Neytendamál

Meiri framkvæmdagleði í samkomubanni
Verulegar breytingar urðu á neyslu landsmanna í samkomubanninu. Í aprílmánuði jukust áfengiskaup hlutfallslega mest allra útgjaldaliða milli ára, um 52%, þegar litið er til greiðslukortaveltu eftir útgjaldaliðum. 
Leigusali fær skaðabætur vegna kannabisræktunar
Kærunefnd húsamála telur að leigusali eigi rétt á skaðabótum frá leigjanda vegna skemmda sem urðu á íbúð vegna kannabisræktunar. Upp komst um ræktunina þegar íbúi á hæðinni fyrir neðan varð var við leka. Kærunefndin tók ekki afstöðu til þess hversu háar skaðabæturnar ættu að vera en leigusalinn vildi fá tæpar fjórar milljónir.
24.05.2020 - 21:52
Segir frumvarp ráðherra ekki nýtast Airport Associates
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associa­tes sem sinnir þjónustu fyrir 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli, segir félagið ekki geta nýtt sér frumvarp fjármálaráðherra um greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti. Þetta kemur fram í umsögn forstjórans við frumvarpið.
Sagði einkaskilaboð hafa verið notuð í uppsögn
Persónuvernd telur sig ekki geta skorið úr um hvort yfirmaður fyrirtækis hafi brotið persónuverndarlög en hann var sakaður um að hafa notað einkaskilaboð starfsmanns til að segja honum upp störfum. Persónuvernd segir orð standa gegn orði.
22.05.2020 - 16:18
Staðfestir að íslensk lög gildi um smálánafyrirtæki
Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur staðfesti ákvörðun Neytendastofu að íslensk lög gildi um smálaánafyrirtækið eCommerce. Þar með stendur sú ákvörðun Neytendastofu að smálánafyrirtækið hafi brotið lög um neytendalán.
22.05.2020 - 13:58
Mega vænta betri lánskjara
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína í morgun í fjórða sinn í ár. Þess er vænst að lækkunin skili sér í betri lánskjörum fyrir fólk og fyrirtæki.
Húsfélag fær deilu tónlistarkonu og leigusala í fangið
Kærunefnd húsamála telur að húsfélag í fjöleignarhúsi þurfi að höggva á hnútinn í deilu tónlistarkonu og leigusala og setja reglur um hvenær má og hvenær má ekki syngja og spila. Leigusalinn kvartaði til nefndarinnar og sagði tónlistarkonuna ekki sýna leigjanda hans næga tillitsemi. Hún notaðist við „hljóðmagnara, karókí og æfi nokkrum sinnum yfir daginn með miklum látum.“ Tónlistarkonan sagði leigusalann hafa ítrekað og í lengri tíma lagt hana í einelti.
19.05.2020 - 23:02
Myndskeið
Leggur til leið fyrir neytendur til að fá endurgreitt
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fram tillögu í atvinnuveganefnd um að ferðaþjónustufyrirtækjum verði gert kleift að endurgreiða ferðir án þess að fara í gjaldþrot eða rekstrarstöðvun. Hann greindi frá þessu í ræðu á Alþingi og segir að sú leið myndi ekki brjóta gegn eignarréttarákvæði stjórnarskrár.
Bankar vara við pakkaferðafrumvarpi ráðherra
Arion banki og Íslandsbanki vara báðir við hættu sem þeir segja fólgna í frumvarpi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Frumvarpið heimilar ferðaskrifstofum og flugfélögum að endurgreiða fólki með inneignarnótu í stað peninga fyrir pakkaferðir sem ekki voru farnar vegna COVID-19 faraldursins. Lögmenn bankanna segja þetta geta kollvarpað rétti fólks til endurgreiðslu hjá kortafélögum.
Endurgreiða þeim sem eru óánægðir
World Class endurgreiðir þeim sem eru óánægðir með hvernig líkamsræktarstöðin hagar innheimtu  á aðgangsgjöldum á meðan lokað er vegna heimsfaraldursins. Líkamsræktarstöðvar hafa verið lokaðar í samkomubanninu en fá að opna 25. maí.
14.05.2020 - 14:45
Kortavelta orðin jafn mikil og fyrir faraldur
Kortavelta íslenskra greiðslukorta er þegar orðin jafn mikil og hún var áður en samkomubannið vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi 13. mars.
Vara við neyslu á kræklingi úr Hvalfirði
Matvælastofnun varar við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði. DSP þörungaeitur hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum í kræklingnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.
08.05.2020 - 18:03
Viðtal
Segir að neytendur eigi inni 1,5 til 2,5 milljarða
Formaður Neytendasamtakanna segir að íslenskir neytendur eigi inni á bilinu 1,5 til 2,5 milljarða hjá ferðaskrifstofum, í formi ferða sem búið er að greiða, en verða ekki farnar vegna kórónuveirufaraldursins. Hann vill að ferðskrifstofum verði gert kleift að taka lán til þess að endurgreiða féð.
Gengur erfiðlega að fá endurgreitt
Almennt gengur fólki illa að fá kröfur endurgreiddar vegna mála tengdum Covid-faraldrinum. Fjölmargir Íslendingar eru í þeim sporum að hafa greitt fyrir einhvers konar þjónustu sem ekki var innt af hendi.
05.05.2020 - 22:56
Viðtal
Neytendur ekki gerðir að lánastofnunum í ferðaþjónustu
Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það af og frá að neytendur séu gerðir að lánastofnunum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Hann er ósáttur við gagnrýni Neytendasamtakanna sem saka ferðaskrifstofur um að neita að endurgreiða fólki. 
Ráðist að neytendum úr öllum áttum
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að ráðist sé að rétti neytenda úr öllum áttum. Ferðaskrifstofur neita að endurgreiða ferðir sem ekki verða farnar. Líkamsræktastöðvar, tónlistar- og myndlistaskólar rukki fyrir tíma sem ekki er hægt að nýta. Verði stjórnarfrumvarp sem nú er fyrir Alþingi að lögum sé verið að varpa lausafjárvanda ferðaskrifstofa yfir á herðar neytenda.
04.05.2020 - 14:57
Íslendingar panta helmingi minna frá Kína
Erlend netverslun Íslendinga dróst saman um 18 prósent milli ára í mars, miðað við tollskráningu, og nam 195,3 milljónum að tollvirði í mánuðinum. Mest dróst saman í netverslun frá Kína, um meira en helming milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar.
01.05.2020 - 10:21
Innkalla slím vegna efnis sem getur valdið eitrun
Þrjár verslanir hafa að undanförnu innkallað leikfangaaslím. Innköllunin er ekki bundin við einn framleiðanda og nær yfir margar tegundir. Ástæðan er að rannsóknir hafa leitt í ljós of hátt gildi bórax, en það getur valdið eitrunum og líkamlegum jafnt sem andlegum einkennum.
29.04.2020 - 11:56
Rjómasósur og nautafillet víkja fyrir kjöti í karrí
Sala á íslenskri matvöru hefur ekki aukist í kórónuveirufaraldrinum heldur breyst, segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna. „Veitingastaðavöðvarnir fara síður. Fólk er meira í því að borða sígilda íslenska kjötsúpu og kjöt í karrí eins og í gamla daga,“ segir Gunnar. Þá seljist minna af rjóma en meira af venjulegri mjólk. Stjórnvöld og atvinnulíf ætla að ráðast í sameiginlegt kynningarátak í því skyni að auka sölu á íslenskum vörum og þjónustu.
Lögbanni á innheimtu smálána hafnað
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag lögbanni á innheimtu smálána í máli sem Neytendasamtökin höfðuðu gegn Almennri innheimtu ehf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Neytendasamtökin hefðu ekki heimild til að krefjast lögbanns á þeim grundvelli sem þau gerðu.
24.04.2020 - 21:19
Frumvarp ráðherra sagt „aðför að neytendum“
Fjöldi ferðaskrifstofa stefnir í gjaldþrot verði frumvarp ferðamálaráðherra ekki að lögum. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Í frumvarpinu er kveðið á um heimild til að gefa út inneignarnótur fyrir þær pakkaferðir sem er aflýst vegna farsóttarinnar í stað þess að endurgreiða þær að fullu eins og núverandi lög kveða á um. ASÍ varar við því að velta vanda fyrirtækja yfir á neytendur og læknanemar sem ætluðu að fara í útskriftarferð sjá fram á að tapa 300 þúsund krónum hver.
24.04.2020 - 16:23
„Við munum sjá frekari lækkun á eldsneytisverðinu hér“
Forstjóri Olís gerir ráð fyrir því að eldsneytisverð lækki hér á landi, samhliða lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Hann segir hins vegar að staðan hjá fyrirtækinu sé erfið, enda hafi eftirspurn eftir eldsneyti minnkað mikið auk þess sem fyrirtækið sitji uppi með birgðir af eldsneyti sem keypt var á hærra verði en nú býðst. Forstjóri Skeljungs segir að fyrirtækið hafi lækkað eldsneytisverð í tvígang í þessari viku.
23.04.2020 - 10:17
Lýsi hf. ekki heimilt að halda fram heilsufullyrðingum
Matvælastofnun hefur gefið Lýsi hf. fyrirmæli um að hætta að nota heilsufullyrðingar við markaðssetningu fæðubótarefnisins „Fríar fitusýrur og þorskalýsi.“ Fyrirtækið hefur í markaðssetningu gefið til kynna að neysla vörunnar gæti verið gagnleg meðal annars gegn kórónuveiru og til að fyrirbyggja smit.
Lækkun olíuverðs góð fyrir neytendur og fyrirtæki
Stórlækkað heimsmarkaðsverð á olíu vinnur gegn verðbólgu hér á landi, og hefur jákvæð áhrif á neytendur og fyrirtæki, sérstaklega í sjávarútvegi. Þetta segir forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Olíuverð vestanhafs hefur farið undir núll sem skýrist af því að olíuframleiðendur geta ekki stöðvað olíulindir og geymslupláss er uppurið. Þeir þurfa því að borga hærra verð fyrir geymslu á olíunni en sem nemur verðmæti olíunnar sjálfrar.
21.04.2020 - 12:48
Sjóklæðagerðin hafði betur gegn Olís í deilu um 66
Hugverkastofa hefur fellt úr gildi skráningu Olíuverzlunar Íslands, Olís, á vörumerkjunum Kaffi 66 og Ferskt 66. Sjóklæðagerðin, sem á vörumerkið 66°gráður norður, kvartaði til Hugverkastofunnar og og taldi vörumerkin vera „ruglingslega lík“.
19.04.2020 - 17:12