Þetta kemur fram á vef Variety. CCP greindi frá því fyrir tveimur árum að Baltasar hefði keypt kvikmyndaréttinn að EVE Online og að þáttunum yrði dreift um allan heim. Velgengni tölvuleiksins hefur verið með ólíkindum en í dag eru áskrifendur hans um 400 þúsund.
Scott Free, framleiðslufyrirtæki Ridley Scott, hefur áður komið að gerð kvikmynda og sjónvarpsþátta eftir tölvuleikjum. Stór hluti myndar eftir Halo-tölvuleiknum var til að mynda gerð hér á landi.
Ridley Scott er í hálfgerðri guðatölu hjá aðdáendum sci-fi mynda - hann gerði bæði Alien og Blade Runner á áttunda áratug síðustu aldar. Þá kom leikstjórinn til Íslands til að gera kvikmyndina Prometheus.
Baltasar er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir frumsýningu stórmyndarinar Everest í kvöld en hún er opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum.