Náttúra

Japan
Gos hafið í stærsta eldfjalli Japans
Eldgos hófst í eldfjallinu Aso í Japan í morgun. Mikið öskuský stígur til himins. Ekkert manntjón hefur orðið vegna eldgossins enn sem komið er.
20.10.2021 - 11:27
Erlent · Asía · Náttúra · Japan · eldgos
Mygla í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ
Mygla hefur greinst í elsta grunnskóla Reykjanesbæjar, Myllubakkaskóla. Starfsmenn, þar á meðal skólastjórinn, eru komnir í veikindaleyfi vegna myglunnar.
20.10.2021 - 07:45
Skólp grófhreinsað meðan á viðgerð stendur
Viðgerð á safnlögn í hreinistöð fyrir skólp við Ánanaust hefst á morgun og búist er við að hún taki um þrjár vikur. Ætla má að magn kólígerla í fjörum aukist umfram viðmiðunarmörk meðan á viðgerðinni stendur.
19.10.2021 - 12:38
Landinn
Sjálfbærar bakkavarnir við Andakílsá
Landbrot og jarðvegsrof veldur miklu tjóni á hverju ári. Nú er unnið að lagfæringum á bökkum Andakílsár með sjálfbærum bakkavörnum. „Við notum náttúruna til að vinna með okkur að styrkja bakkann fyrir rofi gegn ánni”, segir Magnea Magnúsdóttir umhverfis- og landgræðslustjóri Orku náttúrunnar.
19.10.2021 - 07:50
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Hættustig almannavarna lækkað við gosstöðvarnar
Almannavarnastig vegna eldgossins í Geldingadölum hefur verið lækkað úr hættustigi niður í óvissustig. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sem tók ákvörðunina í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum.
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Hátt í 20 bílar lent utan vegar við Reynisfjall
Leiðindaveður gengur nú yfir sunnanvert landið. Fjöldi ökumanna hefur lent í vandræðum á Hringveginum í krapa og hálku. Fylgdarakstur verður yfir Reynisfjall í kvöld.
17.10.2021 - 18:18
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Lucy lögð af stað til Júpíters
Geimflaugin Lucy lagði upp í sannkallaða langferð þegar henni var skotið upp frá Canaveralhöfða á Flórídaskaganum árla morguns að staðartíma. Mikið sjónarspil fylgdi geimskotinu enda Lucy send fyrsta spölinn út í geim með heljarinnar Atlas-V eldflaug en síðan tekur Lucy sjálf við og er ætlað að fljúga ríflega sex milljarða kílómetra áður en yfir lýkur.
17.10.2021 - 01:30
Rjúpnaveiðimenn fá að minnsta kosti heilsubótargöngu
Formaður Skotvís segir það dapurlegt hve lítill rjúpnastofninn er þetta haustið. Veiðimenn verða hvattir til að veiða hóflega á fjöllum, aðeins fjórar til fimm rjúpur á mann.
16.10.2021 - 15:49
Ekki tímabært að lýsa yfir formlegum goslokum
Margt bendir til þess að eldgosinu við Fagradalsfjall sé lokið. Eldvirkni hefur legið niðri í fjórar vikur. Lengri tími þarf þó að líða þar til formlegum goslokum verður lýst yfir. Skjálftahrinu við Keili virðist lokið þó að þensla mælist á miklu dýpi.
Vel heppnað geimskot Kínverja til Himnesku hallarinnar
Geimskot kínversku geimferðastofnunarinnar frá geimferðamiðstöðinni í Gobíeyðimörkinni í gærkvöld gekk snurðulaust fyrir sig. Sex og hálfum tíma síðar var Shenzhou-13 flauginni rennt upp að hinni nýju geimstöð Kínverja, Tiangong, eða himnesku höllinni. Þar munu geimfararnir, tveir karlar og ein kona, dvelja næstu sex mánuði. Verður þetta lengsta útivist kínverskra geimfara til þessa, en forverar þeirra dvöldu þrjá mánuði í geimstöðinni. Geimfararnir eru sagðir við hestaheilsu eftir ferðalagið.
16.10.2021 - 04:32
Spegillinn
Erfitt að eiga við eldfjalladólgana
Erfitt hefur reynst að stöðva svokallaða eldfjallaníðinga, eða eldfjalladólga, við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Dólgarnir eru þeir sem ganga alla leið í bókstaflegri merkingu, virða engar reglur eða merkta stíga og fara sjálfum sér og öðrum að voða.
Myndskeið
Sindraskel nýjasti landneminn á Íslandi
Nýjasti landneminn í lífríki Íslands er hnífsskel sem nefnist sindraskel. Skelin er flugbeitt og ílöng og talið er að hún hafi borist hingað til lands með kjölvatni skipa.
15.10.2021 - 15:55
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Mikill áhugi á íslenskum agúrkum á Norðurlöndum
Neytendur á Norðurlöndum eru áfjáðir í íslenskar gúrkur. Framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna segir að meðal annars megi þakka það hreinleika íslenska vatnsins. Hann er mjög þakklátur íslenskum neytendum því án þeirra væri engin íslensk framleiðsla.
Rannsaka þarf skriðuhættu við ellefu þéttbýlisstaði
Hópur vísindamanna á Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands telur nauðsynlegt að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum. Nefnir hópurinn sérstaklega ellefu þéttbýlisstaði sem kanna þarf með tilliti til hættu á aurskriðum. Þar á meðal eru Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri og Neskaupstaður.
13.10.2021 - 06:33
Búið að ná öllum hvalhræjunum um borð í Þór
Áhöfnin á varðskipinu Þór hefur staðið í ströngu við að fjarlægja á sjötta tug grindhvalahræja úr fjörum í Árneshreppi á Ströndum í dag. Á sjötta tímanum var seinasta hræjið dregið um borð í varðskipið og er nú siglt með þau út fyrir sjávarfallastrauma.
12.10.2021 - 18:20
Allt að fjórtán sentímetra landris við Öskju
Mælitæki Veðurstofunnar við Öskju sýnir að land þar um slóðir hefur risið allt að 14 sentímetra frá í byrjun ágúst, en tækið sýndi ris um tólf sentímetra í lok september, skömmu áður en það bilaði.
Spegillinn
320 þúsund manns að gosstöðvunum
Um 320 þúsund manns hafa nú gengið að gosstöðvunum á Reykjanesskaga frá því að teljarar voru settir upp við gönguleiðir skömmu eftir að gos hófst 19. mars. Heimamenn settu sig þá strax í stellingar.
Festu sig í snjó á Mælifellssandi
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á áttunda tímanum í kvöld til að aðstoða ferðalanga sem festu bíl sinn á Mælifellssandi, skammt norðan Mýrdalsjökuls.
11.10.2021 - 21:41
Morgunútvarpið
Söfnun og sáning birkifræja er fjölskylduverkefni
Mikið er af birkifræi á Norðurlandi- og Austurlandi og því eru íbúar þar hvattir til að fara út og tína. Minna er af fræjum á sunnanverðu landinu en fólk þar getur einnig látið til sín taka, þótt í minna mæli sé. Verkefnastjóri segir birkitínslu geta verið skemmtilegt fjölskylduverkefni.
11.10.2021 - 07:59
Svolítil hreyfing við Seyðisfjörð en lítil úrkoma
Svolítil hreyfing mælist enn í hryggnum við Búðará á Seyðisfirði að því er fram kemur á bloggsíðu ofanflóðavaktar Veðurstofu Íslands. Um tíma mældist örlítil úrkoma á Seyðisfirði í nótt.
10.10.2021 - 12:41
Snjóflóð í Köldukinn
Snjóflóð féll ofan Hrafnsstaða í Köldukinn. Þetta voru litlir flekar ofan Hrafnsstaða sem féllu úr brattri brún í um 240 metra hæð, samkvæmt snjóflóðatilkynningaskrá Veðurstofu Íslands.
10.10.2021 - 12:37