Náttúra

Um 170 jarðskjálftar á Reykjanesi í nótt
Rúmlega 450 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga til miðnættis í gær. Á tólfta tímanum í gærkvöld varð skjálfti af stærðinni þrír um það bil þrjá kílómetra norðan við Grindavík sem íbúar fundu vel fyrir. Allir 170 skjálftarnir sem sjálfvirkir mælar veðurstofunnar greindu í nótt voru undir tveimur að stærð.
Sinnepsskortur blasir við Frökkum
Frakkar standa frammi fyrir sinnepsskorti í sumar. Ástæðan er margþætt. Miklir þurrkar í Kanada, léleg uppskera innanlands og stríðið í Úkraínu valda því að varla er mustarðskorn að fá.
22.05.2022 - 06:30
Færeyingar búast við metfjölda ferðamanna í sumar
Færeyingar búa sig nú undir annasamt sumar hvað fjölda ferðamanna áhrærir. Öll hótel eru að fyllast en hótelrekendur greina breytingu í kauphegðun ferðamanna.
21.05.2022 - 23:30
Á fjórða hundrað jarðskjálftar frá miðnætti
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og á fjórða hundruð skjálftar hafa þar mælst frá miðnætti. Skjálftarnir koma í kviðum, sá stærsti var 3,3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir von á nýjum gögnum um stöðu mála.
Land hefur risið um 3 til 4 sentímetra við Þorbjörn
Jörð skelfur enn á Reykjanesskaga og í nótt hafa mælst nokkrir skjálftar yfir tveir að stærð og einn af stærðinni 3,3. Land hefur risið nokkuð við fjallið Þorbjörn að sögn náttúruvársérfræðings.
Boðið upp á ókeypis garðlönd í Skagafirði
Íbúum Skagafjarðar standa nú til boða ókeypis garðlönd í Varmahlíð og á Sauðárkróki til eigin ræktunar. Þetta verkefni sveitarfélagsins er talið eiga vel við breytta tíma í sjálfbærni.
Brasilíuforseti gagnrýnir enn rafrænt kosningakerfi
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu upphóf í dag að nýju gagnrýni sína á rafrænt kosningakerfi landsins sem verið hefur við lýði allt frá árinu 1996. Hann hefur löngum dregið öryggi kerfisins í efa.
Guterres hvetur Rússa til að opna hafnir Úkraínu
Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar við hættu á að hungur kunni að steðja að stórum hluta mannkyns verði ekki þegar brugðist við. Hann hvetur Rússa til að heimila kornflutning frá Úkraínu.
Apabólutilfelli í Portúgal og á Spáni
Um það bil fjörutíu tilfelli af því sem talið er vera apabóluveira hafa greinst á Spáni og í Portúgal. Bretar greindu frá sjö tilfellum veikinnar í síðasta mánuði.
19.05.2022 - 00:30
Erlent · Afríka · Evrópa · Heilbrigðismál · Náttúra · Tækni og vísindi · apabóla · Spánn · Portúgal · Bretland · Veirur · Madrid · Lissabon · apar · nagdýr · Kongó · dropasmit · bólusótt
Áhugaverð og óvenjuleg skjálftavirkni undan Jökli
Óvenjuleg og áhugaverð skjálftavirkni hefur greinst í hafinu vesturundan Snæfellsjökli. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, vekur athygli á þessu á Twitter.
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna skjálftahrinu
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Almannavarnir funduðu vegna stöðunnar í kvöld. Jarðskjálftahrina hófst við Eldvörp á Reykjanesskaga í morgun. Sex skjálftar yfir þremur að stærð hafa mælst, en í heild eru þeir orðnir 580 talsins á svæðinu það sem af er degi. Sá stærsti, 4,3, varð um klukkan tuttugu mínútur í sex síðdegis og fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Hætta á grjóthruni á Reykjanesskaga vegna skjálftahrinu
Jarðskjálfti, 4,1 að stærð á 5 kílómetra dýpi, varð klukkan rúmlega fimmtán mínútur yfir tvö í dag rétt vestan við Eldvörp, sem eru vestan við Bláa lónið og Svartsengi. Þar hófst jarðskjálftahrina um klukkan hálf tólf í morgun og hafa hátt í tvö hundruð skjálftar mælst síðan, en ekki eru neinar vísbendingar um gosóróa á svæðinu.
Jarðskjálfti 4,8 að stærð varð nærri Þrengslum
Snarpur skjálfti varð rétt í þessu sem fannst vel á suðvesturhorni landsins. Veðurstofan hefur yfirfarið mælingar og telja þau skjálftann hafa verið 4,8 að stær. Upptök hans voru 0,6 kílómetra norðaustur af Þrengslum. Samkvæmt náttúruvársérfræðingi má búast við eftirskjálftum.
14.05.2022 - 17:01
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Fimm skjálftar í dag yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga
Á föstudag urðu fimm jarðskjálftar yfir 3 að stærð á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur segir virknina enn ekki teljast sem óróapúls, en þau fylgist grannt með jarðhræringum á svæðinu vegna kvikusöfnunar.
Ekki talið að kuldakastið hafi mikil áhrif á sauðburð
Almennt er ekki talið að kuldakastið, sem nú gengur yfir stóran hluta landsins, hafi mikil áhrif á sauðburð. Spáð er hlýindum um helgina og þá geta bændur létt af álagi í fjárhúsum og hleypt út ám og lömbum. Jörð kemur vel undan vetri og því er ágæt beit fyrir lambféð.
13.05.2022 - 14:04
Ráðherra liggur undir feldi varðandi Fjaðrárgljúfur
Umhverfisráðherra hefur til skoðunar hvort ríkið nýti forkaupsrétt sinn og kaupi jörðina Heiði sem á land að Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. 
12.05.2022 - 13:42
Mikil spenna og skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Um 1800 jarðskjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofunni sagði á ráðstefnu norrænna jarðfræðinga að það ætti ekki að koma á óvart að eldgos verði á skaganum á næstu árum.
Helmingslíkur á að hlýnun jarðar fari yfir 1,5 gráður
Það eru helmingslíkur á því að hitastig á jörðinni fari tímabundið yfir 1,5 gráðu markmið Parísar sáttmálans, samkvæmt nýjum mælingum alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar.
Hluti Fjaðrárgljúfurs seldur með fyrirvara
Landeigendur hafa gengið að tilboði sem komið er  í jörðina Heiði sem á land að Fjaðrárgljúfri öðrum megin. Ríkið á forkaupsrétt eins og gildir um ýmsar náttúruperlur. Helmingur gildistíma forkaupsréttarins er þegar liðinn.
10.05.2022 - 12:28
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 út af Reykjanestá
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist laust eftir klukkan hálf þrjú í nótt um sjö kílómetra norður af Reykjanestá. Skjálftinn fannst á svæðinu, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 í Kyrrahafi
Jarðskjálfti af stærðinni 6,3 varð í nótt í Bismarck-hafi um það bil 200 kílómetra norðaustan við strandir Papúa Nýju-Gíneu í Kyrrahafi. Samkvæmt bráðabirgðamati Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna er lítil hætta á að manntjón eða skemmdir hafi orðið af völdum skjálftans.
Fjöldi tilkynninga á dag um dauða fugla á víðavangi
Enn berst fjöldi tilkynninga á dag til Matvælastofnunar um dauða fugla á víðavangi. Sérgreinadýralæknir segir tilkynningarnar áberandi fleiri nú en í venjulegu árferði, ekki síst vegna aukinnar meðvitundar í samfélaginu um fuglaflensuna.
09.05.2022 - 19:49
Landinn
Gætu orðið meiri öfgar í veðrinu í framtíðinni
„Við erum í þeim heimi þar sem loftslagsbreytingar eru þegar búnar að breyta veðurfari mjög mikið. Í raun og veru ber allt veður sem verður einhvern keim af því,“ segir Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands.
09.05.2022 - 14:51
Spegillinn
Réttur almennings til að ferðast um landið 
Almannaréttur felur í sér að fólk á rétt á að ferðast fótgangandi um Ísland, kannski meira en margir gera sér grein fyrir, en þó ekki alveg án takmarkana.