Neytendamál

Tugir leitað til Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslu
Formaður Neytendasamtakanna segir að tugir félagsmanna hafi leitað til samtakanna vegna þess að tafir hafi orðið á endurgreiðslu á flug- eða pakkaferðum sem fallið hafi niður vegna heimsfaraldursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að endurgreiðslur geti tekið lengri tíma en undir eðlilegum kringumstæðum.
16.04.2020 - 17:11
Vilja að skráningu á vanskilaskrá verði hætt
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að skráningu fólks á vanskilaskrá verði nú þegar hætt vegna greiðsluvanda sem tengist COVID-19. Samtökin vilja að enginn verði skráður á vanskilaskrá út þetta ár. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir að það séu kröfuhafar en ekki Creditinfo sem skrái vanskil og að þeir hafi þegar kynnt úrræði til að aðstoða fólk við að takast á við vanda af völdum COVID-19.
06.04.2020 - 14:10
Margir endurfjármagna lán vegna lægri vaxta
Lágvaxtaskeið er hafið, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Vextir lækki mögulega enn frekar. Mikið er um að fólk endurfjármagni lán sín.
06.04.2020 - 12:21
Krafa um að aðgerðir stjórnvalda skili sér til neytenda
Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld tryggi varnir neytenda í tengslum við aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar. Þá hvetja samtökin til þess að forráðamenn Strætó endurskoði þá ákvörðun að fækka ferðum almenningsvagna.
Landsréttur staðfestir hálfs milljarðs sekt yfir MS
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem MS var gert að greiða 480 milljónir í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína og torvelda rannsókn eftirlitsins.
27.03.2020 - 15:54
Fæðubótarefni koma ekki í veg fyrir COVID-19
Mjólkursýrugerlar, B, C og D-vítamín, selen, joð og fleira. Gefið hefur verið í skyn eða jafnvel fullyrt að þetta og fleiri bætiefni geti eflt ónæmiskerfið og komið í veg fyrir sýkingar. Matvælastofnun hefur séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningu þar sem segir að auglýsingar að undanförnu um að ákveðnar vörur komi í veg fyrir kórónuveirusmit séu rangar og villandi. Stofnunin varar við slíku.
27.03.2020 - 13:51
Heitavatnsleysi í Vesturbæ má rekja til leka í desember
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa verið heitavatnslausir síðan níu í gærkvöld. Viðgerð er nú lokið en reikna má með því að það taki nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á öllu svæðinu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir bilunina mega rekja til leka í desember.
26.03.2020 - 08:31
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum lokað - árskort fryst
Allar sundlaugar í Reykjavík, og annars staðar á landinu, verða lokaðar frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að öll 6 og 12 mánaða kort í sundlaugarnar verði framlengd um þann tíma sem laugarnar verða lokaðar.
Verslanir og apótek opin þrátt fyrir hert samkomubann
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á því á Facebooksíðu sinni í kvöld, að boðuð, harðari útfærsla á samkomubanni á landinu mun ekki leiða til lokunar matvöruverslana, apóteka eða hliðstæðra verslana. Í færslunni er undirstrikað að tryggt verður að þessar verslanir muni geta starfað áfram með þeim hætti að almenningur hafi greiðan aðgang að öllum nauðsynjum og öðrum vörum.
21.03.2020 - 23:08
Í forgangi hjá Icelandair að greiða úr málum farþega
Gríðarlegt álag er nú á samskiptasviði Icelandair, sem vinnur að því að svara fyrirspurnum farþega. Icelandair hefur fært starfsfólk til innan fyrirtækisins til þess að fjölga þeim sem vinna í því að greiða úr málum fyrir farþega.
16.03.2020 - 13:29
Spegillinn
Fjórfalt meiri sala á matvörum á netinu
Netverslun á mat hefur margfaldast undanfarna daga og svo virðist sem sífellt fleiri kjósi að sleppa því að fara út í búð, en panta í staðinn í gegnum netið og fá matinn sendan heim. Þetta helst í hendur við COVID-19 og umræðu um að gæta fyllsta öryggis til að koma í veg fyrir smit.
14.03.2020 - 10:54
Ástæðulaust fyrir almenning að hamstra vörur
Engar hindranir eru á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda, sem hefur aflað upplýsinga hjá félagsmönnum sínum í innflutningi í mat- og dagvöru.
Myndskeið
Nóg til af mat
Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í matvöruverslun í dag og í gær til þess að kaupa hveiti, spagettí, klósettpappír og frosna matvöru. Framkvæmdastjóri Bónus segir nóg til af mat og ástæðulaust að hamstra. Enginn hörgull er á eldsneyti og hjá Olíudreifingu hefur verið tekið upp nýtt verklag til þess að koma í veg fyrir að margir starfsmenn þurfi að vera á frá vinnu á saman tíma.
12.03.2020 - 20:24
Myndskeið
Mörg mál til meðferðar sem gætu endað með sektum
Persónuvernd beitti í fyrsta skipti í dag sektum. SÁÁ og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti voru þurfa samanlagt að greiða 4,3 milljónir fyrir að hafa brotið gegn persónuverndarlögum. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir fleiri mál í skoðun sem gæti verið lokið með ákvörðun um að sekta.
10.03.2020 - 22:29
Þrefaldur verðmunur á spritti á milli verslana
Handspritt selst nú sem aldrei fyrr. Í flestum verslunum og apótekum er það uppselt og erfitt að verða sér út um sprittið hjá birgjum. Talsvert mikill verðmunur er á sambærilegu spritti á milli verslanna, samkvæmt verðkönnun fréttastofu. Munurinn á hæsta og lægsta verði á handspritti er rúmlega 300 prósent.
04.03.2020 - 16:58
Fiskikóngurinn tapar deilu vegna nafns á heitum pottum
Neytendastofa telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna kvörtunar Kristjáns Bergs Ásgeirsson, betur þekktum sem Fiskikónginum, undan notkun fyrirtækisins Hornsteinar á lénunum heiturpottur.is og kaldurpottur.is. Fiskikóngurinn hefur um árabil selt heita potta og auglýst þá til sölu á vefnum heitirpottar.is.
28.02.2020 - 14:01
Kveikur
Landbúnaðurinn að missa af lestinni
Hagfræðiprófessor óttast um framtíð íslensks landbúnaðar ef stjórnvöld móta ekki stefnu til framtíðar og breyta landbúnaðarkerfinu. 85% af styrkjum til bænda renna til framleiðslu á mjólk og rauðu kjöti.
25.02.2020 - 17:50
Myndskeið
Námsmaður í vanda vegna gráa listans
Íslenskur framhaldsskólanemi í Svíþjóð fær ekki að opna bankareikning þar sem Ísland er á gráum lista yfir peningaþvætti. Hún fær því ekki framfærslu sem hún á rétt á.
12.02.2020 - 22:00
Búast ekki við að Brexit hafi áhrif á reikisamninga
Ekkert af fjarskiptafyrirtækjunum hér á landi gerir ráð fyrir því að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu eigi eftir að hafa áhrif á símreikninga Íslendinga á ferðalögum til Brelandseyja. Það kunni þó að geta breyst.
12.02.2020 - 07:13
Stofna málsvarnasjóð gegn smálánum
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtök Íslands tóku í morgun höndum saman um að berjast gegn smálánastarfsemi. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að smálánin séu samfélagsmein og að viðskiptamódel fyrirtækjanna gangi út á að níðast á þeim sem standa höllum fæti.
07.02.2020 - 11:02
Innköllun vegna mjólkur í vegan pizzum
Matvælastofnun varar vegan neytendur og neytendur með mjólkurofnæmi- og óþol við neyslu af tveimur gerðum af No Cheese vegan pizzum. Varan getur innihaldið mjólk án þess að það komi fram á umbúðum. 
03.02.2020 - 16:51
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík en hæst í Garðabæ
Leikskólagjöld eru lægst í Reykjavík en hæst í Garðabæ, miðað við átta tíma með fæði, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ gerði úttekt á leikskólagjöldum í sextán stærstu sveitarfélögum landsins. Gjöldin reyndust hafa hækkað hjá öllum sveitarfélögum nema Mosfellsbæ og Vestmannnaeyjum.
24.01.2020 - 10:33
Tveir reikningar frá Orkuveitunni í stað eins
Breytingar á innheimtu reikninga Orkuveitunnar leiða til allt að átján milljóna króna kostnaðarauka fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Í stað eins reiknings fá þeir nú tvo um hver mánaðamót. 
23.01.2020 - 16:25
Hætta af öllum lausum húsgögnum á heimilum
Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA samþykkti í dag að greiða foreldrum bandarísks drengs, sem lést árið 2017 þegar kommóða féll ofan á hann, 5,5 milljarða króna í skaðabætur. Kommóðan hefur verið endurhönnuð og er seld hér á landi. Framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi segir mikilvægt að festa slík húsgögn kyrfilega við veggi.
07.01.2020 - 19:04