Neytendamál

Vara við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði. DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum í kræklingnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
08.05.2020 - 18:03
Viðtal
Segir að neytendur eigi inni 1,5 til 2,5 milljarða
Formaður Neytendasamtakanna segir að íslenskir neytendur eigi inni á bilinu 1,5 til 2,5 milljarða hjá ferðaskrifstofum, í formi ferða sem búið er að greiða, en verða ekki farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill að ferðskrifstofum verði gert kleift að taka lán til þess að endurgreiða féð.
Gengur erfiðlega að fá endurgreitt
Almennt gengur fólki illa að fá kröfur endurgreiddar vegna mála tengdum Covid-faraldrinum. Fjölmargir Íslendingar eru í þeim sporum að hafa greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem ekki var innt af hendi.
05.05.2020 - 22:56
Viðtal
Neytendur ekki gerðir að lánastofnunum í ferðaþjónustu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það af og frá að neytendur séu gerðir að lánastofnunum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann er ósáttur við gagnrýni Neytendasamtakanna sem saka ferðaskrifstofur um að neita að endurgreiða fólki. 
Ráðist að neytendum úr öllum áttum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að ráðist sé að rétti neytenda úr öllum áttum. Ferðaskrifstofur neita að endurgreiða ferðir sem ekki verða farnar. Líkamsræktastöðvar, tónlistar- og myndlistaskólar rukki fyrir tíma sem ekki er hægt að nýta. Verði stjórnarfrumvarp sem nú er fyrir Alþingi að lögum sé verið að varpa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda.
04.05.2020 - 14:57
Íslendingar panta helmingi minna frá Kína
Erlend netverslun Íslendinga dróst saman um 18 prósent milli ára í mars, miðað við tollskráningu, og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Mest dróst saman í netverslun frá Kína, um meira en helming milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
01.05.2020 - 10:21
Innkalla slím vegna efnis sem getur valdið eitrun
Þrjár verslanir hafa að undanförnu innkallað leikfangaaslím. Innköllunin er ekki bundin við einn framleiðanda og nær yfir margar tegundir. Ástæðan er að rannsóknir hafa leitt í ljós of hátt gildi bórax, en það getur valdið eitrunum og líkamlegum jafnt sem andlegum einkennum.
29.04.2020 - 11:56
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
Lögbanni á innheimtu smálána hafnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag lögbanni á innheimtu smálána í máli sem Neytendasamtökin höfðuðu gegn Almennri innheimtu ehf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Neytendasamtökin hefðu ekki heimild til að krefjast lögbanns á þeim grundvelli sem þau gerðu.
24.04.2020 - 21:19
Frumvarp ráðherra sagt „aðför að neytendum“
Fjöldi ferðaskrifstofa stefnir í gjaldþrot verði frumvarp ferðamálaráðherra ekki að lögum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í frumvarpinu er kveðið á um heimild til að gefa út inneignarnótur fyrir þær pakkaferðir sem er aflýst vegna farsóttarinnar í stað þess að endurgreiða þær að fullu eins og núverandi lög kveða á um. ASÍ varar við því að velta vanda fyrirtækja yfir á neytendur og læknanemar sem ætluðu að fara í útskriftarferð sjá fram á að tapa 300 þúsund krónum hver.
24.04.2020 - 16:23
„Við munum sjá frekari lækkun á eldsneytisverðinu hér“
Forstjóri Olís gerir ráð fyrir því að eldsneytisverð lækki hér á landi, samhliða lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann segir hins vegar að staðan hjá fyrirtækinu sé erfið, enda hafi eftirspurn eftir eldsneyti minnkað mikið auk þess sem fyrirtækið sitji uppi með birgðir af eldsneyti sem keypt var á hærra verði en nú býðst. Forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi lækkað eldsneytisverð í tvígang í þessari viku.
23.04.2020 - 10:17
Lýsi hf. ekki heimilt að halda fram heilsufullyrðingum
Matvælastofnun hefur gefið Lýsi hf. fyrirmæli um að hætta að nota heilsufullyrðingar við markaðssetningu fæðubótarefnisins „Fríar fitusýrur og þorskalýsi.“ Fyrirtækið hefur í markaðssetningu gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg meðal annars gegn kórónuveiru og til að fyrirbyggja smit.
Lækkun olíuverðs góð fyrir neytendur og fyrirtæki
Stórlækkað heimsmarkaðsverð á olíu vinnur gegn verðbólgu hér á landi, og hefur jákvæð áhrif á neytendur og fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Olíuverð vestanhafs hefur farið undir núll sem skýrist af því að olíuframleiðendur geta ekki stöðvað olíulindir og geymslupláss er uppurið. Þeir þurfa því að borga hærra verð fyrir geymslu á olíunni en sem nemur verðmæti olíunnar sjálfrar.
21.04.2020 - 12:48
Sjóklæðagerðin hafði betur gegn Olís í deilu um 66
Hugverkastofa hefur fellt úr gildi skráningu Olíuverzlunar Íslands, Olís, á vörumerkjunum Kaffi 66 og Ferskt 66. Sjóklæðagerðin, sem á vörumerkið 66°gráður norður, kvartaði til Hugverkastofunnar og og taldi vörumerkin vera „ruglingslega lík“.
19.04.2020 - 17:12
Tugir leitað til Neytendasamtakanna vegna endurgreiðslu
Formaður Neytendasamtakanna segir að tugir félagsmanna hafi leitað til samtakanna vegna þess að tafir hafi orðið á endurgreiðslu á flug- eða pakkaferðum sem fallið hafi niður vegna heimsfaraldursins. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að endurgreiðslur geti tekið lengri tíma en undir eðlilegum kringumstæðum.
16.04.2020 - 17:11
Vilja að skráningu á vanskilaskrá verði hætt
Alþýðusamband Íslands og Neytendasamtökin krefjast þess að skráningu fólks á vanskilaskrá verði nú þegar hætt vegna greiðsluvanda sem tengist COVID-19. Samtökin vilja að enginn verði skráður á vanskilaskrá út þetta ár. Framkvæmdastjóri Creditinfo segir að það séu kröfuhafar en ekki Creditinfo sem skrái vanskil og að þeir hafi þegar kynnt úrræði til að aðstoða fólk við að takast á við vanda af völdum COVID-19.
06.04.2020 - 14:10
Margir endurfjármagna lán vegna lægri vaxta
Lágvaxtaskeið er hafið, segir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Vextir lækki mögulega enn frekar. Mikið er um að fólk endurfjármagni lán sín.
06.04.2020 - 12:21
Krafa um að aðgerðir stjórnvalda skili sér til neytenda
Neytendasamtökin krefjast þess að stjórnvöld tryggi varnir neytenda í tengslum við aðgerðir sínar vegna kórónuveirunnar. Þá hvetja samtökin til þess að forráðamenn Strætó endurskoði þá ákvörðun að fækka ferðum almenningsvagna.
Landsréttur staðfestir hálfs milljarðs sekt yfir MS
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem MS var gert að greiða 480 milljónir í sekt fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína og torvelda rannsókn eftirlitsins.
27.03.2020 - 15:54
Fæðubótarefni koma ekki í veg fyrir COVID-19
Mjólkursýrugerlar, B, C og D-vítamín, selen, joð og fleira. Gefið hefur verið í skyn eða jafnvel fullyrt að þetta og fleiri bætiefni geti eflt ónæmiskerfið og komið í veg fyrir sýkingar. Matvælastofnun hefur séð ástæðu til að senda frá sér tilkynningu þar sem segir að auglýsingar að undanförnu um að ákveðnar vörur komi í veg fyrir kórónuveirusmit séu rangar og villandi. Stofnunin varar við slíku.
27.03.2020 - 13:51
Heitavatnsleysi í Vesturbæ má rekja til leka í desember
Íbúar í vesturbæ Reykjavíkur hafa verið heitavatnslausir síðan níu í gærkvöld. Viðgerð er nú lokið en reikna má með því að það taki nokkrar klukkustundir að ná upp þrýstingi á öllu svæðinu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir bilunina mega rekja til leka í desember.
26.03.2020 - 08:31
Hækka þjónustugjöld vegna lækkunar stýrivaxta
Fyrirtækið Valitor hefur hækkað þóknun vegna færsluhirðingar hjá tilteknum viðskiptavinum sínum. Ástæðan er mikil lækkun á stýrivöxtum Seðlabankans að undanförnu. Valitor ávaxtar fé frá kaupmönnum frá þeim tíma sem greiðsla frá korthafa berst, og þangað til gert er upp við kaupmenn. Með lækkun stýrivaxta að undanförnu hefur þessi ávöxtun lækkað jafnt og þétt. Hvorki KORTA né Borgun hyggjast hækka gjöld vegna þessa.
Sundlaugum og líkamsræktarstöðvum lokað - árskort fryst
Allar sundlaugar í Reykjavík, og annars staðar á landinu, verða lokaðar frá og með morgundeginum, þriðjudeginum 24. mars. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að öll 6 og 12 mánaða kort í sundlaugarnar verði framlengd um þann tíma sem laugarnar verða lokaðar.
Verslanir og apótek opin þrátt fyrir hert samkomubann
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á því á Facebooksíðu sinni í kvöld, að boðuð, harðari útfærsla á samkomubanni á landinu mun ekki leiða til lokunar matvöruverslana, apóteka eða hliðstæðra verslana. Í færslunni er undirstrikað að tryggt verður að þessar verslanir muni geta starfað áfram með þeim hætti að almenningur hafi greiðan aðgang að öllum nauðsynjum og öðrum vörum.
21.03.2020 - 23:08
Í forgangi hjá Icelandair að greiða úr málum farþega
Gríðarlegt álag er nú á samskiptasviði Icelandair, sem vinnur að því að svara fyrirspurnum farþega. Icelandair hefur fært starfsfólk til innan fyrirtækisins til þess að fjölga þeim sem vinna í því að greiða úr málum fyrir farþega.
16.03.2020 - 13:29