Vilborg Ljónshjarta

Mynd með færslu
 Mynd:

Vilborg Ljónshjarta

06.08.2014 - 18:31
Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur skrifar á bloggsíðu sinni í vikunni , hugleiðingu um tímann eftir makamissi, en hún missi eiginmann sinn úr krabbameini í fyrra.

Í pistli Vilborgar segir meðal annars:

"Þið sem standið hjá og viljið hjálpa okkur sem syrgjum, stígið út í óttann og eigið frumkvæði að því að hafa samband við okkur. Líka þótt langt sé um liðið frá því að þið tókuð upp símann og þetta sé að verða dálítið vandræðalegt.  Það er vissulega gott að leyfa syrgjendum að fá næði í fyrstu, á meðan stærstu sorgaröldurnar skolast yfir og við viljum vera í skjóli innan veggja heimilisins. En þegar frá líður þurfum við á ykkur að halda, vinunum og ættingjunum. Ekki segja: ,,Hafðu samband ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir þig." Við höfum sjaldnast samband; það tekur ótrúlega mikið á að kalla eftir hjálp."

Pistillinn hefur fengið gríðarleg viðbrögð og Vilborg kom í Síðdegisútvarpið.

 

Við bendum hlustendum á Facebook síðu Síðdegisútvarpsins, þar er hægt að senda inn fyrirspurnir og ábendingar.