a press event at the Ritz Carlton Hotel in Berlin, Germany, 15 September 2015. The 21-year-old released his new single 'What Do You Mean' and does a tour to promote it.  EPA/JENS KALAENE
 Mynd: EPA - DPA
„Hann tók í höndina á okkur og byrjaði að spjalla. Hann talaði mikið um hvað landið væri fallegt,“ segir Valþór Pétursson, starfsmaður á veitingastaðnum Lemon í Keflavík, en hann hitti þar poppstjörnuna Justin Bieber í hádeginu.

 „Er alltaf svona kalt hérna,“ spurði Bieber Valþór á spjalli þeirra. Valþór segir Bieber hafa sagt að hann væri hér á landi við tökur á myndbandi. Tökumenn tóku upp spjall Valþórs og Bieber og sagði poppstjarnan að ef Valþór yrði heppinn, myndi hann birtast í myndbandinu.

„Með honum voru tveir risavaxnir lífverðir sem bönnuðu okkur að taka myndir. Það var mjög sérstakt að hitta eina frægustu manneskju í heiminum í Keflavík.“

Justin Bieber er kanadískur söngvari og lagahöfundur. Hann er einn allra vinsælasti tónlistarmaður samtímans og er með yfir 67 milljónir fylgjenda á Twitter.

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi