Náttúra

Grútarmengun ógnar æðarvarpi við Bíldudalsvog
Grútarmengun hefur verið við Bíldudalsvog í Arnarfirði síðustu daga. Mikið æðarvarp er í grennd við Bíldudal og ungum stafar talsverð ógn af grútnum þegar þeir leggja á haf út í fyrsta skipti.
20.05.2020 - 15:21
Landinn
Að taka frá land fyrir komandi kynslóðir
„Fyrstu þjóðgarðarnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum. Þeir komu til þegar hinn tæknivæddi Evrópubúi flutti til tiltölulega ósnortinna svæða í Norður Ameríku,“ segir Sigrún Helgadóttir, líf og umhverfisfræðingur þegar hún er beðin um aðlýsa tilurð fyrstu þjóðgarðanna.
18.05.2020 - 12:59
Síðdegisútvarpið
Býst við mjög góðu laxveiðisumri
Óðum styttist í að laxveiðitímabilið hefjist. Jón Þór Ólason, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, býst við mjög góðri laxveiði og er bjartsýnn á sumarið þrátt fyrir ýmsa óvissuþætti. Laxveiðitímabilið hefst í Elliðaám í Reykjavík 21. júní.
15.05.2020 - 17:44
Samfélagið
Barist fyrir tilverurétti villtra borgarblóma
Nöfn villtra borgarblóma eru nú merkt með nafni sínu á stéttir evrópskra borga. Markmið þeirra sem kríta nöfnin er að fagna fjölbreytileika náttúrunnar. Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg, vill minni slátt og meiri náttúru í borginni en segir arfa vera ranga plöntu á röngum stað.
15.05.2020 - 14:32
Hjólandi vísindamaður fann gullsnotru í Vaðlaskógi
Starfsmaður Náttúrufræðistofnunar á Akureyri rak nýverið augun í blómstrandi gullsnotru, fjölæran slæðing, sem aldrei hefur áður verið skráður hér. Starfsmaðurinn tekur þátt í átakinu Hjólað í vinnuna og má leiða líkur að því, að hann hefði ekki séð snotruna, hefði hann verið akandi.
14.05.2020 - 12:18
Varað við hafís undan Vestfjörðum
Landhelgisgæslan varar við hafís undan Vestfjörðum. Síðustu daga hefur hafísröndin fært sig nær landi og var ísröndin klukkan 21 á föstudagskvöld í um 30 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi.
09.05.2020 - 13:15
Síðdegisútvarpið
Deilihagkerfið mun ráða ríkjum í nýju bíllausu hverfi
Í dag var tekin fyrsta skóflustunga að nýju hverfi í Gufunesi í Reykjavík. Þar verða 137 íbúðir sem eru hugsaðar fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur og verður um margt einstakt. Íbúðirnar eru hannaðar með umhverfismarkmið í huga og á deilihagkerfi að ríkja að miklu leyti innan hverfisins, sem einnig verður bíllaust.
07.05.2020 - 17:35
Vilja dreifa gori og blóði til uppgræðslu við Húsavík
Norðlenska hefur óskað eftir því að dreifa úrgangi frá sláturtíð á landsvæði hjá Norðurþingi. Um 500 tonn af blóði og gori duga til uppgræðslu á 15 hektara lands. Skipulagsráð leggst ekki gegn hugmyndinni og leitar umsagnar hjá Matvælastofnun.
06.05.2020 - 15:35
Vinnusamir skólanemar bættu fyrir gjörðir sínar
Framhaldsskólanemendur á höfuðborgarsvæðinu gáfu sig fram við Umhverfisstofnun og viðurkenndu að hafa unnið skemmdir á klöpp í Helgafelli í Hafnarfirði með því að krota á hann. Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir að nemendurnir hafi boðist til þess að lagfæra skemmdirnar. 
05.05.2020 - 11:53
Vistkerfið við Óslóarfjörð í uppnámi
Vistkerfið við strendur Óslóarfjarðar er í uppnámi. Þar hafa upp á síðkastið fundist ógrynni af dauðum æðarfugli, kræklingi og þorski. Á sama tíma hafa aðgangsfrekar nýjar dýra- og plöntutegundir rutt sér til rúms í firðinum.
03.05.2020 - 17:38
Umferð um Dyrhólaey takmörkuð næstu vikurnar
Umferð um Dyrhólaey verður takmörkuð fram til 25. júní til að gefa fuglum frið á meðan varptíma stendur. Sú hugmynd hefur kviknað að koma fyrir niðurgröfnu skoðunarhúsi svo að ferðamenn geti notið lundavarpsins enn betur.
03.05.2020 - 07:08
Dularfullur hvaladauði í Noregi
Á annan tug dauðra hvala hefur fundist við strendur Norður-Noregs á síðustu vikum. Hópur sjávarlíffræðinga og dýralækna hefur tekið höndum saman til að leita skýringa á þessum fjöldadauða og gagnrýnir aðgerðaleysi stjórnvalda.
02.05.2020 - 16:15
Meiri skemmdir unnar á Helgafelli
Skemmdir hafa verið unnar á Helgafelli í Hafnarfirði. Þar hafa verið rist nöfn í steina, sem erfitt er að má af. Athugull göngugarpur tók myndir af skemmdunum og veitti fréttastofu góðfúslegt leyfi til að birta þær.
29.04.2020 - 15:36
Spegillinn
Fjórðungi færri skordýr á heimsvísu en fyrir 30 árum
Nærri fjórðungi færri skordýr eru nú í heiminum en fyrir 30 árum. Mannanna verk, stórborgir, vegir, raflýsing, skordýraeitur og landbúnaður þar sem náttúrulegum búsvæðum er breytt í ræktað land hafa orðið til þess að stofnar skordýra hafa minnkað verulega.
28.04.2020 - 06:31
Dularfullur fugladauði í Þýskalandi
Þúsundir spörfugla hafa fundist dauðar í Þýskalandi á síðustu tveimur vikum. Talið er að baktería sem ræðst á lungu fuglanna sé sökudólgurinn.
23.04.2020 - 16:05
Úti
Eins og að byrja hjá hobbitunum og enda í Mordor
„Ég held að það sé rosalega dýrmætt fyrir börn að kynnast landinu sínu svona. Að vera ekki í síma og ekki í tölvu heldur í núinu með náttúrunni,“ segir Katrín Jakobsdóttir sem fór með hóp barna í fallega göngu í íslenskri náttúru sem börnin voru sammála að væri ekki ósvipuð ævintýraheimi Hringadróttinssögu.
19.04.2020 - 15:40
Tíðarfarið erfitt fyrir margar tegundir farfugla
Hætt er við að óveðrið um helgina hafi reynst erfitt fyrir marga af þeim farfuglum sem komnir eru til landsins. Viðkvæmir spörfuglar geta drepist úr kulda og varp dregist á langinn.
06.04.2020 - 15:20
Kátir refir í steinbítsveislu á Hornströndum
Foráttubrim, kuldi og hvassviðri fylltu fjörur á Hornströndum af nýdauðum steinbít um miðjan síðasta mánuð og reyndist fiskurinn hinn vænsti fengur fyrir refi og fugla.
02.04.2020 - 10:22
Skæð og harðger veira drap kanínurnar í Elliðaárdal
Rannsóknir á lifrarsýnum úr kanínum, sem drápust í Elliðaárdal nýlega, hafa staðfest að orsök dauðans er smitandi lifrardrep vegna veirunnar RHDV2, eða Rabbit Hemorhagic Disease Virus 2. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. 
31.03.2020 - 16:03
Morgunþáttur Rásar 1 og 2
Skyndibitastaðir selji í raun djúpsteikt risaeðlukjöt
Við rannsókn á steingervingum sem fundust í kalksteinahelli í Belgíu uppgötvaðist agnarsmár fugl sem talinn er hafa verið uppi áður en risaeðlurnar dóu út. Hann er kallaður undrakjúklingurinn og rennir uppgötvunin stoðum undir þá hugmynd að kjúklingar og alifuglar séu í raun lifandi risaeðlur.
25.03.2020 - 08:36
Mannlegi þátturinn
Fannst óhugsandi að lifa að slökkt yrði á heiminum
„Maður hefði ekki trúað því að þetta gæti gerst," segir Andri Snær Magnason rithöfundur um óvissuástandið sem ríkir í heiminum vegna kórónuveirufaraldursins. Fresta þarf flestum viðburðum vorsins, meðal annars frumsýningu á nýrri heimildarmynd í leikstjórn Andra Snæs sem fjallar um geðhvörf og gerist í Nepal.
25.03.2020 - 08:34
Átta heilandi hugleiðslur í ástandinu
Til að vinna bug á kvíðanum margir upplifa í óvissuástandinu sem fylgir þeim heimsfaraldri sem nú geisar, er mikilvægt að huga að andlegri heilsu. Til eru ýmsar leiðir til að aðstoða við að öðlast meiri hugarró. Til dæmis hægt að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.03.2020 - 09:54
„Svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi“
„Verði Ísafjarðardjúp opnað fyrir eldi frjórra laxa verður það svartur dagur í náttúruvernd á Íslandi. Landssamband veiðifélaga mun leita allra leiða til að koma í veg fyrir að það nái fram að ganga,“ segir í yfirlýsingu frá Landssambandi veiðifélaga, í tilefni af því að Hafrannsóknastofnun lagði í gær til að laxeldi á Vestfjörðum verði aukið um 14.500 tonn. Þar af stendur til að leyfa 12.000 tonna eldi í Ísafjarðardjúpi, en hingað til hefur eldi ekki verið leyfilegt þar.
20.03.2020 - 11:52
Skjálftahrina nærri Grindavík
Fjöldi jarðskjálfta hefur mælst nærri Grindavík í dag. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofunni, segir að skjálftahrina sé núna á svæðinu, og að vísindamenn séu að reyna að átta sig á því hvað sé þarna að gerast.
Landris hafið að nýju en engin merki um gosóróa
Landris er hafið að nýju við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Landrisið nú er hægara en það sem mældist í lok janúar, að því er fram kemur í tilkynningu Veðurstofunnar. Líklegast er að kvikusöfnun hafi tekið sig upp að nýju á sama stað, en engin merki eru um gosóróa. Vísindaráð Almannavarna kemur saman í næstu viku vegna málsins.