Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Í haldi grunaður um smygl á fólki

27.08.2015 - 12:23
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Karlmaður frá Serbíu er í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaður um smygl á fólki. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom maðurinn til landsins um liðna helgi ásamt unglingi sem hann sagði son sinn. Það er reyndist ekki rétt en þeir eru hugsanlega skyldir.

Ekki hefur tekist að fá skyldleikann staðfestan og því var maðurinn færður í varðhald á meðan málið er til rannsóknar. Maðurinn var yfirheyrður í gær og nú er beðið gagna frá heimalandi hans sem gætu staðfest eða hnekkt frásögn hans. Á meðan er pilturinn í umsjá félagsmálayfirvalda.

Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurnesjum. Hún staðfestir að málið sé til rannsóknar en vill að öðru leyti ekki tjá sig, rannsóknin sé á viðkvæmu stigi.

larao's picture
Lára Ómarsdóttir