Neytendamál

Íslensk framleiðsla fullnægir eftirspurn að mestu
Fæðuframboði á Íslandi er að stórum hluta fullnægt með innlendri framleiðslu. Staðan er mjög góð í fiski, mjólkurvörum og kjöti, en lakari í grænmeti og korni.
Miklar sveiflur hérlendis í verði og framboði fasteigna
Raunverð íbúða á Íslandi hefur hækkað um 40% frá árinu 2015 en eitt til 20% í á hinum Norðurlöndunum. Verð íbúða í Finnlandi hefur haldist nánast óbreytt á því tímabili. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri Hagsjá Landsbankans.
Miklar markaðssveiflur eftir að Pfizer-samningur brást
Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 17 af hundraði skömmu eftir opnun markaða í morgun. Gengið styrktist nokkuð í kjölfarið en lækkunin nemur nú um 13%.
Ágreiningur um erfiðan nágranna fer fyrir Hæstarétt
Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál þar sem deilt var um lokauppgjör vegna fasteignaviðskipta. Kaupandi hélt eftir einni milljón króna af kaupverði og rökstuddi með því að ekki hafi verið upplýst um samskiptaerfiðleika við nágranna. Húsfundur hafði þá bannað íbúum einnar íbúðar búsetu í húsinu og skipað þeim að selja íbúð sína. Landsréttur dæmdi að kaupandinn mætti halda hluta greiðslunnar eftir þar sem þetta væri galli á húsnæðinu. Hæstiréttur segir málið geta verið fordæmisgefandi.
09.02.2021 - 17:25
Óttast að þrengt sé að möguleikum neytenda
Neytendasamtökin óttast að frumvarp um breytingar á lögum um úrskurðaraðila í neytendamálum geti orðið til að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa vísi nær öllum málum frá sér. Neytendasamtökin segja að samkvæmt orðanna hljóðan verði viðurkenndar úrskurðarnefndir og kærunefndin að vísa frá málum sem heyri undir, sé til meðferðar eða hafi verið til meðferðar hjá öðrum úrskurðarnefndum eða dómstólum. Líklega gætu öll mál heyrt undir dómstóla og yrði því vísað frá.
08.02.2021 - 14:02
Hópmálsókn vegna bandarísku útgáfunnar af skyri MS
Icelandic Provision, sem hefur framleitt skyr Mjólkursamsölunnar fyrir bandarískan markað, hefur verið stefnt fyrir dóm í New York í hópmálsókn sem lögmannsfyrirtækið Sheehan & Associates stendur að. Í stefnunni kemur fram að vörur fyrirtækisins og auglýsingaherferð villi um fyrir neytendum. Þeir séu látnir trúa því að skyrið sé framleitt á Íslandi þegar staðreyndin sé sú að það verði til í verksmiðju fyrirtækisins í Batavia í New York.
05.02.2021 - 10:50
Segir stríð ríkisstjórnar við serrano skinku broslegt
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði tollkvóta á erlendar landbúnaðarvörur einungis hækka verð til neytenda og hún segir ríkisstjórnina einhuga í því að draga úr samkeppni, hækka verð og draga úr valmöguleikum almennings.
03.02.2021 - 14:35
Hætt við að bankar hamli samkeppni í ferðaþjónustu
Samkeppniseftirlitinu hafa borist ábendingar um að aukið eignarhald íslensku viðskiptabankanna í ferðaþjónustufyrirtækjum kunni að hamla samkeppni. „Það eru uppi áhyggjur af því að það geti endurtekið sig vandamál sem sköpuðust í hruninu, þegar bankarnir öðluðust yfirráð yfir fyrirtækjum í ýmsum atvinnugreinum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í samtali við fréttastofu. 
Allir húsaleigusamningar verði skráðir í gagnagrunn
Félagsmálaráðherra segir sláandi að sjá hversu margir búi í ólöglegu íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann vonast til að nýtt húsaleigufrumvarp bæti yfirsýnina og skýri regluverkið. Koma á tillögum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar til framkvæmda í vor.
Loftur ritskoðaður og settur aftur í sölu
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og ÁTVR hafa heimilað sölu bjórsins Lofts að nýju. Bruggararnir settu límmiða yfir sígarettu sem sást á umbúðum bjórsins en það braut í bága við tóbaksvarnarlög.
01.02.2021 - 20:43
Segja gjald á innflutta hráskinku hafa 29-faldast
Um áramótin var tekin upp aðferð við úthlutun tollkvóta á erlendar landbúnaðarvörur sem felst í því að innflutningsheimildunum er úthlutað til hæstbjóðenda. Innflytjendur matvara segja þetta hamla samkeppni, en formaður Bændasamtakanna segir að sú aðferð sem áður var notuð hafi hamlað samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar.
Sölubann sett á bjórinn Loft
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur sett sölubann á bjórinn Loft vegna þess að umbúðir bjórsins bjóta í bága við lög um tóbaksvarnir. Mynd framan á dósum bjórsins sýna útigangsmanninn Loft Gunnarsson með sígarettu í munnvikinu. Framleiðendur bjórsins ætla að líma yfir rettuna.
29.01.2021 - 12:50
Myndskeið
Segir rettu í munnviki Lofts klárt brot á lögum
Mynd af reykjandi manni framan á bjórdós er skýrt brot á tóbaksvarnarlögum að mati framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Embætti landlæknis hefur óskað eftir skýringum frá ÁTVR.
28.01.2021 - 13:41
Spegillinn
Byggja þarf 3000 íbúðir á ári á næstu 10 árum
Byggja þarf þrjú þúsund íbúðir á ári til þess að sinna húsnæðisþörf landsmanna. Þetta kom fram á Húsnæðisþingi í dag hjá þeim Ólafi Sindra Helgasyni yfirhagfræðingi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Karlottu Halldórsdóttur sérfræðingar hjá sömu stofnun.
27.01.2021 - 17:00
Varað við svikahröppum á sölusíðum samfélagsmiðla
Lögreglan á Suðurlandi varaði í gær við fólki sem beitir blekkingum við kaup á munum á Netinu en allmörg slík mál munu undanfarið hafa skotið upp kollinum. Lögregla kveður algengt að kaupandi greiði fyrir vöru en seljandi efni ekki loforð um að senda hana eða afhenda.
Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Gagnrýna hömlur á talmeinafræðinga á meðan börn bíða
Félag talmeinafræðinga gagnrýnir að nýútskrifaðir talmeinafræðingar þurfi að vinna í tvö ár eftir útskrift áður en þeir komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Um 600 börn bíði eftir þjónustu og biðin sé tvö ár, en mikilvægt sé að grípa snemma inn í. 
21.01.2021 - 19:17
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík og hæst í Garðabæ
Foreldrar í Reykjavík greiða lægri gjöld fyrir átta tíma leikskóladag en foreldrar annars staðar á landinu og foreldrar í Garðabæ greiða hæstu leikskólagjöldin. Þetta kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ.
14.01.2021 - 16:52
Láðist að auglýsa gjaldskrá, oftekin gjöld endurgreidd
Bílastæðasjóður sendi í desember út fjölda tilkynninga um oftekin gjöld vegna sekta sem rukkaðar voru á tímabilinu 1. janúar til 24. september í fyrra vegna stöðvunarbrota.
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Lína Birgitta braut lög með færslum um Sætar syndir
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir hafi brotið lög með færslum um þjónustu fyrirtækisins Sætar syndir á samfélagsmiðlinum Instagram. Neytendastofa telur færslurnar ekki hafa verið nægjanlega merktar sem kynning eða auglýsing. Rúmlega 24 þúsund fylgja Línu Birgittu á Instagram.
23.12.2020 - 08:29
Hætta sölu á umdeildum tölvuleik
Mikill styr hefur staðið um hinn nýútgefna tölvuleik Cyberpunk 2077, sem margir biðu með eftirvæntingu. Nú hefur Sony ákveðið að hætta sölu hans og Microsoft býður kaupendum endurgreiðslu.
22.12.2020 - 15:15