Mýrdalshreppur

Áhöfninni á togaranum tókst að stöðva rekið
Talsverður viðbúnaður var eftir að tilkynning barst um að íslenskan togara ræki vélarvana að landi við Dyrhólaey um hálf tíu í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og lögreglan á Hvolsvelli og björgunarsveitir í Vestmannaeyjum og Vík. Áhöfninni tókst að stöðva rekið þegar skipið var aðeins um fjóra til fimm kílómetra vestur af Dyrhólaey þaðan sem skipið sést vel.
14.10.2016 - 09:32
Lyktin varð ferðamanni að falli
Grískur ferðalangur sem Lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í liðinni viku reyndist vera með kannabisefni í fórum sínum. Lögreglumaður í Vík fann kannabislykt af manninum í Víkurskála og handtók hann. Maðurinn sagðist hafa efnin með sér til eigin nota. Eftir að í ljós kom að hann var ekki á skrá hérlendis og erlendis yfir fíkniefnasala og smyglara, var hann sektaður. Fíkniefnin gerð upptæk og ferðamaðurinn fékk að halda áfram ferð sinni.
02.05.2016 - 15:13
Fálki rífur í sig grágæs — myndskeið
„Ég hef mest gaman af því að mynda fugla og norðurljós, en það er líka gaman að mynda fallegt landslag“, segir Þórir N Kjartansson myndatökumaður í Vík í Mýrdal. Þórir tók fyrir skömmu magnaðar myndir af ungum fálka að rífa í sig grágæs. „Ungir fálkar halda sig á þessum slóðum á þessum árstíma, eftir að gæsir fóru að dvelja hér á veturna. Þeir virðast ráða vel við gæsir, þó þær séu miklu stærri“.
30.03.2016 - 17:06
Saumastofumaðurinn í Vík dæmdur í nálgunarbann
Hæstiréttur hefur dæmt karlmann frá Sri Lanka, sem grunaður er um að hafa haldið tveimur systrum föngnum á saumastofu sinni í Vík, í fimm mánaða nálgunarbann. Hann má því ekki með nokkru móti vera í beinu sambandi við eiginkonu sína. Lögreglan óttast að maðurinn kunni að reyna að hafa áhrif á skýrslutöku konunnar. í mansals-málinu
21.03.2016 - 13:33
Ferðamenn ganga að flakinu
„Það hefur enginn boðið fram ráð eða aðstoð. Bílaumferð er bönnuð að flakinu og verður áfram á meðan við getum ekkert gert“, segir Benedikt Bragason á Ytri Sólheimum. Hann er einn landeigenda á Sólheimasandi þar sem er vinsæll ferðamannastaður við flak af Douglas Dakota flugvél. Leiðsögumaður með ferðamenn rauf lokun bænda í morgun og ók með ferðamenn að flakinu.
16.03.2016 - 16:47
Sjóvarnir í Vík kosta 330 milljónir
Áætlaður kostnaður við nýjan varnargarð vegna sjávarrofs við Vík í Mýrdal er tæpar 330 milljónir króna, segir Ólöf Nordal Innanríkisráðherra í svari við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar á Alþingi. Ólöf segir að hefjist framkvæmdir á þessu ári, sé ekki talin þörf á bráðaaðgerðum. Varanlegar aðgerðir felist í viðgerð á varnargarði sem gerður var 2011 og gerð nýs garðs, um 700 metrum austar.
10.03.2016 - 16:34
Mansalsmálið: 8 vitni gefið skýrslu fyrir dómi
Átta vitni hafa gefið skýrslu fyrir dómi í tengslum við rannsókn lögreglu á mansali á saumastofu í Vík. Þetta staðfestir Þorgrímur Óli Sigurðsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu. Hann segir að ákveðið hafi verið að hafa skýrslutökurnar fyrir dómara til að ekki þyrfti að yfirheyra fólkið aftur. Lögreglan hefur lent í túlkavandræðum þar sem henni hefur aðeins tekist að finna einn sem getur túlkað á srilensku.
01.03.2016 - 10:05
Maður handtekinn vegna mansals
Karlmaður var handtekinn í Vík í Mýrdal í dag vegna gruns um mansal. Frá þessu er greint á Vísir.is í kvöld.
19.02.2016 - 00:35
„Gerum það sem hægt er að gera“
„Við vonumst til þess að það verði komnar upp merkingar og einhver stýring á umferðinni niður í Reynisfjöru, þegar lögregluvakt lýkur þar í næstu viku“, segir Ásgeir Magnússon sveitarstjóri Mýrdalshrepps og formaður Almannavarnarnefndar Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Nefndin hélt fund í Vík í gær með fulltrúum lögreglu, björgunarsveita, heimamönnum og sérfræðingum.
17.02.2016 - 16:52
Tvö bílslys í Vestur-Skaftafellssýslu
Tvö bílslys hafa orðið í dag á hringveginum í Vestur-Skaftafellssýslu, annað á Sólheimasandi og hitt í grennd við Kirkjubæjarklaustur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi slasaðist enginn alvarlega. Erlendir ferðamenn komu við sögu í báðum tilfellum.
Ferðamenn í Reynisfjöru skömmu eftir banaslys
Fjöldi ferðamanna var staddur í flæðarmálinu í Reynisfjöru aðeins nokkrum klukkstundum eftir að banaslys varð þegar alda hreif kínverskan ferðamann og bar hann 550 metra frá landi. Samúel Örn Erlingsson, fréttamaður á RÚV, tók myndirnar hér að ofan sem sýna vel að ferðamennirnir virðast litlar áhyggjur hafa þótt hætturnar séu til staðar.
10.02.2016 - 17:44
Slys í Reynisfjöru – maðurinn látinn
Maðurinn sem féll í sjóinn við Reynisfjöru í morgun er látinn. Hann var erlendur ferðamaður. Fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi að hann hafi misst fótanna í flæðarmálinu og farið út með öldunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir að tilkynning barst um slysið ásamt björgunarsveitum frá Vík og Vestmannaeyjum. Ítrekað hefur verið fjallað um slysahættu í Reynisfjöru undanfarna daga eftir að myndir af erlendum ferðamönnum í háska voru birtar á samfélagsmiðlum.
10.02.2016 - 10:45
Minnihlutinn klofinn í Mýrdalshreppi
Eiríkur Tryggvi Ástþórsson sveitarstjórnarmaður M-lista í Mýrdalshreppi lýsti því yfir á sveitarstjórnarfundi í Vík síðdegis, að hann myndi starfa utan lista það sem eftir væri kjörtímabils. M-listi Mýrdælinga átti tvo fulltrúa í sveitarstjórn. B-listi framfarasinna hefur þrjá menn og myndar meirihluta í sveitarstjórninni. Því má segja að minnihlutinn hafi klofnað.
21.01.2016 - 19:34
„Suðvestanáttin er verst“
„Við höfum sloppið betur í þessum síðustu áhlaupum. Endalaust stórbrim reynir auðvitað á garðinn. En það hefur ekki grafið mikið úr fjörunni í þessari austanátt, suðvestanáttin er verst“, segir Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Vík í Mýrdal. Í óveðrum í desember skemmdist varnargarður fyrir framan þorpið og mikið land brotnaði fyrir austan hann.
08.01.2016 - 13:48
Mýrdælingar vilja bregðast við strax
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps leggur þunga áherslu á að grípa strax til ráðstafana til verndar iðnaðar- og þjónustuhverfi sveitarfélagsins, vegna landbrots við ströndina í Vík. Á fundi sínum í gær fól sveitarstjórnin sveitarstjóra að ræða málið við innanríkisráðherra og kynna stöðuna fyrir þingmönnum Suðurkjördæmis.
16.12.2015 - 15:51
Mikið landbrot í óveðrinu í Vík
Úthafsaldan braut mikið land við Vík í Mýrdal í óveðri síðustu daga. Ásgeir Magnússon sveitarstjóri segir að mannvirki verði brátt í hættu ef ekkert verði að gert. Síðustu daga hafi sjór brotist á annan tug metra inn eftir ströndinni og ekki séu nema 20 til 30 metrar eftir að lóðarmörkum í iðnaðarhverfinu í Vík.
09.12.2015 - 13:51
Fimm staurar brotnuðu í röð
Fimm rafmagnsstaurar í röð brotnuðu í óveðrinu í gær á túninu fyrir neðan Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Þeir eru hluti af Víkurlínu, en rafmagnslaust varð í Vík í Mýrdal á sjöunda tímanum í gær. Víkurlína er 30 kílóvatta lína sem sér kauptúninu í Vík fyrir rafmagni.
08.12.2015 - 12:03
Allir út að leika
Samkvæmt dagatali er komið sumar, þótt það virðist reyndar ætla að láta bíða svolítið eftir sér í reynd. En Landinn er kominn lengra í huganum og farinn að velta fyrir sér ýmiskonar sumarlegri afþreyingu, svo sem eins og að fara út í leiki.
27.04.2015 - 10:37
92% kjörsókn í Mýrdalshreppi
Framfarasinnar báru sigur úr býtum í kosningunum í Mýrdalshreppi og héldu meirihluta sínum. Framfarasinnar hlutu 53,7 prósent og þrjá fulltrúa en M-listi Mýrdælinga hlaut 46,3 prósent og tvo fulltrúa. Kjörsókn var 92,2 prósent og því með besta móti.
Mýrdalshreppur
Í Mýrdalshreppi bjuggu 489 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 50. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni. B-listi Framfarasinna og M-listi Mýrdælinga.
14.05.2014 - 17:31
Húsið „titrar“ vegna þungflutninga
Íbúar við Austurveg í Vík hafa kvartað til sveitarstjórnarinnar út af miklum miklum titringi á heimili sínu sem þeir segja vera vegna hraðaksturs þungaflutningabíla í gegnum þorpið. Íbúarnir segja sprungur farnar að myndast í húsinu og að leirtau hafi brotnað í glerskáp.
27.03.2014 - 20:34
„Vegurinn færður á óstöðuga brimströnd“
Samtök íbúa og hagsmunaaðila í Mýrdal segjast í yfirlýsingu harma þá ákvörðun umhverfisráðherra að staðfesta aðalskipulag Mýrdalshrepps án þess að synja eða fresta breytingum á legu á þjóðvegi eitt um héraðið.
25.04.2013 - 17:12
Standa ekki undir litlum skuldum
Átta sveitarfélög sem skulda lítið geta samt ekki staðið undir skuldunum, samkvæmt nýrri úttekt. Meirihluti sveitarfélaga skuldar þó lítið og stendur vel undir skuldunum.
Vilja reisa 100 herbergja hótel á Húsavík
Fyrirtækið Stracta Contstruction, sem er í eigu Hreiðars Hermannssonar og Hermanns Hreiðarssonar, fyrrverandi atvinumanns í knattspyrnu, hafa sótt um 8.000 fermetra lóð undir hundrað herbergja hótel og veitingastað á Húsavík. Skipulags-og bygginganefnd Norðurþings lýsir sig reiðubúna til viðræðna.
Fagnar endurmati garðs við Vík
Sveitarstjóri Mýrdalshrepps segir fulla ástæðu til að taka alvarlega ábendingar um að hækka þurfi varnargarð austan við Vík. Almannavarnir og Vegagerðin endurmeta aðstæður, meðal annars í tengslum við smíði nýrrar brúar yfir Múlakvísl.
25.10.2012 - 18:20