Náttúra

Myndskeið
„Píra bara augun og setja sokkana yfir buxnaskálmarnar“
Mývargurinn hefur verið óvenjugrimmur í Skútustaðahreppi upp á síðkastið og meira að segja innfæddir hafa dregið upp flugnanet. Líffræðingur segir varginn þó hafa sýna kosti, hann bíti ekki innandyra.
26.08.2020 - 10:08
Skálavörður af lífi og sál
Heiðrún Ólafsdóttir er farandskálavörður hjá Ferðafélagi Íslands. Það þýðir að hún vinnur á mismunandi svæðum og hefur í sumar farið á milli skálanna sem varða Laugaveginn, vinsælustu gönguleið Íslands. Samfélagið hittir Heiðrúnu þar sem hún var við störf í Langadal í Þórsmörk. Hún segist vera skálavörður af „lífi og sál“ - þetta sé einfaldlega draumastarfið, hún elski að taka til hendinni, ditta að hlutum og vera úti í náttúrunni.
25.08.2020 - 15:09
Óheimilt verði að fara í land á varptíma
Tillaga að friðlýsingarskilmálum Lundeyjar í Kollafirði hefur verið auglýst til kynningar á vef Umhverfisstofnunar. Unnið hefur verið að friðlýsingu eyjarinnar undanfarin misseri.
24.08.2020 - 11:45
Reyna að koma í veg fyrir að fnykurinn berist í loftið
Fnykurinn sem Grafarvogsbúar hafa kvartað undan síðustu daga kemur frá jarðgerð Íslenska gámafélagsins í Gufunesi. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur ítrekað gert kröfu um tafarlausar úrbætur og Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska gámafélagsins, segir að félagið leiti nú leiða til að koma í veg fyrir að lyktin berist í andrúmsloftið.
23.08.2020 - 17:20
Myndskeið
Saltveður í janúar skemmdi furur um allt land
Miklar skemmdir sjást á stafafuru og skógarfuru í sumar. Á Héraði litar dautt barr heilu lundina brúna. Skógræktarstjóri segir að furan þoli illa salt sem ýrðist yfir landið í janúar. Trén hafa eins konar ofnæmi fyrir saltinu.
22.08.2020 - 19:53
Myndskeið
„Það blómstrar allt sem blómstrað getur“
Tími grænmetisuppskeru er runninn upp, ekki aðeins til sveita heldur einnig í matjurtagörðum í þéttbýli. Jóhanna B. Magnúsdóttir, kennari í matjurtarækt, segir að uppskeran í sumar sé mjög góð.
21.08.2020 - 22:32
Hlaup í Grímsvötnum ekki yfirvofandi
GPS-tæki Veðurstofunnar sýna að íshellan í Grímsvötnum er tekin að rísa á ný. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúrvárvöktunar, segir þetta þýða að hlaup sé ekki yfirvofandi. Vatnsstaðan í Grímsvötnum er engu að síður há og líklegt að hlaup verði síðar á árinu.
15.08.2020 - 11:09
Myndskeið
Minkur spókaði sig í fjörunni við Sæbraut
Minkur sást í grjótgarðinum við Sæbraut, gegnt Kirkjusandi, upp úr hádegi í dag. Ekki er ljóst í hvaða erindagjörðum minkurinn var, en að sögn Jóns Más Halldórssonar líffræðings sjást minkar stundum við strandlengjuna í höfuðborginni.
14.08.2020 - 13:25
Of snemmt að segja til um hvort hlaup sé hafið
Ekki er hægt að staðfesta með vissu að hlaup sé hafið úr Grímsvötnum. Greint hefur verið frá því að vísbendingar séu um hlaup en dálítið sig hefur mælst á GPS-mælum á svæðinu. Vísindaráð Almannavarna fundaði í morgun og fór yfir gögn úr mælitækjum.
14.08.2020 - 11:53
Myndskeið
Fimmtíu þúsund manns án hitaveitu í næstu viku
Ekkert heitt vatn verður á stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í 30 klukkustundir í næstu viku vegna framkvæmda hjá Veitum. Það hefur áhrif á 50 þúsund manns. Við Rauðavatn við gatnamót Suðurlandsvegar og Breiðholtsbrautar þarf að tengja nýja stofnlögn hitaveitunnar.
13.08.2020 - 20:25
„Þörungar eru næringarríkustu lífverur sem til eru“
Það þekkja flestir þann þjóðlega sið að fara í berjamó að tína kræki- og bláber, stinn og safarík af ilmandi lyngi. Færri hafa hins vegar farið í þaramó. Í fjörunni er þó hægt að finna hollustu og næringarríkustu fæðu sem fyrirfinnst samkvæmt Eydísi Mary Jónsdóttur sem sendi ásamt öðrum frá sér bók um hvernig má nýta þörunga úr íslenskri fjöru, meðal annars í matargerð.
12.08.2020 - 09:08
Laxveiðin á við slakt meðalár
Formaður Landssambands veiðifélaga segir sölu á veiðileyfum í sumar hafa gengið betur en á horfðist í vor og Íslendingar hafi keypt meira af þeim en áður. Mikil veiði hefur verið í Eystri-Rangá í sumar og Hofsá virðist vera að sækja í sig veðrið á ný.
11.08.2020 - 12:18
Myndskeið
Mjaldrarnir komnir í nýju heimkynnin í Klettsvík
Mjaldrarnir Litla grá og Lilta hvít voru fluttar í gær í sjókvína í Klettsvík, endanleg heimkynni sín. Þær dvelja nú í umönnunarlaug í kvínni þar sem þær venjast náttúrunni áður en þeim verður sleppt í kvína.
10.08.2020 - 10:50
Meðferð ammóníum-nítrats örugg hér á landi
Ammoníum-nítrat, efnið sem olli spengingunni í Beirút í gær, hefur ekki verið framleitt hér á landi síðan framleiðslu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi var hætt rétt eftir aldamót. Þetta segir Guðmundur Mar Magnússon, sérfræðingur á öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins, í samtali við fréttastofu.
Múlakvísl farin að grafa sundur veginn við Afréttisá
Múlakvísl hefur verið að grafa í sundur veginn við Afréttisá, sem liggur upp í Þakgil. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Almannavarna sem segja tilkynningu hafa borist í gær. Rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl undanfarið.
Kæra vegaframkvæmdir í Vesturdal
Náttúruverndarsamtök á Norðurlandi hafa kært vegaframkvæmdir í Vesturdal til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Þau segja veginn ekki í samræmi við umhverfið og vilja endurhanna hann frá grunni.
28.07.2020 - 18:03
Þurftu að fara í gegnum 7 metra skafl til að opna veg
Eyjafjarðarleið, vegur F821, var opnuð á föstudag. Starfsmenn Vegagerðarinnar þurftu að moka í gegnum sjö metra skafl til þess að geta opnað veginn. Verkið tók einn og hálfan dag. Í færslu á vef Vegagerðarinnar segir að skaflinn hafi í raun verið snjóflóð.
27.07.2020 - 18:16
Úthafsrækjuleiðangri Hafró lokið
Sautján daga úthafsrækjuleiðangri Hafrannsóknastofnunar á rannsóknarskipinu Bjarna Sæmundssyni lauk í gær. Leiðangurinn gekk vel og vel viðraði til athugana, að sögn Ingibjargar G. Jónsdóttur leiðangursstjóra. Hún segir að niðurstaðna úr athugunum megi vænta fljótlega eftir verslunarmannahelgi.
Vara ferðamenn við að dveljast nærri Múlakvísl
Rafleiðni hefur aukist í ánni Múlakvísl undanfarna daga. Þetta er til marks um að jarðhitavatn kemur fram undan Mýrdalsjökli. Elísabet Pálmadóttir, vakthafandi náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að síðustu helgi hafi borist talsvert af tilkynningum um brennisteinslykt í grennd við ána.
27.07.2020 - 14:01
Slæmur utanvegaakstur á Snæfellsöræfum
Ökumenn ollu miklum skemmdum á Snæfellsöræfum í síðustu viku þegar þeir óku utan vegslóða. Af myndum af vettvangi má ráða að skemmdarverkin hafi verið unnin af ásetningi. Landvörður telur að það taki áratugi fyrir landið að jafna sig.
27.07.2020 - 12:23
Parið á Hornströndum fundið
Parið sem leitað var að á Hornströndum í nótt fannst heilt á húfi í Hlöðuvík rétt fyrir klukkan átta í morgun.
27.07.2020 - 08:05
Byggðu húsið og hönnuðu garðinn
Hjónin Vilhjálmur Þ. Kjartansson verkfræðingur og Guðrún Hannesdóttir félagsfræðingur byggðu húsið sitt sjálf fyrir 35 árum. „Við tókum fimm mjög skemmtileg sumur þar sem við náðum í skottið á þeim þjóðlega sið að byggja að mestu leyti sjálfur húsið sitt,“ segir Vilhjálmur stoltur. 
25.07.2020 - 09:34
Myndskeið
Tími villisveppanna runninn upp
Tími villtra sveppa í náttúrunni er runninn upp. Sveppatínsla nýtur sífellt meiri vinsælda hér á landi. Greina þarf sveppi gaumgæfilega til að ganga úr skugga um að þeir séu ætir.
24.07.2020 - 19:32
„Óábyrgt að fara með annað fólk á Heklu“
Þrýstingur kviku undir Heklu hefur aukist stöðugt frá síðasta gosi. Þetta sýna mælingar sem gerðar voru við eldfjallið fyrr í sumar. Fyrir fjórtán árum síðan var þrýstingurinn orðinn hærri en á undan gosunum 1991 og 2000 og hefur hann aukist í sífellu. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvort gos sé á næsta leiti en segir óábyrgt af leiðsögumönnum að fara með hópa upp á fjallið.
24.07.2020 - 18:30
Rannsóknin á Andakílsá á borði ríkissaksóknara
Rannsóknin á umhverfisslysinu í Andakílsá árið 2017 er nú á borði ríkissaksóknara. Greint var frá því í síðustu viku að tilraunaveiðar sé nú hafnar í ánni, en fyrir þremur árum var ríflega tuttugu þúsund rúmmetrum af aur veitt í ána úr miðlunarlóni Andakílsvirkjunar.