Neytendamál

Aukin þörf fyrir fjárhagsstuðning í Eyjafirði
Hjálparsamtök við Eyjafjörð hafa sameinast um að stofna velferðarsjóð sem á að bregðast við aukinni þörf fyrir fjárhagsaðstoð.
Ísland dýrast í Evrópu í fatnaði og samgöngum
Matur á Íslandi er 42% dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu. Skór og föt eru 35% dýrari hér og almenningssamgöngur 85% dýrari.
01.07.2022 - 12:30
Lækkun á heimsmarkaðsverði olíu skilar sér ekki hingað
Enn sem komið er hefur lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu ekki skilað sér hingað heim. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda veltir fyrir sér hvort olíufélögin hiki við að lækka verðið þar sem stærsti ferðamánaður ársins fer í hönd.
Verðbólgan ekki verið meiri frá 2009
Verðbólga er komin í 8,8 prósent samkvæmt mælingu Hagstofunnar sem var birt klukkan níu.
29.06.2022 - 09:01
Mikil verðbólga, hagvöxtur og einkaneysla
Verðbólga verður sjö og hálft prósent að meðaltali á árinu, samkvæmt þjóðhagsspá Hagstofunnar, og hagvöxtur rétt rúm fimm prósent. Einkaneysla er meiri og erlendir ferðamenn fleiri en Hagstofan spáði í mars. Þá eiga áhrif stríðsins eftir að vara lengur en áður var talið.
Morgunútvarpið
Loka fyrir rafmagn ef fólk finnur sér ekki raforkusala
Fólk sem hefur ekki valið sér raforkusala má búast við að lokað verði fyrir rafmagnið á næstu dögum.
27.06.2022 - 08:15
Sjónvarpsfrétt
Flest sumarnámskeið fyrir börn dýrari en í fyrra
Gjald fyrir flest sumarnámskeið fyrir börn á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað frá því í fyrra. Mörg hafa hækkað meira en almennt verðlag. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segir áhyggjuefni ef börn efnalítilla foreldra komast ekki á námskeið í sumar.
27.06.2022 - 08:15
Spegillinn
Apótek deildu viðkvæmum persónuupplýsingum
Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera.  
24.06.2022 - 10:21
Sjónvarpsfrétt
80 þúsund meira í afborgun lána en fyrir ári
Um næstu mánaðamót hækkar greiðslubyrði fyrstu íbúðarkaupenda af óverðtryggðum lánum að jafnaði um tuttugu þúsund krónur vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Mánaðarleg greiðsla af meðalláni, upp á þrjátíu og fimm milljónir króna, verður því tæplega áttatíu þúsund krónum hærri en fyrir ári.
Snörp lækkun olíuverðs á heimsmarkaði
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað umtalsvert undanfarna daga. Verð á dælunni hér heima hefur ekki fylgt þeirri þróun enn sem komið er, en neytendur ættu að búast við lækkun á næstu dögum.
23.06.2022 - 13:16
Bayer mistókst að stöðva málsóknir vegna Roundup
Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gær kröfu efnaframleiðandans Bayer um að ógilda dóm sem gerir fyrirtækinu að greiða krabbameinssjúklingi milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur. Hefði dómstóllinn dæmt Bayer í hag, hefði það þýtt að þúsundir málsókna á hendur fyrirtækinu vegna illgresiseyðisins Roundup væru runnar út í sandinn.
Sjónvarpsfrétt
Áttatíu þúsund króna hækkun á greiðslubyrði heimila
Rúmlega áttatíu þúsund krónur hafa bæst við greiðslubyrði fjögurra manna fjölskyldu á einu ári. Matur, bensín og vaxtagreiðslur af óverðtryggðum húsnæðislánum hafa hækkað mikið undanfarið ár. Verðhækkanir sem dynja á landsmönnum eru sársaukafullar og erfiðar fyrir stóran hóp, segir deildarstjóri hjá Íslandsbanka. Búist er við áframhaldandi verðhækkun.
Strauja kortin sem aldrei fyrr í útlöndum
Íslendingar hafa aldrei verið eyðsluglaðari í útlöndum en í síðasta mánuði. Þá var sett nýtt met í kortaveltu erlendis. Fleiri Íslendingar ferðuðust til útlanda í síðasta mánuði en höfðu nokkru sinni farið af landi brott í maí fram að því.
21.06.2022 - 15:22
Sjónvarpsfrétt
2,6 milljarðar í íbúðir fyrir efnaminni
2,6 milljörðum króna var í dag úthlutað til húsnæðisuppbyggingar í almenna íbúðakerfinu. Eftirspurnin er langt umfram framboð og stendur vilji til að fjölga íbúðum enn frekar.
Sameiginlegt átak þarf til að bregðast við verðhækkunum
Matvælaráðherra segir að allir þurfi að taka þátt í bregðast við hækkunum í landbúnaðarframleiðslu. Bændur hafa fengið rekstrarhækkun að hálfu bætta en afganginn þurfa afurðastöðvar, verslanir og neytendur að greiða. Ráðherra segir að fæðuöryggi snúist ekki aðeins um aðgengi að mat heldur einnig að gætt sé efnahagslegs jöfnuðar. 
20.06.2022 - 08:35
Milljarða málsókn á hendur Apple í Bretlandi
Bandaríski tæknirisinn Apple á yfir höfði sér málsókn í Bretlandi vegna ásakana um að fyrirtækið hafi hægt vísvitandi á eldri gerðum iPhone-síma. Neytendasamtök í landinu fara fyrir málsókninni og gera kröfu upp á 750 milljónir punda, um 120 milljarða króna, fyrir hönd allt að 25 milljóna iPhone-eigenda. Þótt upphæðin sé há eru það ekki nema tæpar 5.000 íslenskar krónur á hvern síma.
16.06.2022 - 15:38
Át á bjúgum og fiskibollum í dós gæti fylgt verðbólgu
Viðbúið er að fólk fari að leita í ódýrari matvöru eins og reykt bjúgu og fiskibollur í dós. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Verð á matvöru hefur hækkað töluvert síðustu vikur og hætt er við frekari verðhækkunum. Bændur, afurðarfyrirtæki og neytendur þurfa að taka á sig tvo og hálfan milljarð króna vegna aukins rekstrarkostnaðar í landbúnaði. Þetta kemur fram í skýrslu svonefnds Spretthóps matvælaráðherra.
Fagnar söluleyfi handverksbrugghúsa á áfengi í umbúðum
Handverksbrugghús fá leyfi til að selja áfengi samkvæmt nýjum lögum sem Alþingi samþykkti í gær. Formaður Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa fagnar áfangasigri fyrir unnendur bjórmenningar.
Spegillinn
Þekking og aðstaða til framleiðslu rafeldsneytis
Tækniþekking og aðstaða er til að framleiða um fjögur þúsund tonn af rafeldsneyti á ári í verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi á Reykjanesskaga.
Áfengisfrumvarpið samþykkt
Frumvarp dómsmálaráðherra um að heimila sölu áfengis á framleiðslustað, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld með 54 samhljóða atkvæðum. Frumvarpið öðlast gildi 1. júlí næstkomandi.
Boða hækkanir á afurðaverði til bænda
Bændur munu fá að minnsta kosti 20% meira fyrir afurðir sínar frá Kjarnafæði - Norðlenska hf þegar ný verðskrá verður gefin út innan tíðar. Forstjóri fyrirtækisins segir að tillögur sprettshóps matvælaráðherra, sem kynntar voru í gær, séu greininni til góðs.
Segir beina styrki betri en hömlur
Beinir styrkir á borð við það tveggja og hálfs milljarðs króna framlag sem koma á til móts við slæma stöðu landbúnaðar eru skynsamlegri ráðstöfun en hömlur að mati formanns Félags atvinnurekenda. Hann kallar eftir því að tollar verði lækkaðir á innfluttar landbúnaðarafurðir.
Spegillinn
Svíar áforma að reisa stóra rafeldsneytisverksmiðju
Tug milljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum.
Vilja aukið samráð vegna hækkana
Neytendasamtökin telja að tillögur spretthóps matvælaráðherra gangi ekki nægilega langt og vilja aukið samráð við stjórnvöld um hagsmuni neytenda.
Útilegan verður dýrari í sumar en í fyrra
Verð á tjaldsvæðum hefur hækkað nokkuð á milli ára. Fréttastofa gerði óformlega könnun og svo virðist sem verð fyrir einn í eina nótt hafi víða verið hækkað um allt að 25 prósent.
12.06.2022 - 08:38