Náttúra

Gæti tekið allt að þrjá mánuði að brenna hræin
Umhverfisstofnun mælir með því að fé sem á að skera niður í Skagafirði á fjórum bæjum verði flutt í sorpeyðingarstöðina Kölku á Reykjanesi til brennslu. Það gæti tekið allt að þrjá mánuði.
Slæmur utanvegaakstur í Bjarnarflagi
Umhverfisstofnun ætlar að kæra utanvegaakstur í Bjarnarflagi í Mývatnssveit til lögreglunnar. Slæm för eftir akstur mótorkrisshjóla fundust í sendnum mel í eftirlitsferð stofnunarinnar á dögunum.
30.10.2020 - 11:14
Aðeins lítill hluti gæludýra borgarinnar skráður
Skráningar gæludýra í Reykjavík eru í óvissu og aðeins um 2.000 hundar eru skráðir í borginni. Líklegt er talið að um 9.000 hundar gangi um götur borgarinnar samkvæmt skýrslu stýrihóps um þjónustu við gæludýr sem lögð var fram í umhverfis og heilbrigðisráði í vikunni.
30.10.2020 - 07:04
Gul viðvörun í kvöld á Suðurlandi vegna austan storms
Veðurstofan gerir ráð fyrir að í dag verði allhvöss austan og norðaustan átt víða á landinu. Vindhraðinn verður á bilinu tíu til átján metrar á sekúndu um mest allt land, en 18-23 metrar syðst á landinu. Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna austan storms sem gengur yfir Suðurland í kvöld.
28.10.2020 - 06:18
Myndskeið
Fjarlægðu fyrsta bú risa drápsgeitunga í Bandaríkjunum
Það þurfti hóp manna klædda þykkum hlífðarklæðnaði til að fjarlægja bú asískra risa drápsgeitunga innan úr tré í Washington ríki í Bandaríkjunum um helgina. Þetta er fyrsta bú slíkra geitunga í Bandaríkjunu, að sögn sérfræðinga.
27.10.2020 - 14:31
Myndskeið
„Ég er kominn með kökk í hálsinn allavega“
Í sjöunda þætti Nýjustu tækni og vísinda var sýnt frá ferð Stjörnu-Sævars og Sigmars Guðmundssonar til Wyoming í Bandaríkjunum þar sem þeir fylgdust með almyrkva á sólu. „Vá, sérðu hvernig birtan breytist núna,“ segir Sævar þegar myrkvinn er að hefjast og kemst allsvakalega við þegar hann skellur á. Í tvær heilar mínútur er tunglið alveg fyrir sólinni.
27.10.2020 - 13:52
Myndir
Fallegar myndir af ljómandi himni
Himinninn ljómaði á Suðvesturhorninu við sólarupprás í morgun. Fjöldi fólks sendi fréttastofu ljósmyndir af dýrðinni. Hér birtist aðeins brot af því sem okkur var sent. Fjöldi fólks gerði lykkju á leið sína í morgun til þess að dáðst af litadýrðinni á himninum í morgunroðanum.
27.10.2020 - 11:38
Lögðu lykkju á leið sína til að sjá himinninn ljóma
Það hægðist á morgunumferðinni og vegfarendur lögðu lykkju á leið sína til vinnu til þess að fylgjast með sólarupprásinni í austri í morgun. Strax um klukkan átta í morgun var ljóst í hvað stefndi: Fagur haustmorgun.
27.10.2020 - 09:06
Bjart fyrir vestan en él og skúrir fyrir austan
Til miðnættis í kvöld er spáð austan- og norðaustanátt, 18-23 m/s syðst og víða 10-18 annars staðar en hægari á Norðaustur- og Austurlandi fram á kvöld. Bjartviðri vestanlands en stöku él eða skúrir um landið austanvert. Hiti 1-6 stig að deginum en í um frostmark norðaustan til á landinu.
27.10.2020 - 06:23
Staðföst bjartsýni fyrir umhverfið
Hafdís Hanna Ægisdóttir flutti umhverfispistil í Samfélaginu og fjallaði um mikilvægi þess að vera bjartsýn yfir að því að hægt sé að taka á loftlagsmálum og bjarga jörðinni - og breyta sjálfum sér í leiðinni til hins betra.
26.10.2020 - 17:53
Samfélagið
4% Íslendinga finna enga fiskifýlu
Hæfileikinn til þess að umbera fiskifýlu og þykja hún jafnvel góð er langalgengastur hér á landi. Rósa Gísladóttir er á meðal þeirra sem gerður rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á lyktarskyni. Hún segir að sumir finni ekki ógeðsfýluna sem flestir þekkja af skötu, hákarli eða úldnum fiski og að það séu erfðir sem stjórna því.
26.10.2020 - 11:54
Myndskeið
Vilja reisa risastórar vindmyllur á Mosfellsheiði
Fjölmargar allt að 200 metra háar vindmyllur gætu risið á Mosfellsheiði innan fárra ára, verði hugmyndir norsks fyrirtækis að veruleika. Kostnaður nemur tugum milljarða. Umverfismat er í undirbúningi og Skipulagsstofnun hefur fengið margar athugasemdir.
Dregið hefur úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga
Talsvert hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga, en þar varð skjálfti upp á 5,6 á þriðjudaginn. Frá miðnætti hafa mælst þar 38 jarðskjálftar. Þar af var einn yfir tveir að stærð, hann varð um klukkan hálf tvö síðustu nótt og mældist 2,2.
Leggja fram tillögu um stækkun þjóðgarðs Snæfellsjökuls
Umhverfisstofnun hefur lagt fram tillögu að stækkun þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og nýrri reglugerð um þjóðgarðinn.
24.10.2020 - 21:10
Myndskeið
Skútan vélavana og dráttarbáturinn með í skrúfunni
Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ var kölluð út um miðjan dag til að aðstoða tvo báta sem lentu í vandræðum við Njarðvíkurhöfn. Verið var að sjósetja skútu og fékk dráttarbátur sem var að aðstoða við sjósetninguna taug í skrúfuna.
24.10.2020 - 17:24
Skrifstofustjóri ráðuneytis frestaði gildistöku laga
Fyrrverandi skrifstofustjóri í Atvinnu og nýsköpunarráðuneytinu fór fram á frestun lagabirtingar um laxeldi í Stjórnartíðindum seinasta sumar. Lögin tóku því ekki gildi strax og laxeldisfyrirtækjum gafst svigrúm til að skila inn gögnum til Skipulagsstofunar samkvæmt eldri lögum um fiskeldi.
23.10.2020 - 14:29
Myndband
„Nú mega jólin koma og óveðrið fyrir mér" 
Settar hafa verið upp rúmlega sextíu varaaflsstöðvar á landinu í sumar. Með því á að tryggja nægjanlegt varaafl í rafmagnsleysi fyrir mikilvægar fjarskiptastöðvar. Framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar segir nú tryggt að fólk geti hringt í einn-einn-tvo þó rafmagn fari af.
23.10.2020 - 11:12
2.300 eftirskjálftar
Um 2.300 eftirskjálftar hafa mælst eftir að jarðskjálfti að stærð 5,6 varð á Núphlíðarhálsi á Reykjanesskaga á þriðjudag. Um 30 eftirskjálftar hafa verið yfir þrír að stærð en enginn svo stór síðustu 48 klukkutímana. Stærsti skjálftinn í nótt mældist 2,6. Þrír aðrir voru á bilinu 2 til 2,2.
Auðskilið mál
Skemmdir vegna stóra jarðskjálftans
Nokkrar skemmdir urðu á eignum fólks þegar stóri jarðskjálftinn varð á Reykjanesskaga í gær. Búist er við fleiri tilkynningum um tjón og skemmdir á næstunni.
21.10.2020 - 18:28
Samfélagið
Útdauði tegunda og heimsfaraldur af mannavöldum
Þegar geirfuglinn dó út töldu margir að það væri eðlilegur hluti af þróunarsögunni. Nú á svokallaðri mannaöld eru tegundir að deyja út á methraða og veirur á borð við kórónuveiruna að öðlast vængi og dreifa sér frjálsar af áður óþekktum krafti. Orsakir þessa rekur Gísli Pálsson mannfræðingur til þess móderníska misskilnings mannkyns að það sé yfir náttúruna hafið.
21.10.2020 - 16:06
1.000 skjálftar mælst í dag við Núpstaðaháls
Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Núpstaðahálsi og við Fagradalsfjall það sem af er degi. Þar af hafa þrettán skjálftar mælst yfir 3 að stærð. Áfram má búast við skjálftavirkni á svæðinu.
Myndskeið
Gátu ekki staðið í fæturna vegna skjáltans
Göngufólk sem var statt við upptök skjálftans í dag átti erfitt með að standa í fæturna þegar skjálftinn reið yfir. Þeim fannst höggið sem fylgdi skjálftanum koma beint undan fótum þeirra.
20.10.2020 - 22:35
Kastljós
Enn líkur á skjálfta allt að 6,5 að stærð
Páll Einarsson, prófessor emeritus í jarðfræði við Háskóla Íslands, segir að skjálftinn í dag sé merkilegur fyrir margra hluta sakir. Á þessu ári hafi lítil skjálftavirkni verið þar sem upptök hans voru. Uppsöfnuð spenna í jarðskorpunni hafi brostið líkt og haft sem rofnar. Austan við upptökin gætu orðið öflugri skjálftar.
20.10.2020 - 20:55
Myndskeið
Skjálftinn ekki fyrirboði eldgoss
Ekkert bendir til þess að jarðskjálftinn í dag, sem mældist 5,6, sé forboði eldgoss, segir fagstjóri jarðvár á Veðurstofunni. Landris er hafið við Krýsuvík. Tvisvar á öld verða skjálftar á Reykjanesskaga af stærðinni sex. 
Myndskeið
Töldu sig hafa siglt á hval – fundu skjálftann á sjónum
Skipverjar á Hraunsvík GK-075 frá Grindavík töldu sig hafa siglt á hval, kafbát eða aðra tryllu þegar jarðskjálftinn gekk yfir um miðjan dag. Mjög fágætt er að jarðskjálftar finnist á hafi úti en þeir voru á veiðislóð mjög nálægt upptökum skjálftans.
20.10.2020 - 18:25