Náttúra

Myndskeið
Listaverkið endaði í gini gígsins
Breskur listamaður reynir að vinna hylli japansks auðkýfings í von um að fá með honum far út í geim. Til að vekja athygli á sér kom listamaðurinn til Íslands og framkvæmdi listrænan gjörning í Geldingadölum.
Jöklar Jarðar bráðna hraðar en áður
Nokkurn veginn allir heimsins jöklar fara minnkandi, bráðnun þeirra er hraðari en áður og er ein helsta ástæða hækkandi yfirborðs sjávar. Þetta eru meginniðurstöður rannsóknar sem birtar voru í vísindatímaritinu Nature í gær.
Erlendir laxveiðimenn bókaðir í veiði í sumar
Góðar horfur eru með sölu laxveiðileyfa í sumar, að mati formanns Landssambands veiðifélaga. Margir erlendir veiðimenn hafa þegar bókað sig í veiði. Fjöldi bólusetninga í Bretlandi kemur sér afar vel því Bretar eru jafnan fjölmennastir útlendinga í íslenskum laxveiðiám.
Heimurinn
Ofurmáni reis um allan heim
Í veðurblíðunni síðustu daga hefur tunglið leikið stórt hlutverk á næturhimninum. Aðfaranótt þriðjudagsins 27. apríl var fullt tungl – svokallaður bleikur ofurmáni – og sjónarspilið í takt við það.
28.04.2021 - 12:29
ESB og Bretland deila um fisk og rafmagn
Evrópusambandið getur lokað á aðgang Breta að evrópska raforkumarkaðnum ef þeir veita ekki evrópskum skipum aðgang að fiskimiðunum í samræmi við viðskiptasamning þeirra á milli. Atkvæði verða greidd um samninginn á Evrópuþinginu í fyrramálið.
27.04.2021 - 22:48
Gosið sést víða á suðvesturhorninu á fullu tungli
Kvöldkyrrðin sem nú ríkir á suðvesturhorninu verður þess valdandi að bjarmi og strókur frá eldgosinu á Reykjanesskaga sést greinilega á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Í nótt er fullt tungl og kyrrðin mikil á suðvesturhorni landsins.
26.04.2021 - 23:14
SORPA segir skilið við svarta ruslapokann
Sorpa ætlar að banna notkun svartra ruslapoka á endurvinnslustöðvum sínum til að styðja við hringrásarhagkerfið og auka endurvinnslu.
26.04.2021 - 14:48
Landinn
Svíkja loforð um að ræða vinnuna ekki heima
Í Tálknafirði eru nokkrar eldiskvíar á landi sem tilheyra fjölskyldufyrirtækinu Tungusilungi. Fyrirtækið er stofnað af Magnúsi Kr. Guðmundssyni, pabba framkvæmdastjórans, Freyju Magnúsdóttur, og svo starfar sonur Freyju, Ragnar Þór Marinósson, einnig við eldið.
25.04.2021 - 13:28
Tveir létust úr gaseitrun við eldgos á Réunion
Tveir ungir ferðalangar sem fundust látnir við gosstöðvar á Réunion eyju í Indlandshafi fyrir helgi létust af völdum gaseitrunar að sögn lögreglu á eyjunni.
25.04.2021 - 11:14
Erlent · Afríka · Náttúra · Réunion · eldgos
Myndskeið
Möttulgos heldur vísindamönnum uppteknum næstu árin
Breytingar eru að verða á efnasamsetningu eldgossins í Geldingadölum. Enn er of snemmt að spá fyrir um hvaða áhrif breytingarnar hafa á framgang gossins en þegar er ljóst að jarðeldurinn mun halda jarðvísindamönnum uppteknum næstu árin.
Bilaður bátur á reki í Kollafirði
Björgunarsveitir og viðbragðsaðilar voru kallaðar út nú á sjötta tímanum vegna báts sem missti vélarafl í Kollafirði. Báturinn er kominn upp í fjöru en ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast.
22.04.2021 - 18:15
Fuglar
„Ég er eiginlega bara fuglafræðingur“
„Ég ætla að verða fuglafræðingur þegar ég verð stór,“ segir Nói Hafsteinsson, fjögurra ára að verða fimm. - Hvað gera fuglafræðingar? „Þeir fræðast um fugla“ – Eins og þú ert alltaf að gera? „Þannig að ég er eiginlega bara fuglafræðingur,“ segir Nói.
22.04.2021 - 14:46
Barnaefni · Innlent · Náttúra · Mannlíf · Umhverfismál · Fuglar · Farfuglar · Rás 1 · Börn · Ungt fólk
Spegillinn
Þrengir að tegundum með hlýnandi loftslagi
Þorkell Lindberg Þórarinsson, nýr forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, segir að auka þurfa vöktun og kortlagningu á náttúru Íslands. Það verði eitt meginverkefni stofnunarinnar hér eftir sem hingað til. Þorkell Lindberg tók við sem forstjóri Náttúrufræðistofnunar um síðustu áramót.  Jón Gunnar Ottósson lét þá af störfum, en hann var forstjóri stofnunarinnar í 27 ár.
Gosið ekki í rénun þó að slokknað sé í nyrsta gígnum
Það er fátt sem bendir til þess að gosið í Geldingadölum og Meradölum sé að ljúka þrátt fyrir að hætt sé að gjósa í nyrsta gígnum. Þvert á móti benda mælingar til þess að hraunrennsli sé heldur að aukast en hitt.
Gátu ekki tekið sýni úr dauðu gæsunum
Dánarorsök um 50 heiðagæsa sem fundust við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum um helgina er óþekkt. Ekki var nægilegt hold á hræjunum til skimunar fyrir fuglaflensu.
Eldgos og gróðurhúsalofttegundir
„Það er nokkurn veginn föst regla að í hvert sinn sem eldgos hefst á Íslandi fer fólk að velta fyrir sér hvort eitt svona eldgos losi ekki miklu meira af gróðurhúsalofttegundum en við sem byggjum þetta land, með öllum okkar púströrsbílum, álverum og framræstu votlendi – og hvort að aðgerðir til að draga úr losun séu þá ekki algjörlega tilgangslausar við hliðina á þessum ósköpum. Stutta svarið við báðum þessum spurningum er „nei“ – með stóru N-i,“ segir Stefán Gíslason í umhverfispistli.
20.04.2021 - 10:53
Landinn
Af hverju er plantan mín svona döpur?
„Fyrsta blómið sem ég átti, svona prívat og persónulega, það var Iðna-Lísa, sem ég kom til og þar á eftir fylgdi síðan Gyðingur. Ég hef verið svona níu eða tíu ára," segir Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður sem hefur varið sinni starfsævi meira og minna í að fræða fólk um plöntur og hvetja til ræktunar.
20.04.2021 - 08:39
Umferð á Suðurstrandarvegi jókst um 484% eftir gos
Umferð um Suðurstrandarveg jókst um 484% allt frá því hann var opnaður eftir að gosið hófst í Geldingadölum og til 15. apríl. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar en umferðartölur fyrri ára auðvelda áætlanir um hver venjubundin umferð hefði verið á þessum tíma.
Skógareldar ógna byggð í Höfðaborg
Skógareldar loga enn í hlíðum Table-fjalls við Höfðaborg í Suður-Afríku og hefur fjöldi borgarbúa neyðst til að flýja heimili sín þar sem hætta er talin á að þau verði eldunum að bráð. Nokkuð hefur verið um gróðurelda í nágrenni Höfðaborgar síðustu daga, þar sem veður hefur verið heitt og þurrt um hríð.
20.04.2021 - 04:46
Yfir 50 dauðar gæsir við Hvalnes og í Suðurfjörum
Náttúrustofa Suðausturlands fékk tilkynningu um helgina um nokkurn fjölda dauðra gæsa og álfta við Hvalnes í Lóni og í Suðurfjörum. Ekki er vitað hvað dró fuglana til dauða.
Ræktanda gert að afhenda hund eftir pössun
Héraðsdómur Reykjaness hefur gert ræktanda að afhenda viðskiptavini sínum hund sem hann var með í pössun. Ræktandinn neitaði að afhenda hundinn aftur þar sem hann taldi að eigandinn væri ekki hæfur til að hugsa um dýrið. Ræktandinn reyndi að fá úrskurði héraðsdóms hnekkt fyrir Landsrétti en án árangurs.
19.04.2021 - 16:19
Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum
Nyrsti gígurinn á gossvæðinu á Reykjanesskaga, sá sem opnaðist á annan dag páska, er hættur að gjósa. Þetta sýna loftmyndir frá sérfræðingum Náttúrufræðistofnunar frá því í gær.
Myndskeið
Símalínurnar glóðu þegar gosið hófst fyrir einum mánuði
Símalínur fréttastofunnar voru rauðglóandi föstudagskvöldið 19. mars. Símtölin bárust flest úr úthverfum höfuðborgarsvæðisins og úr Hafnarfirði og fólki lá á að láta vita af rauðum bjarma sem sást á himni ofan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga.
Gosið sótt í sig veðrið seinustu tvær vikur
Afl gossins á Reykjanesskaga hefur aukist nokkuð eftir því sem fleiri gígar opnast á gosstöðvunum. Meðalrennsli frá gígunum síðustu sex daga var um átta rúmmetrar á sekúndu. Gosið er þó enn lítið í samanburði við önnur.
Bandaríkin og Kína heita samvinnu í loftslagsmálum
Stórveldin Bandaríkin og Kína hafa lýst yfir eindregnum vilja til samvinnu, jafnt hvort við annað sem önnur ríki heims, í aðgerðum sem miða að því að draga úr hlýnun Jarðar. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu sem sérlegir erindrekar stórveldanna í loftslagsmálum, þeir Xie Zhenua og John Kerry, sendu frá sér í morgun eftir nokkra fundi sem þeir áttu í Sjanghæ í vikunni.