Neytendamál

Mótmæla fyrirhuguðum landfyllingum í Skerjafirði
Íbúar í Skerjafirði og Landvernd hafa áhyggjur af því að ásýnd svonefndar Shell-fjöru í Skerjafirði spillist ásamt því að búsvæði fugla og fleiri dýra verði ógnað ef af landfyllingum verður á svæðinu.
Kartöflur skortir til að seðja gesti skyndibitastaða
Skyndibitakeðjan McDonalds hefur þurft að grípa til þess ráðs að skammta franskar kartöflur á fjölmörgum veitingastöðum sínum í Malasíu vegna þess að hráefni skortir. Hið sama er uppi á teningnum víða um Asíu.
Landsnet: Orkuafhending gæti skerst í meðalári
Aukist raforkunotkun álíka mikið og opinberar spár ætla eru líkur á að strax á næsta ári þurfi að draga úr afhendingu skerðanlegrar orku í meðalvatnsári. Vatnsskortur hefur leitt af sér skerðingar á orkuafhendingu til stórnotenda undanfarið og byggist það á samningum þess efnis.
Þjóðhagsspá Íslandsbanka
Telja að búast megi við ríflega milljón ferðamönnum
Ríflega milljón ferðamenn heimsækja Ísland árið 2022 gangi þjóðhagsspá Íslandsbanka eftir. Það er svipaður fjöldi og hingað kom árið 2015 en ríflega 40% færri en árið 2019. Sérfræðingar bankans gera ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi enn næstu tvö til þrjú ár.
Biðjast afsökunar og endurgreiða mismun síðustu mánaða
Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1, sendi síðdegis frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á að N1 rafmagn hefði ekki brugðist fyrr við athugasemdum um hátt verð sem fólk greiðir sé það flutt sjálfkrafa í viðskipti við fyrirtækið í gegnum þrautavaraleið. Fyrirtækið hefur sætt gagnrýni fyrir að rukka fólk sem kemur þannig óumbeðið í viðskipti við fyrirtækið um miklu hærra verð en þá sem óska eftir rafmagni frá N1 orkumiðlun. Verðlagningu verður breytt og mismunur endurgreiddur.
20.01.2022 - 18:23
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Innbrotið í gagnakerfi Strætó enn til rannsóknar
Rannsókn sérfræðinga Syndis og Advania stendur enn yfir á innbroti tölvuþrjóta í netkerfi Strætó. Framkvæmdastjóri Strætó segir ekkert tjón hafa orðið en segir vont að hafa misst persónulegar upplýsingar í hendur óprútttinna manna.
Segir N1 hafa beitt blekkingum
Formaður Neytendasamtakanna sakar N1 um blekkingar en fyrirtækið hefur selt viðskiptavinum rafmagn í gegnum svokallaða þrautavaraleið á mun hærra verði en því sem er auglýst. Orkumálastjóri segir unnið að því að koma í veg fyrir vankanta sem þessa.
19.01.2022 - 22:05
Vilja að fallið verði formlega frá þéttingaráformum
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ætla að leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að fallið verði frá áformum borgarinnar um þéttingu byggðar við Bústaðaveg, Háaleitisbraut og Miklubraut.
Litlu munaði að sjálfspróf seldust upp
Ekki er hægt að útiloka að birgjar hér á landi verði uppiskroppa með farsóttarvörur, eins og grímur, hanska, hlífðarbúnað og sjálfspróf. Framleiðendur eru flestir í Asíu og afhendingartíminn er tveir til þrír mánuðir. Framboð og eftirspurn sveiflast hratt. Litlu munaði að heimapróf seldust upp hér á landi í síðustu viku.
17.01.2022 - 20:11
Sögulega lítið af húsnæði til sölu á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi einbýlishúsa og fjölbýlishúsaíbúða til sölu á höfuðborgarsvæðinu er í sögulegu lágmarki. Fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu sem er rúmlega 20% minna en var um það bil mánuði fyrr. Hlutfall óverðtryggðra lána við íbúðarkaup fer vaxandi.
RARIK tryggir heitt vatn fyrir baðlón á Skagaströnd
Sveitarfélagið Skagaströnd og RARIK hafa undirritað samning um afhendingu á vatni vegna uppbyggingar baðlóna á Skagaströnd. Til stendur að reisa baðstað á Hólanesi, byggja þar á sjávarbakkanum baðlaugar og heita potta ásamt þjónustuhúsi.
Sjónvarpsfrétt
Landsmenn borða þorramatinn heima - blótin blásin af
Annað árið í röð stefnir í það að mestöll neysla á þorramat fari fram í heimahúsum því viðbúið er að þorrablót verði almennt blásin af. Framleiðendur þorramats búa sig því undir mikla sölu beint til verslana.
10.01.2022 - 09:40
Stofnandi Theranos sakfelld fyrir fjársvik
Elizabeth Holmes, stofnandi bandaríska tæknifyrirtækisins Theranos, var í dag sakfelld fyrir svik í garð fjárfesta. Kviðdómur sýknaði hana af nokkrum ákæruliðunum, sem voru tólf talsins, og komst ekki að samkomulagi um niðurstöðu í öðrum.
Undraðist fjölda tölvupósta í deilu um markþjálfun
Yfirskattanefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun ríkisskattstjóra sem taldi sjö námskeið stjórnunarráðgjafa hafa verið markþjálfun og því ekki undanþegin virðisaukaskatti. Nefndin gerir athugasemdir við þann fjölda tölvupósta sem sendir voru í deilunni og segir að ekki hefði verið vanþörf á að viðkomandi kynntu sér aðferðir til að „temja tölvupóstinn“. Sem er einmitt eitt þeirra námskeiða sem stjórnunarráðgjafinn býður upp á.
02.01.2022 - 21:20
Fjölda flugferða aflýst vegna veðurs vestanhafs
Miklar tafir urðu á flugferðum innan Bandaríkjanna í gær gamlársdag og einnig raskaðist millilandaflug talsvert. Aflýsa þurfti mjög mörgum ferðum sem rekja má til illviðris víða um land sem bætist við mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.
Heitir miklum umbótum í málefnum eldri borgara
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur boðar algera uppstokkun á lagaumhverfi málefna eldri borgara. Hún segir sömuleiðis að eldra fólk fái ekki alltaf þá aðstoð sem það verðskuldi.
Costco hunsaði fyrirspurn Neytendastofu um endurnýjun
Neytendastofa telur að Costco hafi brotið neytendalög með fyrirkomulagi við endurnýjun aðildar að vöruhúsum verslunarkeðjunnar. Costco hunsaði ítrekaða fyrispurn Neytendastofu um hvað gerðist ef meðlimur endurnýjaði áskrift sína eftir að hún félli úr gildi.
01.01.2022 - 14:06
Margfalt álag á netverslanir vegna COVID-19
Mikið álag er á netverslunum sem senda matvæli og aðrar nauðsynjavörur heim nú á milli jóla og nýárs. Um þrettán þúsund manns eru annað hvort í einangrun eða í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins, og eiga þeir fárra annarra kosta völ en að kaupa inn í gegnum netverslanir.
29.12.2021 - 18:03
Stytta tímabil innflutningstolla á grænmeti
Alþingi samþykkti í gær breytingar á tollalögum sem fela í sér að tímabil tollverndar á innfluttu grænmeti verður styttra á næsta ári en verið hefur. Þannig verður hægt að flytja inn grænmeti yfir lengra tímabil án þess að greiða tolla. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda fagnar breytingunni.
29.12.2021 - 16:58
Bílaleiga ofrukkaði ferðamann sem klessti á ljósastaur
Kærunefnd vöru-og þjónustukaupa hefur gert bílaleigu að endurgreiða ferðamanni nærri hálfa milljón. Bílaleigan rukkaði ferðamanninn um viðgerðarkostnað fyrir tjón á bílaleigubílnum eftir að ferðamaðurinn klessti á ljósastaur. Kærunefndin telur að ekki verði séð á hvaða grundvelli bílaleigan krafði ferðamanninn um þessa upphæð.
23.12.2021 - 16:00
Varar við hættu á orkuskorti verði ekkert að gert
Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar varar við því að orkuskortur kunni að vera yfirvofandi verði ekkert að gert. Efirspurn eftir raforku verði meiri en framboðið sem leiði af sér að fyrirtæki fái ekki þá orku sem þau telja sig þurfa, orkuskipti gangi hægar og raforkuverð hækki meira enn ella væri.
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um Novavax í dag
Lyfjastofnun Evrópu tekur ákvörðun um það í dag hvort heimila eigi notkun Covid-bóluefnis bandaríska lyfjafyrirtækisins Novavax. Aukafundur lyfjanefndar verður haldinn um málið og niðurstöður kynntar strax að honum loknum.
Áburður tvöfalt dýrari en í fyrra
Verð á áburði til bænda hefur hækkað mikið frá því í fyrra. Tonn af áburði sem kostaði í fyrra um 57 þúsund krónur kostar í ár um 120 þúsund krónur, eða rúmlega tvöfalt meira.
Gyllingin hverfur af þotum Icelandair
Gyllti liturinn sem verið hefur ráðandi í öllu markaðsefni Icelandair frá árinu 2006 ásamt bláum og hvítum hverfur í byrjun næsta árs. Þess í stað verður lögð áhersla á fjölbreytt litaval sem sótt er í íslenska náttúru.