Neytendamál

Myndskeið
Grétu næstum úr gleði þegar þær fengu að æfa á ný
Íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf barna er nú heimilt og opna má hárgreiðslustofur og nuddstofur að nýju. Þetta er á meðal þess sem kveðið er á um í nýjum reglugerðum sem tóku gildi á miðnætti og gilda til 1. desember.
18.11.2020 - 19:38
Hvítölið úr sölu eftir meira en öld
Eftir meira en 100 ár á boðstólum hefur Ölgerðin ákveðið að hætta framleiðslu og sölu hvítöls. Þetta staðfestir Gunnar B. Sigurgeirsson, aðstoðarforstjóri Ölgerðarinnar, í samtali við fréttastofu.
18.11.2020 - 17:20
Spegillinn
Ferðaþjónustan tekur fljótt við sér
Fregnir síðustu daga um að góður árangur hafi náðst hjá tveimur stórum lyfjafyrirtækjum í þróun bóluefnis hefur vakið þá von í brjósti margra að það sjái fyrir endann á Covid  faraldrinum og að líf komist í eðlilegt horf á vormánuðum. Spegillinn ræddi við Skarphéðinn Berg Steinarsson Ferðamálastjóra um horfurnar í ferðaþjónustunni.  
18.11.2020 - 10:47
Landinn
Atvinnuleysið vatt af stað fyrirtæki
„Þetta byrjaði í raun 2013 þegar ég varð atvinnulaus og það var spurning hvað ég vildi gera. Ég vildi vinna á Skaganum og atvinnutækifæri ekki mikil þannig eg ákvað að stofna mitt eigið fyrirtæki," segir Karen Emilía Jónsdóttir, konan að baki fyrirtækinu Kaja Organic.
17.11.2020 - 09:23
Matvöruverð hækkar mest í Nettó
Samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands hefur matvörukarfan hækkað í verði um 0,5-2,6 prósent frá því í maí síðastliðnum. Mest hefur verðið hækkað í Nettó, um 2,6 prósent og í Bónus, um 2,4 prósent.
16.11.2020 - 15:51
Verslanir ætla áfram að hafa grímuskyldu
Viðskiptavinir og starfsmenn stórmarkaða verða áfram beðnir að bera grímur í verslunum þrátt fyrir tilslakanir á grímuskyldu sem tekur gildi á miðvikudag.
16.11.2020 - 12:39
18 farþegar fá rúma milljón endurgreidda frá Icelandair
Samgöngustofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að Icelandair beri að endurgreiða að fullu gjafabréf sem farþegar kaupa hjá stéttarfélögum sínum. Niðurstaðan hefur verið kærð til samgönguráðuneytisins.
16.11.2020 - 07:31
Myndskeið
Þurftu ekki lengur að laumast í önnur sveitarfélög
30 ár eru í dag liðin síðan borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti að afgreiðslutími smávöruverslana skyldi gefinn frjáls. Deilur höfðu staðið um það árum saman hvort borgaryfirvöld ættu að ráða opnunartíma verslana í borginni eða búðareigendur, og hvort að aukið frjálsræði yrði neytendum til góða eða yki einfaldlega álag á starfsfólk og kaupmenn. Á sama tíma höfðu Reykvíkingar margir hverjir keyrt yfir í nágrannasveitarfélögin sem buðu upp á rýmri opnunartíma verslana heldur en höfuðborgin.
15.11.2020 - 08:27
Myndskeið
Verður gríman jólagjöfin í ár?
Jólin byrja fyrr í ár og jólaverslun fer vel af stað, segir verslunarfólk og viðskiptavinir. Margir ætla að flýta jólainnkaupum, til að forðast mannmergð og jólaös í desember. 
14.11.2020 - 20:00
Myndskeið
Tómlegar verslanir en fullt af kúnnum
Það hefur verið líf og fjör í verslunum víða um land, þó að viðskiptavinirnir séu ekki margir í eigin persónu. Dagur einhleypra, eða Singles day, einn stærsti netverslunardagur ársins, er í dag.
11.11.2020 - 19:32
Spegillinn
Verðlag hækkar í COVID og eftirspurn eykst
Töluverðar verðhækkanir hafi orðið á ýmsum vörum í faraldrinum. Síðastliðið ár hefur verð á innfluttu og innlendu grænmeti hækkað um 12,5 prósent og innflutt mat- og drykkjarvara hefur hækkað um tæp 11%. Bensín hefur hins vegar lækkað um 7%. Frá því faraldurinn braust út hefur eftirspurn eftir raf- og heimilistækjum aukist um rösklega 50%. Þetta meðal þess sem kemur fram í samantekt sem verðlagseftirlit ASÍ vann fyrir Spegilinn.
11.11.2020 - 10:26
Viðtal
Gerir ráð fyrir að lögvernduðum starfsheitum fækki
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Í nýrri skýrslu OECD er lagt til að lögverndun bakara og ljósmyndara verði afnumin. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir tilefni til breytinga.
10.11.2020 - 22:30
Bakarar gagnrýna tillögur OECD
Landssamband bakarameistara á Íslandi sendi frá sér tilkynningu í kvöld um að sambandið gerði alvarlegar athugasemdir við ummæli Angel Gurría, framkvæmdastjóra Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), þess efnis að bakaraiðn ætti ekki að njóta lögverndar. Þetta sagði framkvæmdastjórinn á kynningarfundi um niðurstöður mats OECD á samkeppnishindrunum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.
10.11.2020 - 19:37
Deildi við tollinn um verð á hliðarspeglum fyrir Hummer
Yfirskattanefnd hefur vísað frá kæru konu sem deildi við tollgæslustjóra um verð á notuðum hliðarspeglum fyrir Hummer-jeppa. Nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að verðið sem tollgæslustjóri ákvað hafi ekki verið of hátt. Konan taldi hliðarspeglana kosta 45 þúsund en tollgæslustjóri 150 þúsund krónur. Speglarnir voru sendir aftur úr landi, án vitneskju konunnar.
03.11.2020 - 18:07
Sony vill 16 milljónir vegna auglýsingar Víkurverks
Útgáfurisinn Sony hefur stefnt útivistarfyrirtækinu Víkurverki fyrir að nota brot úr laginu Ain't No Mountain High Enough í auglýsingu fyrir hjólhýsi. Auglýsingin var tekin úr birtingu eftir að forsvarsmönnum fyrirtækisins var gert ljóst að ekki höfðu fengist tilskilin leyfi fyrir notkun á laginu. Sony krefur Víkurverk um 50 þúsund evrur í skaðabætur og 50 þúsund evrur í miskabætur eða samtals 16 milljónir íslenskra króna..
03.11.2020 - 16:04
Hárlitir seljast nú sem aldrei fyrr
Hárlitir, rafknúnir hárskerar og kaffi selst nú sem aldrei fyrr. Þótt leiðinleg samskipti og ljót orð hafi fokið endrum og eins í verslunum eru háannatímar að fletjast út og viðskiptavinir almennt duglegir að nota grímu og virða fjarlægðarmörk. Þetta segir framkvæmdastjóra Hagkaups.
02.11.2020 - 21:21
Íhugar að fara í mál við Matís
Sveinn Margeirsson, sem vikið var úr starfi forstjóra Matís, íhugar að leita réttar síns vegna uppsagnarinnar. Sveinn var sýknaður af ákæru um sölu afurða af heimaslátruðu fé. Honum var sagt upp í kjölfar ákærunnar.
Ekki ástæða til að óttast COVID-19 smit í aflanum
Matvælastofnun telur ekki ástæðu til að meðhöndla aflann úr Júlíusi Geirmundssyni með öðrum hætti en venjulega þótt kórónuveirusmit hafi greinst um borð.
21.10.2020 - 12:37
Myndskeið
40 bóluefni við Covid-19 til skoðunar
160 lyf sem tengjst Covid-19 eru nú til skoðunar hjá Evrópsku lyfjastofnuninni sem Ísland á aðild að. Þar af eru um 40 bóluefni, þrjú þeirra eru nú prófuð á manneskjum í tugþúsundavís. Ef það gegnur vel fá þau markaðsleyfi og forgangsstýrð bólusetning getur hafist um allan heim á næsta ári að mati sérfræðinga.
Sendi 78 tölvupósta en fékk aldrei gjöf frá vini sínum
Yfirskattanefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að tollyfirvöld hafi ekki borið sig rétt að þegar þau afgreiddu gjöf sem maður fékk frá vini sínum á Bretlandi fyrr á þessu ári. Maðurinn sendi 78 tölvupósta til tollyfirvalda til að reyna að fá gjöfina afgreidda en án árangurs og að endingu var gjöfin send aftur til Bretlands. Þetta er í annað sinn sem maðurinn kærir ákvörðun tollyfirvalda til yfirskattanefndar
18.10.2020 - 14:01
Varað við ófullnægjandi andlitsgrímum
Neytendastofa varar við ófullnægjandi andlitsgrímum. Til dæmis hafa verið seldar grímur í kössum merktum fyrirtæki í Chile sem veita litla sem enga vörn.
16.10.2020 - 15:47
Hlutdeildarlán - 87 íbúðir uppfylltu skilyrðin
Aðeins 87 nýjar íbúðir hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu fyrstu átta mánuði ársins sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán samkvæmt drögum að reglugerð. Talan er frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sagði hins vegar í minnisblaði á mánudaginn að þær væru samtals 220. 
Aukning í heimsendingum í þriðju bylgjunni
Stórmarkaðir og verslanir sem bjóða upp á að senda vörur heim til viðskiptavina hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn seinustu daga í kjölfar hertra aðgerða á höfuðborgarsvæðinu. Verslanir hafa ráðið til sín starfsfólk til að bæta afkastagetuna.
07.10.2020 - 14:48
Vilja banna sölu á orkudrykkjum til ungmenna
Matvælastofnun ætlar að leggja það til við stjórnvöld að sala á orkudrykkjum til barna yngri en 16 ára verði bönnuð. Neysla íslenskra ungmenna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín er með því mesta sem þekkist í Evrópu, samkvæmt nýrri rannsókn.
07.10.2020 - 09:59
Persónuvernd rannsakar ferðagjöf stjórnvalda
Persónuvernd hefur hafið frumkvæðisathugun á ferðagjöf stjórnvalda. Þetta staðfestir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Stofnunin hefur sent erindi til fjármálaráðuneytisins, iðnaðarráðuneytisins og fyrirtækisins sem hannaði smáforritið fyrir ferðagjöfina.
05.10.2020 - 15:50