Náttúra

Segir mikilvægt að læra af hamförunum á Seyðisfirði
Umhverfisráðherra segir að nýta verði reynslu og þekkingu af hamförunum á Seyðisfirði til að koma koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Í dag hófst vinna við gerð varnarmannvirkja ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
Mikilli rigningu spáð fyrir austan - staðan metin
Yfirvöld Almannavarna meta nú í samstarfi við Veðurstofuna hvort grípa þarf til sérstakra aðgerða á Seyðisfirði í ljósi mikillar rigningar sem þar er spáð í nótt og á morgun. Reiknað er með niðurstöðu fljótlega eftir hádegi.
15.01.2021 - 12:57
Sögur af landi
Hefja skipulega ræktun burnirótar á Íslandi
Á jörðinni Huldulandi í Hegranesi í Skagafirði búa hjónin María Eymundsdóttir og Pálmi Jónsson. Þar hafa þau gert tilraunir með ræktun burnirótar, sem kölluð hefur verið gingsen norðursins og er eftirsótt vara í heilsuiðnaðinum. Draumurinn er að stofna samvinnufélag bænda um ræktun burnirótar.
13.01.2021 - 14:04
„Þetta er bara svona sjórusl, það á að vera hérna“
„Finnst þér auðvelt að vera umhverfisvæn, Ingibjörg?“ Spyr Iðunn Hauksdóttir, Ingibjörgu, þriggja ára dóttur sína. Þær eru niðri í fjöru á æskuslóðum Iðunnar í Staðarsveit á Snæfellsnesi, að tína rusl. „Heldurðu að þú sért umhverfissóði eða miljösvin eins og Danirnir segja?“ Spyr Iðunn glettin þegar dóttirin svarar neitandi.
13.01.2021 - 14:02
Loðnuleit skilaði ekki árangri og ráðgjöfin óbreytt
Loðnuleiðangri fimm skipa á vegum Hafrannsóknarstofnunar sem lauk um liðna helgi sýndi ekki fram á aukið magn loðnu innan lögsögunnar, þvert á móti og því þykir ljóst að ekki verði gerð breyting á ráðgjöf um leyfilegt magn loðnu á komandi vertíð.
12.01.2021 - 18:32
Hitaveitan til vandræða á Seyðisfirði eftir skriðuna
Ýmis vandamál hafa komið upp við að halda hitaveitu á Seyðisfirði gangandi eftir skriðuföllin um miðjan desember. Höggbylgjan af völdum skriðunnar laskaði kerfið og hefur leki komið að kerfinu á nokkrum stöðum.
John Snorri heldur í vonina þrátt fyrir snjóflóð á K2
Stórt snjóflóð féll niður af K2 í gær. Það setti strik í reikninginn hjá fjallgöngugarpinum John Snorra Sigurjónssyni en hann heldur þó enn í vonina að ná að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstur manna.
11.01.2021 - 12:49
Leikskólinn fluttur á gamalt dvalarheimili
Starfsemi leikskólans Leikholts í Skeiða og Gnúpverjahreppi var flutt um helgina vegna myglu sem greinst hefur í húsnæðinu. Fyrrum dvalarheimili sveitarinnar hefur fengið nýtt hlutverk og hýsir nú yngstu íbúa sveitarinnar.
11.01.2021 - 10:32
Viðtal
Hvernig væri lífið ef það væri dregið fyrir himininn?
Við þekkjum það öll að verða uppnumin yfir náttúrufegurð. Að staldra við, virða fyrir okkur fallegt sólarlag, tignarleg fjöll, glitrandi hafflöt eða norðurljós og missa andann í örlitla stund. En hvaða máli skiptir náttúrufegurð í raun? Guðbjörg R. Jóhannesdóttir gaf nýverið út safn ritgerða um fagurfræði náttúrunnar og gildi þeirrar fegurðar. Ritgerðasafnið ber yfirskriftina: Vá!
Hafís í 35 mílna fjarlægð frá Vestfjörðum
Hafís hefur nálgast landið smám saman síðustu vikur. Undanfarna daga hefur ísröndin verið um 50 mílur frá Vestfjörðum en stakir jakar geta verið nær landi.
07.01.2021 - 15:22
Viðtal
„Þetta er það eina sem ég hugsa um þessa dagana"
Undanfarið hefur gönguskíðaæði gripið landann og fólk nýtur þess að fara um skíðabrautir. Æðiði hefur líka náð út fyrir troðnar slóðir og brautir því sífellt fleiri fara um á utanbrautarskíðum.
07.01.2021 - 12:49
Efast um framkvæmdaleyfi fyrir Svartárvirkjun
Formaður verndarfélags Svartár í Bárðardal telur miklar líkur á því að Svartárvirkjun verði slegin af, nú þegar Skipulagsstofnuun hefur lagst gegn virkjuninni í áliti sínu. Erfitt verði fyrir sveitarstjórn Þingeyjarsveitar að réttlæta framkvæmdaleyfi með álit stofnunarinnar í höndunum.
06.01.2021 - 17:10
Mygla í leikskólanum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Mygla greindist í leikskólanum Leikholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Flytja þarf börn úr húsinu og meðal þess sem er til skoðunar er að færa leikskólann á ferðamannalaust hótel í sveitinni.
06.01.2021 - 17:04
Auðskilið mál
Björgunarsveitir forðuðu sér á hlaupum í Ask
Björgunarmenn í bænum Ask í Gjerdrum í Noregi áttu fótum fjör að launa í morgun. Þá hrundi úr sárinu sem myndaðist við jarðfall í bænum fyrir áramót.
05.01.2021 - 15:47
Björguðu gæludýrum af rýmingarsvæðinu í nótt
Leitinni að þeim sex sem enn er saknað í bænum Ask hefur verið haldið áfram í nótt með aðstoð hunda og dróna, að því er fram kemur í samtali Gisle Sveen, aðgerðastjóra lögreglunnar við norska ríkisútvarpið. Leitin hefur enn ekki borið árangur.
03.01.2021 - 04:49
Flughált á nokkrum leiðum vestanlands
Vetrarfærð er á þjóðvegum landsins í flestum landshlutum og fljúgandi hálka á sumum leiðum.
02.01.2021 - 17:45
Slasaðist við Sólheimajökul
Göngumaður óskaði eftir aðstoð við Sólheimajökul eftir hádegið í dag. Maðurinn er ekki alvarlega slasaður og gekk til móts við sjúkrabílinn.
02.01.2021 - 15:30
Landinn
Skessugarður einstakur á landsvísu
„Skessugarður er einstakur á landsvísu vegna þess hve stórgrýttur hann er og hversu stór hann er. Hann samanstendur af þessu mikla stórgrýti sem jökull hefur á einhverjum tímapunkti rutt hér upp,“ segir Ívar Örn Benediktsson, jöklajarðfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
01.01.2021 - 09:22
Söguðu ís með keðjusög til að bjarga upp bílum
Tveir jeppar fóru niður um ís innan við Sandkluftarvatn sunnan Skjaldbreiðar í fyrradag. Engum varð meint af en Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var fengin til að ná bílunum upp í fyrrakvöld. Drjúgan tíma tók að ná bílunum upp og þurfti að saga ísinn með keðjusög.
31.12.2020 - 12:31
Árið 2020
Snjóflóð og skriðuföll án fordæma á Íslandi
Mikið hamfaraár er að renna sitt skeið en fleira var án fordæma en faraldurinn. Snjóflóðin á Flateyri í janúar fóru yfir snjóflóðavarnargarðinn fyrir ofan bæinn og á hús í Ólafstúni en ollu mestu tjóni í höfninni. Flóðin eru talin þau stærstu sem fallið hafa á varnargarða af þessari gerð. Og árinu lauk með svipuðum hætti og það hófst. Um miðjan desember féll aurskriða á Seyðisfjörð, sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Mildi þykir að ekki hafi orðið manntjón í þessum flóðum.
30.12.2020 - 13:21
Myndskeið
Íslendingur í Ask: „Við þurftum bara að hlaupa út“
„Við klæddum okkur bara í úlpu og skó og komum okkur út,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir sem býr í norska bænum Ask. Að minnsta kosti tíu slösuðust þegar aurskriður féllu á bæinn Ask í Noregi í nótt. Tuttugu og sex er saknað og um fimm hundruð íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Skriðurnar hafa valdið miklum skemmdum á að minnsta kosti fjórtán húsum og þá hefur lögregla fengið tilkynningar um fólk sem hefur einangrast í rústum húsa.
30.12.2020 - 11:49
Erlent · Hamfarir · Innlent · Náttúra · Noregur
Viðtal
Fundu myndaalbúm og biblíu í aurnum
Biblía og myndaalbúm eru meðal þess sem fannst í gær í aurnum á Seyðisfirði. Hreinsunarstörf hófust að nýju í gær eftir hlé yfir hátíðarnar. Davíð Kristinsson, hótelstjóri og meðlimur í Björgunarsveitinni Ísólfi segir að hreinsunarstörfin gangi hægt en vel.
30.12.2020 - 10:14
Myndskeið
Tæplega 200 yfirgefa heimili sín vegna aurskriðu í Ask
Minnst fimm slösuðust í stórri aurskriðu sem féll á bæinn Ask í Noregi í nótt. Tæplega tvö hundruð manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og nokkurra er saknað.
30.12.2020 - 08:08
Auðskilið mál
Ekki lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi
Ekki er lengur óvissustig vegna jarðskjálfta á Norðurlandi. Því hefur verið aflýst.
29.12.2020 - 16:07
Tína ýmislegt heillegt úr rústum Tækniminjasafnsins
Rústasveit Austurlands er nú við hreinsun í rústum Tækniminjasafnsins á Seyðisfirði sem gjöreyðilagðist í aurflóðunum þar fyrir jól. Ýmislegt heillegt hefur fundist í rústunum.
29.12.2020 - 11:31