Neytendamál

Deildu um málningu - forljót eða sjaldgæft listaverk
Kærunefnd húsamála telur að samþykki 2/3 íbúa þurfi til að mála megi yfir handverk sem hefur verið á neðri hluta veggja í sameiginlegum stigagangi fjölbýlishúss. Fimm af átta eigendum vildu losna við málninguna þar sem hún væri forljót en þrír íbúar voru á móti og sögðu málninguna listaverk sem hefði fylgt húsinu frá byggingu þess.
28.09.2021 - 17:51
Alsæl í öruggu húsnæði
Fyrir tveimur árum afhenti íbúðafélagið Bjarg sína fyrstu leiguíbúð. Í dag tók einstæð móðir við lyklum að fimm hundruðustu íbúðinni. Hún er alsæl með að vera í tryggu og öruggu framtíðarheimili.
28.09.2021 - 17:36
Bleyta og mygla veldur uppskerubresti í Þykkvabæ
Vætutíð seinustu vikna og mánaða hefur sett strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ. Mygla er komin í kartöflugarða þar í fyrsta sinn í 20 ár. Garðarnir eru svo blautir að ekki er hægt að komast um þá með upptökuvélar.
24.09.2021 - 13:58
Neysla á risarækjum stórskaðar umhverfið
Stefán Gíslason ræddi um umhverfisskaðann af risarækjueldi. Hann er verulegur og eyðileggur einstök vistkerfi. Stefán segir eina ráðið til að sporna við þeirri óheillaþróun sem orðið hefur sé að hætta að kaupa og borða risarækjur.
23.09.2021 - 14:45
Greining segir mikla arðsemi af lagningu Sundabrautar
Vinna við félagshagfræðilega greiningu framkvæmda við Sundabraut er nú langt komin og liggja fyrir drög að niðurstöðum sem eru til umfjöllunar í starfshópi um legu brautarinnar. Niðurstöðurnar benda til að arðsemi Sundabrautar sé mikil.
22.09.2021 - 17:34
Bogi Nils: „Mjög mikilvægur áfangi“
Eftir 18 mánaða ferðatakmarkanir verður loks opnað á ferðalög bólusettra Evrópubúa til Bandaríkjanna snemma í nóvember næstkomandi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að um gríðarlega jákvætt og mikilvægt skref sé að ræða fyrir rekstur félagsins.
20.09.2021 - 21:53
Erlend áhrif og kosningaskjálfti á hlutabréfamarkaði
Verð hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað mikið í öllum félögum á markaði í dag. Einnig hefur orðið vart við lækkun í Bandaríkjunum og Evrópu sem rakin er til yfirvofandi gjaldþrots kínversks fasteignafélags. Greinandi segir að smæð markaðarins hér á landi og kosningaskjálfti ýti enn frekar undir lækkun hér.
20.09.2021 - 12:26
„Óeðlilega há iðgjöld á ökutækjum“
Tryggingafélögin innheimta óeðlilega háar ökutækjatryggingar að sögn framkvæmdastjóra FÍB. Félagið hafi gert ítrekaðar athugasemdir sem tryggingafélgin hafi ekki svarað. Hagsmunasamtök þeirra, Samtök fjármálafyrirtækja hafi hinsvegar svarað í fjölmiðlum. Málið er nú á borði Samkeppniseftirlitslins.
19.09.2021 - 15:35
Hagfræðingar telja framtíð bjarta fyrir stjórn Støres
Norskir hagfræðingar álíta framtíðina bjarta fyrir nýja ríkisstjórn Jónasar Gahr Støre formanns Verkamannaflokksins. Efnahagurinn sé á uppleið, bæði í Noregi og helstu viðskiptalöndum og kórónuveirusmitum sé jafnframt tekið að fækka.
Skíðasvæði gert að bæta lyftukort vegna COVID-19
Kærunefnd vöru og þjónustukaupa hefur gert skíðasvæði að bæta fjölskyldu þrjú lyftukort eftir að skíðasvæðinu var lokað vegna kórónuveirufaraldursins síðasta vor. Fjölskyldan gat ekki notað lyftukortin stóran hluta skíðavertíðarinnar og þá var skíðasvæðið lokað á háönn þegar fjölskyldur standa helst á skíðum saman. Taldi fjölskyldan því að hún ætti að fá nýta sér tvo mánuði á næsta skíðatímabili án kostnaðar.
18.09.2021 - 11:14
Englendingar taldir flykkjast utan eftir reglubreytingu
Búist er við að Englendingar sækist í ferðalög til útlanda eftir að ríkisstjórnin tilkynnti einfaldaðar reglur um ferðalög milli landa í gær. Fullbólusett fólk sem kemur frá löndum sem ekki eru á rauðum lista þarf ekki lengur að fara í kórónuveirupróf fyrir brottför.
Gæti tekið ár að koma moltugerð aftur af stað
Jarðgerð í gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi gæti legið niðri í allt að eitt ár á meðan gert er við mygluskemmdir í húsnæðinu. Forsvarsmenn Sorpu telja að mistökin liggi í hönnun byggingarinnar.
15.09.2021 - 19:00
Mygla kostar Sorpu tugi milljóna króna
Mygla er komin upp í þaki og burðarvirki GAJU, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi, og hefur jarðgerð verið stöðvuð af þeim sökum. Framkvæmdastjóri segir tjónið líklega hlaupa á tugum milljóna króna. Myglan hreiðraði um sig í límtré sem notað var í burðarvirkið.
15.09.2021 - 12:55
FÍB kvartar til Fjármálaeftirlits undan atferli SFF
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur sent Fjármálaeftirlitinu kvörtun vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármálafyrirtækja fyrir tryggingafélög. Samtökunum sé eigin reglum samkvæmt óheimilt að svara opinberlega fyrir verðlagningu aðildarfyrirtækja sinna.
Iceland oftast með hæsta verðið
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á matvöru og hreinlætis- og snyrtivöru þann 8. september síðastliðinn. Bónus var oftast með lægsta verðið á matvöru en Iceland oftast með hæsta verðið.
10.09.2021 - 15:53
Að kaupa og sleppa
Stefán Gíslason flutti umhverfispistil í Samfélagið sem fjallaði um innkaup og áhrif þeirra á plánetuna
Bara þrjár vikur eftir til að nota Ferðagjöfina
Aðeins þrjár vikur eru eftir til þess að nýta ferðagjöfina. Minna en helmingur Íslendinga hefur sótt gjöfina eða 140 þúsund manns og átta hundruðu milljónir króna eru því eftir í pottinum. Þau sem ætla ekki að nýta gjöfina geta ávísað henni til annarra.
Telur Íslandspóst hafa verið ofrukkaðan í póstkassamáli
Umboðsmaður Alþingis telur að ekki hafi verið „fullnægjandi lagastoð“ fyrir þeirri ákvörðun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála að láta Íslandspóst greiða tæpar fjórar milljónir króna í málskostnað vegna ákvörðunar nefndarinnar um staðsetningu póstkassa í fjölbýlishúsum í Hafnarfirði.
09.09.2021 - 09:39
Að jafnaði 50 breskum verslunum lokað hvern dag
Breskar verslunarkeðjur hættu starfsemi meira en 8.700 versluna fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir því að næstum 50 verslunum hafi verið lokað á hverjum degi.
Netárás á SaltPay truflaði kortagreiðslur
Færsluhirðingarfyrirtækið SaltPay, áður Borgun, varð fyrir netárás síðdegis í dag. Talsverðar truflanir urðu þar af leiðandi á þjónustu fyrirtækisins, þar á meðal urðu truflanir á notkun greiðslukorta. Fyrirtækið segir í tilkynningu að árásin hafi verið tilkynnt CERT-ÍS, netöryggissveitar Fjarskiptastofu. Talsmenn fyrirtækisins segja ekkert benda til þess að árásaraðilar hafi komist inn fyrir varnir fyrirtækisins og þeir hafi ekki getað nálgast gögn.
03.09.2021 - 18:25
Heitasti vetur Nýja Sjálands frá upphafi mælinga
Opinber nýsjálensk rannsóknarstofnun segir loftslagsbreytingar valda því að veturinn í ár er sá heitasti frá því að mælingar hófust þar í landi.
Bótaskylt fyrir flug sem felld voru niður vegna COVID
Samgöngustofa hefur gert Icelandair að greiða tveimur farþegum skaðabætur eftir að flug þeirra voru felld niður vegna COVID-19. Annar farþeginn átti bókað flug til Óslóar í júní á síðasta ári en hinn var að koma til Íslands frá Dyflinni í mars í fyrra. Samgöngustofa telur Icelandair ekki hafa getað aflýst ferðunum á grundvelli „óviðráðanlegra aðstæðna“.
Kórónuveirukreppan sú næstdýpsta frá upphafi mælinga
Samdráttur landsframleiðslu í kórónuveirukreppunni er sá næstmesti frá því mælingar hófust árið 1945. Bankahrunið haustið 2008 leiddi af sér meiri samdrátt en síldarþurrðin á sjöunda áratugnum hafði minni áhrif.
Hagvöxtur í Ástralíu þrátt fyrir ótta um annað
Hagvöxtur í Ástralíu á öðrum ársfjórðungi er meiri áætlað var. Það dregur úr áhyggjum af tvöfaldri efnahagslægð vegna þeirrar bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú gengur yfir.
Aukin áfengisdrykkja fyrir norðan og austan í sumar
Íslendingar hafa drukkið sjö komma eina milljón lítra af áfengi síðustu þrjá mánuði. Bjór er þrír fjórðu af heildarlítramagni sem runnið hefur ofan í landann í sumar.  Veruleg aukning er á drykkju á Austurlandi og Norðurlandi þessa mánuði en örlítill samdráttur er í drykkju á höfuðborgarsvæðinu miðað við sölutölur ÁTVR
29.08.2021 - 12:18