Neytendamál

Ástralir og Kínverjar takast á um tolla á innflutt vín
Stjórnvöld í Ástralíu hafa lagt fram formlega kvörtun til Alþjóða-viðskiptastofnunarinnar vegna tolls sem Kínverjar leggja á innflutt vín til að hindra að þau verði seld á lægra verði en í framleiðslulandinu.
19.06.2021 - 00:20
Samtök ferðaþjónustunnar vilja afnám sóttkvíar
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir afnám sóttkvíar á landamærunum verða til þess að ferðaþjónusta hér á landi komist í fullan gang.
Eimskip greiðir 1,5 milljarða í sekt
Eimskip og Samkeppniseftirlitið undirrituðu í dag sátt vegna samkeppnisbrota Eimskips árin 2008-2013. Með sáttinni viðurkennir Eimskip brot gegn samkeppnislögum og fellst á að greiða einn og hálfan milljarð króna í stjórnvaldssekt vegna þeirra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu.
16.06.2021 - 18:02
Dagur mótfallinn styttingu opnunartíma skemmtistaða
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík telur ekki rétt að opnunartími skemmtistaða verði styttur varanlega. Lögregla hefur kallað eftir slíkum breytingum.
Um 24 þúsund hluthafar að loknu hlutafjárútboði
Hluthafar í Íslandsbanka verða um 24 þúsund eftir hlutafjárútboð bankans sem lauk á hádegi í dag. Ekki eru fleiri hluthafar í nokkru skráðu fyrirtæki á Íslandi að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum.
Harmar örlög fjarskiptafrumvarps
Forstjóri Vodafone segir óskiljanlegt að fjarskiptafrumvarp samgönguráðherra hafi ekki verið samþykkt á nýliðnu þingi. Afleiðingarnar séu þær að uppbygging fjarskiptainnviða tefjast sem hefur neikvæð áhrif á samkeppnishæfni Íslands.
Neytendastofa tekur leikkonu til bæna fyrir auglýsingar
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að leikkonan Kristín Pétursdóttir hafi brotið gegn neytendalögum með umfjöllun sinni um sjö fyrirtæki á Instagram-síðu sinni. Kristín sagðist ekki skilgreina sig sem áhrifavald en hún notaði Instagram til þess að koma sér á framfæri auk þess að sýna frá sínu daglega lífi.
15.06.2021 - 11:30
Yfirskattanefnd staðfestir að Bugles sé „brauðvara“
Yfirskattanefnd hefur staðfest ákvörðun tollgæslustjóra um að hið vinsæla snakk Bugles Original skuli flokkað undir vöruliðnum brauðvara. Það eru vörur úr hvers konar deigi sem steiktar eru í olíu. Nefndin felldi hins vegar úr gildi 50 prósenta álag vegna rangrar tollflokkunar á snakkinu frá 2017-2019.
15.06.2021 - 10:16
Grunur um stórfelld skattalagabrot tengd Airbnb
Grunur er uppi um stórfelld skattalagabrot Íslendinga samkvæmt gögnum frá Airbnb sem skattrannsóknarstjóri hefur aflað. Brotin eru að mati sett skattrannsóknarstjóra það alvarleg að sektir eða fangelsisdómur gætu legið við þeim.
Könnun sýnir að spilling hefur aukist í faraldrinum
Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur aukið spillingu í ríkjum Evrópusambandsins. Um þriðjungur íbúa þess telur að spilling hafi aukist í faraldrinum.
ÁTVR borgaði bætur fyrir sölubann
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins greiddi íslensku heildsölunni Rolf Johansen & Co. 13,6 milljónir króna í desember síðastliðnum í bætur fyrir að hafa með ólöglegum hætti neitað að selja neftóbak frá fyrirtækinu.
11.06.2021 - 09:17
BPO sektað fyrir innheimtu á smálánaskuldum
Neytendastofa hefur sektað innheimtufyrirtækið BPO fyrir umfangsmikil og alvarleg brot á neytendalögum vegna innheimtu sinnar á skuldum smálánafyrirtækja. Neytendastofa segir í ákvörðun sinni að þeir hagsmunir sem hafi verið undir hafi varðað viðkvæm fjárhagsmálefni og beinst að viðkvæmum hópi. Þá hafi BPO verið í yfirburðastöðu og neytendur eigi að geta reiknað með að kröfur sem birtast í netbönkum séu réttar að efni og fjárhæð.
11.06.2021 - 09:04
Kastljós
Fjórðungi ódýrara áfengi en hjá ÁTVR
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins tilkynnti í gær til sýslumanns þá skoðun að áfengissalinn Arnar Sigurðsson væri að brjóta lög með vefsölu sinni á áfengi. Arnar telur sig aftur á móti hafa fundið leið framhjá ÁTVR og selur áfengi samdægurs af lager sem hann heldur á Íslandi, á meðan fyrirtækið er skráð í Frakklandi og flokkast því sem erlend netverslun. 
Sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir
Hlutfall þeirra sem segjast hafa séð falsfréttir eða efast um upplýsingar á netinu er mun hærra á Íslandi en í Noregi. Átta af hverjum tíu Íslendinga sögðust hafa efast um upplýsingar og sjö af hverjum tíu hafa komist í tæri við falsfréttir með einhverjum hætti.
Vill styðja eflingu vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hyggst láta vinna sérstakan Vegvísi fyrir vetni og rafeldsneyti. Hún segir að nýting rafeldsneytis sé mikilvægur hluti þeirrar stefnu að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti árið 2050.
Bjartara yfir hótelrekstri en ætlað var fyrir skömmu
Þegar er nýting hótelherbergja í ágústmánuði komin í 50% á höfuðborgarsvæðinu en bókanir ganga vel, þannig að þessi tala mun hækka. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Kristófer Oliverssyni, formanni FHG - fyrirtækja í hótelrekstri og gistiþjónustu.
Málssókn á hendur Peugeot vegna útblásturshneykslis
Franski bílaframleiðandinn Peugeot stendur nú frammi fyrir málssókn í Frakklandi vegna útblásturshneykslisins sem kennt er við „dieselgate“, að því er móðurfyrirtækið Stellantis sagði á miðvikudag. Svipaðar ákærur hafa þegar verið tilkynntar á hendur Renault og Volkswagen.
Viðgerðum ljúki í Fossvogsskóla áður en kennsla hefst
Foreldrar barna í Fossvogsskóla eru hugsi vegna hugmynda skólastjórans um að unnt verði að hefja kennslu þar á haustdögum. Í bréfi sem foreldrafélag skólans sendi foreldrum í vikunni var greint frá efasemdum skólaráðs um að takist að ljúka viðgerðum í tíma.
Önnur bjórtegund innkölluð vegna sprengihættu
ÁTVR innkallar bjórtegundina Benchwarmers Citra Smash, sem er í 330 ml áldósum vegna hættu á að umbúðirnar bólgni út og springi með tilheyrandi slysahættu.
09.06.2021 - 15:32
ÁTVR tilkynnir um meint brot vefverslana
ÁTVR tilkynnti í gær sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og sýslumanninum á Vesturlandi um meint lögbrot Bjórlands ehf., Brugghúss Steðja ehf. og Sante ehf. með smásölu áfengis í vefverslunum.
09.06.2021 - 11:26
Telja að neytendur hafi ofgreitt milljarða
Neytendasamtökin áætla að vatnsveitur landsins hafi ofrukkað viðskiptavini sína um milljarða króna frá því ný lög um vatnsveitur tóku gildi árið 2016.
Hagsmunir Bændasamtakanna látnir ráða för
Félag atvinnurekenda lýsir yfir vonbrigðum með að ekki hafi verið samið um aukna fríverslun með búvörur í fríverslunarsamningi Bretlands og Íslands, sem undirritaður var á föstudag.
08.06.2021 - 13:33
Myndskeið
Logi: Verðlauna ber ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks
Fjármagna ber heilbrigðiskerfið með fullnægjandi hætti og verðlauna þannig ósérhlífni heilbrigðisstarfsfólks og samstöðu almennings, var meðal þess sem Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði í eldhúsdagsumræðum í kvöld. Hann kvaðst þó horfa björtum augum til framtíðar.
Bogi væntir 30 þúsund farþega til Íslands í júní
Tvöfalt fleiri ferðuðust með Icelandair milli landa í maímánuði en í apríl, einnig heldur innanlandsfarþegum áfram að fjölga og fraktflutningar jukust um fjórðung í maí. Forstjóri félagsins segir ferðavilja aukast og hann býst við að farþegum fjölgi.
ÁTVR innkallar bjór vegna sprengihættu
ÁTVR hefur innkallað bjórinn Siglu Humlafley Session IPA frá brugghúsinu Brothers Brewery. Þetta er gert vegna hættu á að áldósirnar geti bólgnað út og sprungið með tilheyrandi slysahættu.
04.06.2021 - 13:52