Neytendamál

Myndskeið
Engin ástæða til að óttast vöruskort
Starfsmenn matvöruverslana grípa nú til ráðstafana á borð við þær sem viðskiptavinir máttu venjast í vor. Við innganga standa starfsmenn og telja fjölda þeirra sem koma inn í verslanir og sjálfsafgreiðsluborð eru þrifin milli viðskiptavina. Framkvæmdastjóri Bónus segir ekki bera á því að fólk hamstri vörur, enda sé engin ástæða til að óttast vöruskort.
Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellusmit
Matfugl ehf. hefur innkallað ferskan kjúkling vegna gruns um salmonellusmit. Varan sem um ræðir hefur vöruheitið Ali, Bón­us með rekj­an­leika­núm­er­inu 215-20-25-1-01, heill kjúk­ling­ur, bring­ur, fille, legg­ir, væng­ir og læri, með síðasta notk­un­ar­dag 28.07.20 - 30.07.20. Kjúk­ling­num var dreift í verslanir Bónuss, Krónunnar, Ice­land og Fjarðar­kaupa.
24.07.2020 - 11:58
Hundrað þúsund hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda
Rúmlega hundrað þúsund Íslendingar hafa sótt ferðagjöf stjórnvalda og 45 þúsund hafa nú þegar nýtt hana, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu.
Andhormónalyf við brjóstakrabbameini komin til landsins
Andhormónalyfin Aromasin og Exemestan eru komin til landsins, að sögn framkvæmdastjóra dreifingarfyrirtækisins Distica. Frumlyfið Aromasin er komið í apótek en samheitalyfinu Exemestan hefur ekki enn verið dreift í verslanir.
Innheimta ólöglegan gistináttaskatt
Neytendasamtökin benda á Facebook-síðu sinni ferðalöngum á að hafa varan á og greiða ekki gistináttaskatt á ferðalögum sínum um landið næstu mánuði.
17.07.2020 - 16:02
Fá ekki farseðil endurgreiddan - sakaðir um háreysti
Samgöngustofa hefur hafnað kröfu tveggja farþega um endurgreiðslu farmiða eftir að þeim var meinað að fara um borð í vél Icelandair á grundvelli öryggissjónarmiða. Starfsmaður Icelandair taldi hegðun farþeganna hafa verið slíka að öryggi hans hefði verið ógnað.
16.07.2020 - 16:28
Myndskeið
Hækka álögur í Covid-faraldri
Erlendar bókunarsíður hafa hækkað þóknunargjöld á íslensk ferðaþjónustufyrirtæki á sama tíma og eftirspurn hefur stórlega dregist saman. Íslensk ferðaþjónusta greiðir milljarða króna til erlendra fyrirtækja á ári hverju.
15.07.2020 - 19:44
Hafa getað leyst úr fjölda mála fyrir neytendur
Tekist hefur að leysa úr fjölda mála sem bárust Neytandasamtökunum í kjölfar faraldurs kórónuveiru. Reiknað er með færri ferðatengdum málum eftir sumarið en áður, því flestar kvartanir að hausti tengist ferðum til útlanda.
15.07.2020 - 13:18
Myndskeið
Sjö tonn af varningi frá AliExpress bíða tollmeðferðar
Póstinum barst í síðustu viku sending frá Kína sem innihélt um það bil sjö tonn af varningi sem Íslendingar hafa pantað á Aliexpress síðustu mánuði. Von er á nokkrum tonnum til viðbótar í vikunni.
13.07.2020 - 19:25
Myndskeið
Raunhæft að minnka matarsóun um helming á tíu árum
Að minnka matarsóun hér á landi um helming á næstu tíu árum er mjög raunhæft verkefni. Þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, formaður Matvælasjóðs, sem jafnframt situr í starfshópi um aðgerðaáætlun gegn matarsóun. Hún segir samstarf smásala og framleiðenda um framboð og eftirspurn afar mikilvægt. 
Viðtal
Vaxtalækkanir blása krafti í fasteignamarkaðinn
Vaxtalækkanir hafa blásið meiri krafti í fasteignamarkaðinn en gert var ráð fyrir. Þetta segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur á hagfræðideild Landsbankans, í viðtali í Síðdegisútvarpinu dag.
10.07.2020 - 19:07
Bankarnir aldrei lánað meira fyrir íbúðarkaupum
Hrein ný útlán íslensku viðskiptabankanna vegna íbúðarkaupa hafa aldrei verið meiri í einum mánuði, eins og þau voru í maí síðastliðnum. Þá námu ný útlán bankanna 22,3 milljörðum króna.
Rannsókn sýnir færri eiturefni í einnota bleyjum
Frönsku neytendasamtökin greina frá því að eiturefnum í einnota bleyjum hafi fækkað. Í skýrslu sem kynnt var í fyrra kom fram að fjölmörg efnasambönd og efni sem talin eru hættuleg heilsu manna og geta jafnvel valdið krabbameini væri að finna í einnota bleyjum fyrir kornabörn.
02.07.2020 - 10:34
Sviku út færslur af 100 debetkortum
Óprúttnir aðilar náðu að svíkja út færslur af um 100 debetkortum hér á landi um síðustu helgi. Málið er nú til rannsóknar hjá Valitor og Visa.
18.06.2020 - 16:41
Offramboð á Airbnb-íbúðum keyrir niður leiguverð
Lækkun leiguverðs er að stærstum hluta til komin vegna offramboðs á íbúðum sem voru í skammtímaleigu fyrir ferðamenn. Hvort leiguverð heldur áfram að lækka veltur að miklu leyti á hvort ferðaþjónustan tekur við sér á ný.
18.06.2020 - 12:23
Félag eldri borgara kvartaði yfir nafni ferðaskrifstofu
Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til neinna aðgerða vegna kvörtunar Félags eldri borgara yfir nafni Ferðaskrifstofu eldri borgara. Miðað við ákvörðun Neytendastofu virðist grunnt á því góða milli ferðaskrifstofunnar og félagsins. Félagið grunar ferðaskrifstofuna um að hafa brotið persónuverndarlög og ferðaskrifstofan segir félagið hafa reynt að eigna sér aðventuferðir hennar til Kaupmannahafnar sem hafa verið skipulagðar síðan 2004.
14.06.2020 - 08:23
Feta, ei meir
Fetaosturinn frá Mjólkursamsölunni hættir að heita feta eftir að grískur Evrópuþingsmaður gerði athugasemdi við það. Heitið er upprunaverndað og aðeins má framleiða FETA í Grikklandi.
12.06.2020 - 12:24
Ónothæf örbylgjuloftnet trufla 4G-tíðni á stóru svæði
Símtöl slitna, SMS-skilaboð komast ekki á leiðarenda og það hægist á streymi í grennd við biluð örbylgjuloftnet sem upphaflega voru sett upp til að dreifa Fjölvarpinu, sjónvarpsveitu með fjölda sjónvarpsstöðva. Notkun loftnetanna var hætt fyrir þremur árum.
12.06.2020 - 11:13
Hunsa lögin og heimsenda bjór til einstaklinga
„Við erum aðeins að ögra en við erum að gera þetta því við teljum í raun ekkert eðlilegra,“ segir Þórgnýr Thoroddsen, rekstraraðili heimasíðunnar Bjórland.is Vefsíðan hóf í dag almenna sölu og heimsendingu á handverksbjór til einstaklinga.
10.06.2020 - 14:20
Íbúðaverð hækkar mest á Akranesi
Íbúðaverð hækkaði mest á Akranesi síðasta árið. Verð á íbúðum hefur hækkað meira utan höfuðborgarsvæðisins en innan þess, en sú þróun er í samræmi við þróun síðustu ára. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans um fasteignamarkaðinn.
09.06.2020 - 20:00
Lögregla rannsakar sölu lambakjöts úr heimaslátrun
Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn vegna meintrar ólöglegrar dreifingar afurða á Norðurlandi. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátrun. Meint brot áttu sér stað seinasta vetur og voru vörurnar auglýstar á Facebook.
08.06.2020 - 10:39
Myndskeið
Blaut tuska framan í Mývetninga
Verðhækkanir eru boðaðar í einu matvörubúðinni í Mývatnssveit, eftir að nafni hennar var breytt. Sveitastjórinn í Skútustaðahreppi segir að hækkanirnar séu blaut tuska í andlitið í samfélag sem eigi fullt í fangi með að bregðast við fækkun ferðamanna.
07.06.2020 - 20:04
Leita til Neytendasamtakanna vegna pakkaferða
Neytendasamtökin hafa fengið talsvert margar fyrirspurnir vegna vandamála við endugreiðslu á pakkaferðum, segir Breki Karlsson formaður NS. Fréttastofan greindi frá því í gær að hópi menntaskólanema, sem skipulagði útskriftarferð í sumar með ferðaskrifstofunni Tripical, hafi ekki tekist að fá ferð sína endurgreidda. Ferðaskrifstofan hafi hins vegar boðið aðra valkosti í staðinn, til að mynda að seinka ferðinni eða fara í fimm daga ferð til Hellu. Breki segir það rétt neytenda að hafna slíku.
05.06.2020 - 14:46
Sprenging í einkaneyslu á blómum
Axel Sæland blómabóndi segir blóm hafa breyst í nauðsynjavöru í Covid. Það sé ánægjuleg breyta í annars undarlegu árferði. Hann er ekki jafn sáttur við nýja búvörusamninga.
05.06.2020 - 14:07
Fá endurgreitt með herkjum
Ferðaskrifstofur eru í einhverjum tilvikum farnar að endurgreiða þeim sem keypt höfðu utanlandsferðir í sumar. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna segir að neytendur hafi þurft að ganga hart á eftir endurgreiðslu.
02.06.2020 - 14:27