Neytendamál

Hætt að senda eintök af Sunday Times til Íslands
„Helgarblað Sunday Times er hætt að koma til landsins,“ segir Borgar Jónsteinsson, rekstrarstjóri verslunarsviðs hjá Pennanum Eymundsson, aðspurður um hvort verslunin sé hætt að selja erlend dagblöð. „Þeir ákváðu að hætta að senda helgarblöðin til Íslands því þetta eru svo fá eintök. Við erum enn með helgarblöð Der Zeit og Sunday Telegraph.“
24.09.2020 - 14:22
Neytendasamtökin vara við tilboðum vegna smálána
Neytendasamtökin vara fólk sem tekið hefur smálán við tilboðum frá innheimtufyrirtækinu Almennri innheimtu um að ganga frá greiðslu skulda á grundvelli bréfa sem send hafa verið á skuldara. Neytendasamtökin, sem hafa lengi deilt á Almenna innheimtu, segja að orðalagið í bréfunum sé villandi. Bréfin hafi verið send á fólk með nokkrar skuldir og talað sé um heildarskuld en þegar betur er að gáð eigi boð fyrirtækisins aðeins við um hluta af skuldum hvers og eins.
24.09.2020 - 11:07
Matarkarfan hækkað um 6,3% frá áramótum
Matarkarfan, sem er tekin saman með tilteknu safni af vörum og þjónustu, hefur hækkað um 6,3% það sem af er ári. Stærstu útgjaldaliðirnir eru kjöt og næst koma mjólkurvörur og egg.
21.09.2020 - 15:58
Vilja breyta gjöldum á einnota umbúðum
Umhverfisráðherra leggur til breytingar á umsýslugjaldi af skilagjaldsskyldum einnota umbúðum, bæði til að hvetja til notkunar umhverfisvænni umbúða og til að tryggja betur fjárhagsstöðu Endurvinnslunnar sem hefur einkarétt á að taka við umbúðunum. Lækkandi álverð og plastverð, breytt samsetning á umbúðum og aukin skil hafa grafið undan fjárhag fyrirtækisins.
20.09.2020 - 21:26
Segir innflutning á lágum gjöldum hafa mikil áhrif
Forstjóri Sláturfélags Suðurlands segir lækkun á afurðaverði nautakjöts til bænda ekki næga til að mæta lækkun á markaði. Kjötafurðastöð KS tilkynnti í morgun allt að 23% lækkun á afurðaverði fyrir ungneyti og kýr í lökustu flokkum.
Reebok Fitness braut lög með breytingu í miðri farsótt
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að líkamsræktarstöðin Rebook Fitness hafi brotið lög þegar uppsagnarskilmálum var breytt einhliða í COVID-19 faraldrinum í vor. Líkamsræktarstöðinni hefur verið bannað að viðhafa slíka viðskiptahætti aftur.
14.09.2020 - 13:32
Klukkutíma akstur í næstu búð eftir að Hólabúð lokar
Hólabúð í Reykhólahreppi verður lokað um næstu mánaðamót eftir fimm ára rekstur. Veitingastaðnum 380 restaurant sem rekinn er af sömu aðilum verður einnig lokað. Þó að sumarið hafi gengið ágætlega eru ekki forsendur til að hafa opið í vetur, segir eigandinn.
11.09.2020 - 07:50
Loftbrú hleypt af stokkunum
Frá og með deginum í dag eiga íbúar með lögheimili fjarri höfuðborginni kost á því að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Sigurður Ingi Jóhannsson,samgönguráðherra kynnti verkefnið sem nefnist Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu
Í reglubundnu eftirliti í kjúklingaslátrun kom upp grunur um að salmonella hafi greinst í kjúklingahópi hjá Reykjagarði hf.
09.09.2020 - 08:54
Hlutdeildarlán gætu leitt til hækkunar fasteignaverðs
Frumvarp félagsmálaráðherra um hlutdeildarlán var samþykkt á Alþingi í gærkvöld. Þeim er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum að eignast sína fyrstu íbúð. Hagfærðingur Landsbankans segir aðgerðirnar geta leitt til þess að fasteignir hækki í verði.
04.09.2020 - 14:13
„Fyrr frýs í helvíti en að þetta hafi verið óvart“
Þung orð voru látin falla í umræðu um störf þingsins undir lok þingfundar í morgun og meirihlutinn sakaður um dónaskap. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á því að breytingartillögu við frumvarp um hlutdeildarlán hefði verið laumað inn þegar þingmenn greiddu atkvæði um málið án þess að nokkur hefði vitað af því. „Þetta eru vinnubrögð sem eru fullkomlega óásættanleg.“
04.09.2020 - 12:46
Einnota plast á útleið
Fjórða árið í röð hefur árverkniátakinu Plastlaus september verið hrundið af stað. Tilgangur átaksins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun í daglegu lífi og draga úr notkun einnota plasts.
02.09.2020 - 19:33
32 ferðaskrifstofur sóttu um lán í ferðaábyrgðasjóð
Alls sóttu 32 ferðaskrifstofur um lán í ferðaábyrgðasjóð áður en frestur til þess rann út um mánaðamótin. Fimm þeirra hafa verið afgreiddar.
Ríkisábyrgðin verði skilyrt við flugrekstur Icelandair
Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að stjórnvöld tryggi að áformuð ríkisaðstoð við Icelandair afmarkist eingöngu við flugrekstur félagsins, áætlunarflug til og frá landinu. Þá þurfi að meta aðstoðina á keppinauta flugfélagsins og taka afstöðu til þess hvort ástæða sé til stuðningsaðgerða gagnvart þeim.
01.09.2020 - 10:29
Sótt um endurgreiðslulán upp á vel á annan milljarð
Umsóknir ferðaskrifstofa um lán í ferðaábyrgðasjóð nema samtals vel á annan milljarð króna. Tuttugu umsóknir hafa þegar borist til Ferðamálastofu og von er á fleirum.
Ábyrgð kaupmanna mikil gagnvart sprittsölu
Handspritt í litlum flöskum sem selt er í verslunum hér á landi hafa vakið hörð viðbrögð þar sem þær þykja höfða til fólks sem glímir við áfengisvanda. Forstjóri 10-11 segir það af og frá að það sé verið að höfða til veiks fólks, en fylgst verði með sölu á vörunni.Yfirlæknir á Vogi segir ábyrgð kaupmanna mikla og að mikil aukning hafi orðið á áfengisneyslu í faraldrinum.
26.08.2020 - 16:57
Samfélagið
Gott að umreikna krónur í klukkutíma
Það er ágætt að hugsa kostnað hluta ekki eingöngu út frá peningum heldur líka tíma. Fólk gæti spurt sig hvort því finnist þess virði að vinna heilan vinnudag og fá útborgað í bol. Stefán Gíslason velti innkaupum fyrir sér í pistli í Samfélaginu og fór yfir grundvallarreglur sem hafa skal í huga áður en hlutir eru keyptir.
21.08.2020 - 08:52
SAS hunsaði Samgöngustofu og þarf að borga skaðabætur
Samgöngustofa hefur gert norræna flugfélaginu SAS að greiða tveimur farþegum 400 evrur hvorum fyrir sig í skaðabætur og mismun á fargjaldi sem þeir þurftu að leggja út fyrir til að komast leiðar sinnar. Samgöngustofa reyndi þrívegis fá að einhver viðbrögð frá SAS við kvörtun farþeganna en án árangurs.
16.08.2020 - 21:07
Myndskeið
Engin ástæða til að óttast vöruskort
Starfsmenn matvöruverslana grípa nú til ráðstafana á borð við þær sem viðskiptavinir máttu venjast í vor. Við innganga standa starfsmenn og telja fjölda þeirra sem koma inn í verslanir og sjálfsafgreiðsluborð eru þrifin milli viðskiptavina. Framkvæmdastjóri Bónus segir ekki bera á því að fólk hamstri vörur, enda sé engin ástæða til að óttast vöruskort.
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit
Matfugl ehf. hefur innkallað ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Varan sem um ræðir hefur vöruheitið Ali, Bón­us með rekj­an­leika­núm­er­inu 215-20-25-1-01, heill kjúk­ling­ur, bring­ur, fille, legg­ir, væng­ir og læri, með síðasta notk­un­ar­dag 28.07.20 - 30.07.20. Kjúk­ling­num var dreift í verslanir Bónuss, Krónunnar, Ice­land og Fjarðar­kaupa.
24.07.2020 - 11:58
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Innheimta ólöglegan gistináttaskatt
Neytendasamtökin benda á Facebook-síðu sinni ferðalöngum á að hafa varan á og greiða ekki gistináttaskatt á ferðalögum sínum um landið næstu mánuði.
17.07.2020 - 16:02
Fá ekki farseðil endurgreiddan - sakaðir um háreysti
Samgöngustofa hefur hafnað kröfu tveggja farþega um endurgreiðslu farmiða eftir að þeim var meinað að fara um borð í vél Icelandair á grundvelli öryggissjónarmiða. Starfsmaður Icelandair taldi hegðun farþeganna hafa verið slíka að öryggi hans hefði verið ógnað.
16.07.2020 - 16:28
Myndskeið
Hækka álögur í Covid-faraldri
Erlendar bókunarsíður hafa hækkað þóknunargjöld á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sama tíma og eftirspurn hefur stórlega dregist saman. Íslensk ferðaþjónusta greiðir milljarða króna til erlendra fyrirtækja á ári hverju.
15.07.2020 - 19:44