Neytendamál

Neytendasamtökin vara við innheimtu smálána
Neytendasamtökin hvetja alla sem fengið hafa innheimtukröfu frá BPO innheimtu að kalla eftir gögnum um kröfuna. Ástæða sé til að ætla að stór hluti krafna sem verið er að innheimta varði ólögleg lán.
14.04.2021 - 14:50
Spegillinn
Meiri hagvöxtur en búist var við
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn býst við að heimshagkerfið nái sér fyrr á strik en gert var ráð fyrir þegar Covid-faraldurinn var í hámarki í fyrra. Hagvöxtur verði kröftugur og heimsframleiðslan verði meiri í ár, en árið 2019. 
12.04.2021 - 19:07
Konur yngri en 55 ára fá ekki AstraZeneca bóluefni
Tekin hefur verið sú ákvörðun að konur yngri en 55 ára hér á landi skuli ekki fá bóluefni frá AstraZeneca þegar þær eru bólusettar við COVID-19. Það er meðal annars gert vegna aukinnar grunnáhættu yngri kvenna á blóðtappamyndun í heila.
Nýorkubílar eru um 67% nýskráðra bíla á árinu
Nýskráningum svokallaðra nýorkubíla heldur áfram að vaxa fiskur um hrygg en hlutfall þeirra er um 67% af seldum bílum það sem af er árinu. Hlutfall þeirra var nálægt 60% á sama tímabili í fyrra. Nýskráningum bíla fækkaði nokkuð milli ára.
Ísland vel búið að mæta markmiðum gervigreindarstefnu
Ísland er talið vera í góðri aðstöðu til að uppfylla forsendur nefndar um ritun gervigreindarstefnu. Nefndin hefur skilað Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra tillögum að stefnunni sem hún kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Efling innheimti 35 milljónir vegna vangoldinna launa
Stéttarfélagið Efling innheimti tæpar 35 milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins vegna kröfu 103 félagsmanna um að fá vangoldin laun sín greidd. Nýjum launakröfum af því tagi hefur fækkað undanfarið.
Aukning í frakt- og innanlandsflugi Icelandair
Fraktflutningar Icelandair jukust á milli ára í marsmánuði í ár en heildarfjöldi farþega í millilandaflugi hjá var um 7.800 í mars og dróst saman um 94% á milli ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í flutningatölum fyrir mars sem Icelandair Group birti í Kauphöll í dag.
Beiðni um lögbann á Seðlabankann hafnað
Héraðsdómur Reykjaness hafnaði fyrir páska kröfu slóvakísks tryggingafélags um að lögbann yrði sett á birtingu greinar á vef Seðlabanka Íslands. Þar sagði að tímabundið bann hafi verið sett á sölu nýrra trygginga félagsins uns ákveðin skilyrði hefðu verið uppfyllt. Dómari sagði að skrif Seðlabankans hefðu ekki verið alls kostar nákvæm en að ákvörðun slóvakíska seðlabankans, sem Seðlabanki Íslands greindi frá, hefði borið skýrlega með sér að vafi léki á lögmæti viðskiptahátta fyrirtækisins.
06.04.2021 - 14:49
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið himnasending fyrir unga frumkvöðla
Eldgosið í Geldingadölum var eins og himnasending fyrir frumkvöðlaverkefni sem 6 stúlkur í Verzlunarskóla Íslands standa að. Kubbar sem þær útbúa úr íslensku hrauni minna á kvikustreymi í iðrum jarðar.
03.04.2021 - 21:21
Tími Cocoa Puffs og Lucky Charms liðinn
Morgunkornstegundirnar Cocoa Puffs og Lucky Charms verða fljótlega ekki lengur fáanlegar á íslenskum markaði. Þetta kemur til vegna breytinga á uppskrift sem felur í sér viðbætt náttúrulegt litarefni sem samræmist ekki evrópulöggjöf sem gildir á Evrópska efnahagssvæðinu. General Mills hefur nýlega upplýst Nathan & Olsen, umboðsaðila sinn á Íslandi, um þetta.
31.03.2021 - 13:56
Sjónvarpsfrétt
Páskaeggjaflóran blómleg en sígilt egg enn vinsælast
Flóra og framboð páskaeggja hefur sjaldan verið meira en fyrir komandi páska. Tískusveiflur í samsetningu og útfærslum eggjanna hafa sést seinustu ár. Hefðbundin súkkulaðiegg eru þó enn ráðandi á markaðnum.
29.03.2021 - 19:02
Teikn á lofti um að gosið laði að sér erlenda ferðamenn
„Fjöldi þeirra sem komið hafa til Íslands frá útlöndum í mars er svipaður og mánuðina á undan þó að upp á síðkastið hafi orðið vart við örlitla fjölgun,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri í samtali við fréttastofu. Tölfræði um mars liggi þó ekki endanlega fyrir.
Hertar sóttvarnarreglur hafa ekki áhrif á Strætó
Hertar sóttvarnarreglur sem taka gildi á miðnætti hafa ekki áhrif á starfsemi Strætó. Meðal annars eru almenningsvagnar á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggð undanþegnir reglu um tíu manna hámarksfjölda. 
Innkalla kjúkling frá Matfugli
Matvælastofnun segir í tilkynningu að varað sé við Ali hægelduðum Sous Vide kjúklingabringum Rodizio frá Matfugli ehf vegna framleiðslugalla. Matfugl hefur innkallað vöruna.
18.03.2021 - 17:45
Orkuskipti í Grímsey gætu hafist í sumar
Á næstu mánuðum er stefnt að því að stíga stór skref í orkuskiptum í Grímsey með uppsetningu á vindmyllum og sólarorkuveri. Ef áætanir ganga eftir gætu framkvæmdir hafist í byrjun sumars.
18.03.2021 - 15:36
Þingmenn hvetja til aukins framboðs grænkerafæðis
Þingsályktunartillaga nokkurra þingmanna um aukningu framboðs og neyslu grænkærafæðis var lögð fyrir Alþingi í morgun undir forystu Samfylkingarþingmannanna fráfarandi, Ágústs Ólafs Ágústssonar og Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.
Aðföng innkalla frosinn kjúkling frá SFC
Aðföng og breska heildsalan SFC Wholesale Ltd hafa ákveðið að innkalla SFC Take Home Boneless Bucket í 650 gramma pakkningum og Southern Fried Chicken Strips. Vörurnar voru báðar seldar í Hagkaup, auk þess sem Southern Fried Chicken Strips fékkst í Bónus. Vörurnar hafa verið innkallaðar úr verslununum. 
18.03.2021 - 11:33
Alls 734 milljónir greiddar í viðspyrnustyrki
Hátt í 600 umsóknir um viðspyrnustyrki bárust á fyrstu tveimur vikunum eftir að Skatturinn opnaði fyrir þær. Á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins segir að undanfarna mánuði hafi tugir milljarða króna verið greiddir í stuðning gegnum úrræði ríkisstjórnarinnar vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Nýskráðir bílar 1511 það sem af er árinu
Það sem af er árinu 2021 hafa nýskráningar bíla dregist saman um tæplega 21 prósent frá því á sama tíma og í fyrra. Hlutdeild nýorkubíla af einhverju tagi nálgast 70 af hundraði.
17.03.2021 - 13:44
Nokkrar tafir við að komast flugleiðis norður í gær
Röð atvika varð til þess að farþegar með Air Iceland Connect frá Reykjavík til Akureyrar þurftu að bíða lengi í gær eftir því að komast endanlega af stað frá Reykjavíkurflugvelli. Bilun varð í jafnþrýstibúnaði Bombardier Q400 vél félagsins skömmu eftir flugtak þannig að snúa þurfti henni við.
Kveikur
Læknar í einkarekstri vilja engin mörk
Í áratugi hefur verið knúið á um breytingar á því kerfi sem sjálfstætt starfandi sérgreinalæknar starfa eftir. Ástæðan er fyrst og fremst sú að heilbrigðisyfirvöld hafa litla stjórn á því, bæði útgjöldum og vexti. Og nú þegar búið er að ákveða að breyta því er mótstaðan mikil.
Spegillinn
Helmingur skilað skattframtölum
Skilafrestur á skattframtölum einstaklinga rennur út á miðnætti annað kvöld, föstudaginn 12. mars. Um það bil helmingur framteljenda höfðu skilað sínum framtölum í morgun, en álagið á starfsfólk skattsins um land allt hefur aukist jafnt og þétt síðustu daga og nær eflaust hámarki á lokadegi á morgun.
11.03.2021 - 17:00
Bregðast við ótta um áhrifaleysi úrskurðarnefnda
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til breytingar á frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um breytingar á lögum um úrskurðarnefndir í neytendamálum. Neytendasamtökin lýstu áhyggjum af því að breytingarnar yrðu til þess að kærunefnd vöru- og þjónustukaupa yrði að vísa nær öllum málum frá sér. Að höfðu samráði við ráðuneytið ákvað nefndin að breyta orðalagi í frumvarpinu til að tryggja að svo færi ekki.
11.03.2021 - 08:14
Spá 4,3 prósenta verðbólgu í mars
Hagfræðideild Landsbankans spáir 4,3 prósenta verðbólgu í mars, 0,45 prósenta hækkun milli mánaða. Verðbólgan verði því áfram yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er 2,5 prósent. Í lok febrúar hafði verðlag hækkað um 4,1 prósent á síðustu 12 mánuðum.
10.03.2021 - 11:53
Mál grunaðs samfélagsmiðlaþrjóts komið til ákærusviðs
Mál karlmanns um þrítugt, sem Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síbrotagæslu að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í byrjun febrúar er komið til ákærusviðs.