Neytendamál

Myndskeið
Stefnir í metsölu á þorramat þó að fá séu haldin blótin
Sala á þorramat virðist ætla að haldast óbreytt þrátt fyrir að búið sé að aflýsa nær öllum stórum þorrablótum. Skagamenn láta faraldurinn ekki stoppa sig og slá upp stóru þorrablóti sem sent verður heim í stofu.
22.01.2021 - 22:52
Gagnrýna hömlur á talmeinafræðinga á meðan börn bíða
Félag talmeinafræðinga gagnrýnir að nýútskrifaðir talmeinafræðingar þurfi að vinna í tvö ár eftir útskrift áður en þeir komast á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands. Um 600 börn bíði eftir þjónustu og biðin sé tvö ár, en mikilvægt sé að grípa snemma inn í. 
21.01.2021 - 19:17
12 milljónir til verslunar í strjálbýli
Tólf milljónum króna hefur verið úthlutað úr ríkissjóði til þriggja verslana í strjálbýli. Markmiðið er að styðja verslun fjarri stórum þjónustukjörnum. Fimm verslanir sóttu um styrki.
Leikskólagjöld lægst í Reykjavík og hæst í Garðabæ
Foreldrar í Reykjavík greiða lægri gjöld fyrir átta tíma leikskóladag en foreldrar annars staðar á landinu og foreldrar í Garðabæ greiða hæstu leikskólagjöldin. Þetta kemur fram í nýrri úttekt verðlagseftirlits ASÍ.
14.01.2021 - 16:52
Láðist að auglýsa gjaldskrá, oftekin gjöld endurgreidd
Bílastæðasjóður sendi í desember út fjölda tilkynninga um oftekin gjöld vegna sekta sem rukkaðar voru á tímabilinu 1. janúar til 24. september í fyrra vegna stöðvunarbrota.
Flugeldar skila sveitunum mörg hundruð milljónum á ári
„Fólk var líklega ekki tilbúið að kveðja þetta ár með einnar mínútu þögn,” segir formaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar um flugeldasöluna fyrir nýafstaðin áramót, sem gekk mun betur en síðustu tvö ár. Hann segist ekki loka augum fyrir því að flugeldar mengi, en bendir á flugeldasalan sé aðal-tekjulind björgunarsveitanna 93ggja um land allt. Sveitirnar fá á bilinu 700 til 800 milljónir á ári fyrir sölu á flugeldum.
04.01.2021 - 14:54
Sorphirðugjald hækkar um allt að 123%
Sorphirðugjöld í Reykjavík hækka meira en önnur gjöld borgarinnar um áramótin. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri á skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg, segir það vera vegna hækkunar á móttökugjaldi og launakostnaði. Dæmi eru um að hækkunin nemi rúmum 123 prósentum.
Tveir af hverjum þremur borða hangikjöt í dag
Hangikjöt verður á borðum 65% landsmanna í dag, jóladag og stuðningsmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins og fólk á landsbyggðinni er líklegast til að halda í þá hefð. 5% ætla að borða grænmetisrétt og er ungt fólk, konur og þeir sem styðja Pírata fjölmennast í þeim hópi.
25.12.2020 - 10:13
Innlent · Neytendamál · Jólin · Matur · jólamatur · Jól · mmr
Lína Birgitta braut lög með færslum um Sætar syndir
Neytendastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir hafi brotið lög með færslum um þjónustu fyrirtækisins Sætar syndir á samfélagsmiðlinum Instagram. Neytendastofa telur færslurnar ekki hafa verið nægjanlega merktar sem kynning eða auglýsing. Rúmlega 24 þúsund fylgja Línu Birgittu á Instagram.
23.12.2020 - 08:29
Hætta sölu á umdeildum tölvuleik
Mikill styr hefur staðið um hinn nýútgefna tölvuleik Cyberpunk 2077, sem margir biðu með eftirvæntingu. Nú hefur Sony ákveðið að hætta sölu hans og Microsoft býður kaupendum endurgreiðslu.
22.12.2020 - 15:15
Launahækkanir leiða til dýrari póstsendinga
Launahækkanir og minna magn pósts í flokki bréfa sem eru 0 til 2000 grömm að þyngd eru meðal ástæðna þess að gjaldskrá Póstsins hækkar um 15 prósent um áramótin.
22.12.2020 - 07:00
Fleiri setja upp jólatré nú en í fyrra
Fleiri Íslendingar ætla að setja upp jólatré í ár en í fyrra. Ekkert lát er á vinsældum gervijólatrjáa en tæplega 60 prósent ætla að setja upp gervitré þessi jólin.
21.12.2020 - 16:44
Innkalla hættulega „pikkler“ leikfangaklifurgrind
Neytendastofa hefur fyrirskipað innköllun og bannað sölu og afhendingu á leikfangaklifurgrind, „pikkler“, frá Sigurði Valgeirssyni. Í nýrri tilkynningu á vef Neytendastofu segir að af klifurgrindinni stafi hengingarhætta þar sem börn geti fest höfuðið milli rimlanna. Þá sé hún völt og geti oltið á hliðina. Þeir sem eiga klifurgrind af þessari gerð eru hvattir til að skila henni til seljanda.
21.12.2020 - 16:40
Facebook lokar á spjalleiginleika í Evrópu
Til að bregðast við breyttum reglum Evrópusambandsins um persónuvernd hefur Facebook fjarlægt ýmsa eiginleika í samskiptaforritinu Messenger og samfélagsmiðlinum Instagram. Enn er þó hægt að senda skilaboð og hringja hljóð- og myndsímtöl.
Landinn
Býr til ost og konfekt úr sauðamjólk
Í félagsheimilinu Végarði í Fljótsdal hefur Ann-Marie Schlutz komið sér fyrir með framleiðslu á afurðum úr sauðamjólk, undir nafni Sauðagulls. „Ég kom til Íslands 2016 og sá bara alls staðar fullt af kindum en engan sauðaost og það fannst mér svolítið skrítið,“ segir Ann-Marie.
17.12.2020 - 08:30
Met í útlánum slegin hvert á fætur öðru
Fjöldi landsmanna hefur gripið tækifærið vegna sögulega lágra vaxta Seðlabankans og tekið ný húsnæðislán eða endurfjármagnað eldri. Hvert metið í útlánum á fætur öðru hefur verið slegið á síðustu mánuðum. Þeim sem fá greiddar húsnæðisbætur hefur fækkað.
Úthlutað úr Matvælasjóði í fyrsta sinn
Úthlutað var úr Matvælasjóði í fyrsta sinn í morgun. Matvælasjóður leysir af hólmi Framleiðnisjóð og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 62 verkefni hlutu styrki fyrir tæpar 500 milljónir. Eftirspurnin var talsvert meiri, eða fyrir 2,8 milljarða.
Fjárhagsstaða leigjenda versnar
Leigjendum hefur fækkað eftir að kórónuveirufaraldurinn braust út og fleiri búa nú í foreldrahúsum. Fjárhagur leigjenda versnar en fjárhagur þeirra sem búa í eigin húsnæði batnar.
Fasteignasala á höfuðborgarsvæðinu í hæstu hæðum
Fjöldi kaupsamninga vegna fasteignakaupa hefur aldrei verið meiri en í september og var fjöldinni í október og nóvember sömuleiðis mjög mikill. Enn er mikið líf á fasteignamarkaði þrátt fyrir COVID-19 faraldurinn og dýrar eignir seljast á yfirverði sem aldrei fyrr.
Hver að verða síðastur að panta fyrir jólin
Það hefur verið brjálað að gera í póstþjónustu síðustu vikurnar og aldrei eins mikið og nú. Álagið hefur aukist jafnt og þétt frá því um miðjan október. Nú fer hver að verða síðastur að panta á netinu svo pakkarnir nái á rétta staði fyrir jól.
14.12.2020 - 21:38
Spegillinn
Árskortin endurgreidd eða framlengd
Formaður Neytendasamtakanna segir að réttur neytenda sé skýr ef þjónusta sem greitt hefur verið fyrir er ekki fyrir hendi vegna sóttvarnaaðgerða. Þetta eigi við um árskort, æfingagjöld og gjafakort svo eitthvað sé nefnt. Á þessu ári hefur fyrirspurnum til Neytendasamtakanna fjölgað um 70%. Meira en helmingur þeirra tengist COVID-19.
14.12.2020 - 17:00
Stockmann selur fasteignir til að grynnka á skuldum
Finnska verslunarkeðjan Stockmann hyggst selja fasteignir sínar í Helsinki, Tallinn og Riga til að reyna að bjarga fyrirtækinu úr verulegum rekstrarerfiðleikum. Salan er liður í björgunaraðgerðum en Stockmann hefur átt í rekstrarerfiðleikum á síðustu árum og kórónuveirufarsóttin hefur leikið það grátt. Nota á andvirði sölu fasteignanna til að grynnka á skuldum.
14.12.2020 - 13:50
Ný matvælastefna mikilvægt leiðarljós inn í framtíðina
Ný matvælastefna er mikilvægt leiðarljós til framtíðar, um hvernig auka megi verðmætasköpun með matvælaframleiðslu hér á landi. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Hún telur að Ísland búi yfir miklum tækifærum sem matvælaframleiðsluland.
Niðurstaða um uppgreiðslugjald mögulega á næsta ári
Endanleg niðurstaða um lögmæti uppgreiðslugjalds Íbúðalánasjóðs gæti legið fyrir á fyrri hluta næsta árs, ef málinu verður áfrýjað beint í Hæstaréttar, eins og fjármálaráðherra vill, segir lögmaðurinn sem sótti málið. Annars þyrfti að bíða í tvö til þrjú ár. 
Vilja minna regluverk og meiri sveigjanleika
Minnka þarf regluverk og auka sveigjanleika fyrir matvælaframleiðendur hér á landi. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem kynnt var í morgun. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynntu stefnuna.