Sönglögin hennar Jórunnar Viðar

Mynd: Erla Dóra Vogler / Erla Dóra Vogler

Sönglögin hennar Jórunnar Viðar

27.07.2015 - 17:28

Höfundar

„Ég kynntist sönglögum Jórunnar Viðar þegar ég var ung í söngnámi og heillaðist algerlega“ segir Erla Dóra Vogler, sópransöngkona sem kemur fram ásamt Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara á morgun, 28. júlí í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar en þar verður tónlist Jórunnar Viðar í aðalhlutverki.

Á tónleikunum flytja þær stöllur flytja sautján sönglög og þjóðlagaútsetningar Jórunnar við ljóð Einars Braga, Steins Steinarr, Halldórs Laxness og fleiri.

Rætt var við Erlu Dóru og Evu Þyri í Víðsjá, mánudaginn 27. júlí. Í innslaginu má heyra hljóðritun Víðsjár úr Listasafni Sigurjóns Ólafssonar af flutningi tónlistarkvennanna þar sem þær flytja Gestaboð Jórunnar við ljóð Einars Braga og útsetningu Jórunnar á þjóðlaginu Stúlkurnar ganga sunnan við sjá. Einnig heyrist brot úr túlkun Erlu Dóru og Doru Lindner á Únglinginum í skóginum, lagi Jórunnar við ljóð Halldórs Laxness.